Tíminn - 04.09.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.09.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 23 ekki á löngu þar til orðrómurinn um samdrátt þeirra kviknaði. Loks heyrði Eddie Fisher þetta og hann spurði konu sína hvort þetta væri satt. Hún svaraði: „Ég elska Richard og ég vil giftast honum.“ Skömmu síðar flaug Sybil til New York að tala við Philip Burton, sem þá dvaldist í Ameríku. Hann sendi strax skeyti til Burtons og skammaði hann fyrir hegðun hans. Burton brást við með því að hringja til stjúpföður síns og samtaiið endaði með miklum hávaða og skömmum. Tvö ár liðu þar til þeir töluðu saman næst. Þegar Sybil fór á ný til Englands skömmu síðar reyndi Richard að losa sig við tilfinningar sínar til Elisabetar Taylor og vinur fjölskyldunn- ar lét hafa eftir sér: „Mér dettur ekki í hug að Richard yfirgæfi Sybil, nema hann kæmist í svo erfiða aðstöðu vegna allrar athyglinnar, að hann fengi ekki snúið við.“ Allur auðurinn til konu og barna Nær tvö ár liðu þar til Burton krafðist skilnaðar, en árið 1963 varð ekki við snúið. Um þá erfiðu tíma sem nú fóru í hönd hefur Burton sagt: „Þetta var á ýmsan hátt skelfileg reynsla, vegna sorg- ar og örvæntingar nánustu vina og ætt- ingja. í endurminningunni er þetta eins og martröð, sem aðeins var lýst upp af fáum augnablikum himneskrar sælu.“ Við skilnaðinn lét Burton allan auð sinn renna til konu sinnar og tveggja dætra þeirra. Yngri dóttirin, Jessica, fæddist skömmu áður en faðir hennar fór til Rómar, og frá fæðingu hefur hún verið alvarlega fötluð. Sybil giftist síðar ungum popphljómlisíarmanni og eign- aðist enn eina dótturina með honum. Ári eftir skilnaðinn giftu þau Taylor sig á hótelherbergi í Kanada og upp frá því voru þau heimsins mest umtöluðu hjón. Fyrst eftir brúðkaupið hafði Bur- ton í hyggju að snúa sér aftur að leikhúsinu, en ekkert varð úr því og þess í stað léku þau í nokkrum myndum saman, mjög misjöfnum að gæðum, sem gáfu heilmiklar tekjur, en minni viður- kenningu. En ekki veitti af peningunum til þess að kaupa lystisnekkjuna, einka- flugvélina, stórhýsin og demantana, sem prýddu háls Elisabeth Taylor. En hvorki ást hans til hennar né óhófslífið gat komið í veg fyrir að Burton þætti hann í lægð og hann tók að drekka æ meira. „Ef til vill elskuðum við hvort annað of mikið,“ sagði Taylor, þegar bera tók á brestum í sambandi þeirra um vorið 1973. Aðrir telja að það hafi verið drykkjuskapur Burtons, reiðiköst hans og mislyndi sem var orsökin til skilnaðar þeirra. En á þessum tíma hélt ástríðan þeim saman og að ári liðnu höfðu þau tekið saman aftur. Þau giftu sig í annað sinn árið 1975 í frumskógarþorpi í Botswanalandi en þetta síðara hjónaband var dauðadæmt frá byrjun og þegar Burton skömmu síðar hitti Susan Hunt, yfirgaf hann Elisabetu og kvæntist Susan að loknum nýjum skilnaði. Á þessum tíma drakk hann þrjár viskýflöskur á dag og sagði síðar að það hefði verið nýja konan sem bjargaði lífi hans. Um líkt leyti giftist Elisabeth Taylor ameríska þingmannin- um John Warner, en þau skildu nokkru seinna. Susan Hunt fékk Burton til þess að breyta um lífsvenjur og hún vék ekki frá honum fyrstu hjúskaparárin. En þegar Burton var að leika fyrstu atriðin í Wagnermyndinni, dvaldi hún ein í húsi þeirra í Mexico. Þegar orðrómur komst á kreik um að skilnaður stæði fyrir dyrum sagði blaða- fulltrúi Burtons: „Það eru erfiðleikar í öllum hjónaböndum. Það er erfitt fyrir tvær manneskjur á ólíkum aldri og af ólíkri skapgerð að eyða öllum tíma sínum saman. En Susan og Richard tala saman í marga klukkutíma í síma á dag og það er ekkert hæft í því að þau séu að skilja." Richard Burton og Susan Hunt skildu að hálfu ári liðnu. Ég elska þig til dauðadags Þegar Richard Burton kom skömmu eftir skilnaðinn til London til þess að vera í 50 ára afmæli Elisabeth Taylor, áttu flestir von á að þau myndu rugla reitum sínum í þriðja sinn. í vasa sínum hafði hann nefnilega Ijóð sem endaði á orðunum: „Ég elska þig til dauðadags". Þau höfðu þá bæði fallist á að leika ■ Richard Burton naut ekki þeirrar ánægju sem barn að sitja á fööurknénu. Hér sést hann í myndinni um Wagner með barn tónskáldsins og Cosimu á knjám sér. Wagner hafði reyndar þegar átt tvö börn með Cosimu, áður cn hún skildi við mann sinn, svo mörgum þvkir Burton eiga nokkuð sammerkt með nafna sínum Wagner hvað fjöllyndi í ástum snertir. saman í leiknum „Einkalíf“ eftir Noel Coward, en þar var víst varla um annað en auglýsingabrellu að ræða, þar sem Burton hafði þá nýlega kynnst Sally Hay, aðstoðarleikstjóra við gerð Wagn- er-myndarinnar í Feneyjum. Þau giftust síðan. En Elisabeth og Burton leika enn í „Einkalíf" og bæði áhorfendur og pen- ingarnir koma í stríðum straumum, þótt gagnrýnendur sölluðu samleik þeirra niður eftir frumsýninguna í febrúar sl. Menn hafa spurt eftir þeim ástríðuhita og krafti sem cinu sinni lýsti af þeim og er skilyrði þess að leikritið rísi. Einkum voru gagnrýnendur óvægnir við Burton, sem brást við með því að koma ekki á frumsýningarhátíðina. Kvennavinurinn Burton var eitt sinn spurður hvað hann mundi gera þann dag er hann yrði að hætta að leika. Hann svaraði: „Þá fer ég til Wales. Ég ætla að sitja við ólgandi hafið í storminum og þar mun ég vafa- laust slappa vel af. Vonandi hef ég þó einhverja við hlið mér.“ Þörfin fyrir að hafa einhverja við hlið sér hefur fylgt Burton frá unga aldri. Frá því augnabliki er hann 24 ára gamall kvæntist Sybil hefur aldrei liðið langur tími á milli hjónabanda, ogskýringarinn- ar er ef til vill að leita í orðum sem hann mælti við blaðamanninn Alex Harvey 1978: „Þótt menn líti á mig sem harð- gerðan námamannsson frá Wales, sem geti afgreitt öll vandamál lífsins með annarri hendinni, þá er það aðeins á ytra borðinu. í rauninni er ég algjörandstæða þess sem fólk heldur mig vera og það er hjá konum mínum sem ég hef fundið þann styrk sem mig skortir. Auðvitað hefur komið fyrir að konur hafa hengt sig á mig, en oftar er það ég sem hef hengt mig á þær. Eftir að móðir min dó, þegar ég var tveggja ára gamall, faldi ég mig á bak við pils stóru systur minnar, Ceciliu. Hún verndaði mig. Hið sama hefur átt við um allar aðrar konur sem ég síðan hef elskað.“ (Þýtt -AM) ■ Það olli mikilli hneykslun þegar Co- sima dóttir Franz Liszt giftist Richard Wagner. Það er Vanessa Redgrave sem fer með hlutvcrk hennar í sjónvarps- myndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.