Tíminn - 12.06.1983, Síða 9
SUNNUDAGUR 12. JÚNl 1983
Samiinna bænda hefur verið
Akureyri mikil lyftístöng
Samvinna bændanna
■ Um 1930 gaf ríkisstjórn Tryggva
Þórhallssonar út vandað myndskreytt
rit, sem hét Samvinna bændanna. Riti
þessu var dreift víða um land. Útgáfa
þessi sætti nokkurri andstöðu þáver-
andi stjórnarandstöðu. cnda nokkuð
óvenjuleg á þeim tíma.
Tryggvi Þórhallsson hafði hins vegar
svar á reiðum höndum: Samvinna
eyfirzkra bænda hefði reynzt svo farsæl
og árangursrík, að rétt væri að kynna
hana öðrum til fyrirmyndar.
Þetta rit sýndi vissulega glöggt, að
Kaupfélagi Eyfirðinga hafði vegnað
vel undir traustri leiðsögu kaupfélags-
stjóranna þriggja Hallgríms Kristins-
sonar, Sigurðar Kristinssonar og Vil-
hjálms Þór.
Hallgrímur Kristinsson gerði kaup-
félagið að stórveldi í héraðinu þau fáu
ár, sem hann stjórnaði því. Sá grund-
völlur hefði þó getað skekkst mikið í
efnahagsöngþveitinu eftir fyrri heims-
styrjöldina, ef forsjállrar og öruggrar
stjórnar Sigurðar Kristinssonar hefði
ekki notið við.
Mörgum fannst það æði djarft, þegar
Sigurður Kristinsson tók við forstöðu
Sambandsins, að Hallgrími bróðursín-
um látnum, að hann skyldi fela 23 ára
gömlum manni, Vilhjálmi Þór, aðtaka
við stórn Kaupfélags Eyfirðinga. Sig-
urður Kristinsson reyndist glögg-
skyggn þar eins og endranær.
Undir forustu Vilhjálms Þór efldist
rekstur félagsins á flestum sviðum og
það bætti við sig hverjum verkefnunum
á fætur öðrum. Það var vegna þessara
framfara, sem Tryggvi Þórhallsson
fékk hugmyndina um að gefa út ritið
Samvinna bændanna.
Vilhjálmur Þór reyndist síðar sama
hamhleypan, þegar hann tók við for-
stöðu Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga af Sigurði Kristinssyni. Vafa-
samt er hvort annar íslenzkur maður
hefur verið athafnasamri og útsjónar-
samari á þessari öld en Vilhjálmur
Þór. lllt er því til þess að vita, að hann
hefur í Seinni tíð hlotið oft óverð-
skulduð eftirmæli.
Nokkur bót er það í niáli, að hann
hefur fengið réttmæta uppreisn í við-
tali, sem Matthías Johannessen átti við
Björn Þórðarson, en Vilhjálmur átti
sæti í ríkisstjórn hans 1942-1944,
Björn lætur í viðtalinu falla eftirfarandi
ummæli um Vilhjálm:
„Vilhjálmur sá mesti skörungur,
sem ég hefi þekkt, og féllst alltaf á rétt
rök.“
(Matthías Johannessen: Samtöl III.
bls 36)
Jakob og Yalur
Síðan Vilhjálmur Þór lét af forystu í
Kaupfélagi Eyfirðinga er; liðið tals-
vert á fimmta áratug. Aðeins tveir
menn hafa síðan verið kaupfélagsstjór-
ar hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, fyrst
Jakob Frímannsson um langt skeið, og
síðan Valur Arnþórsson.
Það er gömul og ný staðreynd, að oft
er meiri vandi að gæta fengins fjár en
afla þess. Það getur oft verið auðveld-
ara verk, þótt erfitt sé, að koma
stórum fyrirtækjum á fót, en halda
áfram vexti þeirra og viðgangi. Slíkt
getur ekki gerzt án traustrar og fram-
sýnnar stjórnar.
Það er ekki ofsagt, að Kaupfélag
Eyfirðinga hefur haldið áfram að þró-
ast og styrkjast undir handleiðslu
þeirra Jakobs og Vals.
Skýrsla sú, sem félagsstjórnin og
kaupfélagsstjórnin lögðu fram á síð-
asta aðalfundi félagsins ber þess merki
að fjárhagur þess er traustur. Hún
segir m.a., að eigið fé og stofnsjóðir
voru um 387.5 milljónir króna í árslok
1982.
Undir forustu þeirra Jakobs og Vals
hefur félagið haldið áfram að færa út
kvíarnar. Það hefur jafnframt gerzt
aðili að ýmsum hlutafélögum. sem
komið hefur verið upp í Eyjafirði með
þátttöku sveitarfélaga og einstaklinga.
Allt hefur-þetta stuðlað að eflingu
■ höfuðstaðar Norðuriands og nálægra
byggða.
Lyftistöng Akureyrar
Óþarft er að rekja það hér. að
Kaupfélag Eyfirðinga hefur átt stærst-
an þátt í því, að landbúnaður hefur
hvergi dafnað betur á þessari öld en í
Eyjafirði. Efnahagur bænda hefur
óvíða eða hvergi verið jafngóður.
Ingólfur Jónsson, fyrrum ráðherra
og kaupfélagsstjóri á Hellu, lýsir því
skemmtilega í endurminningum
sínum, þegar hann réðist ungur maður
til starfs hjá Kaupfélagi Eyfirðinga til
að afla sér þekkingar um samvinnumál
og samvinnurekstur. Hann telur sig
hafa fengið þar gott veganesti.
Sú þróun samvinnustarfs, sem Ing-
ólfur Jónsson kynntist í Eyjafirði
snemma á fjórða áratug aldarinnar,
hefur haldizt óslitið síðan.
En það eru ekki aðeins eyfirzkar
sveitir, sem bera merki um mikinn
■ Valur Arnþórsson
árangur af samvinnu bændanna. Mest-
an svip hefur samvinna bændanna sett
á Akureyri, höfuðstað Norðurlands.
Akureyri væri fátæklegri bær og
fámennari, ef Kaupfélag Eyfirðinga
hefði ekki haldið uppi eins þróttmikilli
og margháttaðri starfsemi og raun ber
vitni. Enginn getur farið svo um Akur-
eyri, að honum verði þetta ekki Ijóst.
í skýrslu Vals Arnþórssonar á aðal-
fundi var upplýst, að launagreiðslur
kaupfélagsins og samstarfsfyrirtækja
voru 187.2 milljónir króna á árinu
1982. Miðað við tryggingaskyldar
vinnuvikur var starfsmannafjöldinn
1219, þar af hjá félaginu 1003 og 216
hjá samstarfsfyrirtækjum.
Kaupfélagið er langstærsti launa-
greiðandi á Eyjafjarðarsvæðinu og
einn hinn stærsti í landinu öllu.
Aukin samkeppni
Því er stundum haldið fram sam-
vinnustarfseminni til hnjóðs, að hún
útrými einstaklingsrekstri, dragi úr
samkeppni og leiði til einokunar.
Reynslan á Akureyri sýnir að þetta
er hrein villukenning.
Öflugt samvinnustarf leiðir oft til
harðari samkeppni. Þess ma efna
fjölda dæma, að samkeppni var lítil
eða nánast engin, áður en samvinnu-
starf kom til sögunnar, Það hvatti ekki
aðeins einkafyrirtækin til viðnáms,
hpldur til þess að gera enn betur og
standa samvinnufyrirtækjunum á
sporði.
Samvinnufélögin hafa þannig víða
bætt verzlunina jafnt með eigin frum-
kvæði og með því að kalla fram
frumkvæði hjá keppinautunum.
Einkareksturinn hefur haldið sínu á
Akureyri. Samvinnureksturinn og
einkareksturinn hafa sótt fram hlið við
hlið, m.a. vegna þeirrar samkeppni,
sem kom til sögu með stofnun kaupfé-
lagsins.
Á ýmsum sviðum, þar sem um stór
verkefni hefur verið að ræða, hafa svo
samvinnuhreyfingin og einkafyrirtæk-
in tekið höndum saman og þannig lagt
grundvöll að starfsemi margra mikil-
vægra fyrirtækja.
Sá áróður, að kaupfélögin sækist
eftir einokun, er einkum byggður á
því, að á afskekktari og fámennari
stöðum er kaupfélagið oft eitt um
hituna. Þetta stafar af því, að markað-
urinn þolir ekki nema eina verzlun og
er raunar of lítill fyrir hana. Undir
slíkum kringumstæðum dregur einka-
reksturinn sigoftast í hlé og leitar eftir
arðvænlegri tækifærum. Kaupfélagið
situr eftir með hallarcksturinn og reyn-
ir að þjóna fólkinu, þótt meira en
örðugt sé.
Við þetta má svo bæta því, að allt
það fé, sem hefur safnast á vegum
Kaupfélags Eyfirðinga, hefur haldizt í
héraðinu og orðið því til eflingar. Hið
sama verður ckki sagt um allan cinka-
rekstur þar.
254 fulltrúar frá 25 deild-
um
Það sést glöggt á skýrslu stjórnar og
kaupfélagsstjóra, scm lögð var fram á
síðasta aðalfundi Kaupfélags Eyfirð-
inga, að félagsmenn taka virkan þátt í
störfum þess og fylgjast mkeð rekstri
þess.
Félagið starfar í ekki færri cn 25
deildum, sem halda sína sérstöku
fundi, m.a. til að kjósa fulltrúa á
aðalfund. Alls kjósa félagsdeildirnar
254 fulltrúa á aðalfundinn, cn alls cru
félagsmcnn 7247.
Kaupfélagsstjórinn kappkostar að
mæta á deildarfundum. Félagsménn
hafa svo í vcrulegum mæli beint sam-
band við hann eða forustumenn félags-
ins.
Reynt er á fundum að veita sem
gleggstar upplýsingar. Fyrir aðalfund
er gefin út ýtarleg skýrsla um starfsem-
ina á liðna árinu og reikningslegar
niðurstöður þess. Þannig er reynt að
starfa fyrir opnum tjöldum eins og
auðið er.
Þórarinn Þórarinsson, y
ritstjóri, skrifár mtl
Stjórn félagsins, scm kosin er á
aðalfundi, skipa sjö menn. Hún hélt 10
fundi á síðastliðnu ári og eru það
hcldur færri fundir en áður. Sá háttur
hefur verið tekinn upp, að hafa fundina
færri en lengri en áður. Þannig fæst að
ýmsu leyti meiri tími til að fylgjast með
starfseminni og leggja á ráðin.
Þörf aðhaldsaðgerða
Samvinnuhreyfingin hefur gert, sér.
Ijóst, að erfiöir tímar fara í hönd og
því er þörf aðhaldsaðgerða. í áður-
nefndri skýrslu stjórnar Kaupfélags
Eyfirðinga segir svo um þctta, eftir að
rætt hcfur verið um vcnjuleg verkefni
stjórnarinnar:
„Þótt framangreind viðfangsefhi
stjórnarinnar séu hefðbundin og til
umfjöllunar á ári hverju er rétt að taka
fram, að óvenju niiklar og margítrek-
aðar umræður uröu í stjórninni um
rckstrarstöðu félagsins með tilliti til
ríkjandi ástands í eínahags- og fjármál-
um þjóðarinnar. Kaupfélagsstjóri
gcröi stjórninni ítrekað grein fyrir
þessum málum, sérstaklega þegar á
árið leið og efnahagsvandi þjóðarinnar
skýrðist. Slæni þróun ytri aðstæðna
bitnaði með mörgu móti á rekstri
félagsins með sívaxandi þunga eftir
því scm á árið lcið, og kemur fram í
hallarekstri allmargra deilda, sérstak-
'lega í iðnaði og verslun, svo scm frá
vcrður skýrt nú á aðalíundi. Efnahags-
vandinn og verðbólguþróunin var síð-
an tckin til umræðu á breiðum grund-
vclli innan samvinnuhreyfingarinnar
með sameiginlegum fundi forystu-
manna hrcyfingarinnar í Rcykjavík
þann 28. janúar 1983. Einróma niöur-
staða þess fundar var sú, að þörf sé
mikilla aðhaldsaðgcrða í rekstri sam-
vinnufélaganna meðan efnahags- og
vcrðbólguþróun er svo óhagstæð scm
raun ber vitni. Voru fundarmenn sam-
mála um nauðsyn á eftirtöldum megin-
aðgerðum:
1. Draga þarf úr vörubirgðum og
auka veltuhraða þcirra.
2. Draga þarf úr útlánum.
3. Fjárfestingar þarf að forðast eftir
megni og lcggja mikla áherslu á
arðsemi þeirra fjárfestinga, sem óhjá-
kvæmilegar eru.
4. Taka þarf til alvarlegrar endur-
skoðunar allar taprekstúrseiningar og
jafnvcl leggja þær niður, sé ekki útlit
fyrir viðunandi rekstrargrundvöll.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur
lýst sig sammála þörfinni á þessunt
aðgerðunt og kaupfélagsstjóri hefur
útskýrt þær á félagsráðsfundi og deild-
arfundum nú í vor. Er það von stjórnar
og kaupfélagsstjóra, að skilningur og
góð samstaða starfsfólks og félagsfólks
mcgi gera þessar aðgerðir raunhæfar
og árangursríkar."
Sameiginlégir hagsmunir
Alltof mikið ber á þeim áróðri, að
hagsmunir fólks í drcifbýli og þéttbýli,
og hagsmunir bænda og launafólks,
fari ekki saman.
Samvinna bændanna í Eyjafirði sýn-
ir bezt, að þessi áróður er alrangur.
Akureyringar liafa vissulcga hagnazt á
því á margan hátt, að blómlegur land-
búnaður hefur dafnaö í Eyjafirði og á
margvísleg samvinna bændanna sinn
stóra þátt í því.
Bændur hafa á sama hátt hagnazt á
vexti Akureyrar og bættum kjörum
fólks þar. Það hefur tryggt þeim vax-
andi markað fyrir afurðir þeirra.
Það er sannmæli, sem Einar Ben-
ediktsson orti á sínum tíma um
Reykjavík:
Af bóndans auð hún aúðgast, verður
stærri
og auðgar hann, - þau hafa sama mið.