Tíminn - 23.06.1983, Side 3

Tíminn - 23.06.1983, Side 3
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 3 fréttir Aurskriður lok- uðu veginum um Ólafs- fjarðarmúla ■ Miklar aurskriður féllu á veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla um hádegisbilið í gær. Ekki tókst að ryðja veginn fyrr en seint í gær og biðu þá margir eftir að komast yfir. Snjóalög eru enn í fjallinu og í gærmorgun var mikið vatnsveður sem orsakaði þessar skriður. Að sögn sjónar- votta voru þetta stærstu skriður sem fallið hafa á þennan veg. Enn er mikil vinna eftir við hreinsun vegarins, þó hægt hafi verið að opna hann, og eins er talin hætta á að fleiri skriður falli á þessum slóðum. - GSH Sinfónían í hljómleikaferð ■ Sinfóníuhljómsveit (slands leggur af stað í hljómleikaferð um Vesturland og Vestfirði í dag og verða fyrstu tónleikarnir í kvöld kl. 21.00 á Búöardal. Á efnisskrá verða óperu- forleikir og óperuaríur, þættir úr Haefners- serenöðu og hornkonsert eftir Mozart og 5. sinfónía Beethovens. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson, einsöngvari Sigríður Ella Magnúsdóttir, einleikari á horn, Joseph Ogn- ibene og einleikari á fiðlu og konsertmeistari Einar G. Sveinbjörnsson, en hann gegnir starfi konsertmeistara við sinfóníuhljóm- sveitina í Malmö í Svíþjóð. Auk þess mun Hlíf Sigurjónsdóttir leika einleik á fiðlu með hljómsveitinni á tónleikum á Isaftrði, en þar verður flutt breytt efnisskrá; Skerpla 11 eftir Jónas Tómasson, Fiðlukonsert í Á-dúr eftir Mozart og Sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Verk Jónasar er samið sérstaklega fyrir heimsókn hljómsveitarinnar til ísafjarðar og verður frumflutt á tónleikunum. Tónleikarnir verða annars sem hér segir: Búðardalur- fimmtudaginn 23. júní kl. 21.00 Þingeyri - föstudaginn 24. júní kl. 21.00 ísafjörður- laugardaginn 25. júní kl. 15.30 Bolungarvík - sunnudaginn 26. júní kl. 15.30 Suðureyri - sunnudaginn 26. júní kl. 21.00 Flateyri - mánudaginn 27. júní kl. 21.00 Patreksfjörður - þriðjudaginn 28. júní kl. 21.00. - JGK Reykvíkingar: IR TIL FÓGETA — Bankar og sparísjóðir annast öflun veðbókar- vottorða og þinglýsingu veðskuldabréta ■ Reykvíkingum mun framvegis gefast kostur á að spara sér árlega unt 15. þús. heimsóknir til Borgarfógetaembættisins í Reykjavík, eftir samkomulag em- bættisins við viðskiptabanka og spari- sjóði í borginni. Frá 27. júní n.k. er gert ráð fyrir að bankar og sparisjóðir í Reykjavík annist öflun veðbókarvott- orða og þinglýsingu veðskuldabréfa hjá embættinu, samkvæmt frétt frá við- skiptabönkum og sparisjóðum. Með samkomulagi þessu er hugmynd- in að draga úr þeirri fyrirhöfn scm fylgt, hefur lántöku hjá lánastofnunum. Sé lán tryggt í fasteign hefur lántakandi þurft að útvep veðbókarvottorð, sem tekur tvo daga að fá og þinglýsa síðan veð- skuldabréfi eftir útgáfu þess, sem tekur aðra tvo daga. Samtals hefur þetta því krafist 4 ferða hvers lántakanda til fógetaembættisins, eða samtals um 15. þús. ferðir á ári vegna slíkra lána, samkvæmt frétt frá bönkum og spari- sjóðum. Fyrir þessa þjónustu taka lána- stofnanirnar sérstakt gjald, sem nú er28 kr. fyrir útvegun veðbókarvottorðs og sama upphæð fyrir þinglýsinguna, eða samtals 56 krónur. Reynist þjónusta þessi vel er fyrirhug- að að bankar og sparisjóðir leiti sam- komulags við önnur fógetaembætti um sama fyrirkomulag. - HEI Eiríkur Ingimundarson Haukur Ólafsson Ragnar Júlíus Hallmannsson ■ Jarðneskar leifar sjómannanna ungu sem fórust í brunanum um borð í Gunnjóni GK 506 voru fluttar til Reykjavíkur í gærmorgun með flugvél. Fyrirhugað var að flytja líkin suður á þriðjudagskvöldið en þá var ekki flug- veður. Varðskipið Þór kom með líkin til ísafjarðar kl. 18.00 á þriðjudagskvöld. Þór lagðist á ytri höfnina en hafnsögu- bátur fór til móts við varðskipið. Sjó- mennirnir voru síðan kistulagðir um borð í Þór en hafnsögubáturinn flutti kisturnar í smábátahöfnina á ísafirði þar sem Iögreglan tók á móti þeim. Sjómennirnir sem létust hétu Eiríkur Ingimundarson, fæddur 30. apríl 1963, Haukur Ólafsson, fæddur 5. janúar 1958 og Ragnar Júlíus Hallmannsson, fæddur 18. júní 1966. Haukur lætur eftir sig unnustu og 9 mánaða gamlan son en Eiríkur og Ragnar Júlíus voru ókvæntir. - GSH ■ Lík skipverjanna á Gunnjóni flutt í land á ísaflrði. Hafnsögubátur sótti líkin út í varðskipið Þór en þau voru kistulögð um borð. Líkin voru síðan flutt til Reykjavíkur í gær. Tímamynd Guðmundur Sveinsson STOR- xnfíBliRÐUR CHARLES Hinn ókiýndi konungur sóttónlistarinnar ásamt 25 manna stórhljómsveit i Broadway fimmtudaginn 7. júlí kl. 20.00 og 23.00 (Aðeins þessi eini dagur á íslandi) FORSALA aðgöngumiða hefst föstudaginn 24. júní í Fálkanum Laugavegi 24 og Suðurlandsbraut 8. GETA Nl) SPARAÐ SÉR 15ÞIÍS. FERD- Sjómennirnir ungu sem fórust um borð í Gunnjóni GK: Jarðneskar leifar þeirra fluttar til Reykjavlkur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.