Tíminn - 23.06.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.06.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1983 5 fréttir ■ Hér færir ein af yngri kynslóðinni Vigdísi blómvönd. ■ Upp í vitanum að Látrabjargi. Asgeir Eriendsson bendir forsetanum á heistu kennileiti. ... ■ Vigdís Finnbogadóttir skálar hér við Guðmund Ólafsson í „sofandi breiðfirskum hafmeyjum“, sem er sérstaklega tilreiddur kampavínskokkteill að hætti þeirra Flateyinga. ■ Fjöldi eyjaskeggja var mættur á bryggjuna tii að taka á móti Vigdísi forseta við komuna til Flateyjar. Tímamyndir: Arni. ■ „Þau mál sem heitast brenna um þessar mundir eru friðarmál og mun kirkjan hafa þar forgöngu eins og hingað til“, sagði herra Pétur Sigurgeirsson biskup á þriðjudag við upphaf prestastefnunnar. „Ég vil hér benda á hið geysifjölmenna heimsfriðarþing sem haldið var í Svíþjóð nú í vor. Það fer vel á því að tengja friðarmálin við ár Lúthers nú í ár, því hann bendir okkur á þá einu leið sem fær er í þeim efnum, þ.e. hinn heitttrúi friður í gegn um Jesúm Krist. Vígbúnað- arkapphlaupið er nú komið á það stig að öllum stendur ógn af. Við teljum þó að enn sé hægt að snúa við. Til þess að það sé unnt verðum við að beita sjálfsafneit- un, auðmýkt og kærleika. Verum minnug þess, að sá getur allt sem trúna hefur“, sgði biskup ennfremur. „Það er hollt fyrir okkur íslendinga á þessum tímamótum að meta og virða þann trúararf sem okkur hcfur fallið í skaut. Þegar siðbótin kom fram á sínum tíma, sáu menn fram á nýtt tímabil sem gæfi fyrirheit um betri tíma. Raunin hefur líka orðið sú að flest það sem við teljum okkur til gildis núna rekjum við einmitt til siðbótarinnar“, sagði herra Pétur Sigurgeirsson að lokum. Að loknu erindi biskups, flutti dóms- og kirkjumálaráðherra, Jón Helgason ávarp og fór nokkrum orðum um þau merku tímamót sem nú eru í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá fæðingu Marteins Lúthers. En Jón sagði að við minntúmst einnig annarra tímamóta um leið: „Hér á ég við þann merka atburð, ■ Prestar ganga frá Alþingishúsi til Dómkirkjunnar við upphaf prestastefnu. þegar séra Jón Steingrímsson eldprestur flutti sína áhrifamiklu ræðu fyrir 200 árunt í tilefni þess að þá geysuðu hér einhverjir þeir mestu jarðeldar sem sögur fara af.“ Þau tímamót sem íslcnsk kirkja heldur nú uppá leiða okkur óhjákvæmilega til þess að huga að stöðu og gengi íslensku kirkjunnar á líðandi stundu og hVer hún muni vera um ókomna framtíð. Það er Ijóst, að okkar tímar eru miklir breyt- ingatímar og að mörgu er að hyggja hvað trú og trúarlíf okkar íslendinga áhrærir. Áhrifamáttur áróðurs er mikill og kristin kirkja verður að vera á varðbergi í þeim efnum. Heimilin eru gjörbreytt og stór hluti af uppeldinu fer nú fram utan þeirra. Hér er nauðsynlegt fyrir kirkjuna að fylgjast með og koma hinum kristnu skoðunum á framfæri. Mér er ljóst að starf kirkjunnar er stöðug barátta og að sú barátta er stundum erfið. Ég held þó að menn hafi gott af því að minnast hvernig til tókst hjá séra Jóni forðum þegar hann treysti á hina guðlegu forsjá", sagði Jón Helga- son að lokum. Fleiri ræður voru fluttar í gær á prestastefnunni. Séra Jónas Gíslason dósent flutti framsöguræðu sem hann nefndi Siöbótaniaöurinn Marteinn Lúther, séra Þorbergur Kristjánsson flutti erindi sem hann nefndi Staða kirkjunnar í þjóðfélaginu, og séra Þorbjörn Hlynur Árnason flutti erindi sem hann nefndi Kenning lúthersku kirkjunnar. Hinn al- nienni prestdómur. í gær var prestastefnunni svo fram haldið og hófst með morgunbæn i háskólakapellunni. Síðan fjölluðu um- ræðuhópar um málefni prestastefnunnar í kennslustofum. Framsögumenn um- ræðuhópa skiluðu þá áliti og almennar umræður fóru fram. Síðar fóru fram kynningar á Lúthers-ári í samkomusal Norræna hússins. í dagverður framhald prestastefnunn- ar með svipuðu sniði og kl. 10:00 verða rædd aðalmál prestastefnunnar. Kl. 14:00 verður síðan rætt um kirkju- fræðslunefnd og fyrirspurnum svarað en síðan fara fram synodusslit. í kvöld koma prestar svo saman heima í biskups- garði. -ÞB ■ Biskupinn yfir Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson ræðir hér við tvo presta ráðstefnunnar, þá séra Gunnar Björnsson og séra Róbert Jack. „H0LLT FYRIR ÍSLENDINGA RD META TRÚARARF SINN”, — sagdi herra Pétur Sigurgeirsson biskup við upphaf presfastefnu í gær Jón Helgason dóms- og kirkjumálaráðherra ávarpar prestastefnu 1983,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.