Tíminn - 12.06.1983, Síða 20
20
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ1983
Rockall nýja platan með:
Mezzo
í 75. sæti
■ Lagið Rockall með Mezzoforte
sem gefið var út í Bretlandi á lítiili
plötu 27. maí síðastliðinn hefur nú
tekið flugið. í þessari viku komst
Rockall í 75. sæti breska vinsældalist-
ans og bendir allt til þess að þetta sé
bara fyrsti áfanginn á leið lagsins upp
listann. í siðustu viku var Rockall
leikið alls 5 sinnum á rás 1 í BBC auk
þess sem það fékk talsvcrða spilun í
Radio Luxembourg og í 20 öðrum
útvarpsstöðvum sem staðsettar eru
víðsvegar í Brctlandi.
Vikuna 30. maí til 4. júní lék
Mezzoforte í Baileys klúbbnum í
Watford og var fullt útúr dyrum öll
kvöldin. Um helgina var svo haldið
norður til Glasgow þar sem Mezzo-
forte tróð upp ( Pavillion á mánudags-
kvöldið 6. júnf. Voru jnóttökur
skoskra aðdáenda hljómsveitarinnar
stórkostlegar hreint út sagt. Aðrir
tónleikar Mezzoforte þessa vikuna eru
sem hér segir:
Þriðjudaginn 7. júní
Fusion í Aberdeen
Miðvikudaginn 8. júní
Coasters í Edinborg
Fimmtudaginn 9. júní
Dingwalls í Sheffield
Föstudaginn 10. júní
Seven Manor Hotel i Kidderminster
Síðan verður haldið áfram suður á
bóginn og kemur hljómsveitin til
Lundúna 30. júní og leikur í Dominion
Theatre þá um kvöldið.
■ Classix Nouveaux
GRACE
■ Það var Ijót aðkoma í Sigtúni þann
3. júní. Þetta forljóta samkomuhús.eða
öllu heldur hlaða, var svo troðfullt að
það minnti mig á gubbukenndu skóla-
böllin sem framhaldsskólarnir standa
fyrir. Einn kunningi sem ég hitti var
búinn að vera þarna í klukkutíma og
sagðist vera búinn að hlusta á sömu lögin
aftur og aftur í diskótekinu. Það reyndist
vera rétt, allavega voru endurtekin sömu
lögin á meðan ég beið í einn og hálfan
tíma eftir Grace. Hún átti að byrja hálf
ellefu en kaus að byrja á miðnætti. Ég
held að ég hafi aldrei séð jafn mikla
eftirvæntingeftireinumlistamanni^alur-
inn var einfaldlega á suðupunkti og
margir orðnir hálf svekktir. Kannski út
af því að tími er peningar og það áttrsvo
sannarlega við þarna, því Grace selur
sinn tíma ansi dýrt, húri kom aðeins fram
í þrjú korter, ekki mínútu lengur, og þar
að auki með músikina á teipi.
Þegar hún steig á sviðið og faldi sig
bakvið tröppur, sem voru sviðsmyndin,
skipuðu áhorfcndur sér í fjórar lofthæð-
ir; á gólfið, uppi á palli sitjandi og
standandi á borðum og nokkrir fóru í
Tarsanleik í hlöðubjálkunum.
En til allrar hamingju var þessi langa
bið ekki til einskis, því fullir íslendingar
eru engin meinlaus lömb í túni. Og það
er alls ekki í eðlinu að bíða eftir engu.
Þetta show var magnað og vægast sagt
mikil upplyfting fyrir okkur sveitafólkið.
Það er kannski fullsterkt að segja að
þetta hafi verið tónleikar, þar sem
flutningur tónlistarinnar var sem áður
sagði á bandi, en cngu að síður var þetta
flott fyrir augun og tónlistin frábær.
Prógrammið hófst á Walking in the
Rain af Nightclubbing og áhorfendur
voru með strax frá byrjun. Ég man nú
ekki alveg röð laganna, en Grace söng
My Jamaican Guy, La Vie en Rose, Pull
up to the Bumper, Nipple to the bottle
og I need að man. í síðastnefnda laginu
gaf Grace sterklega í skyn með mynd-
rænum hreyfingum innihald textans og
ég var farin að halda að hún þyrfti á
manni að halda. í einu laganna fékk hún
þó kærkomið kompaní, einn úr salnum
dansaði við hana í smátíma og hún virtist
alsæl með það. Það er erfitt að standa í
stað við hljómfall laga eins og Pull up to
the Bumper sem ásamt Freak Out með
Chic er eitt skemmtilegasta diskólag sem
undirritaður hefur heyrt um ævina.
Ég átti erfitt með að greina laglínu La
Vie en Rose í meðförum Grace, miðað
við Edith Piaf, en útsetningin á því var
alveg milljón og virtist því sem næst allt
annað lag. Reyndar virðist Grace hafa
sérstakt lag á að útsetja söngva sína og
nægir þar að nefna Libertango og videó-
ið kringum það lag.
Eftirvæntingin sem ég minntist á áðan
hélt ég að hafi einungis stafað af spenn-
ingnum yfir að sjá Grace Jones holdi
klædda. Fyrir mína parta hef ég alltaf
litið á þessa hárprúðu veru frekar sem
vélmenni en flesk og blóð, vegna sér-
kennilegrar framkomu, útlits og kalds
söngs. í fyrsta laginu, Walking in the
Rain, stóð hún kyrr með ljóskastarann
aðeins í andlitið og hélt ég að þannig
myndi hún veröa gegnum prógrammið.
En smátt og smátt fór hún að dilla sér og
bróðir hennar, klæddur í sams konar
búning með sömu „ógreiðslu" dansaði á
móti henni í mjög skemmtilegum strobe
ljósum.
Svona á heildina litið var þessi
skemmtun fyllilega 380 króna virði, því
hérna á Islandi eigum við ekki þess kost
að sjá svona lagað daglega. Aðstandandi
showsins, Leopold Sveinsson á miklar
þakkir skilið þótt Sigtún hafi verið
frámunalegur staður fyrir svona viðburð.
- Bra.
nútíminn
■ Grace Joncs ásamt bróður sínum á leið í Sigtún. Nú-Tímamynd Árni Sæberg
MOGO HOMO
STÆRRI OG
MUN RETRI
■ Hljðmsveitin Mogo Homo hefur
verið til hér í einni cða annarri mynd
undanfarin tvö ár cða svo, oftast sem
dúett þeirra Óskars og Óðins úr
Taugadeildinni. Nú hefursveitinver-
ið stækkuð.að mun. gttarleikari og
ivær söngkonur bæst í hópinn og eru
þéssar breytingar til mikilla bóta.
Þannig skipuð tróð þcssi sveit upp
í Félagsstofnun t síðustu viku, ásamt
hljómsveitinni ISS og Þorsteini
Magnússyni en fyrirutan þessi númer
var boðið upp á hljómsveit, hvers
nafn ég veit ekki og vil raunar helst
gleyma sem fyrst, tveir blásarar og
einn gítarleikari, sem áheyrendur
klöppuðu niður. Auk þessa flutti
„reið ung kona" Ijóð eftir sjálfa sig.
Þorsteini Magnússyni míssti ég af
einu sinni enn en ég kom þegar
blásaratríóið var að láta áheyrendum
l^iðast, en á eftir þcim hellti sú unga
rfciða úr skálum sínum yfir lýðinn
sem taldi um 50 manns.
Tónlist Mogo Homo er scm fyrr,
nýrómantík cða tölvupopp, trommur
og syntesizer á bandi, Óskar sér um
sönginn ásamt stúlkunum tveimur
sem aðallega „humma“ meö.
Önnur þeirra, Steinunn, söng
raunar eitt lag ein og vildu margir
meina að það hafi verið hið eina af
viti sem sveitin gerði þetta kvöld,
nokkuð til í því og að skaðlausu
mætti hún sjást meir í sveitinni enda
með geysi skemmtilcga rödd. Á
heildina litið er Mogo Homo hinsveg-
ar á réttri leið, lögin létt ogskemmti-
leg og renna greinilega Ijúflega inn-
um hlustir áheyrenda.
Iss var aðalnúmer kvöldsins og
lentu þeir á hálfgcrðum bömmer þar
sem nokkuð af fólkinu streynjdi út
mcðan þeir léku og voru þó ekki
margir fyrir. Þeir áttu í nokkrum
vandræðum með kerfið, eins og raun-
ar MH einnig, þar sem hljóðnemi
söngvarans datt út nokkrumsinnum.
Ef maður mundi skilgreina tónlist
MH sem mjög þurran Martini var
Iss á við tvöfaldan tequila, án salts og
sítrónu, þung nýbylgja með fönktvafi
þar sem er blástur Einars Arnar í
nokkrum laganna en þeir bregða
einnig fyrir sig létt klassík, lagið
Valsinn, og eru með ýmsar skemmti-
legar „pælingar“ í gangi sem þó
virðast ekki ná þeim tökum á áheyr-
endum sem til er ætlast. _fri
Classix
Iss með
■ Afráðið er að hljómsveitin ISS muni
koma fram í Laugardalshöll, ásamt
Q4U, á undan Classix Nouveaux á
tónleikunum n.k. fimmtudagskvöld,
þann 16. júní.
ISS er nú að æfa upp nokkur ný og
„létt“ lög að því er Einar Örn tjáði
■ Hljómsveitin Tappi Tíkarrass er nú
að byrja upptökur á nýrri lp plötu út í
Southern Studios í London og hófst
verkið s.l. miðvikudag en Tappinn hefur
um nokkurt skeið, haldið til í borginni.
Upptökumaður á plötunni verður
Tony Cook sem mörgum er að góðu
Nútímanum fyrir þessa tónleika og vafa-
laust verður forvitnilegt að sjá útkom-
una.
Þetta ættu því að geta orðið „þrumu-
tónleikar" ef allt fer að óskum allavega
er Hallvarður umbi ekki í neinum vafa
um það. _pR|
• ••
kunnur hérlendis og ekki er stúdíóið
heldur alveg óþekkt hérlendis því Purrk-
ur Pillnikk tók þar upp eina af plötum
sfnum.
Það munu vera Steríó og Gramm sem
gefa þessa nýju plötu út í sameiningu.
-FRI
Kikk á plast
Rokkhljómsveitin TCikk er nú á
leiðinni með að skrifa undir tveggja
ára plötusamningvið Steinar. Líklegt
er að hljómsveitin geri tvær eða þrjár
plötur á þeim tíma.
Undanfarið hefur Kikk spilað mik-
ið úti á landsbyggðinni fyrir dansi, en
mun líklega spila talsvert hér í
kringum fyrstu plötuna. T.d. kemur
hún fram á Lækjartorgi 17. júní.
Eins og þegar er heyrinkunnugt
hefur sá gamli poppari, Nikulás Ró-
bertsson, gengið til liðs við hljóm-
sveitina.
- Bra.
Þrjár góðar
með Echo
■ Þrjár íslenskar hljómsveitir
munu hita upp fyrir Echo and the
Bunnymcn á tónleikum þeirra í
Laugardalshöll í byrjun júlí en þau
eru Egó, Grýlurnar og Deild 1. Egó
og Grýlurnar kannast allir við en
Deild 1 var áður Puppets eins og
greint hefur verið frá hér, þeir
breyttu um nafn um leiðog Björgvin
Gíslason kom inn í bandið sem
hijómborðsleikari.
Tappi tíkarrass
í Southem