Tíminn - 23.06.1983, Page 4
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1983
■ Á leiðinni frá Flaley tók Vigdís forseti við stjórntaumunum dálitla stund, af ■ Að Hnjóti færði Ólafía Egilsdóttir, 89 ára gömul, forsetanum að gjöf forláta roðskinnsskó sem hún hafði gert.
skipstjóranum, Jóni Ágústssyni, á flóabátnum Baldri. Tímamyndir: Arni
Annar dagur heimsóknar forseta íslands um Vestfirði:
VIGDÍSI FÆRÐ HVÍTREFSHERÐA-
SU OG RODSKINNSSKÓR AÐ GJÖF
FRÁ JÓNI ÓLAFSSYNI, BLAÐAMANNI TÍM-
ANS I FERÐ FORSETA ÍSLANDS UM VEST-
FIRÐI:
■ Forseti Islands, Vigdís Finnboga-
dóttir hélt í gær áfram för sinni um
Vestfirði. Lagt var af stað frá Flókalundi
og farið að Látrum. Þar afhenti henni
blómvönd lítil stúlka, Vigdís að nafni.
Á Látrum voru staddir m.a. Þórður
Jónsson hreppstjóri og Ásgeir Erlends-
son, vitavörður á Látrabjargi, en þeir
hafa báðir hlotið Fálkaorðuna fyrir
björgunarstörf og Þórður að auki orðu
frá bresku stjórninni.
Á Látrum eru nú tveir bæir í byggð
og þrír íbúar á hvorum þeirra. En mest
hafa verið þarna 60-70 manns. Forseta
og fylgdarliði var boðið í kaffi og
meðlæti og át hver og drakk sem mest
hann mátti. Að því loknu var haldið upp
að vitanum á Látrabjargi. Þarvardrukk-
in skál í viskí og hinn 73ja ára vitavörður
Ásgeir Erlendsson bauð forseta velkom-
inn. Það var gaman að spjalla við
vitavörðinn gamla og hann sagði m.a.
við blaðamann Tímans: „Þið hefðuð átt
að vera hér árið 1936 um haustið, en þá
skall á hrikalegt óveður sem gerði það
m.a. að feykja 118 kílóa steini upp á
Látrabjarg af klettinum um 50 metrum
neðar. Einnig fórst þá franskt skip með
32 mönnum um borð." Þessi elsti vita-
vörður landsins leysti Vigdísi síðan út
með góðum gjöfum, hvítrefsherðaslá og
bréfahníf úr steinflís. Þá var komið að
kveðjustund og refaskytturnar og stór-
riddararnir að Látrum voru kvaddir.
Nú var haldið í Fagrahvamm í Rauða-
sandshreppi til hádegisverðar í boði
heimamanna - dæmigert kalt borð að
hætti Vestfirðinga, harðfiskur, hangikjöt
og hvaðeina. Vigdís gaf sér tíma til að
heilsa öllum Rauðsendingum með
handabandi. Össur Guðbjartsson,
oddviti Rauðasandshrepps, sagði m.a.
við þetta tilefni: „Þar sem afi þinn
Þorvaldur Jakobsson þjónaði hér sem
sóknarprestur í sveitinni, stendur þú
okkur mjög nærri.“
Eftir góða máltíð í Fagrahvammi hélt
■ Ásgeir Erlendsson, elsti vitavörður landsins, á Látrum, færði forsetanum að gjöf forláta hvítrefsherðaslá, sem Vigdís
þáði með þökkum.
Vigdís að Hnjóti þar sem henni var falið
að opna nýtt minjasafn. Ræðuhöld voru
úti fyrir safninu áður en það var opnað.
Töluðu þar Stefán Skarphéðinsson,
sýslumaður, Bragi Thoroddsen, form.
byggingarnefndar og höfuðp.aursafnsins,
Egill Ólafsson, en liann hefur safnað
lang mestum hluta gripanna á safninu og
gefið þá til Vestur-Barðastrandarsýslu.
Mun safnið bera nafn hans. Við þetta
tækifæri voru Vigdísi gefnir roðskinns-
skór, sem hin 89 ára gamla Ólafía
Egilsdóttir frjá Hnjóti hafði gert. Þá
þakkaði Vigdís móttökurnar og Stefáni
Skarphéðinssyni fyrir gjafir og góða
fylgd og sagði m.a.: „Svona eiga sýslu-
menn að vera“. Opnaði Vigdís nú
minjasafnið og skoðaði það í fylgd Egils.
Litlu síðar var öllum boðið inn til
skoðunar. Minjasafn þetta er hið glæsi-
legasta og aðstandendum þess til mikils
sóma. „Þetta ætti að fá fleira fólk
hingað," sagði forsetinn.
í Sauðlauksdal bjó afi Vigdísar Þor-
valdur Jakobsson og það varð næsti
viðkomustaður ferðalanga. „Loksins er
ég mætt á ættaróðalið", sagði Vigdís þá
og hló, er hún steig út úr forsetabílnum.
Barðstrendingar gáfu Vigdísi þarna mál-
verk af Sauðlauksdal eftir Þórdísi
Tryggvadóttur. Eftir kveðjur og kossa í
dalnum var haldið í Skápadal, en þar er
á þurru landi mótorbáturinn Garðar,
áður Garðar BA 64. Garðar er elsta
stálskip íslendinga, smíðað árið 1912.
Eigandi þess er Jón Magnússon og tók
hann á móti Vigdísi forseta. Sagði hann
m.a.: „Alls konar gömlum húsum er
haldið við, en enginn hefur manndóm í
sér til að varðveita gömul skip. Samt eru
þau uppruni okkar - við komum jú með
skipum hingað til lands." Vigdís spjall-
aði við Jón og eftir að hafa skoðað skipið
hélt hún til Patreksfjarðar, en þar var
hún boðin til kvöldverðar og opins húss.
Áætlun var nokkuð vel haldið í gær og
í dag heldur Vigdís áfram ferð sinni um
Vestfirði.
- Jól.