Tíminn - 04.09.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.09.1983, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGllR 4. SEPTEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiislustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stef ánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideiid Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Minnka má ríkisumsvifin ■ Eignarhald ríkisins á fyrirtækjum eða hlutdeild í rekstri þeirra hefur löngum verið deiluefni hér á landi. Nú eru uppi hugmyndir um að selja einhver ríkisfyrirtæki og eignarhluta ríkisins í öðrum. Ekki ber þó að rasa um ráð fram og sjá verður fyrir því að landsmönnum verði áfram tryggð eðlileg þjónusta og að komið verði í veg fyrir byggðaröskun, þótt aðrir aðilar taki við fyrirtækjum ríkisins. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur skýrt fjármálaráðherra frá hver séu sín sjónarmið í þessu sam- bandi, en þau eru í stórum dráttum eftirfarandi: „Ýmsar ástæður valda því að ríkið eða ríkisstofnanir eiga atvinnufyrirtæki eða hluta þeirra. Stundum hefur ríkið staðið að, eða átt hlut í stofnun fyrirtækja, til dæmis vegna þess að nægilegt stofnfé fékkst ekki með öðrum hætti. í öðrum tilvikum er um að ræða fyrirtæki sem fyrirsjáanlega hefðu að öðrum kosti orðið að hætta vegna hallarekstrar eða af öðrum ástæðum. Slíkt hefði í ýmsum tilvikum valdið atvinnuleysi og byggðaröskun, og ríkisvaldið því talið óhjákvæmilegt að leggja fram fé til endurskipulagningar til að rétta reksturinn af. Fleiri ástæður hafa í enn öðrum tilvikum valdið afskiptum ríkisins af atvinnulífinu. Þessi afskipti hafa víða gefist vel og verið nauðsynleg. Ýmis fyrirtæki, sem nú eru í fararbroddi á sínu sviði og skila arði, væru ekki til, ef ekki hefði verið þannig að málum staðið. Nauðsynlegt kann að vera að ríkisvaldið taki beinan þátt í uppbyggingu mikilvægra fyrirtækja og gangi inn í þýðingar- mikil fyrirtæki þegar svo stendur á. Ástæðulaust er þó, að ríkið eigi almenn fyrirtæki áfram þegar þau eru komin á traustan grundvöll. Er þá eðlilegt að ríkið selji fyrirtækin þeim sem geta keypt þau. Hins vegar verður að fást eðlilegt. verð fyrir fyrirtækin, og nauðsynlegt er að skapa aðstæður til þess að svo geti orðið hér á landi. Ástæða er til þess að kanna, hvort ekki er hægkvæmt að koma á fót hlutabréfamarkaði og verðskráningu hlutabréfa. Jafnframt verði lögum um hlutafélög og skattalögum breytt, þannig að sala hlutbréfa verði auðveldari og upplýsingar um almenningshlutafélög verði tiltækar almenningi. Þetta hefði þann tvíþætta tilgang að auðvelda ríkinu að selja fyrirtæki þegar markaðurinn getur tekið við þeim og gera öðrum hlutafélögum fært að leita til almennings eftir fjármagni. Hlutabréfamarkaður og verðskráning hlutabréfa eru einnig til þess fallin að veita atvinnufyrirtækjum ákveðið aðhald og breyta viðhorfum almennings til atvinnurekstrar. Ef ríkið býður meiri háttar fyrirtæki til sölu án þess að þessar aðstæður séu fyrir hendi er hætt við að kaupendur verði fáir, ef nokkrir, og ríkið muni lítið bera úr býtum. Jafnframt því sem framangreindar aðstæður til sölu á ríkisfyrirtækjum væru skapaðar væri æskilegt að endurskipu- leggja eignarhald ríkisins á fyrirtækjum og hlutabréfum, og þá um leið þátttöku ríkisins í atvinnurekstri og stofnun atvinnufyrirtækja. Hagkvæm leið er að stofna eignarhaldsfyr- irtæki ríkisins, sem yrði formlegur eigandi ríkisfyrirtækja og hlutabréfa, er ríkið á nú. í lögum eignarhaldsfyrirtækis yrðu ákvæði, sem skylduðu það til að bjóða hlutabréf til sölu, en þó með tilliti til aðstæðna á markaði hverju sinni. Þeim ríkisfyrirtækjum sem ekki eru í hlutafélagsformi, yrði breytt í hlutafélög. Söluandvirði hlutabréfa mætti hins vegar nota til að leggja fé í ný fyrirtæki eða til að stuðla að endurskipu- lagningu fyrirtækja. Eignarhaldsfyrirtækið fengi einnig það hlutverk, sem stundum hefur verið nefnt frumkvöðulshlut- verk ríkisins í atvinnumálum.“ Hér kemur glöggt fram að það er ekki hugmynd forsætis* ráðherra að gefa neinum ríkisfyrirtæki eða selja þau fyrir slikk. Og það er heldur ekki skoðun hans að ríkið eigi alls ekki að taka þátt í atvinnurekstri eða stuðningi við einstök fyrirtæki þegar þörf krefur og atvinnuöryggi eða aðrir mikilvægir hagsmunir eru í húfi. En það er óþarfi að ríkið keppi við einstaklinga eða félög sem vel geta sjálf ráðið við rekstur sinn. Og það er allrar athygli vert, hvort almenningur getur ekki varið sparifé sínu til að taka þátt í atvinnulífinu. -OÓ á vettvangi dagsins ■ Það þóttu mikil tíðindi og mikill undirbúningur var viðhafður í Eystri- byggð Grænlands í sambandi við hátíða- höldin þar sumarið 1982, en til þeirra var efnt og þau framkvæmd í tilefni af, að talið er að 1000 ár væru liðin frá því er Eiríkur rauði kom þangað til að nema land. Eftir mælikvarða mannfjölda um- ræddra byggða voru þar umfangsmikil hátíðahöld og fjölbreytt, og þangað sótti fjölmenni um langvegu, meðal annars hundruð Islendinga, enda stóð engum nær að fjölmenna þar við það tækifæri. Grænlendingar eru næstu grannar okkar og þeir vilja tengjast okkur í ýmsu, meira og betur en til þess hefur áunnist. Einstaklingar, félagasamtök og vinabæjatengsl, móta athafnir á ýmsum sviðum kynningar milli íbúa, er byggja löndin báðumegin við sundið, sem skilur löndin. Meðal athafna í sambandi við hátíðahöldin í Eystribyggð var efnt til sýninga, er túlka skyldu komu landnem- anna frá íslandi fyrir 1000 árum, veru þeirra og vist í hinum ýmsu byggðum og lífsskilyrði í hvívetna. Svo sem flestir íslendingar vita hvarf byggðin, fólkið hvarf úr grænlenskum byggðum eftir rúmlega 400 ára búsetu þar. Með hvaða hætti það skeði eru getgátur einar uppi, en sannindi engin. Allt þetta sýndu Grænlendingar við- leitni til að túlka myndrænt ogað nokkru með leifum, er varðveist hafa í jörðu frá ■ Punktarnir sýna fom býli og rústir þeirra við fsafjörð, Eiríksfjörð og Einarsfjörð, en þar er nyrsti hluti Eystri-byggðar. Gísli Kristjánsson: GRÆNLAND - ÍSLAND nefndu skeiði, og uppsetning sýningar, sem tjá skyldi atburði og skilyrði á umræddu landsvæði, var miðuð við Grænlendinga í fyrstu röðsem áhorfend- ur, og túlkun atburðanna og sögunnar skyldi upplýsa þeirra fólk um lífið ög störfin á umræddu skeiði, enda þótt ekki sé um að ræða forfeður og formæður þeirra, er nú nytja lönd og sæ sama svæðis. Uppsetning sýningarinnar var fyrir þá gerð sérstaklega, sem nú búa þarna og að sjálfsögðu mótuð út frá þarlendu menningarviðhorfi. Þessa var vert að minnast þegar íslenskir áhorfendur skoðuðu sömu sýningu, sem opin var áhorfendum í Norræna húsinu í Reykja- vík að undanförnu, að hún skyldi túlka sögulegar staðreyndir og fyrst og fremst þær, en ekki eiginleg listræn viðhorf í myndrænni túlkun. Þó að umrædd sýning væri í fyrstu röð mótuð og uppfærð til þess að gefa grænlensku fólki innsýn í löngu liðna tíma og atburði þeirra stunda og stað- reynda, sem fyrir aldamótin 1000 og næstu 400 árin þar á eftir gerðust í Eystribyggð, átti sýningin einnig erindi til okkar og þökk sé þeim öllum, er að því fyrirtæki unnu. Áhugamálin Að áhugi og viðleitni er uppi til þess að efla og auka samskipti íslendinga og Grænlendinga, er engum vafa bundið. Ræður formanns Norræna félagsins og forsætisráðherra okkar, við opnun græn- lensku sýningarinnar í Norræna húsinu, þann 14. ágúst s.l., vottuðu rækilega hug fjölda íslendinga til þeirra viðhorfa. Við komu og dvöl grænlenskra sveita- stjórnarmanna nokkra daga hér sumarið 1981 lögðu þeir enga dul á, að gagnkvæm samskipti mættu og ættu að stuðla að aukinni velfcrð beggja þjóða, en þá mættu hér tæplega 40 manns frá öllum sveitafélögum Grænlands. Var ánægju- legt að ræða við þá um þá þætti athafna, sem þeir kynntu sér hér og samanburð- inn við það er þeir bjuggu við, hver í sinni byggð. Með félagslegu framtaki og af hálfu hins opinbera er hér sýnd lofsverð við- leitni til að styrkja þau bönd, sem þegar eru tengd og hnýta og festa nýja þætti í umfangsmeiri athöfnum, en þar virðist áhuginn sérlega beinast að verklegum sviðum atvinnulífsins til lands og sjávar. Heimsóknir Grænlendinga á Iðnsýning- una í Reykjavík nú beina viðhorfunum inn á bæði þekktar og nýjar leiðir. Grænlensk atvinnumál í öldudal. Hinn langi og mjög strangi vetur í Grænlandi 1982-83, hefur leikið at- vinnulífið þar mjög hart, enda voru frostin löngum alit að 30° á Celcíusmæli, svo að víða frusu vatns- og skólplagnir. En ekki bara það, heldur lögðust firðir og hafnir í klakabönd. Það hindraði sjósókn, og fyrir þá um 80 bændur, sem stunda sauðfjárbúskap og hafa 360 manns á framfæri, var veturinn bæði langur og strangur, fóðurkostnaðjr varð svo þungur baggi, að ekki er séð hvernig hann verði léttur svo að framhald þessa búskapar geti gengið eðlilega. Eftir heimsókn danska forsætisráð- herrans í Grænlandi í byrjun júlí s.l., var í skyndi skipuð nefnd til þess að gera tillögur og leita úrræða til þess að hjálpa fólkinu til að komast yfir þann örðuga hjalla, sem harðindin hafa valdið, og þau úrræði þarf að finna og nýta áður en vetur gengur í garð, segir í fréttum um þau afhroð, sem atvinnulíf Grænlend- inga hefur hlotið af völdum veðurfars liðins vetrar. Fjárfellir varð ekki eins og jafnan gerðist fyrrum, stundum við hagstæðara veðurfar en veturinn síðasti færði búend- um. í símtali við undirritaðan fyrir skömmu tjáði tilraunastjóri grænlenskra búnaðarrannsókna, að íslenskar fyrir- myndir að fóðrun og meðferð sauðfjár hafi að þessu sinni afstýrt þeirri vá, sem horfellir varð búendum Grænlands fyrr á árum. En um skuldabaggann, sem kom í kjölfar innflutts fóðurs, hljóta dönsk yfirvöld að fjalla, og það verður gjört áður en vetur gengur í garð. Brúttótekj- ur umræddra 80 bænda, sem hafa sauð- fjárhald til framfæris, nema tæplega 6 milljónum danskra króna, og þegar útgjöld vegna hallæris bætast við venju- legan kostnað búrekstrarins er von að sérlegra ráða verði leitað til léttis. Samgönguvandinn Það mjóa haf, sem er í milli íslands og Grænlands, er nógu breitt til þess að siglingar milli byggða eru meira en strjálar - þær eru nánast engar. Aðeins stöku sinnum eiga íslensk skip leið um grænlenskar hafnir, en grænlensk veiði- skip nokkru oftar erindi á íslenskar hafnir, stundum til að landa hér rækju eða þá til viðgerða þegar eitthvað fer aflaga í rúmsjó hjá þeim. Með samgöngum í lofti hafa leiðir stundum verið allgreiðar, en að undan- förnu langt frá því að vera viðunandi. Þegar SAS hætti skyndilega flugi í fyrrahaust með viðkomustað í Keflavík, lokaðist leiðin okkar til Eystribyggðar. Þá var aðeins um að ræða opna leið héðan yfir Kaupmannahöfn, til sam- skipta við vinina í vestri. Þannig varð til fornaldarsnið í samgönguháttum. Sem sönnunargagn í þeim efnum má nefna, að jólapóstur frá íslandi til Eystribyggð- ar varsendurseint í nóvembers.l. vetur. Hann náði loks viðtakendum þegar liðið var nokkuð á janúarmánuð, og var því hátt í tvo mánuði á leiðinni. Ef - eða þegar-samgöngur í lofti milli íslands og Grænlands opnast, - vonandi sem allra fyrst - eru það vinsamleg tilmæli til samgöngumálaráðherra okkar, að hann mæli svo fyrir, að póstur verði sendur til Grænlands með flugvélum beint héðan, en ekki yfir Kaupmannahöfn, eins og löngum hefur viðgengist, að sögn pósts og símamálastjóra samkvæmt fyrirmæl- ium danskrar póstþjónustu. Hvaða leiðir grænlenskur póstur kemur til okkar getum við varla hlutast til um?? Það eflir ekki samskipti milli okkar, yfir tiltölulega mjótt haf, að leggja svo mikla króka á leiðina og haga þjónustu svo skrítilega, að steinaldarbragur ríki á þessu sviði samskiptanna. Símasamband og skeytaþjónusta er langt á undan póstþjónustunni. En flugið er í hers- höndum, eða líklega í engra höndum, að minnsta kosti í bili. Hver vill ráða bóta á þeim málum?? Áhugaaðilar um bættar samgöngur á þessu sviði hljóta að treysta samgöngu- ráðherra okkar til að leysa ríkjandi rembihnút, sem nú er á þræðinum Á höfuðdegi 1983 Gísli Krístjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.