Tíminn - 23.06.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 23.06.1983, Qupperneq 6
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1983 KARLMAÐURiNN SEM KALLA MÁ „SÚPER-MODEL“ fræð- ingarí módel- brans- anum ■ Aquilon þykir mjög íþróttamannslegur, en hann segist ekki stunda mikið íþróttir, sagði. Sundið er best, segir JefT, sem reynir að synda á hverjum degi. og alls ekki lyftingar, þxr eru svo „sálarlaus íþrótt“, eins og hann ■ Jeff Aquilon var heldur ófrýni- legur þegar hann kom fyrst á vettvang í „fyrstu kynningu", eða „go-see“, eins og fyrirsætur kalla það. Það var í október 1978 og Jeff var þá tvítugur og fyrirliði fyrir sund-póloflokki Malibu Pepper- dine háskólanum. Hann hafði ver- ið í erfiðri keppni daginn áður, og var með glóðaraugu á báðum aug- ■ Aquilon-hjónin í gönguferð á ströndinni og Jeff munar ekki um að bera Nancy spölkorn, þegar hón er orðin þreytt. Ekki sjáum við betur en að sópermódclið JelT Aquilon sé í íslenskri lopapeysu. Kannski hefur hann verið að kynna íslcnskar ullarvörur. um og saumaö sár á hægri kinn og blár og bólginn á þeim vanga. Hann segir þannig frá: „Einhver sagði mér að fara ór boinum, sem ég gerði og þá tók sá hinn sami upp Polaroid-myndavél og smellti af einni mynd og sagði - Þakka þér fyrir að koma. Eg hugsaði með sjálfum mér: - Hvílík tímaeyðsla hjá mér.“ En það var nú eitthvað annað en þetta væri tímaeyðsla hjá Aq- uilon, því að vegna myndarinnar, sem þarna var tekin, var hann tveim dögum síðar farinn að sitja fyrir hjá Ijósmyndara fyrir tímarit- ið Gentlemen's Quarterly. Nú í dag er hann 25 ára og viðurkenndur, sem sá færasti í sínu fagi. Hann er kallaður „Sup- er-módelið í karlaflokki“. Stuttu eftir að hann kom í fyrstu mynda- tökuna var hann sendur til Barba- dos ásamt með Muriel Heming- way, þar sem voru teknar myndir af þeim, sem áttu eftir að prýða forsíður blaða og tímarita. „Við réðum hann við fyrstu sýn“, segir Joe Hunter í Ford-fyrirtækinu, sem hefur í mörg ár gert margar fyrirsætur frægar. Aquilon hefur líka unnið fyrir Calvin Klein, og hinn fræga Giorgio Armani (sem nýlcga var hér á íslandi með tískusýningu) og Jeff hefur setið fyrirá ótal forsíðum frægra blaða. Aquilon byrjaði með 60 dollara á timann, þegar hann vann sem módel, en nú kemur fyrir að hann vinnur sér inn 2000 dollara á dag. Fyrir tvcimur árum kvæntist hann Nancy Donahue, 25 ára, sem er líka í fyrirsætustarfi. Þau hittust í London, þar sem var verið að mynda regnföt í ekta Lundúna - þoku og súld. Jeff segir: „Mér leist strax svo vel á Nancy, hún var svo eðlileg, ómáluð og regnblaut í framan. Við urðum fljótt vinir.“ Nancy sagði aftur á móti: „Það sem mér líkaði best við Jeff var hvað hann var rólegur og þægilegur í fram- komu og hann var ekki að reyna við mig strax, hcldur lofaði hlutun- um að hafa sinn gang.“ Þau vinna bæði áfram í sínu fagi, og eiga heimili bæði á Man- hattan í New York og eins í Kaliforníu. viðtal dagsins „LÚIHERVILDISÆTTA ALLAR MRKIUDÐLHR" — segir séra Gunnar Krist jánsson ■ Prestastefna íslands 1983 var sett í gær af hiskupnum yfir íslandi Herra Pétri Sigurgeirs- syni. Umræðuefni prestastefn- unnar er: Hinn lútherski arfur í kirkju nútímans. í tilefni þessa náði blaðamaður tali af cinum þeirra presta sem ráöstefnuna sitja, séra Gunnari Kristjánssyni presti á Reynivöllum í Kjós, og bað hann að gera svolitla grein fyrir skoðunum sínum á Marteini Lóthcr og kenningum hatis. Hvað Ci það við hugmyndir Martcins i.úthers sem þú telur að valdið hafi mestum straum- hvörfum í vestrænu trúarlífi? „Það er einkum tvennt í hug- myndum og kenningum Lúthers sem straumhvörfum veldur. I fyrsta lagi kallar hann hinn kristna einstakling til ábyrgðar gagnvart sjálfum sér og Guði. Ábyrgð mannsins eða einstak- lingsins er cinmitt mikil að hans áliti vegna hins frjálsa vilja sem honum er áskapaður. í öðru lagi kallar hann einnig kirkjuna til ábyrgðar því hennar hlutvcrk sem stofnun, er að virkja ein- staklinginn í sínu trúarlega hlut- verki. Þegar Lúther kemur fram með þessar hugmyndir sínar verðum við að gera okkur Ijóst við hvers konar bákn hann þurfti við að stríða þar sem hin kaþólska kirkja var. í raun var hin kaþóís- ka kirkja orðin stöðnuð sem stofnun og berá syndaaflausnirnar sem hún gaf út því skýrast vitni. Þetta var Lúther sjálfum vel ljóst og vildi leggja sitt af mörkum til þess að bæta úr ýmsum þeim misfellum sem hann sá á hinni kaþólsku kirkju. Þess vegna er það svolítið raunalegt þegar því er haldið fram að Lúther hafi verið einhverskonar uppreisn- armaður sem hafi viljað gera veg sinn sem mestan og viljað stofna einn sértrúarflokkinn enn. Þvert á móti vildi hann sameina kirkju- deildirnar innan hinnar kristnu kirkju, því honum var Ijóst að sameinuð stæði kirkjan mun bet- ur að vígi. Ágsborgarjátningar- nar eru að mínu áliti mikilvæg- asti vitnisburðurþess hve Lúther vildi ganga langt til þess að ná ■ Séra Gunnar Kristjánsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.