Tíminn - 23.06.1983, Side 2

Tíminn - 23.06.1983, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1983 TOSHIBA Ferðagræjunum x % 0 # Kannaðu kjörin EF verð kr. 5.480.- EINAR FARESTVEIT 4, CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Sandharpa til sölu til sölu er ný VIBRASCREEN-sandharpa með vökvaknúnu hristisigti, 40 feta færibandi, matara og sílói. Hagstætt verð og góð greiðslukjör. Upplýsingar í síma (91) 19460 og (91) 77768 (kvöldsími). GRJOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA KVORT KÝSTÞÚ GATEÐA GRIND? BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 K0PAV0GI SIMI 7 7840 Kverkstæðið nastós Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir bifreiða! Ásetning á staðnum SÉRHÆFBIRIFIAT 06 fréttír Fæöingarheimili Reykjavíkurborgar: REKSTRARHALUNN NÁLÆGT 6 -7 MILUÓNUM í ÁR! - Breytingar á húsnæði sem ekki er talin þörf á kosta 4-5 milljónir króna til viðbótar ■ „Niðurstaðan er sú að greiða verður 6-7 milljóna halla á Fæðingarheimilinu í ár. I breytingar á húsnæði og tækjakaup fara 4-5 milljónir króna og rúmin standa auð eftir sem áður,“ sagði Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, í um- ræðum um Fæðingarheimili Reykjavík- ur á borgarstjúrnarfundi á fimmtudag. Ennfremur sagði Kristján að ákvörð- un hefði verið tekin um að taka í notkun hluta af húsnæði heimilisins undir minni- háttar skurðaðgerðir á sviði kven- lækninga, sem hvorki heilbrigðisráðu- neytið né sérfræðingar á kvennadeild Landspítala teldu þörf fyrir á Reykjavík- ursvæðinu. Þá sagði hann að ráðist hefði verið í tækjakaup og breytingar á hús- næði áður en nokkuð hefði legið fyrir um þátttöku ríkisins í þeim kostnaði né heldur þátttöku í væntanlegum rekstri. Loks sagði Kristján að ekki hefði verið kannað hvort starfsleyfi fengist. - Sjó. ■ Landslið yngri spilara í bridge sem spilar á Norðurlandamótinu í Þrándheimi. Sitjandi frá vinstri eru Stefán Pálsson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Aðalsteinn Jörgensen og Karl Logason. Standandi frá vinstri eru Bragi Hauksson, Sigríður Sóley Kristjánsdóttir og Sigurður Sverrisson fyrirliði. Tímamynd Ari Ungir bridgespilarar á leið til Noregs ■ Norðurlandamót yngri spilara í bridge hefst í Þrándheimi í Noregi á sunnudag. Alls spila 9 lið á mótinu: A og B lið frá Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð og eitt lið frá Islandi. Liðin spila einfalda umferð með 24ra spila leikjum en þetta fyrirkomulag hef- ur verið notað á tveim síðustu Norður- landamótum. íslenska liðið er skipað þeim: Sigurði Sverrissyni fyrirliða, Aðalsteini Jörgen- sen, Stefáni Pálssyni, Braga Haukssyni, Sigríði Sóley Kristjánsdóttur, Hróðmari Sígurbjörnssyni og Karli Logasyni. Þetta er í fyrsta sinn sem kona spilar í opnu landsliði íslands í bridge. Aðeins Aðalsteinn og Stefán hafa spilað erlendis áður en hin Norðurlöndin senda öll leikreynd lið á mótið. f dönsku og finnsku liðunum eru meðal annars spilarar sem munu keppa á Evrópumót- inu í opnum flokki seinna í sumar. Það má því búast við að róðurinn verði þungur að þessu sinni en ísland hefur á tveim undanförnum mótum lent í þriðja sæti. Tíminn mun birta fréttir af mótinu eftir fimm umferðir og einnig að mótinu loknu en því lýkur fimmtudaginn 30. júnf. - GSH Mikill kostnaður við sorphirðu í Reykjavík: „EKKI DYRARA EF Á ALLT ER LITIД — segir borgarverkfrædingur ■ „Ég er ekki þeirrar skoðunar að sorphirða sé dýrari í Reykjavík en í öðrum bæjarfélögum þegar á allt er litiö. Það verður að líta á heildarkostnaðinn, en ekki einungis þann hluta hans sem bæjarfélögin greiða,“ sagði Þórður Þor- bjarnarson, borgarverkfræðingur m.a., spurður skýringa á því hvers vegna sorphirða sé dýrari í Reykjavík en annars staðar. j Tímanum í gær kom fram að kostnaðurinn árið 1981 hafi t.d. numið 267 kr. á hvern íbúa í Rcykjavík en 147 kr. í Kópavogi. Þórður kvað eflaust nokkrar skýringar til á þessu. í Reykjavík séu t.d. fleiri verslunarfyrirtæki og önnur fyrirtæki sem hi'rða þurfi frá, þannig að ekki þýði eingöngu að deila í íbúafjöldann. í öðru lagi þurfi fólk í öðrum bæjarfélögum að kaupa plastpoka undir sorpið, þannig að þar sé á' vissan hátt verið að velta kostnaðinum yfir á íbúana. Hins vegar kvað hann umtalsverðan , vinnusparnað við losun með pokum, þar sem hreinsunarmenn verði t.d. að skila tunnum aftur á sinn stað. í skýrslu hreinsunardeildar fyrir árið ■ Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu eiga þess kost nú í vikunni að fá ókeypis þjálfun í akstri og meðferð bifreiða. Þjálfunarnámskeið þetta er liður í bættu umferðaröryggi á Norrænu umferðarári sem nú er næstum hálfnað. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Bifreiða- eftirlits ríkisins að Dugguvogi 2, fimmtu- dagskvöldið 23. júní og hefst kl. 20.00. í fréttabréfi frá Umferðarráði segir að þarna sé um að ræða skemmtiiegt kvöld fyrir ökumenn á öllum aldri sem hafa 1980 kvað Þórður koma fram að 40.485 sorpílát voru þá í notkun og hafði fjölgað um 1.286 frá árinu á undan. Alls unnu þá 93 menn við sorphirðuna allt árið. - HEI áhuga á að endurhæfa sig í akstri og ekki síður í meðferð og viðhaldi bifreiða. Að námskeiðinu standa Bifreiðaeftirlit ríkisins.Tryggingafélögin, Umferðarráð og Ökukennarafélag íslands. A námskeiðinu verða haldin erindi um fébætur og tryggingar, meðferð og viðha.ld bifreiða með tilliti til orkusparn- aðar, akstur í bæjum og á þjóðvegum og um manninn við stýrið. Einnig fer fram verkleg þjálfun undir leiðsögn öku- kennara. Nýjung fyrir ökumenn: Ókeypis þjálfun í akstri bifreida

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.