Tíminn - 12.06.1983, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
Þar sem myndmálið ræður ríkjum...Þar sem myndmálið ræður ríkjum...
cr sú að eitt lið sé að störfum á hverri vakt. Nú er
hins vegar eitt lið á Breiðafirði og verður þar á
miðvikudaginn og hin liðin þrjú verða öll að vinna
þann dagvið fréttirnar. Eitt lið verður á Kirkju-
bæjarklaustri, eitt á Seyðisfirði og eitt hér í
bænum. Við verðum alltaf að hafa eitt lið hérna í
bænum ef eitthvað kemur uppá. Þetta verður
erfiður dagur en við reynum að ná þessu öllu."
Ég dólaði um fréttastofu sjónvarps fram yfir
hádegi og reyndi að fylgjast sem best með. Það
var rólegt þennan mánudagsmorgun og frétta-
mönnunum gekk fremur illa að ná sambandi við
þá sem þeir ætluðu að tala við. Um tvöleytið var
enn ekki búið að ákveða neinar tökur, sem benti
til þess að upp úr fimm yrði allt brjálað. Ólafur
var búinn að fá loforð um viðtal við nunnurnar í
Hafnarfirði daginn eftir, en þær ætluðu að halda
af landi brott á föstudaginn. Ég hafði fengið leyfi
til að fylgjast með því hvernig sjónvarpsviðtal fer
fram og at fréttalista dagsins þóttumér nunnurnar
mest spennandi. Ég ákvað því að frcsta seinni
hluta dagsins á fréttastofunni - koma frekar aftur
á morgun þegar mitt áhugamál yrði á döfinni. Ég
er nú ekki hlutlausari blaðakona en þetta...
Með nunnum
til Bessastaða
Við lögðum af stað til Hafnarfjarðar í frægum
bíl sjónvarpsins klukkan 14:45. Þegar við komum
til klaustursins voru nunnumar, átta að tölu, að
búa sig til kaffiboðs hjá Vigdísi forseta á
Bessastöðum. Var nú græjunum snarað út úr
bílnum og takan undirbúin. Ólafur spurði svo
Míríam,príonnnuna,hvert þær færu, hvort þær
myndu sakna íslands, hvers vegna og þess háttar.
Hann spurði þó ekki þei’rrar spurningar sem
emhverjum á fréttastofunni þótti sjálfsögð vegna
þess að útlenskir karlmenn eru alltaf spurðir að því
hvernig þeim lítist á íslenskar konur, nefnilega:
nvernig finnst ykkur íslenskir karlmenn? Enda
v:*r þessu nú líka slegið fram í gríni...
Að aflokinni töku við klaustrið var haldið út á
Btssastaði. Við náðum þangað á undan leigubíl-
unuin sem óku nunnunum og var græjunum enn
snarað út úr bílnum og allir settu sig í viðbragðs-
stöðu. Þær voru svo myndaðar þegar þær stigu út
■ Katrín Ámadóttir í þularstúdíói.
úr bílnum og þegar þær komu inn í blómastofuna
á Bessastöðum og tóku í hendina á forseta vorum.
Síðan voru þær myndaðar við kaffiborðið í
bókhlöðunni - en þetta hafa lesendur eflaust séð
í fréttatíma sjónvarpsins síðastliðið þriðjudags-
kvöld. Og þær voru meira að segja myndaðar svo
mikið að Ólafur var farinn að tvístíga. Hann sagði
mér að stundum þætti sér nóg um myndatökurnar,
það lægi oft við að fjölmiðlafólk tæki athafnir sem
þessa yfir.
Nú, en Ólafi tókst um síðir að gefa „teaminu"
merki um að hætta nú, og við snerum aftur heim
á leið, með viðkomu við klaustrið, þar sem ekki
hafði unnist tími til að mynda húsið sjálft í fyrstu
atrennu. Að því búnu var erindið úti og stefnan
var sett á sjónvarpshúsið.
Er þangað kom,um fimmleytið.hófst vinnslan á
fréttinni. Kom þá til kasta klipparans sem klippir
burt eða endurraðar atburðunum á nýtt mynd-
band í samráði við fréttamanninn. Þá verður
náttúrlega fyrst að skoða tökuna í heild og ákveða
síðan hvað skal standa. Tökur í þessari frétt voru
tólf mínútur, en sú frétt sem sjónvarpsáhorfendur
sáu stóð yfir í 2 mínútur og 19 sekúndur. Þessa
rúmlega tveggja mínútna frétt tók nær fjórar
klukkustundir að vin en Ólafur greip einnig í
símann og sinnti öðr..m verkefnum inn á milli.
Þetta er nokkuð lengri tími en venja er vegna þess
að fara þurfti á tvo staði og varð ferðin því tvöfalt
lengri en venjulega.
Þegar búið er að ákveða hvaða skot á að nota í
fréttina á fréttamaðurinn eftirað skrifa textann,
scm miðast algjörlega við myndina. Myndmálið
ræður og fréttamaðurinn skýtur einungis inn texta
til að tengja myndefnið saman.Hann verður því að
reikna nákvæmlega út hversu mikinn texta hann
skrifar. I þessari tilteknu frétt hafði Ólafur tíu
sekúndur fyrir texta í upphafi fréttarinnar, 40
sekúndur í fréttinni miðri og sjö sekúndur til að
ljúka henni. Hér þýðir ekkert að láta móðan
mása. Það er myndin sem talar.
„Þá er
sko krísa
u
Þá er klukkan sem sagt orðin sjö og farið að
styttast í’ða. Karl vinnur að því að koma fréttun-
um í útsendingarhæft form. Hann býr til nýjan
fréttalista með nokkuð nákvæmri tímaáætlun,
raðar fréttunum, fyrst eftir fréttagildi og síðan
eftir því sem þægilegast er og skráir hvort þeim
fylgi filmur eða myndbönd sem eru tvenns konar,
eftir því hvort um íslenskar eða erlendar fréttir er
að ræða. Síðan þarf hann að gera handritin og það
sem þeim fylgir klár, láta útbúa þá grafík’ sem þarf
- teikningar og/eða kort - og fylgjast með
klippingunni. Ef hún gengur seint verður hann að
ákveða hvað á að hafa forgang svo hægt sé að
senda út. Ef fréttir gerast rétt fyrir átta eða seinna
er hugsanlegt að taka upp á kassettu og senda
beint út. En þess gerist ekki þörf, að þessu sinni
eru allir tilbúnir rétt fyrir hálf átta. Reyndar hefði
Sigurveig verið tilbúin með allar sínar fréttir
klukkan fjögur, ef hún hefði náð í Steingrím
forsætisráðherra.
Klukkan 19.25 kom klipparinn með myndbönd-
in til Karls sem þaut með þau niður á Ampex, þar
sem þau eru tekin upp á breiðara myndband,
tommubreitt, en það dregur nafnið Ampex af
skrásettu vörumerki sínu. Og innlenda efnið fer á
Ampex OB en það erlenda fer á Ampex II.
Þá er ekkert eftir nema að fara niður í sminkun.
í kvöld er Guðmundur þulur, en einnig þylja
fréttamennirnir Guðjón og Bogi. Ég fylgist með
útsendingunni sem gengur vel að því er best
verður séð. Allir þræðir liggja til Karls, eins og
leiðirnar til Rómar forðum. Hann hefur samband
við alla sem að útsendingunni standa, en mér er
sagt að ef þulur eða fréttamenn sjást tala í símann
í miðri útsendingu þá sé sko krísa!
Engin krísa í þetta sinn, en uppi á fréttastofunni
hinkrar fólk-við til þess að fullvissa sig um að ekki
sé hringt og kvartað yfir fréttunum. Það kemur
víst fyrir, en að því loknu mega allir fara heim.
Égfórheim. -sbj.