Tíminn - 04.09.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.09.1983, Blaðsíða 2
2 aí.Ltii'.i SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 A faralds fæti Umsjón Agnes Bragadóttir Við Mósel, bar sem hver fersentimetri er nýttur undir vínvið... ■ Lesendur átta sig á því hvað ég á við þegar ég segi að hver fersentimeter sé nýttur undir vínviðinn, þegar þeir sjá þessa mynd. fornu. fögru borg, Trier ■ „Vegir liggja til allra átta“ sung hún Ellý alveg yndislega hér í 79 af stöðinni furðum daga, ug svei mér þá ef sú lýsing á ekki einnig við um Luxemburg, varð mér hugsað nú í sumar, er fjulskyldan varstödd á Luxemburgarflugvelli, reiðu- búin að halda í Evrúpureisu, en við vurum nógu skynsöm til þess að gera okkur grein fyrir því í tíma, að sumarið kæmi ekki til íslands þetta árið. Ég sameinaði sem sagt það að fara í sumarfrí með fjnlskyldunni, og það að afla mér „hráefnis“ fyrir síðuna mína Á faraldsfæti og ætla ég á næstunni að gera lesendum grein fyrir því sem mér fannst vera hvað markveröast á þessari þriggja vikna ferð. Við tókum þann kostinn að velja sem fyrstu leið, akstur niður Móseldalinn, því ég hafði jú verið þar ásamt öðrum blaðamönnum í apríl, og þá strengt þess heit að gósenlandið Móseldalinn yrði ég að skoða í fullum blóma. Það kom enda á daginn, að þrátt fyrir talsvert nákvæma skoðun á Mósel þessu sinni, þá tel ég mig eiga fullt erindi til þess að fara þangað aftur, og jafnvel cnn aftur. Þegar. komið er yfir landamærin milli Luxemburg og Vestur-Þýskalands (við fórum um Wasscrbillig og lentum í tveggja kílómetra bílalest, á landamær- unum) þá líður ekki á löngu áður en hlíðar Móseldalsins blasa við augum, þaktar fögrum, grænum vínvið frá ánni til hhðarbrúnar. Það“ er hreint með ólíkindum með hvaða hætti Móselbúar virðast geta nýtt hvern fersentimetra lands í hlíðunum. Fyrsta stopp gerðum við í smáþorpinu Igel, sem er næsta þorp viö Wasserbillig, og þar sem annars staðar í Vestur-Þýska- landi, tókst okkur að verða okkur úti um þessa líka prýðisnæturgistingú, þar sem innifalinn var svo jausnarlegur morgun- verður að hann dugði okkur yfirleitt fram eftir degi, fyrir aðeins 44 þýsk mörk, sem samsvarar um það bil 440 krónum. Þessar upplýsingar læt ég fylgja með, ef einhvcr skyldi vera að hugleiða svipað ferðalag og við fórum í. I lgel er svo sem ekkert að sjá, annað en Mósel að sjálfsögðu, þannig að í bítið næsta dag, héldum við áleiðis til Trier, þeirrar forkunnarfallegu borgar, sem ég skrifaði heila síðu um í vor, ef ég man rétt. Trier, elsta borg Þýskalands, verður 2000 ára á næsta ári, hreif mig cnn meir að sumar- lagi, þar sem allt var í fullum blóma, en hún gerði i vor. Litskrúðugur gróðurinn myndaði einstaklega skemmtilegar and- stæður við svargráa veggi Porta Nigra sem er ævafornt borgarhlið Trier, allt frá veldi Rómverja. Ekki voru andstæð- um. Við Ráðhústorgið er hægt að setjast niður og hvíla lúin bein, fá sér einn bjór og fylgjast með mannlífinu. Þá er ekki eftir nema um fimm mínútna gangur að Porta Nigra, og ráðlegg ég hverjum þeim sem heimsækir Tríer að skoða þau mannvirki. Það er sérstaklega huggu- legur útiveitingastaðúr við Porta Nigra, þar sem hægt er að setjast niður og slappa af. Þá er hina ágætustu sundlaug að finna í Trier, Nordbaad, sem kom sér afar vel fyrir okkur, þar sem hitastigið var í kringum 30 gráður. Verð ég þó að vara við hitastigi laugarinnar, en það er tæpast yfir 20 gráðum, sem laugarförum frá íslandi finnst ansi kalt. Ég má til með að greina frá svifvagna- ferð, sem við fórum frá Trier, yfir Mósel, og upp bjargið í vesturhlíðum Móseldalsins. Við fengum alveg stór- fenglegt útsýni yfir Trier í þeirri ferð, og þegar upp var komið, gátum við skoðað, lítinn dýragarð, þar sem villt dýr hafa aðsetur sitt. Þarna uppi er einnig prýðis- íþróttaleikvangur, og kemur það mann- virki manni vægast sagt á óvart á þessum stað sem virðist svo afskekktur. Eftir góðan göngutúr um dýragarðinn og skógana í kring, er hægt að fá sér hressingu á hinum huggulegasta veitingastað. Það er rétt að upplýsa það, fyrst ég er alltaf að minnast á hressingu, að bjór, 33 centilírar, kostar yfirleitt um tvö og hálft mark í Mósledalnum, eða 25 krónur. Máltíð getur þú fengið allt frá 8 mörkum og upp úr, allt eftir því hve miklu þú vilt til eyða. Þegar við gerðum virkilega vel við okkur, þá komumst við ágætlega af með um 20 mörk á mann í máltíð, og eru þá drykkjarföng undan- skilin. Odýrast er að snæða kjúklinga og svínakjöt, en nauta- og lambakjöt cru dýrari. Þá er hægt að fá hverskonar pylsur (Wurst) fyrir aðeins örfá mörk, jafnvel tvö þrjú mörk, svo að enginn ætti að fara á hausinn við að fá sér í svanginn í Þýskalandi. Nú, þá var nú verkið eftir, að finna sér næturstáð í þeirri hinni fornu og fögru borg Trier, og eftir miklar vangaveltur, þá varð það ofan á að við föluðumst eftir gistingu á hóteli upp i hlíð, þar sem við höfðu alla Trier við fætur okkar - hreint stórkostlegur staður fyrir hótel, enda varð ég svo hrifin bæði af hóteli, viðurgerningi öllum fallega útbúnum hótelherbcrgjunum, og ekki hvað síst, elskulegum hótelstjóranum, Helmut Panthenburg, að ég gleymdi því einn hálftíma eða svo, að ég var í sumarfríi, og tók viðtal við hann. En viðtalið bíður næsta faraldsfótar. ■ Það þarf ekki að spyrja að því að bambi heillar alltaf minnstu borgarana en i þessum litla dýragarði við Trier voru nukkur dáfalleg dádýr. ■ Mannlífiö í miðborg Trier að vakna til lífsins, en þessa mynd túk ég til þess að gera snemma dags. urnar minni, þegar gengið var rústir Rómversku baðanna. Gönguferð um miðborg Trier er ævintýri líkast. Húsin í miðborginni virðast ævaforn, en þeim er svo vel við haldið að til fyrirmyndar er. Götur eru fjölmargar hverjar hellu- lagðar, og bílaumferð hefur verið útilok- uð frá helstu verslunargötum, þannig að það er virkilega skemmtilegt að ráfa þar ■ Séð yfir Trier á leiðinni upp ineð svifvagninum, hinumegin - Mósel er fremst á myndinni, en línan liggur yfir ána og upp í hæðirnar Að öðru sinni í þeirri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.