Tíminn - 23.06.1983, Side 17

Tíminn - 23.06.1983, Side 17
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1983 17 ■ umsjón: B.St. og K.L. andlát Anna Johannessen, Garðastræti 43, Reykjavík lést 15. júní. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstud. 24. júní nk. kl. 10.30 f.h. Brynjólfur Gíslason, fyrrv. veitingamað- ur, Tryggvagötu 16, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 21. júní. Magnús Ingimundarson, húsasmíða- meistari, Reynihvammi 24, Kópavogi, lést að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. júní Anna J. Blöndal, frá Siglufirði, lést í Landakotsspítala að kvöldi 19. júní. Samþykkt frá aðalfundi Umsjónarfélags einhverfra barna: ■ Aðalfundur Umsjónarfélags einhverfra barna haldinn 18. maí 1983 lýsir yfir ánægju með þann mikilsverða áfanga að opnað var meðferðarheimili fyrir einhverf (geðveik) börn að Trönuhólum I. Reykjavík í október s.l. Fundurinn þakkar öllum þeim sem stutt hafa Umsjónarfélagið með fjárframlögum og þannig gert því kleift að leggja fram sinn skerf, sem var að útvega húsbúnað. Stjórn- völdum er þakkaður sá skilningur sem heim- ilisbyggingin fékk og stjórn Framkvæmda- sjóðs þroskaheftra og öryrkja fyrir að gera þetta að einu af sínum fyrstu verkum. Öllum sem unnið hafa að íramkvæmdum er þakkað fyrir vel unnin störf. Aðalfundurinn óskar heimilis- og starfs- fólki að Trönuhólum 1 velfarnaðar í starfi og heitir öllum þeim stuðningi, sem Umsjónar- félaginu verður fært að veita starfseminni. Að lokum vill fundurinn benda á þá staðreynd að þessi áfangi nægði ekki til þess að fullnægja þeirri þörf, sem var eftir vistun einhverfra barna á meðferðarheimilum. Kemur það fram í því að hafna varð fullgild- um umsóknum um dvöl að Trönuhólum 1 þótt ekki hafi verið auglýst opinberlega eftir umsóknum.Vitað er að einhverf börn dveljast á ýmsum stofnunum fyrir þroskahefta og taka upp rými, sem ef til vill hentar betur einstaklingum með annars konar fötlun. Strax þarf því að huga að fleiri úrræðum til þess að mæta núverandi þörf og fyrr en varir þarf að finna úrlausnir fyrir þá sem flytjast frá meðferðarheimilum t.d. vegna aldurs. sundstaðir Reyk|avík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl. 13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30.' Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatimar i Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartima skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í síma 15004, i Laugardalslaug i síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug i Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatírrú á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatim- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl.. 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennirsaunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Brefðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 I apríl og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — I .mai, júni og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi simi 1095.. Afgreiðsla Reykjavík, simi 16050. Sfm- svari í Rvik, sími 16420. FÍKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 flokksstarf Framsóknarfélag Skagafjarðar Aðalfundur félagsins verður í framsóknarhúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. júni kl. 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson mæta á fundinum. Stjórnin. Félagsmálanámskeið í Vestmannaeyjum Um helgina 24.-26. júní veröur haldið félagsmálanámskeið í Vestmannaeyjum á vegum S.U.F. (SUF) Námskeiðið hefst kl. 20 á föstudagskvöld, á laugardag frá kl. 10-19 og sunnudag kl. 13-19. Námskeiðið verður í Gestgjafanum (uppi). Leiðbeinandi Hrólfur Ölvisson. Allar nánari upplýsingar gefur Oddný Garðarsdóttir í síma 2635. S.U.F. Frá vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið í vorhappdrættinu, og eru vinnningsnúmer innsigluð hjá borgarfógeta, þar sem allmargir eiga enn eftir að gera skil fyrir heimsendum miðurh. Greiðslum má framvísa á næstu dögum samkvæmt meðfylgjandi gíróseðli í pósthúsi eða bankastofn- unum. Bátsferð - Fjöruvarðeldur - Bátsferð Unglingaklúbbur FUF í Reykjavík fer í siglingu með Skúlaskeiði út í Viðey og e.t.v. fleiri eyjar. Lagt verður upp frá Sundahöfn fimmtudag- inn 23. júní kl. 19. Verð kr. 100.00. Frítt fyrir börn innan 12 ára og kr. 50.00 fyrir 13-14 ára. Pylsuparty verður í Viðey. Fararstjórar verða Örlygur Háldánarson formaður Viðeyingafélagsins og Helgi Hjaltason formaöur unglingaklúbbsins. Heiðursgestur: Guðmundur G. Þórarinsson gjaldkeri Framsóknar- flokksins. Þátttaka ekki bundin við meðlimi unglingaklúbbsins. Tilvalin fjöl- skylduferð fyrir FUF félaga. Norðurland vestra Fundur verður haldinn í launþegaráði Framsóknarflokksins í Norður landi vestra n.k. laugardag kl. 14. Fundarstaður: Félagsheimili Framsóknarmanna við Suðurgötu á Sauðárkróki. Á fundinn koma forystumenn launþegaráða Framsóknarmanna á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi eystra. Einnig mætir Guð- mundur Bjarnason, ritari flokksins, á fundinn. Kópavogur Hin árlega sumarferð Framsóknarfélagana í Kópavogi verður farin á Snæfellsnes og út í Breiðafjaröareyjar dagana 2. og 3. júlí, n.k. Upplýsingar í símum: 42643 Þorvaldur 45918 Inga. Ferðanefnd. Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Hestar til sölu Hjá Hrossakynbótabúinu á Hólum í Hjaltadal eru til sölu nokkur hross þ.á.m. hryssur með 1. og 2. verðlaun og tamdir geldingar. Upplýsingar um hrossin gefa Ingimar Ingimars- son og Grétar Geirsson á Hólum, sími um Sauðárkrók. t Útför móður okkar og tengdamóður Guðrúnar Jóhannesdóttur frá Frambæ Eyrarbakka Hófgeröi 18, Kópavogi. er lésl 14. júní verður gerð frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 25. júní kl. 2. Sigurveig Þórarinsdóttir BaldurTeitsson Jóhann Þórarinsson Ingunn Ingvarsdóttir Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma Ágústa Kristín Sigurbjörnsdóttir frá Höfn í Hornafirði til heimilis að Hjarðarslóð 3 Dalvík verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 25. júnl kl. 2 e.h. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Eyjólfur J. Stefánsson Sigmar Eyjólfsson Mjallhvíf Þorláksdóttir Hreinn Eyjólfsson Þrúður S. Ingvarsdóttir Kristinn Eyjólfsson Valgerður Hrólfsdóttir Elísabet Eyjólfsdóttir Bjarni Jónsson og barnabörn. Ég sendi öllum þeim sem sent hafa mér hlýjar kveðjur gjafir og blóm á 90 ára afmælinu, hugheilar þakkir og kveðjur. Helga Kristjánsdóttir Auglýsing frá Bifreiðaeftirliti ríkisins í Reykjavík Hinn 1. júlí n .k. eiga allar bifreiðar sem bera lægra Skráningarnúmer en R-46000 að hafa mætt til aðalskoðunar. Vegna sumarleyfa verður engin aðalskoðun auglýst frá 11. júlí tii 15. ágúst n.k. Bifreiðaeigendur, sem ekki hafa látið skoða áður boðaðar bifreiðar geta mætt með þær til aðalskoðunar til 8. júlí n.k. Reykjavík, 21. júní 1983. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Frá menntmálaráðuneytinu Staða kennara með sérmenntun í stærðfræði, eðlisfærði og helst einnig tölvufræðum - forritun - við Stýrimannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknir meö upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík fyrir 15. júlí. Menntamálaráðuneytið Laus staða Við Fjölbrautaskólann á Akranesi er laus til umsóknar kennarastaða I stærðfræði og eðlisfærði. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyilr 15. júlí n.k. Umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 21. júní 1983. Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í lagningu ræsis og gerð fyllingar úr bólstrabergi neðan við aðalstíflu Sigölduvirkjunar og í jarðvinnu og að steypa plötu á yfirfallssvæði sömu stíflu. Helstu magntölur eru: Ræsimeðsteinsteypurörum 200 m Gröfturjarðefna 9000 m“ Fylling úr bólstrabergi og möl 32000 ‘nn^ Steypt plata 8000 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík frá og með föstudeginum 24. júní 1983 og kostar hvert eintak 500 krónur. Tilboöum skal skila á sama stað fyrir kl. 14 þriðjudaginn 5. júlí 1983.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.