Tíminn - 04.09.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1983, Blaðsíða 4
4 SUNl'JUDÁGUR 4. SKPTEMb'ER 1985 íslendinga Þann 17. mars árið 1953 stóð lítill og digur maður á Reykjavíkurflugvelli, nýkominn út úr Douglas vél Flugfélags Islands eftir langa og stranga för frá London til Reykjavíkur. Hann brosir breitt þegar blaðamenn Reykjavíkur- blaðanna safnast að honum og þeir þurfa ekki að toga út úr honum orðin, því herra George Dawson er málgefinn í besta lagi og blaða- menn eru honum ekkert nýnæmi og hann kann vel að meta blossana frá Ijósmyndavél- unum. „Ég kæri mig kollóttan um andstöðu breskra togaraeigenda,“ segir hann. „Ætlun mín er að útvega breskum húsmæðrum betri og ódýrari fisk en þær fá nú bætir hann við.“ Þetta voru ckki lítil tíðindi um þessar niundir á íslandi. Miklir erfiðleikar höfðu blasað við íslenska sjávarútvegin- um eftir að brcskir útgerðarmenn settu á löndunarbann á íslenskan fisk árið 1952, vcgna útfærslu landhelginnar úr þrem mílum í fjórar mílur og málin stóðu í verstu klemmu, þegar þessi undarlegi milljónamæringur kom til sögunnar, sem bauðst óvænt til þess að kaupa allan togarafiskinn af landanum, hvað sem þeir í Hull og Grimsby sögðu. og læt aðra !ifa,“ var kjörorð hans. Stríðsgóss Á fyrstu dögunt maímánaðar árið 1945 var mikið um að vera í stjórnar- stöðvunum í London. Á skrifstofum birgðamálaráðuneytisins var varla þver- fótað fyrir mönnum sem biðu eftir leyfi Islenska utanríkisráðuneytið hafðl haldið uppi spurnum á laun í gegnum sendiráðin erlendis, til þess að finna út hvaða fugl þetta væri og svörin voru öíí á eina leið: Herra George Dawson var frægur braskari og ævintýramaður í fjármálum, meira að segja orðaður við ólöglega vopnasölu til stríðandi fylkinga við Miðjarðarhafsbotn og til kommún- istaríkjanna, og var því greinilega ekki að öllu leyti neinn fyrirmyndardrengur. En hitt skipti meira máli: Allir voru á allt verða að gulli sem hann snerti á: „Ég liti arbann landa sinna og gera þannig íslendingum einn þann mesta greiða sem þeir hafa þegið af útlendum manni, þótt sjálfum yrði honum greiðinn dýr. En hver var George Dawson? Hverf- um enn aftur í tímann og skoðum það nánar. ■ Litli digri maðurinn, sem lét einu máli um að pcninga ætti hann nóga og það réði baggamuninn. Islendingar gengu til samninga. Þessi maður, sem eins og fram kemur hér á eftir, var fæddur í einu af fátækra- hverfum Lundúna af blásnauðu foreldri, átti þannig eftir að brjóta niður löndun- Brotajárnssalinn sem varð bjargvættur DAWSON....DAWSON....DAWSON „Já. - þetta var merkisbandítt!” — segir Björn Thors, sem annaðist undirbúningsvið- ræðurnar við Dawson og ber honum heldur vel söguna ■ „Já, eftir að Bretar settu á löndunarbannið vegna útfærslunnar i 4 milur 1952, þá virtist vera vonlitið að koma islensku togurunum inn á markaðinn og það er þá sem Dawson kemur skyndilega til sögunnar," segir Bjöm Thors, blaðamaður, en það var hann sem sá um undirbúningsviðræður við George Dawson af hálfu íslendinga árið 1952 fyrir hönd Félags islenskra botnvörpuskipaeigenda. „Ef til vill varð það vegna mágsemdar þeirra Morteinsbræðra við Elliot, aðstoðarmann Dawsons, að þetta kom til umræðu fyrst, en það mun hafa verið Elliot sem fyrst lagði til að þessi forríki maður yrði fenginn til þess að kaupa fiskinn á föstu verði úti i Englandi. Elliot sagði þennan Dawson forríkan og „pottþéttan“ og það varð til þess að Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda sneri sér til utanríkisráðuneytisins og þeir til sendiráða íslands erlendis, svo sem í Washington, London og Moskvu, en rætt hafði verið um að Dawson hefði verið viðriðinn vopnasölu og fleira brall. Við fengum svo loks skýrslur frá París og víðar að um að þetta væri bölvaður braskari, en að hann ætti nóga aura. I skýrslunni frá Washington sagði að mik- ið hefði verið um dýrðir, þegar Dawson kom þangað og hitti Harry Truman. Var sagt að hann hefði stungið 10 þúsund dollurum aðTruman tilþessað leggja í einhverja landssöfnun, líklega „Polio“, sem Roosevelt hafði áður staðið fyrir. Út á þetta hefði hann fengið að vaða um geymslur Bandaríkjamanna eftir stríðið og hirða það sem ónýtt var. Hcfði hann verið búinn að sjá um að gera hitt og þetta ónýtt, bæði bíla, skriðdreka og fallbyssur, með því að taka úr þessu smáhluti, svo það virkaði ekki. Síðar voru þessir hlutir svo settir í tækin aftur. Á þessu græddi hann ógrynni fjár og það var sagt að hann hefði staðið í vopnasölu. En þetta kom okkur auðvitað ekkert við. Aðalatriðið var það að ef hann gæti komið íslensku togurunum inn á mark- aðinn, þá töldu menn að bresku togara- eigendurnir mundu heykjast á banninu. Það var það sem til stóð og þrátt fyrir allt umtalið var ákveðið að athuga málið. Tilboð Dawson var mjög gott Menn vildu ekki fara að senda ein- hverja stjórnarmenn úr FIB eða útgerð- armenn í þessar viðræður, heldur vildu þeir fyrst senda einhverja skrifstofublók og ég var valinn til fararinnar, en ég var þá skrifstofumaður hjá FÍB, þar sem faðir minn Kjartan Thors var formaður félagsins. Ég fór þarna út einsamall og þar hitti Dawson mig og kom mér fyrir á lúxus- hóteli. Þaðan flutti ég þó eftir fyrstu nóttina, þar sem ég vildi ekki vera upp á hann kominn og fékk mér inni á ódýrara hóteli á kostnað FÍB. Viðræð- urnar stóðu í nokkra daga og hann var sífellt að spekúlera í því að byrja að flytja fiskinn til einhverrar hafnar utan stærstu fiskibæjanna, Grimsby eða Hull. Það var vegna þess að þar voru allir markaðirnir, frystihúsin, ískassarnir og hvað sem hét í eigu útgerðarmannanna. Loks kom það upp að borgaryfirvöldin í Liverpool sneru sér til Dawson, þegar þetta var orðið að blaðamáli, (hann var sífellt með blaðamannafundi og ekki síst til þess að sýna að þarna væri fulltrúi frá Islandi) og buðu honum gamla fiskihöfn í Liverpool, sem ekki hafði lengi verið notuð. Þarna var að vísu ekki vanur fiskilöndunarmannskapur, en menn sögðu að þá menn væri enginn vandi að fá. Þar höfðu þeir bæði frystihúsog íshús og voru í sambandi við Co-op Midlands, sem hafði aðalstöðvar í Liverpool. Hafði það fyrirtæki lofað að sjá um dreifingu á öllum þeim fiski sem þangað kæmi. Út á þetta voru svo gerð drög að samningi á föstu verði og ég símaði tíðindin heim. Loks kom svar og var tonnið hækkað um pund eða svo, en annars var tilboð Dawson mjög gott. „Það fór alveg með hann...........“ En þá kom babb í bátinn, því sagt var að Þórarinn Olgeirsson neitaði að af- greiða skipin í Liverpool og vildi fá þau til Grimsby. Varð það til þess að Dawson sagði nei og voru þeir þá sendir út Jón Axel, Loftur Bjarnason og faðir minn. Þegar þeir komu var mínu hlutverki lokið og ég fór heim. Þeir fengu Þórarin Olgeirsson til London og honum tókst að sannfæra Dawson um að í Grimsby væri allt í lagi. Á það féllst Dawson, - en það fór alveg með hann. Dawson varð að setja tryggingu, sem var tíu þúsund pund fyrir hvern farm. Það gerði hann og fyrstu togararnir komu, en þeir fengu engan ís á fiskinn í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.