Tíminn - 23.06.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.06.1983, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 23. JUNI 1983 9 menningarmál Hóflaust líf hreppir að lokum hóflaust böl Helgi Hálfdánarson: Erlend Ijóð frá liðnum tiinuin Mál og menning Reykjavík 1982 ■ Það hafa komið út fimm bækur með ljóðaþýðingum Helga Hálfdánar- sonarog 20árfráþví að hin fyrsta birtist. Hér eru þrjár hinar fyrri sameinaðar og endurprentaðar þó að nokkrar breyting- ar séu gerðar á sumurn þýðingunum. Þetta safn er því ekki sérstakt nýnæmi en þó er það sú merkisbók að ástæða er til að nema staðar við hana. Þetta er sem sagt heildarútgáfa af ljóðaþýðingum Helga að undanskildum kínverksum ljóðum og japönskum ljóðum. Og hér er allmargt ljóða sem ekki hafa áður komið á bók. Það vissu menn fyrir að Helgi Hálf- dánarson er í fremstu röð þeirra sem þýtt hafa erlend ljóð á íslensku. Hann kallar þýðingar sínar Ijóð frá fyrri öldum. í efnisyfirliti er getið æviára allra höfundanna svo sem best er vitað og því er fljótséð að meirihluti þeirra voru andaðir fyrir síðustu aldamót og þeir sem fæddir eru á þessari öld eru nánast undantekningar. Þetta kynni að freista einhverra til að álykta að þetta safn væri fremur bókmenntasögulegt yfirlit en lif- andi samtímaljóð sem eiga erindi við okkur. En þetta skytdi skoða betur. Wordsworth var að vísu fæddur 1770 en þó eru Ijóð hans eins og ort fyrir líðandi stund og um hana: „Veröldin hefur vélað oss“. „Enn dynja höggin heljar- þung og sár. Enn hrynja voldug ríki í smán og kvöl." Annað er hafið yfir aldir og tíma, Ijóðrænar náttúrulýsingar og kenndar- ljóð o.s.frv. Einn af yngstu höfundum þessarar bókar er Piet Hein en eftir hann eru 70 smáljóð. Hann hefur mjög lagt stund á slíka ljóðagerð og er mikill vandi að færa þess háttar á önnur tungumál og stund- um raunar ómögulegt. Þar er t.d. þetta um vini sem bregðast ekki. Skyldi heimurinn vonbrigðum valda, er vert að hugleiða það að trygglynda vini átt þú að á ýmsum stað, hvenær sem þarf á þér að halda. Margt er umhugsunarvert svo sem: Lög eru net sem láta slcppa laxana stóru er seiðin hreppa. Eða þá „Drottinn og ég.“ Drottinn ratar viskunnar veg og vill fyrir bragðið sama og ég. Eða þá „Að eiga“. Eg þarf að annast um ótal hluti sem eignast ég smátt og smátt, þó oröað gxti ég eignarhaldið á annan réttari hátt, því einlægt sé ég þann sannleik vera á sveimi í kringum mig. Að eigirðu meira en átta hluti þá eiga hlutirnir þig. Gaman getur verið að bera saman þýðingar þegar fleiri en einn hafa þýtt sama Ijóðið. Héreru nokkurdæmi slíks. Ég er ekki viss um að þýðing Helga á kvæði Ibsens „Til vinar míns byltingar- ræðumannsins" sé betri en þeirra Matt- híasar og Hannesar Hafsteins en hún er a.m.k. sambærileg við þær. Matthías er þó tvímælalaust í fremstu röð þýðenda okkar en mistækur þó. Söguljóð og trúarlofsöngvar létu honum best. Hann- es Hafstein hefur gert a.m.k. eina af- burðaþýðingu sem er meðal þess sem best hefur verið gert þar sem hann þýddi: „Þess bera menn sár“. Stökurnar sem Helgi þýðir eftir Schill- er verða ekki betri í hans meðferð en þar sem við þekktum þær áður. Barn í vöggu varð að ferskeytlu hjá Stephani G. og er svona: Reifabarn, þín ruggan er rúm sem loftið yfir. Þröng mun veröld verða þér vaxirðu upp og lifir. Svaðilfarir á Smjörvatnsheiði ■ Mér hefur verið legið á hálsi fyrir það, að lesa ekki dagblöðin vandlega. Þess vegna fór ég á mis við lestur á ferðasögu Halldórs Ásgrímssonar yfir Smjörvatnsheiði og viðkomu í sæluhús- kofanum. Mér þykir Karl í Hofteigi hafa verið bráðgjör 11 ára að fara þessa sæluhússför 1924. Þá voru jafnaldrar hans í Vopna- firði nýbyrjaðir að ganga og hefði engum dottið í hug að senda þá í slíka Bjarma- landsför sem í reisu á þennan eyðikofa á miðri Smjörvatnsheiði, sem er einn hæsti fjallvegur á íslandi frá sjó að telja. Hins vegar hefur Halldór Ásgrímsson ráðherra, sem af engum aukvisum er kominn, vísast verið berhöfðaður á berangri þessarar urðarhásléttu, þar sem hann hefur aldrei verið með höfuðfat á myndum, sem bera vott um harðgeran manndómsmann, sem er maður dagsins meðal Austfirðinga vorra tíma. Þeir sem hlóðu veggi sæluhússins úr gildum símastaurum munu hafa verið Björnes hinn norski ásamt Jörgen Sig- fússyni bónda í Krossavík. Björnes veigraði sér ekki við að taka staura á axlir sér eins og stofulærðir nútímamenn myndu veifa göngustöfum sínum. 1906 þegar síminn var lagður á áður- nefndri heiði, átti Helgi Valtýsson flestar ferðir yfir Smjörvatnshéiði. Lagði Helgi eitt sinn af stað frá Egilsstöðum á Héraði á afliðnum degi og varð um leið litið á mæli í brennandi sólarhita, sýndi mælir- inn 40 stig á móti sól og hefur þá verið slappsamt á heiðinni, en Helgi var ótrauður ferðamaður, enda einn af vor- mönnum íslands í besta skilningi. Þá er að minnast á Vaðlana sem renna öfuga rás í kringum melöldu þá sem sæluhúsið hiaut grunn á á sínum tíma. Þegar Gunnar H. Gunnarsson á Ljóts- stöðum flutti búferlum úr Fljótsdal norður í Vopnafjörð snemma vors í bráðri leysingu var hann með nokkra hesta undir búslóð sína. Að vöðlunum voru svo djúpir snjó- bakkar, að þeir námu hesthæð, en Gunnar dó ekki ráðalaus, heldur hratt þeim fram af snjóbakkanum einum eftir öðrum og komst þannig yfir þessa tor- færu. Þetta var áður en síminn var lagður yfir heiðina í nafni Hannesar Hafstein, sem ferðaðist um Vopnafjörð á þessu tímabili. Það mun hafa verið nokkru eftir að sæluhúsið var reist, og meðan það stóð af sér veður og vinda, að tveir fjárrekstr- armenn urðu dagþrota við sæluhúsið. Þeir leituðu skjóls í húsinu með 40 fjár og tvohesta. Þaðstóðst áendum, aðallir fengu húsaskjól, en úti hamaðist illviðr- ið, og biksvart októbermyrkrið. Löngu seinna mætti ég með fé á Smjörvatns- heiði. Að austan kom með kindur hinn vaski samvinnuskólapiltur, Karl Gunn- arsson. Gekk allt að óskum, enda var nýbúið að hressa við stauralínuna á heiðinni, svo engir þurftu að fara villur vegar, og enn stendur hræið af sæluhús- inu á melöldunni og Beinavarðan með leggjum og veðruðum beinum. Það sem hefir þjónað tilgangi sínum bíður allt hrörnunar, sem aldrei verður umflúin. Stefán Ásbjarnarson Guðmundarstööum Helgi hefir það svo: Virðist þér, velsæla barn, vaggan þín endalaus geimur? Verður ef vexti þú nærð, víðátta geimsins of þröng! Hin stakan er svona hjá Helga: Getirðu ratað á ríin þegar rökfasta, hljómþýða málið hugsar og yrkir þín orð ætlarðu sjálfan þig skáld. Þetta hafði Bjarni frá Vogi svona: Hygg þig ei, herra minn, skáld, þó heppnast kunni þér staka af því hið ágæta mál yrkir og hugsar sig sjálft. Samanburður af þessu tagi er skemmtilegur og gagnlegur. Oft er það svo að bæði vinnst og tapast svo að örðugt verður að segja eina annarri betri. Jón Bjarni, vinur minn, verður Ijúft og elskulegt Ijóð í þýðingu Helga en þó er eins og vanti einhvern tón þcirrar þakklátu hlýju sem er í þýðingunni hjá- Erni Arnarsyni og gaman er að hafa til hliðsjónar þýðinguna sem Gestur (Guðmundur Björnsson) gerði. En hvað sem um þetta má segja er það tvímælalaust fengur að fá Saffórarlag eins og Helgi gengur frá því í Ijóðinu. „Til ungmeyjar", sem við höfum átt í þýðingu Bjarna Thorarensen: „Goða það líkast unun er". Svo má bera „Ingu litlu" hans Fröd- ings eins og Helgi hefur hana saman við þýðingar Guðmundar Guðmundssonar og Sigurjóns Friðjónssonar og „Álfa- kóngur“ Göthes þolir vel samanburð við eldri þýðingar svo sem Riddaraljóð Schillers. I Handan um höf sem út kom 1953 birti Helgi þýðingu sína á Rúbajat Ómars Kajams. Sá skáldskapur var áður kunnur í þýðingum Einars Bencdikts- sonar og Magnúsar Ásgeirssonar. Raun- ar er það önnur gerð eða önnur þýðing sem Helgi leggur út þó að báðar séu eftir Fitzgerald og er skemmtilegt viðfangs- efni fyrir áhugamenn að bera saman báðar þessar gerðir. Þó að þessi gcrðin sé um það þriðjungi lengri en hin er það næsta lítið sem hún eykur við lífsskoðun skáldsins. Ómar endurtekur áminningar sínar um að njóta líðandi stundar og rökin til þess. „Dansa meðan unnt þér er. Innan skamms ert þú úr leiknum.“ sagði Tegnér biskup í þýðingu Hafsteins. „Látum ei sorg né söknuð vínið blanda", sagði Jónas. Deilur um það hversu bókstaflcga beri að skilja drykkju-kveðskap Kajams getum við látið okkkur í léttu rúmi liggja. Hinn höfgi drykkur er meðal þess sent hann hefur til að auka ánægju stundarinnar bókstaflega skilið og þá er það nánast aukaatriði hvort hann eigi að hafa al- mennt og táknrænt gildi. En ekki má gleyma því að skáldið leggur alltaf jafnframt áherslu á félagsskapinn, vin- áttuna, samnautnina. „Yið skammvinn grið er sérhver dagur dýr. Sjá, drúfu grcin við þínum faðini snýr; þigg hennar ávöxt; - áður Móðir jörð þér eyðingu á sínum faðmi býr“. Þcssi lífssýn og boðskapur stendur fyrir sínu enda þótt nienn telji að áfengið sé misheppnaður gleðigjafi, en auðvitað er hún bundin við þann skilning að tilveru manns sé lokið með þessu lífi, —-„því dauður aldrei snýrðu á lífsins braut". Helgi Hálfdánarson er hagorður vel og þýðingar hans eru yfirleitt lipur og ljúfur kveðskapur. Þó kemur fyrir að ég er ckki fyllilega sáttur við stuðlasetn- ingu. Sem dærni má nefna: „í drykkjubræðra heiðarlegum hóp héti slíkt ragmennska en ekki dáð.“ Þarna finnst mér erfitt að koma til- hlýðilegri áherslu á höfuðstafinn. Létt- ara væri að lesa: slíkt héti eða það héti. Annað dæmi: „Syngdu litla Inga mín, syngdu fyrir mig, nú er ég svo dapur, um ævinnar stig er cnginn í fylgd, nema sorgin." Þegar kvæði hafa verið þýdd á íslensku heyra þau til íslenskum bókmenntum og verða metin samkvæmt því. Hitt cr að vissu leyti aukaatriði hvcrsu vel þau eru þýdd, hvort þau fylgja fyrirmyndinni trúíega eða hvort þau hafa endurmót- ast i nýja mynd. Állt getur það verið viðfangsefni vísindamanna svo sem bók- menntafræðinga en það snertir ckki hinn almenna lesanda. Helgi Hálfdánarson kann svo vel að beita íslensku máli að það eitt gcrir þýðingar hans Ijúfar og heillandi lesn- HelgiHálfdánarson ingu. Það er aðeins á einum stað í þessu ljóðasafni sem mig hefði langað til að skipt væri um orð. Það er þar sem hann fer með orð Múhameðs spámanns úr Kóraninum: „Hinn vondi, scm hvorki les hann né lærir er líkur þistli svo firna-vondum, að jafnt oss býður við bragði og ilm“. Ég vandist því að ilmur væri notað um þægilega lykt, en lykt væri hlutlaust orð sem næði jafnt yfir gott og vont. Mér býður við sumri lykt en það sem er viðbjóðslegt vil égekki kalla ilm. En það er ef til vill annar blær á þessu norðan- lands. Það eru senn 2500 ár síða Sófókles fæddist. Þó sýnist mér að vel megi kalla viðeigandi og tímabært að sctja á lesbæk- ur ungra íslendinga þessar hendingar eins og Helgi Hálfdánarson hefur þær eftir honum: „Hitt er óbrigðult enn sem fyrr öllu mennsku, að hóflaust líf hreppir að lokum hóflaust böl. Reikul vonin svo víða fer, víst er hún ýmsum heilladrjúg öðrum magnar hún svika-seið sífellt ginnir af réttri braut, senn er gengið á glóðum elds. Spaklega mælti spektarorð spekingur einn á fyrri tíö: Þeim, sem guðirnir vilja verst, villa þeir sýn um illt og gott, verða þá stopul stundargrið.“ Halldór Krist- jánsson skrifar um hókmenntir Unglingaklúbbur ungra Framsóknarmanna ■ Helgi Hjartarson formaður Ung- lingaklúbbs Félags ungra framsókn- armanna í Reykjavík. ■ UnglingaklúbburFUFvarstofnað- ur í maí síðastliðinn. í stjórn klúbbsins voru kosnir formaður Helgi Hjartar- son, varaformaður Friðrik Jónsson, ritari Haraldur Þ. Björnsson, félags- skrárritari Ingi Þ. Ólafsson og gjald- keri Þórlaug Stefánsdóttir. Tilgangur félagsins er að stuðla að aukinni kynn- ingu og samstarfi unglinga í Reykjavík og nágrenni með skemmtunum, ferðalögum, málfundum og fræðslu- fundum. Aldur klúbbfélaga verður 14 að 18 ára aldri. Það sem helst hcfur verið rætt um að gera í sumar er að fara í bátsferð sem líklega verður farin á næstunni til Viðeyjar og um sundin. Einnig verður farin útileguferð til Þórs- merkur eða til annarra staða. Það er mikill áhugi að heimsækja FUF í Vestmannaeyjum. Næsta haust er ráð- gert að kynna okkur tvær af framtíðar- búgreinum okkar Islendinga, fiskcldi- stöð og refabú, fenginn verður sér- fræðingur til að fræða okkur um þessar búgreinar. Farið verður í Álverið í samvinnu við Félag ungra framsókn- armanna í Reykjavík. Gefið verður út fréttabréf og verður því dreift í skóla. Haldið verður félagsnámskeið í sam- vinnu við Samband ungra framsókn- armanna,,geta félagsmenn þá æft sig í að koma fram í sjónvarpi. Sterkar raddir hafa verið um að fá Eystein Jónsson fyrrverandi ráðherra og for- mann Framsóknarflokksins til að segja félagsmönnum frá flokknum og frá því sem gerðist í gamla daga í stjórnmál- um. Sóttur hefur verið styrkur frá Framsóknarflokknum til að greiða niður kostnað af ferðalögum og fleiru. Þeir sem hafa áhuga á að kom í Unglingaklúbb FUF vinsamlegast haf- ið samband við skrifstofu SUF í síma 24480.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.