Tíminn - 12.06.1983, Qupperneq 26
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
■ Þeir eiga stórafmæii hver um annan þveran
þessa dagana, stórmeistarar þeirrar kynslóðar sem
komst tii vits og ára á síðustu árum hins gullna tíma
fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Kynslóðar sem lifði
háskasamlega tíma nýrrar tækni og nýs siðferðis,
hnignunar og upplausnar samfara óheftri þenslu.
Þetta er kynslóðin sem vopnuð sálkönnun Freuds
braust til nýs skilnings á mannssálinni, kynslóðin
sem útlæg úr edenssælu skynsemishyggju og raun-
sæis iauk upp nýjum víddum brjálsemi, ótta og
ofskynjunar. Maðurinn átti ekki lengur í höggi við
blinda og fávísa náttúru; vélin var miklu hrikalegri
andstæðingur og knýjandi þörf að skilgreina hugtök
og tungumál upp á nýtt. Pablo Picasso, sem
sundurlimaði mannslíkamann í málverkum sínum,
fyllti öldina í hitteðfyrra. í fyrra voru það
rithöfundurinn og undramaðurinn James Joyce og
tónskáldið Igor Stravinsky - og í ár er það Franz
Kafka sem minnst er í blöðum, á rithöfundaþingum
og fræðafélagsfundum víða um heim.
Fæðingardagur hans er færður í rullur
fyrir hundrað árum, þ. 3ja júlí 1883.
Drengur af Gyðingaættum, kaup-
mönnum sem sest höfðu að í Prag til að
ávaxta sína talentu. Þetta var fyrir
syndafallið; á meðan Gyðingar töldu sig
enn geta eignast sjálfsagða og eftirsótta
hlutdeild í Evrópuhámenningu. Móðirin
samt ekta „yiddishe mama“, blíð,
viðkvæm, örlát eins og sonurinn. Faðir-
inn, der Hermann, hins vegar hörkutól
af gömlum skóla, skartaði yfirskeggi
e'ins og Þýskalandskeisari, skildi ekki
grand í frumburðinum. Fjölskyldan átti
sín óðul í gettóinu í gamla bænum í
Prag; þar voru alls kyns straumar um-
leikis, skáld og listamenn, kaffihús og
knæpur, menningágömlum merg. Franz
litli óx þar úr grasi ásamt systrum sínum
fjölmörgum í skugganum af ævagamalli
dómkirkju, nokkurs konar bjargi ald-
anna, oft eins og þess gæti í bókum hans
hans, bréf og sögur gefi slíkt oft til
kynna. Vinur hans einn minnist hans á
þessa leið:
„Ég hef oft og einatt orðið þess var,
að aðdáendur Kafka, sem þekkja hann
ekki af öðru en verkum hans, hafa um
hann alrangar hugmyndir. Þeir halda að
dapurleiki, já örvænting hljóti einnig að
hafa fylgt honum í dagfari. Þvert á móti.
Manni leið vel í návist hans. Andríki
hans, sem venjulega var með léttum blæ,
gerði það að verkum að hann er einn
allra skemmtilegasti maður, sem ég hef
kynnst, svo ekki sé of djúpt í árinni
tekið, - þrátt fyrir hógværðina, þrátt
fyrir stillinguna. Hann talaði ekki mikið,
oft þagði hann langa lengi, væru margir
saman komnir. En segði hann eitthvað,
lögðu allir við hlustir um leið, því aldrei
var hann innantómur í tali, ævinlega
hitti hann naglann á höfuðið. Og væri
maður með honum einum, gat hann
■ Franz Kafka. Meðfylgjandi teikningar eru eftir hann.
„BÓK VERÐUR AÐ
VERA ÍSÖXI”
- f TILEFNI AF HUNDRAÐ ÁRA
AFHÆU SULTARLISTA-
MANNSINS, FRANZ KAFKA
að lítið liafi sést til sólar. Strákur gekk í
virðulegar menntastofnanir, þar sem
lærifeður voru mæltir á þýsku, varð sér
úti um doktorsnafnbót í lögfræði, og
starfaði síðan lengst af sem skrifstofu-
maður hjá tryggingafélagi við að bæta
tjón sem verkamenn unnu á sjálfum sér
í vélkjöftum hins nýja tíma. Mat þar
afskorna fingur til fjár eins og aðrir
beyglaða bíla. Hann var óttalegur
kramakriki og með berkla eins og þá var
lenska. Gaf upp öndina á einu af hinurn
yfirfullu heilsuhælum í Mið-Evrópu árið
1924, þá tæplega fertugur að aldri. Bjó
alla sína hundstíð í Prag, og þar standa
enn mörg kénnileiti úr verkum hans;
höllin, dómshúsið, Karlsbrúin, lasnir
steinkumbaldar með háum dyrastöfum:
loftlaus og innibyrgður heimur þessarar
fornu borgar. Ævi hans í heildina séð:
harla viðburðasnauð.
Einfari
Annars er þetta furðulegt fyrirbæri -
einfari sem í stopulum frístundum skap-
aði ógnþrungna kynjaveröld á mörkum
draums og veruleika, sem enginn gleym-
ir sem þangað hefur einu sinni stigið
fæti. En maðurinn var svo dulur að
marga vini hans renndi ekki einu sinni í
grun að hann fengist við skriftir. Allt þar
til yfir lauk lék hann hlutverk hins
hæverska og snyrtilega skrifstofumanns
af óaðfinnanlegri prýði. Hann iðkaði
náttúrulækningar, neytti hyorki kjöts né
áfengis langtímum saman, svaf við opinn'
glugga hvernig sem viðraði, stundaði
sund og fór í göngutúra. Það er því vart
flugufótur fyrir því sem margir halda að
Kafka hafi verið hinn mesti harmkvæla-
maður og fýlupoki í daglega lífinu.
Reyndin er víst önnur þótt dagbækur
orðið furðulega skrafhreifinn, gat tekist
á loft, og þá ætlaði glensinu og hlátrinum
aldrei að linna; já, hann var hláturmildur
og hló af hjartans lyst og kunni lagið á
því að koma vinum sínum til að hlæja.“
Píslarvætti
Túlkunum á verkum Franz Kafka ægir
saman, mörgum af ósmærri gerðinni.
Hann líður enn eitt píslarvættið í linnu-
lausu blekflóði ritskýrenda. Menn
standa opinmynntir andspænis þessum
táknþrungnu fabúlum. Af hverju þessi
þunga undiralda ótta og öryggisleysis?
Hvað skelfir hann svo mjög? Guð?
Mannfélagið? Hans innri maður? Af-
staða hans til efniviðarins er margræð,
hann er í raun málfræðilegur öryrki, -
mæltur frá bernsku á þrjár tungur -
tékknesku, jiddísku og þýsku, en neydd-
ur eins og kynbræður hans til að snúast
á sveif með hinum kröftugu Tevtónum.
Árið 1911 skrifar Kafka í dagbók sína:
„í gær fann ég að ég elska ekki móður
mína eins og hún á skilið og eins og ég
gæti, einfaldlega vegna þess að þýskan
stendur í veginum. Gyðinga-mamma er
engin „Mutter“, það að kalla „Mutter"
gerir hana hjákátlega í augum Gyðings-
ins. „Mutter" er sér-þýskt fyribæri, það
felur ósjálfrátt í sér kristinn glæsileika og
jafnframt kristinn kaldrana. Gyðinga-
mamma sem kölluð er „Mutter“ .verður
því ekki aðeins hjákátleg, heldur einnig
undarleg... Ég held að það séu einungis
sameiginlegar minningar úr gettóinu sem
halda Gyðinga-fjölskyldunni saman,
því orðið „Vater“ á engan veginn við
Gyðingaföðurinn heldur."
Málkennd
Ofanskráð ber fagurt vitni um ofþrosk-
aða málkennd Kafkas,. og þannig er
hann líkt og margir'handhafar skálda-
leyfis á tuttugustu öld - nefnum Joyce,
Borges, Beckett, Céline - utan garðs
málfarslega, í sífelldum skollaleik við
svikul og brothætt orð. En þýsku skyldi
hann skrifa ellegar þegja - Gyðingar
uppvaxtarára hans í Evrópu reyndu
fullir bjartsýni að samlagast umhverfinu
af fremsta megni, og urðu því oft
menningarlegri en menningarvitarnir,
borgaralegri en borgararnir, kaþólskari
en páfinn; sköruðu framúr í öllu sem
þeir tóku sér fyrir hendur, listum, bók-
menntum, vísindum, í þeim tilgangi
einum að halda velli, öðlast rétt til
þátttöku. En í skúmaskotum Prag voru
mótingjar hans í skáldastétt þó farnir að
skrifa kjarnmiklar bókmenntir á eigin
tungu - tilaðmunda Jaroslav Hasek,
höfundur Góða dátans Sveijk, sem sat
yfir gullnu glasi á knæpu í grenndinni.
Ekki er vitað til þess að þeir hafi hist,
enda áttu þeir kannski litla samleið,