Tíminn - 23.06.1983, Qupperneq 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjótfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæiand Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson,
Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti
Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljós-
myndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Skrif Þjóðviljans
fyrir og eftir
stjórnarskiptin
■ Það munu áreiðanlega margir verða undrandi sem lesa
stjórnmálaskrif Þjóðviljans um þessar mundir og bera þau
saman við hliðstæð skrif blaðsins meðan Alþýðubandalag-
ið átti ráðherra í ríkisstjórn.
Þá var réttilega viðurkennt að efnahagsvandinn væri
mikill og vaxandi. Þá var ekki hrópað um kauprán í
Þjóðviljanum, þegar nauðsynlegt reyndist að skerða
vísitölubætur.
Skemmst er t.d. að minnast skrifa blaðsins um skerðingu
vísitölubótanna 1. desember síðastliðinn. Þá var réttilega
bent á það af talsmönnum Alþýðuflokksins, að þessi
ráðstöfun væri nauðsynleg af tveimur ástæðum.
í fyrsta lagi væri hún nauðsynleg til að tryggja
atvinnuöryggið. í öðru lagi væri hún nauðsynleg til að
draga úr skuldasöfnuninni erlendis.
Jafnframt var því haldið fram af formanni Alþýðu-
bandalagsins, að þessar ráðstafanir kynnu að reynast
ónógar. Kreppuástandið í heiminum gæti leitt til þess, að
frekari aðgerðir reyndust óhjákvæmilegar.
Því miður hafa þessar spár formanns Alþýðubandalagsins
rætzt. Nefna má nokkur dæmi þess, sem hafa verið að
koma í ljós síðustu daga.
Karfaveiðar, sem hafa verið mjög þýðingarmiklar fyrir
togarana vegna samdráttar þorskaflans, munu stöðvast
innan fárra daga, því búið er að afla upp í sölusamninga
og lítil eða engin von til að meira seljist á þessu ári.
Vegna þróunar gengismála og viðskiptamála erlendis
verður mikið verðfall á saltfiski.
Vafasamt er hvort nokkuð verður úr síldveiðum í ár
vegna mikils framboðs á síld og verðlækkunar á erlendum
mörkuðum.
Þetta þrennt var ekki komið til sögu, þegar unnið var
að stjórnarmynduninni í maímánuði. Samt taldi formaður
Alþýðubandalagsins efnahagsástandið svo slæmt þá, að
hann lagði til að fresta alveg vísitölubótunum 1. júní um
mánuð, meðan verið væri að semja um frekari aðgerðir.
Svavari Gestssyni var ljóst þá, að atvinnufyrirtækin
myndu ekki þola 20% kauphækkun og afleiðing slíkrar
kauphækkunar yrði stöðvun þeirra og stórfellt atvinnu-
leysi.
Nú lætur Þjóðviljinn hins vegar eins og það stafi af
hreinni illmennsku og skilningsleysi, að kaupið skyldi ekki
hækka um 20% um síðustu mánaðamót.
Vísitölubæturnar
Þjóðviljinn þykist nú andvígur því, að vísitölubætur
séu framkvæmdar á þann hátt, að hálaunamenn fái
margfalt meiri bætur en láglaunamenn.
Annað hljóð var hins vegar í Þjóðviljanum fyrir
kosningarnar 1978. Eitt aðalefni laganna, sem deilt var um
þá, var að skerða bæturnar meira hjá hálaunafólki en
láglaunafólki. Þá hóf Alþýðubandalagið mikla baráttu
undir kjörorðinu: Samningana í gildi. Sú stefna þess
sigraði með þeim afleiðingum, að hálaunamennirnir héldu
sínu.
Það er lofsvert, að Þjóðviljinn skuli vera kominn á aðra
skoðun. En meira þarf til. Enn hefur ekkert heyrzt um
það frá flokksmönnum blaðsins innan Alþýðusamband s-
ins og BSRB hvernig þeir vilja haga þessum greiðslum
öðruvísi en að fullar bætur komi á öl! laun. Hér strandar
ekki sízt á launþegasamtökunum. Þ.Þ.
FIMMTUDAGUR 23. JUNI 1983
skrifað og skrafað
Upplýs-
inga-
skylda???
■ „Það er ekki heiglum
hent að ætla sér að
skrifa um stjórnmál á
Islandi, eins og ástand
þeirrar umræðu er í landi
hér. Raunar er hún nær
engin, heldur líta stjórn-
málamenn á það sem
hlutverk sitt þegar þeir
tala til fólks að hafa uppi
taugaveiklunarkenndar
varnir fyrir sig og flokka
sína eins og sakamenn
væru, og málflutningur-
inn felst í einföldun stað-
reynda í stað upplýsinga
um raunveruleikann, og
heitir það á mannamáli
áróður. Vitaskuld leggur
sæmilega skynsamt fólk
engan trúnað á slíkan
þvætting."
Þetta er upphafið á
málæði sem Guðrún
Helgadóttir alþingismað-
ur hefur uppi í Þjóðvilj-
anum undir dálkaheitinu
Stjórnmál á sunnudegi,
en það blaktir iðulega á
týrum forystuliðs
Alþýðubandalagsins.
I næstu málsgrein ber
þingmaðurinn blak af
„kjörnum fulltrúum
fólksins“ og kennir fjöl-
miðlakosti þjóðarinnar
um þann málflutningsem
hún er að enda við að
lýsa og segir þekkingar-
leysi manna á störfum
Alþingis með ólíkindum
og allt sé gert til að sverta
þingmenn í augum þjóð-
arinnar.
Og áfram er haldið og
sökudólgar fundnir.
„Fastráðnir fréttamenn
fjölmiðlanna á þingi bera
þarna ekki litla ábyrgð.
Og þegar miðað er við að
þeir eru viðstaddir alla
þingfundi og dveljast nær
daglangt í þinginu sjálfu,
er furðulegt hversu lítið
og ónákvæmlega er skýrt
frá flutningi mála og um-
ræðu í þinginu.. Þing-
mennirnir hafa einfald-
lega ekki tíma til að skýra
allan málflutning sinn
sjálfir í dagblöðunum,
það er verkefni frétta-
manna á þingi.“
Hér gefst á að líta. Sé
litið á fyrstu málsgrein er
stjórnmálaumræðan
heldur bágborin og
stjórnmálamenn hafa
uppi taugaveiklunar-
kenndar varnir, sem er
áróður og skynsamt fólk
leggur engan trúnað á
slíkan þvætting. En
ábyrgðinni er kastað á
fréttamenn á þingi.
Málgleði
og fámenni
Þingmaðurinn bendir
á að fréttamenn séu við-
staddir alla þingfundi og
dveljist daglangt í þing-
inu.
Að staðaldri eru fjórir
fréttamenn sem pakkað
er eins og sardínum í dós
undir rjáfri þingsla, þeg-
ar fundir standa yfir.
Þingmenn kvarta oft og
mikið yfir sinni starfsað-
stöðu og telja að þeir sitji
þröngt. Þingfréttaritarar
hafa ekki til þessa séð
ástæðu til að vorkenna
sjálfum sér opinberlega
vegna starfsaðstöðu, og
hafa þó greiðan aðgang
að fjölmiðlum.
Alþingismenn eru 60
talsins. Þeir vinna mikil-
væg störf og tími þeirra
er dýrmætur. Mikil störf
eru unnin í nefndum og
síðan eru þingflokks-
fundir og fer hvoru-
tveggja fram utan þess
tíma sem þingfundir eru
haldnir. Það kemur ekki
ósjaldan fyrir að setulið-
ið í fréttamannastúku er
fjölmennara en kjörnir
fulltrúar í þingsal. En
það kemur væntanlega
ekki fyrir eftir að þing-
mönnum verður fjölgað.
Þvf miður er það svo
að inálflutningur á Al-
þingi er oft ekki til þess
fallinn að upplýsa eitt né
neitt. Alltof margir þing-
menn virðast halda að
það sé hlutverk sitt og
tilgangur að standa í
pontu og hlusta á sjálfa
sig tala.
Oft eru mál teygð og
toguð í ólíklegustu áttir
og verður að virða vesa-
lingum þeim, sem við
þingfréttir fást, það til
vorkunnar að þeir vita
stundum ekki um hvað
er raunverulega verið að
fjalla. Eldhúsdagsum-
ræður eru hafnar af ólík-
legustu tilefnum og eru
þá margir tilkallaðir að
láta ljós sitt skína.
Reyndir þingmenn
kvarta mjög yfir hvílík
málgleði grípur iðulega
um sig í þingsölum.
Bornar hafa verið fram
tillögur um að breyta
þingsköpum til að færa
þingstörfin til skynsam-
legri vegar, svo sem um
takmörkun ræðutíma og
fjölda ræðumanna í fyrir-
spurnartímum. í fyrir-
spurnum og svörum
koma stundum fram
athyglisverðar upplýs-
ingar. En þær vilja kafna
í málæðinu þegar fjöldi
þingmanna þarf að tjá
sig um spurningar og
svör. Tíðar utandag-
skrárumræður og bólgin
mælska oratoranna auð-
velda hvorki störf Al-
þingis eða þeirra sem
burðast við að reyna að
skýra almenningi frá því
sem þar fer fram.
Pólitískir
málaliðar
Guðrún Helgadóttir
alþingismaður hlýtur að
vera orðin svo þingvön,
að hún viti hvernig þing-
fundir fara fram, eða á
hverju byggir hún lýsingu
sína á hlutverki stjórn-
málamanna og starfsað-
ferðum, sem hún hefur
grein sína á. Hví í ó-
sköpunum að sakast við
þingfréttaritara um þann
óskapnað sem hún er
sjálf að lýsa,
Þingmenn eiga ekki að
skýra allan málflutning
sinn á þingi í dagblöðun-
um, segir þingmaðurinn.
Það er verkefni frétta-
manna. Enn og einu sinni
skal vísað til umsagnar
þingmannsins um stjórn-
málaumræðu þeirra sem
í víglínunni streða.
Það gæti orðið til að
æra óstöðugan að skýra
allan málfutning þing-
manna í dagblöðunum
hvort sem þeir gerðu það
sjálfir eða einhverjir
aðrir, og sé það hlutverk
fréttamanna að greina
kjarnann frá hisminu má
benda Guðrúnu Helga-
dóttur alþingismanni á,
að málflutningur og um-
ræða á Alþingi er ekki
alltaf þess eðlis, að það
taki því að saka frétta-
menn um að furðulega
lítið og ónákvæmlega sé
sagt frá gangi mála. Það
eru ekki þeir sem stjórna
umræðu þar eða hlaupa
út og suður í orðaflaumi
um allt og ekkert.
Áfram með smjörið:
„En þeir eru annars veg-
ar á mála hjá pólitískum
fjölmiðlum og hins vegar
sinna þeir ekki eins og
þeim ber þeirri skyldu
sinni að greina á skýran
og skilmerkilegan hátt
frá inntaki mála og af-
stöðu einstakra flokka og
oft á tíðum einstakra
þingmanna, svo að menn
geti sjálfir tekið af-
stöðu.“
Þetta er skýrt og skil-
merkilegt. Fréttamenn
eru pólitískir málaliðar
svo að þeir eru ekki færir
um að koma óbrengluð-
um fréttum frá Alþingi á
framfæri. Það er undar-
legt mat stjórnmála-
manns að frásagnir af
þingstörfum megi alls
ekki bera keim af flokks-
pólitík. Öll störf Alþingis
eru flokkspólitísk. Þing-
menn eru kjörnir sem
þingmenn pólitískra afla
og þeir haga störfum sín-
um og gjörðuni á Alþingi
samkvæmt því. Dagblöð-
in eru málgögn stjórn-
málaflokka og eru ekki
að reyna að sýnast neitt
annað og það gengur
enginn lesandi að því
gruflandi að svo sé. Næg-
ir að benda þingmannin-
um á það málgagn sem
hún skrifar sjálf í, eða
hvernig væri litið á ef
þingfréttaritari þess
blaðs færi að leggja al-
gjörlega sjálfstætt og
persónulegt mat á störf
þingsins í skrifum sínum
hverju sinni?
Hér er einnig vikið á
ómaklegan hátt að þing-
fréttariturum Ríkisút-
varpsins. Sú kvöð og
raun fylgir starfi þeirra
að skýra frá nánast öllum
málum sem upp koma á
þingi og sitja afskaplega
fámenna þingfundi svo
lengi sem einhverjum
þingmanni þóknast að
teygja lopann, jafnvel
fram á miðjar nætur.
Þingfréttaritarar hljóð-
varps verða að gjöra svo
vel og reyna að draga
saman aðalatriði hvers
máls og gera því skil.
Deila má um hvernig
þeim tekst til, en það er
skoðun þess sem hér
hripar, að þeir vinni þau
störf af fyllstu sam-
viskusemi og óhlut-
drægni og það hlýtur að
vera fljótfærni að draga
þá í dilk með þeim sem
eru á pólitískum mála.
Þingfréttaritarar eru
engin ofurmenni og von-
andi er ekki til þess ætlast
að þeir séu það. En samt
ætlast þingmaðurinn til
að þeir skýri á skilmerki-
legan hátt frá öllum mál-
um og afstöðu allra
flokka og þingmanna til
þeirra. Og svo eiga menn
úti í þjóðfélaginu að taka
afstöðu samkvæmt þeim
frásögnum.
Langflest mál sem upp
koma á Alþingi eru
flokkspólitísk. Mörg
þeirra eru þess eðlis að
ekki er til annars ætlast
en að þau séu áróður, yfir-
boð eru algeng og hver
otar sínum tota. Sum eru
þess eðlis að þeim er
beinlínis ætlað að
vera fjölmiðlamatur og
lítið annað. Vel má vera
að þingfréttaritarar séu
ekki alltaf ginkeyptir fyr-
ir slíkum málatilbúnaði
en vafamál verður að
telja hvort við þá er að
sakast eða þingmenn, að
frásagnir verða litlar og
ónákvæmar.
Störf Alþingis eru ekki
alltaf þess eðlis að auð-
velt sé að greina skýrt og
skilmerkilega frá því sem
þar gerist. Umræður um
einstök mál koma oft upp
aftur og aftur allan þing-
tímann og jafnvel á fleiri
þingum og er eins og
afgreiðslu þeirra ætli
aldrei að Ijúka, og svo
fer vissulega um mörg
mál. Þá er alþekkt sú
staða, að fjölmög mál,
oft viðamikil eru af-
greidd í tímahraki þegar
þingmenn eru að fara í
frí eða undir þinglausnir.
Þá er slíkur handagangur
í öskjunni að þingmenn
eiga fullt í fangi með að
fylgjast með hvað þeir
eru að samþykkja eða
fella, og svo er gerð krafa
um að einhverjir málalið-
ar sinni þeirri skyldu
sinni að greina skýrt og
skilmerkilega frá afstöðu
flokka og einstakra
þingmanna til tiltekinna
mála, og beri ábyrgð á
réttri skoðanamyndun
almennings.
Hér er rétt að minna
aftur og enn einu sinni á
inngang greinarhöfundar
urn hvaða hlutverk
stjórnmálamenn telja að
þeir hafi.
-OÓ
(Niðurlag í næsta
blaði).