Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
minmng]
Ásgrímur Þorgrímsson
bóndi á Borg
Fimmtudaginn 25. ágúst s.l. lést á
Sjúkrahúsinu á Akranesi bændahöfðing-
inn Ásgrímur Porgrímsson á Borg í
Miklaholtshreppi nær 88 ára að aldri.
Ásgrímur fæddist á Ytri-Kóngsbakka í
Helgafellssveit 16. sept. 1895.
Ungur missti hann báða foreldra sína
með stuttu millibili. Faðir hans drukkn-
aði en móðir hans dó úr lungnabólgu,
sem á þeim tíma var mannskæður sjúk-
dómur.
Eftir lát foreldranna fór Ásgrímur í
fóstur að Staðarbakka til hjónanna Ás-
gríms Jóhannssonar og Guðrúnar Ey-
leifsdóttir og dvaldi hjá þeim og síðar
Gesti Guðmundssyni bónda á Staðar-
bakka uns hann réðst vetrarmaður til
Stefáns Guðmundssonar hreppsstjóra á
Borg, haustið 1915, þá rétt tvítugur að
aldri.
Dvöl Ásgríms á Borg varð lengri en .
ráðgert var í upphafi.
Vorið 1916, þann 17. júní, kvæntist
hann Önnu, dóttur Stefáns hreppsstjóra
og hófu þau búskap á Borg í sambýli við
tengdaföðurinn og Ólaf Guðmundsson,
sem kvæntur var Kristínu systur Önnu.
Borg varð þar með ævivettvangur
Ásgríms.
Eins og gefur að skilja voru efni ungu
hjónanna afar lítil. En bæði voru óvenju
dugleg og ósérhlífin til vinnu og tókust
þau á við frumbýlingsverkefnin af mikilli
bjartsýni, kjarki og vinnusemi og voru
sérstaklega samhent. Ásgrímur var ein-
staklega mikið karlmenni að burðum og
feikna fjörmaður og mikill afkastamaður
við vinnu. Því var líkast að hann þyrfti
næstum aldrei á hvíld að halda og gæti
nánast unnið dag og nótt, ef svo bar
undir.
Fyrstu búskaparárin var bústofn hans
ekki mikill. En þá fór hann á veturna í
vinnu suður með sjó eða til Reykjavíkur
til að drýgjatekjursínar. Hannþóttisvo
eftirsóttur í vinnu að hann gat valið úr,
þar sem mestar tekjur var að fá hverju
sinni. Hann hlífði sér heldur aldrei. Oft
var hann í hafnarvinnu við skipaafgreiðslu
á næturna, þó hann væri í annarri vinnu
að deginum. þannig tókst honum að afla
verulegra tekna á tiltölulega skömmum
tíma. I’ctta gerði Ásgrími fært að stækka
bú sitt á fáum árum.
Það leið því ekki á löngu þar til
Ásgrímur var kominn í röð stærri og
efnaðri bænda í hreppnum.
Stefán tengdafaðir Ásgríms féll frá
1926 og Ólafur mágur hans flutti frá
Borg 1919 og varð hann því einn bóndi
á jörðinni frá 1926 og til þess að Páll
tengdasonur hans kom að Borg 1949.
Bjuggu þeir saman eftir það til æviloka
Ásgríms. Auk þess byggði Halldór sonur
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
VERKAMENN
við lagningujarðsímaástór-Reykjavíkursvæðið.
Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000.
Útgerðarstjóri
Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. vill ráða útgerðar-
stjóra nú þegar.
Starfssvið: er umsjón með rekstri og viðgerðum á
tveimur skuttogurum.
Skriflegar umsóknir sem greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist til framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins sem gefur allar nánari upplýsingar í síma
92-2095.
Hraðfrystihús Kefiavíkur h.f.
Ásgríms nýbýli 1958, sem hann kallaði
Minni Borg. Var sambýlið alla tíð mjög
gott. Samvinna var um öll helstu bústörf
og samheldni mikil.
Á þessum tíma varð mikil umbreyting
á jörðinni. Ásgrímur ræktaði mikið og
byggði nýjar byggingar yfir fólk og fénað.
Árið 1930 byggði hann t.d. nýtt íbúðar-
hús.
Þó Ásgrímur hefði ærinn starfa við bú
sití lét hann ekki þar við sitja. Hann var
t.d. grenjaskytta um mörg ár og eyddi
miklum og dýrmætum tíma á vorin í
grenjaleit og vinnslu grenja. Hann var
mjög fengsæll í því starfi og hefur fáum
tekist betur í því efni. Þá gerði hann
mikið að því að stunda rjúpnaveiði fyrri
hluta vetrar og var í því efni einnig oft
fengsæll og hélt hann þeirri iðju áfram
svo lengi sem sjón hans og orka, aldurs
vegna, leyfði.
Kreppuárin komu illa við íslenska
bændur og knésetti marga þeirra. En
Ásgrímur stóð þá erfiðleika af sér betur
en flestir aðrir og leitaði engrar kreppu-
aðstoðar, sem margir bændur þurftu þó
að gera.
Mæðiveikin herjaði á fjárstofn hans
eins og margra annarra bænda, en hon-
um tókst einnig með útsjónarsemi og
dugnaði að komast úr þeim erfiðleikum.
Vorið 1938 var Ásgrímur fenginn til
að stjórna uppsetningu girðingar sem
lögð var á vegum sauðfjárvarnanna þvert
yfir Snæfellsnes úr Skógarnesi að sunnan
í Álftafjörð að norðan. Honum var sakir
dugnaðar og hagsýni trúað betur en
öðrum fyrir að stjórna því verki. Hann
sá um hlutann frá Þórishamri við Skógar-
nes norður fyrir Ljósufjöll, eða meir en
2/3 hluta leiðarinnar. Það verk gekk
mjög vel þó girðingarstæðið væri afar
slæmt. Hinsvegar var girðingin of seint á
ferðinni og mæðiveikin kom upp vestan
girðingarinnar næsta vetur eftir að hún
var gerð.
Fljótlega þreyttust menn á því að búa
við veikan fjárstofn og kom upp umræða
um að skera hann niður og kaupa
heilbrigðan fjárstofn frá Vestfjörðum í
staðinn. Þetta varð að veruleika 1949 og
var Ásgrímur mjög áhugasamur um þá
framkvæmd og tók virkan þátt í henni,
m.a. fór hann til fjárkaupa vestur í
Þingeyrarhrcpp. Þá var Eiríkur Þor-
steinsson kaupfélagsstjóri á Þingeyri.
Hann var kappsfullur maður og lét þess
getið við Ásgrím, þegar hann kom
vestur til fjárkaupanna, að þau þyrftu að
ganga fljótt og féð vera tilbúið til
flutnings á tilteknum degi og var tími sá
sem hann setti til fjárkaupanna mjög
naumur. Ásgrímur svaraði því til að
hann væri ekki vanur því að rekið væri
á eftir sér við vinnu. Hann fór því hratt
yfir og lauk fjárkaupunum á heldur
skemmri tíma en Eiríkur hafði ætlað til
verksins og þótti báðum gott og féll þá
vel á með þeim.
Eftir fjárskiptin tók Ásgrímur að sér
eftirlit og gæslu varnargirðingarinnar
sem áður er um getið og hafði það starf
á hendi svo lengi sem ástæða þótti til að
halda uppi reglubundnu eftirliti með
henni. Þá var hann oft fljótur í förum
yfir fjallgarðinn.
Ásgrímur var um nokkra vetur póstur
frá Gröf í Miklaholtshreppi til Stykkis-
hólms þann tíma sem ekki var fært á
bílum yfir Kerlingaskarð. Sýndi hann í
því starfi eins og öllu öðru mikla karl-
mennsku. Ásgrímur var afar hjálpsamur
við nágranna sína og sveitunga
og munaði mikið um handtök
hans, þegar hann kom til hjálpar sem
oft bar til.
Ásgrímur kom allmikið við sögu sveit-
armála í Miklaho.ltshreppi. Hann sat
lengi í hreppsnefnd og átti sæti í skóla-
nefnd alllengi. Einnig var hann lengi í
stjórn búnaðarfélagsins og í sóknarnefnd
Fáskrúðarbakkakirkju um skeið.
Hann var mikill áhugamaður um
íþrótta og æskulýðsmál. Hvatti hann
unga fólkið óspart til dáða og var góður
stuðningsmaður þess í þeim málum.
Ásgrímur og Anna eignuðust sjö
mannvænleg börn, sem öll eru á lífi,
nema Stefán, elsti sonurinn sem féll frá
fyrir rúmlega tveimur árum. Börnin
tóku mjög fljótt virkan þátt í bústörfun-
um með foreldrum sínum. Það var oft
glatt á hjalla á Borg þegar börn þeirra
hjóna voru að vaxa úr grasi og voru
heima. Ásgrímur var mjög glaður og
hress og hrókur alls fagnaðar. Mjög var
gestkvæmt á Borg og oft tekið í spil
þegar gesti bar að garði.
Synir Ásgríms urðu landsþekktir
íþróttamenn, bæði fyrir glímu og frjálsar
íþróttir og héldu uppi, ásamt fleiri
ungum mönnum, heiðri sveitar sinnar
um mörg ár í því efni.
Anna á Borg varð fyrir því áfalli á
besta aldri að missa heilsuna og vera
bundin við hjólastólinn fjölda ára, því
hún gat ekki gengið vegna meinsemdar
í baki, sem ekki fékkst bót á hvað sem
gert var. Þetta var henni og fjölskyldunni
allri mikil raun. Anna lést árið 1967,
rúmlega sjötug að aldri. Ásgrímur átti
við heilsubrest að stríða allra síðustu
árin.
Með Ásgrími er fallið mikið karl-
menni og mikill atgervismaður. Hann
lætur eftir sig mikið af verkum, sem
staðfesta þetta. Hann hefur skilað þjóð
sinni arfleifð, sem er vandmetin og verður
skarð það sem hann lætur eftir sig
vandfyllt. Jörðin Borg er ein best rækt-
aða og best byggða jörð á Snæfellsnesi
og ber ævistarfi Ásgríms og fjölskyldu
hans gott vitni.
Sveitin er svipminni eftir en áður.
Ásgrímur verður lagður til hinstu
hvíldar í Fáskrúðarbakkakirkjugarði í
dag við hlið Önnu konu sinnar, hvíldinni
feginn.
Sveitungarnir kveðja hann með þökk
fyrir langa og góða samfylgd.
Ég og kona mín sendum börnum hans
og öllum vandamönnum samúðarkveðj-
ur.
Gunnar Guðbjartsson.
BRIDGEDEILD BORGFIRÐINGA
■ Aðalfundur deildarinnar verður
haldinn laugardaginn 10. sept. nk. kl.
14:00 í Hreyfilshúsinu, og er fólk ein-
dregið hvatt til að mæta.
Síðan hefst vetrarstarfsemin fimmtu-
daginn 15. sept. á sama tíma og áður eða
stundvíslega kl. 19:30 og auðvitað í
Hreyfilshúsinu.
Byrjað verður með tvímennings-
keppni og geta þátttakendur látið skrá
sig í síma 72840 eða 42571.
r
SUMARBRIDGE AÐ UUKA
Ágæt aðsókn var sl. fimmtudag í
Sumarbridge, eða rúntlega 50 pör. Spil-
að var í 4 riðium og urðu úrslit þessi:
A)
Baldur Árnason -
Sveinn Sigurgeirsson 255
Guðríður Guðmundsdóttir - Kristín Þórðardóttir 247
Nanna Ágústsdóttir- Sigurður Ámundason 237
Inga Bernburg - Vigdís Guðjónsdóttir 232
Margrét Margeirsdóttir - Júlíana Isebarn 232
B) Esther Jakobsdóttir - Guðmundur Pétursson 194
Arnar Ingólfsson - Magnús Eymundsson 179
Guðjón Jónsson - Gunnar Guðmundsson 176
Heimir Guðjónsson - Jón Steinar Ingólfsson 169
C) Sigfús Ö. Árnason - Svavar Björnsson 204
Jón Hilnrarsson - Oddur Hjaltason 194
Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 179
Aðalsteinn Jörgensen - Gcorg Sverrisson 168
D) Viktor Björnsson - Sigurþór Hjartarson 135
Baldur Bjartmarsson -
Valdimar Elíasson 119
Hjálmar Pálsson -
Tómas Sigurjónsson 118
Meðalskor í A var 210, í B og C 156
og 108 í D.
Og úrslit í Sumarbridge 1983 urðu því
þessi:
1. Hrólfur Hjaltason 20.5 stig
2. Esther Jakobsdóttir 20 stig
3. Guðmundur Pétursson 19 stig
4. Jónas P. Erlingsson 18.5 stig
5. Gylfi Baldursson 17 stig
6. Sigurður B. Þorsteinsson 16 stig
7. Sigfús Þórðarson 14 stig
8. Vigdís Guðjónsdóttir 13.5 stig
9. Sigtryggur Sigurðsson 12.5 stig
Alls liafa tæplega 190 spilarar hlotið
vinningsstig í Sumarbridge að þessu
sinni, sem er mjög góð dreifing á 14
spilakvöldum. Að méðaltaii hafa um og
yfir 60 pör spilað á kvöldi, sem er mesta
þátttaka í Suntarbridgc frá upphafi.
Spilar þar cflaust inní, að í sumar var
spilamennskan færð úr Heklu í Dontus,
en tvö undanfarin sumur var spilað þar.
(Þar áður í Hreyfli og Domus).
Sumarspilamcnnsku lýkur formlega
næsta fimmtudag, mcð verðlaunaaf-
hcndingu. Kcppnisstjórar sumarsins,
Ólafur Lárusson og Hcrmann Lárusson
þakka samfylgdina, um leið og spilarar
eru hvattir til að fjölmenna á síðasta
spilakvöldið. Keppni hefst að venju í
síðasta lagi kl. 19.30. Allir velkomnir.
Guðmundur Sv.
Hermannsson
skrifar
dagbók
Þrjár sýningar á
um helgina
1 Kjarvalssal er sýningin Kjarval á Þing-
völlum, þar sem safnað hefur verið saman
málverkum frá Þingvöllum eftir Kjarval frá
einkaheimilum og söfnum í Reykjavík og
nágrenni, samtals 44 myndir málaðar á
árunum 1923 til 1962. Sýningin hefur vakið
mikla athygli innlendra og erlendra gesta í
sumar, og erlendir aðilar borið fram mjög
ákveðnar óskir um að fá slíka eða samsvar-
andi sýningu á verkum Kjarvals til kynningar
erlendis. Sýningin verður opin fram í miðjan
september.
Kjarvalsstöðum
Skipulagssýning í austur-forsal. í tengslum
við Norræna byggingadaginn var Borgar-
skipulag Reykjavrkur með sýningu á Kjar-
valsstöðum. Sýningin verðuropin almenningi
fram á sunnudagskvöld, 4. september. Starfs-
menn Borgarskipulagsins munu kynna sýn-
inguna og efni hennar á sunnudaginn kcmur
kl. 16:00.
Hagsmunafélug myndlistarmanna opnar sýn-
ingu á verkum félagsmanna á laugardaginn
kemur. Sýningin verður f vestursal, forsal,
fundarsal og f garðinum umhverfis Kjar-
valsstaði.