Tíminn - 12.06.1983, Qupperneq 8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Magnússon,
Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir,
Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Varnarstríð gegn
ef nahags vandanum
■ Samvinnuhreyfingin hefur ekki farið varhluta af þeim
erfiðleikum sem efnahagsþróun hefur skapað í íslensku
þjóðarbúi. Minnkandi sjávarafli og þar með þjóðartekjur,
hafa valdið mörgum fyrirtækjum búsifjum og er Sambandið
þar engin undantekning, enda er það ein af meginstoðum
atvinnulífs á landinu. Á aðalfundi Sambandsins, sem haldinn
var nú fyrir helgina, gerði Erlendur Einarsson mál þessi að
umtalsefni og sagði m.a.:
„Þessi neikvæða efnahagsþróun hafði víðtæk áhrif á
atvinnulíf landsmanna. Ýmsar rekstrargreinar lentu í miklum
erfiðleikum, m.a. sjávarútvegur, orkufrekur iðnaður og
ýmsar aðrar greinar iðnaðar. Þá virðist Ijóst, að versnandi
staða atvinnuveganna hafi orðið til þess að auka verðbólgu-
vandann. Gengislækkunum var beitt til að halda útllutnings-
atvinnuvegunum gangandi, en það. leiddi af sér hærra
vöruverð og svo hækkun vísitölunnar. Víxlhækkun kaup-
gjalds og verðlags hélt því áfram að skrúfa upp verðbólguna,
þrátt fyrir nokkrar aðgerðir stjórnvalda í þá átt að takmarka
víxlhækkunina.“
Síðar sagði Erlendur: „Þegar þjóðarbúið verður fyrir
slíkum skakkaföllum sem á s.l. ári, kemur enn betur í Ijós að
undirstöðuatvinnurekstur landsmanna hefur á liðnum árum
haft allt of litla fjármunamyndun og þar með enga getu til að
mæta sveiflum í efnahagslífinu. Á sama tíma virðist þjóðin
lifa mikið um efni fram og safna erlendum skuldum til þess
að halda uppi almennri eyðslu. Það hlýtur því að vera eitt af
grundvallaratriðum í glímunni við verðbólguna að undir-
stöðuatvinnurekstur þjóðarinnar háfi möguleika til að mynda
eigið fé í gegnum reksturinn, svo ekki sé talað um þýðingu
þessa fyrir stöðilga atvinnuuppbyggingu, og að þjóðarfram-
leiðslan geti vaxið og þar með það sem til skiptanna er í
þjóðarbúinu. Mesti hvati fyrir atvinnuuppbyggingu er fjár-
munamyndunin í rekstrinum.“
Óhagstæð þróun efnahagsmála hafði mjög neikvæð áhrif á
rekstur og afkomu Sambandsins, og þau þrjú atriði sem
mestum erfiðleikum ollu eru, að lausafjárstaðan versnaði
mjög mikið. Gengistap af erlendum skulum varð mikið, m.a.
vegna þess hve mikið dollarinn hækkaði á árinu, eða um
103% gagnvart íslensku krónunni. Og í þriðja lagi er að
vaxandi hluti innlendra lána hefur farið í vísitölulán, og
vegna þess hve verðbólgustigið var hátt, hækkuðu verðbætur
á þau lán að sama skapi.
Erlendur rakti í stórum dráttum stöðu einstakra þátta og
sagði að lokum: „Þegar líða tók á árið 1982 var ljóst að
efnahagsvandinn var farinn að hafa mjög neikvæð áhrif á
rekstur og laúsafjárstöðu Sambandsins og kaupfélaganna.
Þess vegna var í okt. ákveðið að hefja aðhaldsaðgerðir í
Sambandinu og kaupfélögunum, er miðuðu að því að bæta
rekstur og lausafjárstöðuna. Árangur þessara aðgerða á eftir
að koma í ljós. Það er von mín að hann sjáist smám saman
á þessu ári og enn betur í ársreikningum Sambandsins fyrir
1983.
íslensk þjóð heyr nú varnarstríð gegn efnahagsvandanum.
Á miklu veltur fyrir allan almenning að takast megi að koma
efnahagslífi þjóðarinnar á traustan grundvöll. Atvinnuöryggi
landsmanna er í húfi. Það verður hins vegar ekki létt að fikra
sig niður verðbólgustigann. Þar þyrfti þjóðin að geta orðið
sem mest samstíga.
Hvað samvinnuhreyfinguna varðar þá hlýtur hún nú sem
fyrr að leggja kapp á það að samvinnufyrirtækin geti haldið
áfram starfsemi sinni af sem mestum þrótti. Vaxandi
erfiðleikum þarf að mæta m.a. með endurbótum í rekstri. í
því sambandi hlýtur að koma til alvarlegrar skoðunar bætt
skipulag Sambandsins og félaganna, er tryggi sem best að
bæði vinna og fjármagn nýtist á þann veg er best skilar
félagsmönnum og þjóðinni árangri af samvinnustarfinu.“
-O.Ó.
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
horft í strauminn
Hver er réttlætisvísitala
ríkisstjórnarinnar?
■ „Stjórnandi sem er áræðinn án réttlætis er ógnun við
þjóðfélagið", sagði Konfúsíus gamli Kínaspekingur. Þaðeref
til vill kvikindisháttur að láta sér koma þetta spakmæli í hug
þegar litið er til hinnar nýju ríkisstjórnar okkar. Ogþó verður
því varla varist. Ríkisstjórnin sjálf télur sér það flestu fremur
til ágætis að hún sé áræðin - þori að gera það sem þarf, þori
að höggva á hnúta, dirfist að ráðast gegn verðbólgunni og
leggja á menn byrðár til þess.
Stjórnendum er auðvitað ætíð nauðsynlegt að hafa réttlætið
ntcð í för, hvort sem þeir eru áræðnir eða undanlátssamir, en
stjórn sem ræðst í það að leggja þungar byrðar á almenning
og ætlast til fórna af honum í því skyni að koma í veg fyrir
þjóðarhrap, eða til þessaðná mikilvægum þjóðarmarkmiðum,
er réttlætið ekki aðcins nauðsynleg fylgidís heldur beinlínis
lífsnauðsýnleg, og réttlætisþjónustan mun langoftast ráða
úrslitum um það, hvort sú stjórn sem leggur byrðarnar á með
ranglæti á crfiðum tímum er „ógnun við þjóðfélagið", eins og
Konfúsíus sagði. Þegar allt leikur í lyndi og haghjólið er að
herða á sér finna borgararnir minna til óréttlætis og mögla
síður um smámuni. En þegar að herðir svo að grípa verður til
nauðvarnar, verður ranglæti i deilingu byrðanna niiklu sárari
fleinn í holdi, og því er nauðvarnarstjórn meiri þörf á því en
öðrum stjórnum að biðja guð sinn um blessun réttsýninnar.
Miklar líkur má telja til þess að það muni ráða langlífi
þessarar ríkisstjórnar og árangri í stríðinu við verðbólguna,
hvort henni auðnast nægilegt réttlæti í jöfnun byrðanna, sem
á landsfólkið eru nú lagðar, og jafnframt að halda nægilegri
atvinnu í lándinu, svo að böl atvinnuleysis bætist ekki ofan á.
Þetta tvennt eru fjöregg hennar.
Var dreifingin nógu
réttlát?
Nú þegar margar dagskipanir ríkisstjórnarinnar í stríðinu
gegn verðbólgunni hafa séð dagsins Ijós eða eru í burðarliðn-
um verður spurningin um réttlætið í byrðadreifingunni efst í
huga manna, og einmitt vegna þess að launavísitalan hefur
verið hengd og höggvin spyrja menn gjarnan: Hver er
réttlætisvísitala ríkisstjórnarinnar. Nú ríður á að sú vísitala sé
í fullu gildi, en mörgum finnst það nú sannast flesta daga, að
þar sé pottur víða brotinn, og vísitölu réttlætis við dreifingu
byrðanna hafi ekki verið nógu vcl gætt. Að vísu gæti það orðið
til einhverrar afsökunar, hve tími flokksforingja og ráðherra-
efna var naumur til bænagerðar meðan verið var að koma
stjórninni á koppinn undir hangandi sverði verðbólgunnar,
enda virðast stjórnarfeður annað hvort hafa alveg sleppt
henni, eða þá að bænheyrslan hefur brugðist að mestu.
Hér skal minnt á nokkur dæmi sem mjög stinga í augu þegar
litið er á byrðadreifinguna, dæmi þar sem ranglætið ríður
húsum en réttlætið hefur orðið úti.
Hatrömmust og furðulegust er sú glámskyggni að halda
áfram greiðslu dýrtíðarbóta sem hundraðshluta af launum í
stað þess að hafa upphæðina eina og sama á hvern mann miðað
við meðallaun. Þama átti réttlætið leik á borði, en ranglætið
vann skákina einu sinni enn. .
Til er svonefnd lánskjaravísitala, sem mælir hvað menn eigi
að greiða lánastofnunum í dýrtíðarbætur svo að þær haldi í
við verðbólguna. Hefði ekki verið réttmætt að þessar stofnanir
leggðu svolítinn skerf af þessum feng í stríðskostnaðinn gegn
verðbólgunni hliðstæðan framlagi launþega. Bankar virðast
komast sæmilega af og eru kannski aflögufærir á borð við
heimilin í Iandinu. Þarna átti réttlætið lt'ka leik - en tapaði af
því að ranglætið skákaði í hróksvaldi ráðherranna. Fullkomin
verðtrygging peninga í bönkum er heldur ekki réttmæt eftir
að verðtrygging launa er skert.
Þriðja dæmi: Launþegum var gert að leggja tvo þriðjuhluta
þeirra dýrtíðarbóta sem vísitalan sáluga ntældi þeim á
dánarbeði sínunt í stríðskostnaðinn gegn verðbólgunni - 14%
af22% ogfenguaðeins8%. Verslunin hefurlíka tekiðþóknun
sína fyrir þjónustuna í prósentum af kaupverði vara. Nú
hækkuðu vörurnar yfirleitt um 15-20% eða meira við gengis-
lækkun o.fl. Eðlilegt virðist að réttmætt væri að veis|unin
leggði í stríðssjóðinn svo sem tvo þriðju af þeirri viðbótarhækk-
un álagningar sem af þessu leiðir - alveg eins og launþegum
var ætlað af sinni hækkun. Nei, það var ekki gert. Verlsunin
fær að halda sömu álagningarprósentu á þessa viðbótarhækk-
un vöruverðs. Þarna átti réttlætið leik - en situr yfir tapaðri
skák. Hið sama gildir um ýmsar þjónustustofnanir, þær hefðu
Iíka átt að taka á sig smábyrði.
Fjölmörg fleiri dæmi um ófarir réttlætisins á vegum
ríkisstjórnarinnar i nauðsynlegu stríði gegn verðbólgunni
mætti nefna. Fullvíst má telja að borgararnir hefðu borið
byrðar sínar með meiri þolinmæði, ef þeir hefðu fundið sól
réttlætisins skína skærar en raun ber vitni. Allir vita að það er
illt að misskipta gæðum lands og lífs, en líklega enn verra að
misskipta byrðum og afföllum samfélagsins.
Hið lýsandi fordæmi
Það er ekki ósjaldan sem ráðamenn tala um nauðsyn
sparnaðar - einkum í opinberum rekstri - samdrátt. Ráðherr-
arnir lofa nú stórsókn á þeim vígstöðvum í verðbólgustríðinu.
En eru þeir þá sjálfir í fylkingarbrjósti sem hið lýsandi
fordæmi? Ráðherrarnir eru tíu eins og allir vita - ekki var
þeim fækkað. Nokkrum dögum eftir stjórnarmyndunina
birtist mynd í blöðum af öðrum tíu - bílstjórum ráðherranna.
Og þessa dagana fæðast aðstoðarráðherramir hver af öðmm og
verða líklega tíu líka. Svo fara bráðum að birtast nýjar
ráðherrabifreiðar af dýrustu gerð. Keyptar með ríflegum
ríkisstyrk tollaeftirgjafar. Það hefur ekki spurst enn að hið
góða fordæmi þjóðarinnar-ríkisstjórnin-ætlaði að láta neinn
hluta af þessum fríðindum eða öðrum í stríðssjóðinn.
1 mörgum löndum - jafnvel í hágengistímum - þykir
heppilegra að hafa annan hátt á því að flytja ráðherra milli
staða. Þar hafa stjómarráð og fleiri ríkisstofnanir sameiginlega
bílastöð. Þegar ráðherra eða aðrir embættismenn ráðuneyta
þurfa að bregða sér spottakorn hringja þeir á stöðina sína og
fá bíl. Þetta þykir töluvert hagkvæmara, til að mýnda í
Bretlandi.
Hefðum við almúginn ekki orðið örlítið léttstígari undir
byrðum okkar, ef ráðherrarnir hefðu nú - af gefnu tilefni -
hagrætt þessu og fleiru smálegu svolítið betur og sparað
nokkrar krónur? Og kannski neitað sér um bílakaupafríðindi
og jafnvel brem.ivínsafslátt. Það fer satt að segja bölvanlega
í taugarnar á fólki þegar það sér, að ráðamenn ganga lausir
við hliðina á burðarmönnum. Sálfræðilegu áhrifin af þessu eru
hættulegri en flest annað.
Hjálparráðherrar geta auðvitað verið þarfaþing, og þegar
mikinn er siglt í óskabyr er vafalaust sjálfsagt að hafa þá. En
hefðu ráðherrarnir nú ekki getað neitað sér um þá í þetta sinn
- á lensinu. Það hefði verið skref að réttu fordæmi. Ég er viss
um að betri líftryggingu hefði ríkisstjórnin varla getað fengið.
Hið lýsandi fordæmi er satt að segja ekki nógu bjart enn. Þess
vegna þyngist fólk æ meira á brún þegar byrðarnar á herðum
þess síga æ meira í með verðsprengingum svo að segja hvern
einasta dag. Þó er ekki talin yfirvofandi hætta á upphlaupum
eða bráðaverkföllum - það er þrögt fyrir dyrum í þeim efnum
og ekki hægt að hleypa dampinum þannig út. En þungur þeli
leggst fyrir brjóstið og getur síðar orðið ríkisstjórn banvænni
en verkföll.
Mikið liggur við að þessari ríkisstjórn takist að sigra í því
stríði sem hún hefur sagt verðbólgunni á hendur, en forsenda
þess er að hún ástundi réttlæti af meiri kostgæfni en þær sem
strá blómum í kringum sig á góðum árum. Fyrsta ganga
hennar í þeim efnum hefur ekki verið nógu góð. Enn allir geta
bætt ráð sitt og enn eru dagmál. Varla er unnt að veita henni
betri bakstuðning en vara hana við ranglætingu og hvetja hana
til réttsýni. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
A.K.
Andrés n
Kristjánsson •: V- :•
skrifar L-js- jÉPb