Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 á vettvangi dagsins Dagur þakkargjördar Á sunnudaginn kemur, 4, september er dagur þakkargjörðar í kirkjum landsins. Þá sameinast söfnuðir við messugjörðir í bæn og þökk fyrir allt það, sem þegiö hefur verið úr Guðs hendi og fyrir mildiríka handleiðslu hans á íslensku þjóðinni. Síðasta kirkjuþing lagði til að slíkur þakkardagur yrði upp tekinn í kirkjunni: „Kirkjuþing ályktar, að fram fari árlega sérstakur þakkargjörðardagur í kirkjum landsins Drottni til dýröar fyrir allar gjafir hans.“ I bréfi til sóknarpresta hafi ég óskað þess að þennan messudag leggi þeir sérstaka áherslu á þakkargjörðina. Guðspjali dagsins (14. sunnudag eftir þrenningarhátíð) greinir frá 10 líkþráum, er urðu hreinir fyrir lækn- ingamátt Frelsarans. Einn þeirra snéri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. (Lúk. 17:15) Jesús spurði: Hvar eru hinir níu? í orðum hans má kenna sársauka, að þeir skyldu ekki líka tjá þakkir sínar. Boðskapur guðspjallsins hefur leitt til þess, að þessi sunnudagur hefur fengið Pakkar- gjörð að yfirskrift. Páll postuli skrifar: „Gjör- ið í öllurn hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð:,, (Fil. 4:6). Það er ckki að ófyrirsynju, að Islendingar eru minntir á þessa höfuðdyggö. „Sérhver góð gjöf og sérhvcr fullkomin gáfa er ofan að og keniur frá föður Ijósanna." (Jak. 1:17) í heimilislífi og á öllum sviöum mannlegra samskipta er þakklátsemi mikilvæg. Van- þakklátir eru sjaldnast ánægðir með neitt, en þakklátt hugarfar margfaldar góða hluti, vekur gleði og vellíðan. Islendingar hafa ríka ástæöu til að vera skapara sínuni þakklátir fyrir allar gjafir hans, auölind hafsins og jarðargróða svo að eitthvaö sé nefnt. „Guð gaf vöxtinn." (1. Kor. 3:6) Sú var tíð að íslenska þjóðin bjó við kröpp kjör og bjargarleysi, þegar hart var í ári og hamfarir náttúrunnar miklar. Nýlega var minnst Skaftárelda og móðuharðinda fyrir 2(K)0 árum, þegar landsmenn urðu að þola linnulítil harðindi og tíðar drepsóttir. Fyrir mátt trúar vonar og bæna komst þjóðin í gegnum þá erfiðleika, ogá nú viðgóðlífskjör að búa. Það ber að þakka forsjón Guðs, sem yfir landinu vakir og gefur hverja líðandi stund. Að því víkur séra Hallgrímur í fyrsta passíusálmi sínum: Þurfamaöur ert þú mín sál þiggur af Drottni sérhvcrt mál. Fæðu þína og fóstrið allt,- fyrir það honum þakka skalt. Þegar fulltrúar á heimsþingi Alkirkjuráðs- ins í Vancouver lýstu hörmungum, sem fólk í heimalöndum þeirraáviðaöstríða, hugsaöi ég oft heim til þeirrar velmegunar og öryggis sem ríkir á (slandi. Svo virðist sem hvergi á byggðu bóli sé meiri ástæða til þess að fram fari dagur þakkargjöröar en á íslandi. Þegar við snúum okkur til Guðs með þakkir okkar, gerum við það í bæn og beiöni um, að hann líti í náð sinni til hinna þjáðu og undirokuðu, hvar í heimi sem vera skal, að hörmungum linni og stríðandi þjóöum takist að semja um afvopnun og réttlátan, kærleiksríkan frið. Megi íslenska þjóðin sameinast á sunnudaginn í þökk og bæn um „líkn í lífsstríði alda.“ Pétur Sigurgeirsson Sýning á gömlum Ijósmyndum úr verslunum Nú stendur yfir í sýningarsalnum Bólvirki í Versluninni Álafoss, Vesturgötu 2, sýning á gömlum Ijósmyndum úr verslunum. Sýningin var opnuð í sambandi við Iðnsýn- inguna 83 í þeim tilgangi meðal annars að tengja saman verslun og iðnað og sögu þessara atvinnugreina. Þarna eru meðal annars sýndar myndir innan úr ýmsum verslunum, sem áberandi voru í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar og má þar nefna Verslunina Edinborg, Skóversl- un Lárusar G. Lúðvíkssonar, Véla- og Raf- tækjaverslunina Heklu og Verslun Marteins Einarssonar. Sýningin, sem er opin á almennum verslun- artíma, er á vegum Ljósmyndasafnsins h/f, Flókagötu 35 og mun standa til 16. september næstkomandi. ASÍ samþykkir áskorun um Samstöðu I samráði við upplýsingaskrifstofu pólsku verkalýðssamtakanna Samstööu hefur mið- stjórn ASI samþykkt eftirfarandi áskorun: „Hinn 31. ágúst eru liðin 3 ár frá því aö pólsku verkafólki tókst aö knýja valdhafa í Póllandi til að koma til móts við kröfur sfnar og gpra svonefnt Gdansk samkomulag. Sam- komulagið var gerl í kjölfar víðtækra verk- falla sem hófust í Lenin skipasmíðastöðinni í Gdansk og náðu á skömmum tíma til landsins alls. Eitt atriðanna í samkomulaginu var, að pólskt verkafólk fékk rétt til þess að mynda frjáls, óháð verkalýðssamtök, Samstöðu, Solidarnosc. Öllum cr kunnugt hvað síðan hefur gerst. Er Samstaða hafði starfað í rúmlega 15 mánuði stóðust pólsk stjórnvöld ekki lengur mátið. Herstjórn tók öll völd og herlög voru sett til þess að koma á „eðlilegu" ástandi. Starfsemi Samstöðu var hönnuð og félags- menn ofsóttir fyrir störf sín i hreyfingunni og beittir ofbeldi, fangelsaðir og dæmdir. Herlögin leiddu til dauða um 50 manna. Herlög hafa nú verið afnumin í Póllandi enda á síðustu mánuöum sett ný lög sem gera herlögin óþörf. Samstaöa starfarenn sem verkalýðssamtök þó leiðtogar hennar hafi veriö þvingaðir til aö starfa með leynd. Verkafólk hefur nær alfarið neitaö að starfa í þeim verkalýðssam- tökum sem fylgja ríkisstjórninni að málum. Mótmæli og mótmælaaðgerðir halda áfram. Aðgerðirnar 1. maí sýndu skýrt og greinilega að pólska þjóðin hefur ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir frelsi og lýðræði og fyrir réttinum til að mynda frjáls og óháð verka- lýðssamtök. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá Gdansk samkomulaginu krefjumst við: - Að Gdansk samkomulagið sé haldið. - Aöallirpólitískirfangarverði látnirlausir. - Að Samstaða fái að starfa sem lögleg samtök." Síðasta sýning á LIGHT NIGHTS á þessu sumri verður n.k. sunnu- dagskvöld. LIGHT NIGHTS sýningarnar eru í Tjarnarbíúi, við Tjörnina í Reykjavík. Stórl Ursus íostleg verð lækkun Ursus Ursus 40 ha verð kr. 133.00Í 65 ha verð kr. 242.00C \smm i Við ( í ;igum nokkrar vélar frá því í fyrra og seljum þær með þessum afslætti VHABCCG kSundaborg 10 — Símar 8-66-55 & 8-66-80 ■ Atriði úr LIGHT NIGHTS, þar sem saga er sögð úr ÍSLENSKRI FYNDNI. Á myndinni eru Anna Elísabet Borg, Kristín G. Magnús og Kristján Jónsson. Þetta er fjórtánda sumarið sem FERÐA- LEIKHÚSIÐ stendur fyrir leiksýningum í kvöldvökuformi fyrir erlenda ferðamenn á (slandi, en einnig hefur leikhúsið sýnt víða erlendis, farið tvisvar til Bandaríkjanna og á Edinborgarhátíðina í Skotlandi og nú síðast til West End í London. Sýningarkvöld eru fjögur í viku, það er á fimmtudags- föstudags- laugardags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningarnar kl. 21.00. LIGHT NIGHTS sýningarnar eru sérstaklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku, að undanskildum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Meðal efnis má ncfna: Þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig cr lesið úr Egilssögu. Á milli atriða eru sýndar skyggnur af verkum þekktra lista- manna og jafnframt eru fluttar upptökur af íslenskri tónlist. Allt talað efni er flutt af Kristínu G. Magnús., leikkonu. Viðræður um viðskipti íslands og Póliands Frá Viðskiptaráðuneytinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Dagana 29.-30. þ.m. fóru fram í Reykja- vík viðræður um viðskipti íslands og Póllands. Viðskiptin byggjast á viðskipta- samningi landanna frá 30. apríl 1975 og fóru almennt vaxandi frá gildistöku samningsins. Afturkippur varð þó í viðskiptunum eftir 1980, m.a. vegna versnandi efnahagsástands í Póllandi og minnkandi viðskipta með fiskimjöl í kjölfar banns við loðnuveiði. I sameiginlegri fundargerð, sem formenn viðræðunefndanna, Sveinn Björnsson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu. og Adam Martowski, skrifstofustjóri í utanríkisvið- skiptaráðuneyti Póllands, undirrituðu í dag er fjallað um þróun viðskiptanna. Sérstök áhersla er þar lögð á óskir (slendinga um aukin kaup Pólverja á íslenskum vörum. Nánar tiltckið er hér um að ræða hefðbundn- ar vörur í viðskiptum landanna, svo sem fiskimjöl, saltsíld og forsútaðar gærur en einnig aðrar vörur, t.d. frystan fisk, lagmeti, þorskalýsi, kindakjöt,kísílgúro.fl. Ennfrem- ur er þar greint frá áhuga Pólverja á sölu fiskiskipa til íslands. Hér var um að ræða almennar viðræður milli stjórnvalda sem haldnar eru árlega en sölusamningar eru gerðir milli íslenskra og pólskra fyrirtækja. Helstu útflutningsvörur íslands til Póllands á árinu 1982 voru fiskimjöl og forsútaðar gærur. Aftur á móti seldu Pólverjar íslend- ingum m.a. timbur, stálvörur, kornvörur og ýmsa málma:,. Kvikmyndir Sími 78900 SALUR 1 Frumsýnir National Lampoon’s Bekkjar-Kiíkan From tho people who brought you opiui^uny myiiu urn pa rrægu Delta-klíku sem kemur saman til gleðskapar til að fagna tíu ára afmæli, en ekki fer allt eins og áætlað var. Matty Simons fram- leiðandi segir: Kómedían er best þegar hægt er að fara undir skinnið á fólki. Aðalhlutverk: Gerrit Graham, Stephen Furst, Fred McCarren, Miriam Flynn Leikstjóri, Michael Miller.Myndin er tekin í Dolby-Sterio og sýnd I 4ra rása Starscope sterio. Hækkað verð Sýnd kl.3, 5,7,9 og 11 SALUR2 Snákurinn (Venom) Ein spenna frá upphafi til enda. Mynd fyrir þá sem una góðum spennumyndum. Aðalhlutverk: Oliveer Reed, Klaus Kinski, Susan George. Sýnd kl. 7,9 og 11 Myndin er tekin i Dolby stereo Bönnuð innan 14 ára Súgöldrótta Frábær WaH Disney mynd bæði leikin og teiknuð. I þessari mynd er, sá albesti kappleikur sem sést. hefur á hvíta tjaldinu. Sýnd kl. 3 og 5 SALUR3 Utangarðsdrengir (The Outsiders) Bönnuð innan 14 ára. Hækkað verð. Myndin er tekin upp f Dolby sterio og sýnd i 4 rása Star- scope sterio. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Svartskeggur Sýnd kl. 3 SALUR4 Frumsýnir grínmyndina Allt á floti Aðalhlutverk: Robert Hays, Barbara Hershey, David Keith, Art Carnev. Eddie Albert. Sýnd kl. 3,5 og 9 Einvígið (The Challenge) Ný og mjög spennandi mynd um( einfara sem flækist óvart inn I strið á milli tveggja bræðra. Myndin er ■ tekin i Japan og Bandaríkjunum Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 11 SALUR5 Atlantic City IFrábær úrvalsmynd útnefnd til 5 óskara 1982 Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Susan Sarandon . Leikstjóri: Louis Malle Sýnd kl. 5 og 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.