Tíminn - 12.06.1983, Qupperneq 10
10
pistillinn
SUNNUDAGUR 12. JUNI 1983
*j £
**»&£**■
Flliil
KK* ® ®1
Ó REYKJAVK Ó REYKJAVÍK
■ Reykjavík er stærsta smáborg t' heimi niiðað
við fólksfjölda. Reykjavík cr minnsta stórborg í
heimi miðað við fólksfjölda. Réykjavík er það
stærsta, mesta og besta sem hægt er að scgja um
nokkra borg ef maður miðar við fólksfjölda eða
vasaútgáfur. Miðað við hverja þúsund íbúa eru
fleiri leikhús kvikmyndahús söfn veitingastaðirog
þessháttar í Reykjavík en nokkursstaðar annars-
staðar í hciminum. Að flatarmáli miðað við
fólksfjölda er hún stærsta borg í heimi. Hún hefur
hæsta meðalaldurinn fæstu glæpina og hæsta
kirkjuturn í heimi ef enn er miðað við fólksfjölda.
En alltaf má eitthvað betur fara. Ekki er það svo
að við séum engir eftirbátar annarra þjóða.
Titrandi af trega með kökk í hálsi og engan vegin
ótilneydd neyðumst við til að viðurkenna að borg
Davíðs hin síðari er ekki gallalaus. Símaklefar í
borginni væri þeim jafnt skipt þurfa hver um sig
að þjóna 25000 íbúum og þá þarf að endurnýja
meira eðaminnacftirhverjahelgi.sjálfsalaþvotta-
hús þrífast ekki fremurenönnursjálfvirk þjónusta
vegna vandalisma borgarbúa og í borginni eru
næstum engir gosbrunnar. Hversvegna í ósköpun-
um hefur borg sem er jafn stútfull af vatni einsog
Reykjavík enga gosbrunna? Rómaborg önnur
höfuðborg í norðurálfu hefur jafngott vatn og
Reykjavík og þar vellur vatnið fram hvar sem því
verður við komið. I Reykjavík sem stærir sig af
besta neysluvatni í heimi er meiriháttar mál að
verða sér útum vatnsglas hvað þá að hægt sé að
ganga að þartilgerðri bunu og stinga trýninu í
hana.
Mér telst svo til að á Stórreykjavíkursvæð-
inu sé einn starfhæfur gosbrunnur. Heill gos-
brunnur á hclming landsmanna. Á ég þar við
himnasprautuna svonefndu sem aldrei er í gangi,
galvaníseruðu rörbútana sem stingast uppúr
suðurenda tjarnarinnar sem einhver fyrrverandi
sendiherra gaf um árið þegar allt ætlaði vitlaust að
verða. Ég man eftir tvcim öðrum bunum á
Stórreykjavíkursvæðinu þær sem voru við Nesti í
Fossvoginum og við Elliðaár. Tiltölulega nýlega
hvarf styttan í Fossvoginum af stráknum sem
pissaði uppí loftið (vonandi er hún bara til
viðgerðar) en reyndar var strákurinn ekkert að
pissa útí loftið heldur hélt hann á fiski sem ældi
vatninu útúr sér en það sá maður ekki því hann
sneri baki í umferðina og maður varð að aka inná
planið og taka bensín eða þvo bílinn til að sjá
hvernig í öllu lá. Bráðsnjallt!
Hver á sökina á þessum gosbrunnaskorti borg-
arinnar? Er við yfirvöld að sakqst eða listamenn-
ina sjálfa? Hálf finnst mér ótrúlegt að jafnágætir
myndhöggvarar og Einar Jónsson, Ásmundur
Sveinsson og Sigurjón Ólafsson hafi aldrei hannað
gosbrunna.
Hér kemur hugmynd sem ég ætla í umboði
áhugamannahóps um gosbrunna að gefa borgaryf-
irvöldum með því skilyrði að henni sé hrint í
framkvæmd. 1 norðurenda tjarnarinnar þarsem
heita vatnið rennur í hana (kosturinn er sá að
þennan gosbrunn verður hægt að starfrækja allt
árið) verði komið upp vatnsskúlptúr til minningar
um útigangsmenn þá sem eru óðum að hverfa úr
bæjarlífinu, hafnarstrætisrónana. Þrír menn á
stalli í frökkum krumpuðum fötum með skegg-
brodda og hvaðeina sem við á enda sé það háð
túlkun listamanns þess sem velst til verksins. Sá
fyrsti stendur og blandar úr koggaglasi í malt-
flösku og rcnnur vatnið úr glasinu og flóir útúr
flöskunni. Aö baki honum stendur annar, styður
hönd á öxl þess fyrsta hallar sér fram og ælir. Til
hliðar stendur sá þriðji, snýr lítilsháttar frá og
mígur í tjörnina. Við þessar aðalbunur má bæta
mörgum smærri sem sprautast í allar áttir og við
hönnun þeirra má hafa til hliðsjónar styttuna í
Kaupmannahöfn af gyðjunni sem er að plægja
upp landspildur í Svíþjóð til að flytja útí Norður-
sjó og gera að dönsku eyjunum.
Til að lappa uppá ástandið í brunnmálum
borgarinnar þartil hannað hefur verið hæfilegt
magn brunna til að sinna þörfinni mætti til
bráðabirgða hlcypa vatni á styttur þær sem þegar
eru til staðar. Þannig gæti vatn frussast með
kviðnum á selnum sem ber Sæmund fróða,
vatnsstrókur staðið útúr stjórnarskrá Kristjáns IX
og einsog gárungarnir hafa margoft bent á þá er
Ólafur Thors frá vissu sjónarhorni velstemmdur
fyrir bunu í tjörnina. En allt yrðu þetta að vera
bráðabirgðaráðstafanir. Þegar í stað verður að
hefja framkvæmdir við að brunnvæða borgina
þannig að hið heimsfræga gvendarbrunnavatn
frussist og spýtist útúr ódauðlegum listaverkum
rúlli tröppugang úr lítilli skál oní stærri skál oní
enn stærri skál osfrv. og korna upp drykkjarbunum
fyrir almenning ef vér eigum áfram að teljast til
menningarþjóða. íslendingar verða að eignast sitt
storkespringvand og það helst á Lækjartorgi og
læk í Lækjargötuna.
Vegna heita vatnsins getur Reykjavík haft
allnokkra sérstöðu í brunnmálum heimsbyggðar-
innar. Hægt væri að koma upp eftirlíkingum af
heitum hverum hér og þar þannig að túrhestar
þcir sem leggja leið sína hingað geti sleppt því að
Benóný Ægisson skrifar
hossast gullfoss- og geysishringinn en einbeitt sér
þess í stað að alþjóðlegu næturlífi og kvennafari
íslensku sem rómað er í erlendum blöðum og auk-
ið drjúgum við gjaldeyrisforðann þá botnlausu hít.
Reykvíkingar! Byrgið ekki börnum ykkar
brunna framtíðarinnar. Leyfið þeim að sulla
óáreittum. Byggjum brunna og betri borg.
Vorið!
Nú er komið vor og nauðganir fara að hefjast á
tjörninni. Það ásamt komu'kríunnar og fallegu
stúlkunum sem birtast óforvarindis í Austurstræti
án þess að vera huldar treflum og hettuúlpum er
óneitanlega fyrsta merki vorsins og þá sumarsins
ef það skyldi koma í ár.
Vinkonu minni nýdubbaðri í sumarkjól og
kínaskó rann svo til rifja aðgangsharka steggjanna
í fyrra að hún grýtti tylft þeirra þarsem þeir voru
að hlýða kalli náttúrunnar frá varnarlausri kollu.
Látiði hana vera helvítis kallrembusvínin æpti
hún hamslaus og gleymdi gæsahúðinni á hand-
leggjunum um stund (það er altaf kaldara útivið
en maður heldur í henni Reykjavík) ætliði að
drekkja henni? Þurfiði að vera allir á henni?
En náttúran verður ekki lamin með lurk og
þvísíður grýtt með smástcinum. Tjörnin heldur
áfram að vera síðasta virki okkar kallrembusvín-
anna um ókomna framtíð.
En nú hafa konurnar eignast vígi gegn alda-
gömlum ágangi og ruddaskap kallskepnunnar.
Athvarf er það víst kallað. Ekki eru allir aðilar
yfirgangskynsins alfarið ánægðir með þennan
áfanga vildu sjálfsagt heldur fá að berja sínar
konur í friði nú sem endranær. Til dæmis einn
kunningi minn alþekktur fyrir ljósaperusölu og
aðra líknarstarfsemi. Þó hann starfi í hinum og
þessum góðgcrðarsamtökum sígefandi hjartabíla
og þessháttar græjur vildi hann ekki styrkja
kvenpening þann sem á dögunum stormuðu götur
bæjarins seljandi límmiða til styrktar málefninu.
Styrkja ykkur hreytti þessi góði maður útúr sér
það væri þá helst ef ég sendi konuna mt'na. Konan
stóð auðvitað að baki bónda síns og fordæmdi
þessa starfsemi sem stefndi að upplausn heimil-
anna.
Áfram með ofbeldið. Meðan götubardagarnir
geisa í Breiðholtinu (ég sem var farinn að halda
að allur dugur væri úr nútímaunglingum og ætlaði
að fara að pranga bardagalýsingum úr mínu
ungdæmi inná einhvern þjóðháttafræðinginn. Þó
finnst mér vopnabúnaðinum hafa hrakað. f þá
daga lögðu menn nótt við dag að búa til sverð
skildi og þessháttar en grjótkastarar voru illa
séðir) stofna 20000 íslendingar dag ofbeldisins eða
ofbeldislausan dag. Við hefðum átt að vita það
gamlingjarnir af hippakynslóðinni að í stað þess
að láta lögguna lemja okkur fyrir friðarviðleitnina
þegar við vorum að mótmæla vietnam og tékkó
hefðum við átt að biðja þá um undirskriftir. Ha!
Láta dýrin Reagan og Andropov skrifa uppá að
þeir lofi að vera aa-góðir við alla. Já þetta er
einfaldari heimur en mig óraði fyrir.
Já voðalegt er þetta orðið með ofbeldið það
ætlar alt lifandi að drepa. Það er ólíkt skemmti-
legra að horfa á vel útfært ofbeldi en að verða
sjálfur fyrir því. Ég fór að sjá gaga ofbeldisfilmu
um daginn og mikið gladdist hjarta mitt við að sjá
þar allar uppáhaldsofbeldissenurnar mínar
samankomnar á einu tjaldi. Sko... Það var einn
lónlí gæi grænhúfa nýkominn frá Víetnam sem
lendir í klandri við lögguna í einhverju krumma-
skuði í usa. Síðan leiðir hvert af öðru hann stingur
af á mótorhjóli vinnur á leitarmönnum og á
lögregluþyrlu platar þjóðvarðliðið uppúr skónum
lokast inní námu brýst þaðan út stelur hertrukk
rústar helling af lögreglubílum sprengir upp
bensínstöð leggur hálfan smábæ og lögreglustöð í
rúst og kálar löggustjóranum. En hvað haldiði að
helvítis gæinn geri svo þegar búið er að umkringja
hann með ofurefli liðs? Hann gefst upp í stað þess
að deyja hetjudauða. Djöfull var ég svekktur. Og
mórallinn í myndinni. Jú gæinn hóstar honum
uppúr sér í lokin. Hann var að þessu öllu saman
af því að hann var svo svekktur yfir því að í
Vietnam hafði honum verið treyst fyrir græjum
uppá milljónir dollara en í usa var hann bara
skítur á spýtu ekkert merkilegri en Elli í efnalaug-
inni eða Kalli í kjötinu. Manni getur nú sárnað.
Það er vorhugur í börnunum í Breiðholti ef
treysta má orðum Morgunblaðsins og vorstemmn-
ingar í hugljúfum nauðgunum fuglaríkisins. Engin
ástæða lengur til að upplifa lcngur niðursoðnar
gervistemmningar videovetrarins og als þess of-
beldis heldur má meðtaka það dræ útí náttúrunni.
Vidiótarnir eða vidjótarnir koma út gráir og
guggnir og slást á hallærisplani eða á austurvelli.
Þessi pistill átti eiginlega að vera um vorið (sjá
upphafsorð) en einhvern veginn fórst það fyrir.
Gleðilegt sumar.