Tíminn - 23.06.1983, Page 7
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1983
MMiíI
7
■ Ringo og kona hans eru ánægð með kyrrðina í sveitinni.
Ringo Starr og
Barbara Bach
njóta sveitalífs-
ins í Englandi
■ Dagurinn okkar byrjar
eiginlega ekki fyrr en um há-
degi“, sagði Barbara Bach,
kvikmyndaleikkona og eigin-
kona Ringo Starr úr Bítlunum,
í blaðaviðtali nýlega. Hún
sagði, að það hefði ekki verið
annað fyrir sig að gera, en að
breyta sínum svefnvenjum til
samræmis við eiginmanninn,
en Ringo vinnur mest á kvöldin
og nóttunni, - og einhverntíma
þarf maður að sofa, ég þarf
a.m.k. 8 tíma svefn,“ sagði
Barbara.
M
■ „Ég hef ekkert tilboð feng-
ið um hlutverk síðan við flutt-
um hingað, sem gæti réttlætt
það, að yfirgefa heimili mitt í
margar vikur og mánuði við
upptöku á kvikmynd. Ég hef
líka nóg að gera sem húsmóðir
á stórbýli“, sagði Barbara.
Nú er umhugsun um börn og
dýr, og heimilisstörf sem eru
dagsverk Barböru. Þar er mikil
breyting frá Iífinu í Los Ange-
les og lífi hennar þar sem
kvikinyndastjörnu.þar lék hún
t.d. i James Bond myndinni
„The Spy Who Loved Me“, og
hún var þar njósnarinn sem
elskaði James Bond.
„Hugmyndin hjá okkur
Ringo var að koma okkur fyrir
á okkar góða sveitasetri, og
koma þar upp góðri aðstöðu til
að taka upp plötur og vinna að
áhugamálum okkar, en þetta
hefur tekið tvö ár, og á þeim
tíma höfum við fest okkur í
sessi hér, svo það má segja að
það sé ekkert sem freisti okkar
til að eiga aftur heima í Ainer-
íku.“
Barbara segir að börn sín frá
fyrra hjónabandi (með ítölsk-
um kvikmyndaframleið-
anda), Þau Francesca, 14 ára,
og Gianni, níu ára, væru jafn-
hrifin og hún af því að búa í
Englandi. Fjölskyldan hefur
tvo stóra hunda sem varð-
hunda, en eru sammála um
það, að þá sé mikill munur að
þurfa ekki að vera alltaf með
lífverði á eftir sér eins og þau
gerðu í Ameríku.
„Ég er orðin tedrykkju-
manneskja og horfi spennt á
bresku framhaldsþættina í
sjónvarpinu, svo sem Corona-
tion Street, svo mér finnst ég
sé orðin ensk í húð og hár“,
sagði Barbara að lokum.
samkomulagi við hina rómversk-
kaþólsku kirkju. Spurningin um
það hvers vegna leiðir Lúthers
og kaþólsku kirkjunnar skildu
tel ég að megi kalla sögulega
nauðsyn því breytt heimsmynd
og skoðanir almennings kröfðust
nýrra viðhorfa í hinum trúarlegu
efnum sem hin kaþólska kirkja
gat ekki veitt. Þróunin fram á
þennan dag hefur svo orðið sú að
meira er reynt að benda á Lúther
sem einstakling sem að vísu
hafði sína bresti og breyskleika,
en einnig er mikið lagt upp úr að
benda á þann mikilvæga skerf
sem hann lagði til kristinnar kirkju
og kristins trúarlífs. “
Hvernig finnst þér hafa til
tekist með siðbreytingunni hér á
íslandi?
„Það er blettur á íslensku
þjóðinni hvernig siðbótin gerist
hér. Við verðum að hafa það í
huga að um leið voru stórpólitískir
atburðir að eiga sér stað hér sem
rugla menn í ríminu. Sá sorgarat-
burður þegar Jón Arason var
hálshöggvinn er auðvitað and-
stætt hugmyndum Lúthers og
kenningum hans því hann barð-
ist gegn órettlætinu eins og hann
frekast gat. Þess vegna finnst
mér að menn ættu að nota tæki-
færið á þessum tímamótum til að
eyða þessum misskilningi og
horfa jákvætt fram á við.“
Hver eru helstu verkefni
kirkjunnar um þessar mundir?
„Það má segja að þrjú höfuð-
viðfangsefni einkenni starf
kirkjunnar núna. í fyrsta lagi eru
það friðarmál og má í því sam-
bandi benda á hið fjölmenna og
vel heppnaða þing sem haldið
var í Svíþjóð nú í vor. Í öðru lagi
mannréttindamál sem ég hygg
að flestir viti hvar skórinn krepp-
ir og í þriðja lagi umhverfismál.
Við viljum minna á að jörðin er
sköpunarverk Guðs og menn
verða að umgangast hana með
virðingu og lotningu. Þetta eru
málefni sem heitast brenna
núna, einkum hér á vestur-
löndum og það er einmitt hlut-
verk kirkjunnar að ráða fram úr
og leiðbeina í þeim málum“,
sagði séra Gunnar Kristjánsson
að lokum.
-ÞB
■ Glenn í hópi stuðningsmanna
Reagan mun bráðlega gefa
kost á sér til endurkjörs
Glenn verður sennilega keppinautur hans
■ ÞÓTT forsetakosningar fari
ekki fram í Bandaríkjunum fyrr
en eftir 16 mánuði má segja að
undirbúningur þeirra sé þegar
hafinn.
Þannig liggur það nú í loftinu,
að Reagan forseti muni tilkynna
innan skamms tíma, að hann
muni gefa kost á sér til endur-
kjörs og jafnframt leggja til að
Bush verði áfram varaforseti.
Ymsir fylgismenn Reagans
hafi lagt fast að honum að undan-
förnu að draga ekki lengur að
tilkynna opinberlega að hann
verði í framboði. Slík yfirlýsing
myndi fylkja flokksmönnum enn
fastara um hann og gera mögu-
legt að samstæður flokkur gæti
strax farið að vinna að endur-
kjöri hans.
Þetta myndi hins vegar breyt-
ast, ef svo færi, að Reagan drægi
sig í hlé. Þá myndi hefjast mikil
keppni milli ýmissa helztu forustu-
manna republikana um fram-
boðið, líkt og hjá demókrötum,
þegar Johnson dró sig í hlé 1968.
Þau átök gætu orðið vatn á myllu
andstæðinga flokksins.
Það hefur verið nokkuð föst
venja, að forseti sækti um endur-
kjör eftir fyrsta kjörtímabilið.
Jafnvel þótt hann hafi verið
umdeildur, er hann yfirleitt tal-
inn sigurvænlegri en aðrir
leiðtogar flokksins. Þetta gildir
um Reagan, því að ótvírætt nýt-
ur hann mestra vinsælda af leið-
togum republikana nú.
FARI svo, að Reagan lýsi
fljótlega yfir framboði sínu,
skapar það republikönum mikið
forskot. Þeir vita hver frambjóð-
andi þeirra verður og geta strax
hafið að vinna fyrir hann.
Öðru máli gegnir um demó-
krata. Sennilega verður það ekki
endanlega ljóst, hvert forseta-
efni þeirra verður fyrr en á
flokksþingi þeirra næsta sumar.
Fram að þeim tíma verður hörð
barátta milli jíeirra, sem nú sækjast
eftir framboði fyrir flokkinn.
Oft vill slík barátta leiða til
þess, að enginn sleppur heill úr
þeim leik. Keppinautarnir kepp-
ast ekki aðeins við að telja fram
kosti sína. Þeir keppast einnig
oft við að gera keppinautana
tortryggilega.
Jafnvel þótt þeir reyni sjálfir
að forðast þetta, gera æstustu
fylgismenn þeirra það óspart.
Þannig notuðu republikanar það
í síðustu forsetakosningum, að
Edward Kennedy og fylgismenn
hans höfðu látið falla marga
óvægilega dóma um Carter forseta
■ Reagan og Bush
meðan á prófkjörunum stóð.
Meðan hörkuprófkjör verða
hjá demókrötum, munu próf-
kjörin fara fram friðsamlega hjá
republikönum, því að ótrúlegt
er, að Reagan fái í þeim nokkurn
keppinaut sem máli skiptir.
Samheldnin hjá republikönum
getur átt eftir að draga dilk á
eftir sér hjá demókrötum á þann
hátt að það hafi áhrif á úrslitin í
prófkjörunum.
í mörgum ríkjum fara próf-
kjörin þannig fram, að þau eru
opin öllum. Demókratar geta
kosið í prófkjörunum hjá repu-
blikönum og öfugt.
Þetta hefur oft leitt til þess, að
séu úrslitin ráðin fyrirfram hjá
öðrum flokknum, taka fleiri eða
færri af liðsmönnum hans þátt í
prófkjörunum hjá hinum flokkn-
um og kjósa þá venjulega þann
frambjóðanda, sem er ósigur-
vænlegastur. Þannig styrkja þeir
raunverulega flokk sinn í sjálfri
kosningunni.
Þetta átti t.d. sinn þátt í því,
að Stevenson gekk illa í prófkjör-
inu 1956. Eisenhower sótti þá
um endurkjör og átti engan
keppinaut í prófkjörunum.
Republikanir tóku því þátt í
prófkjörunum hjá demókrötum
og kusu að sjálfsögðu keppinaut
Stevensons.
Þessi saga gæti hæglega endur-
tekið sig nú.
Á ÞESSU stigi er erfitt að spá
því hvert forsetaefni demókrata
verður.
Þegar hafa sex af leiðtogum
þeirra gefið kost á sér til
framboðs. Eins og nú horfir
virðist líklegast, að aðalkeppnin
verði milli Mondale fyrrv. vara-
forseta og Glenn öldungadeild-
arþingmanns frá Ohio, en hann
er ekki sízt þekktur vegna þess,
að hann var fyrsti bandaríski
geimfarinn.
Fyrir þremur mánuðum virtust
skoðanakannanir benda til þess,
að Mondale yrði hlutskarpastur.
Hann var þá langefstur af keppi-
nautunum.
í nýlegustu skoðanakönnunum
hefur þetta breytzt. Glenn hefur
alltaf verið að síga á og er nú
kominn fram úr Mondale.
Það er þó sennilega enn meiri
styrkur fyrir Glenn, að skoðana-
kannanir sýna, að hann myndi
standa sig betur í samkeppni við
Reagan, ef hann verður forseta-
efni republikana, en Mondale.
Það virðist veikja Mondale
verulega, að hann er bendlaður
við Carter og stjórn hans. Þá
virðist fátt benda til, að hann
yrði það, sem kallað er sterkur
forseti.
Glenn hefur reynzt farsæll og
traustur sem öldungadeildar-
maður. Hann er talinn miðju-
maður í flokknum, en Mondale
er talinn til frjálslyndari armsins.
Glenn er enginn ræðugarpur, en
þykir skýr í málflutningi og frek-
ar rökfastur. Það hefur aukið
tiltrú til hans.
Sennilega skiptir það svo ekki
minnstu, að hann þótti reynast
vel sem geimfari.
Þótt þeir Mondale og Glenn
hafi nú forustuna, er engan veg-
inn rétt að afskrifa aðra keppi-
nauta þeirra strax.
Þannig kom nýlega saman
fylkisþing demókrata í Wiscon-
sin, en það mun síðar kjósa
fulltrúa á landsþing demókrata,
sem velur forsetaefnið. í sam-
bandi við þingið fór fram könnun
meðal fulltrúanna um afstöðu
þeirra til forsetaefnanna, sem
hætta voru á þinginu. í hennT
varð Cranston öldungadeildar-'
maður frá Kaliforníu hlutskarp-
astur, en fyrirfram hafði Mondale
verið spáð sigri.
Cranston er talinn hafa notið
þess, að hann hefur gert gagn-
kvæma frystingu á framleiðslu
kjarnavopna að aðalmáli sínu.
Glenn mætti ekki á þinginu og
náði könnunin því ekki til hans.
Það þykir ávinningur fyrir hann,
að Mondale beið ósigur fyrir
Cranston.
Þórarinn Þórarinsson, o
ritstjóri, skrifar Ktfl