Tíminn - 06.09.1983, Blaðsíða 4
12
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
íþróttirf
umsjón: Samúel Örn Erlingsson
spyrnan... Skoska knattspyrnan...
BUBBI SKORAÐI
JOFNUNflBMftRKffl
— fyrir Motherwell gegn St Mirren-Aberdeen vann 5:0
■ Jóhannes KAvaldsson, fyrrum lands-
liósfyrirliði Islands skoraði um helgina
glæsilegt mark fyrir lið sitt Motherwell í
hinni hörðu keppni skosku úrvalsdeild-
arinnar. Motherwell lék á útivelli gegn
St. Mirren, og skoraði St. Mirren eftir
15 inínútna leik. Jóhannes jafnaði með
þrumuskoti þremur mínútum fyrir leiks-
lok, og bjargaði þar með því að Mot-
herwell fór heim með eitt stig.
„Gott stig þar hjá Wallace og strákun-
um hans,“ sagði enski útvarpsmaðurinn
er hann skýrði frá úrslitum lciksins. - Og
Jóhannes greinilega í stuði, og leikur
gegn Hollendingum á morgun með ís-
lenska landsliðinu eftir langt hlé.
Alls komu um 100 þúsund áhorfendur
á lciki skosku úrvalsdeildarinnar á laug-
ardag. Fyrsta mark dagsinsskoraði Ran-
gers-lcikmaðurinn Ally McCoist,skoraði
eftir 29 sckúndna leik. Það dugði þó
skammt, Roy Aitkcn jafnaði á 8. mín-
útu. Rangcrs sofnuðu síðan á verðinum
í lokin, og Frank McGarvey skoraði
sigurmark Celtic. - Aherdcen vann stór-
sigur á St. Johnstone, 5-0 þar skoruðu
Willie Miller, Eric Black tvö, McGhee
og Grahant Stark. Dundee komst yfir
gegn Dundee United 1-0, en tvö mörk
frá John Reilly og eitt frá Ralph Milne
gáfu meisturunum sigur. Þeir koma
hingað í haust og leika við Skagamenn.
Ralph Callaghan og Edwin skoruðu
fyrir Hibernian á Edinborgarhátíð í leik
gegn Hearts, en Hcarts vann nteð tveim-
ur mörkum frá hinum unga John Robert-
son, og einu frá Jimmy Brough.
- SÖE
■ Jóhannes Eðvaldsson - Búbbi - skallar hér að marki í landsleik fyrir nokkrum
árum. Hann skoraði um helgina fyrir Motherwell, og leikur á morgun gegn
Hollendingum.
Enska knattspyman... enska knattspyrnan...
u v':
, i \
i ~~
__i j
I' 'J'
! ' J ■
n
— Withe skorað báðumegin — QPR vann — markasúpa í Luton
■ West Ham er nú eina liðið sem
liefur fullt hús stiga í ensku lyrstu
deildinni, og hefur sýnt af sér einkar
sannfærandi leiki það sem af er. West
Ham skellti um helgina Tottenhain
Hotspur á White Heart Lane, hjá
Tottenham virðist flcst í rusli þessa
dagana, og áttu þeir ekki roð. Liver-
pool og Manchester United náðu að
vinna um helgina, og eru saman í öðru
sæti með 7 stig ásamt Southampton,
scm kom mjög á óvart með því að sigra
Arsenal.
West Ham var mun betra liðið á
White Heart Lane. Leikmenn Tottcn-
ham voru aðallega í því að horfa á
boltann, sérstaklega cftir að Glenn
Hoddle varð að yfirgcfa ieikvöllinn
vegna meiðsla rétt fyrir lcikhlé. Þá
voru „Hammers" komnir í 2-0 mcð
mörkunt þeirra Steve Whitton og Dave
Swindlehurst, og „Spurs" sem voru án
Steve Archibald, sem rcyndarer kom-
inn á sölulista, gátu ekkert gert til að
breyta þcssu. - Þessu höfðu áhangend-
ur West Ham bcðið eftir, þrír fyrstu
leikirnir í deildinni sigraðir, skoruðsjö
mörk, og ekkert enn kornið í mark
West Ham.
Steve Whitton skoraði snyrtilega
fyrsta markið eftir 10 mínútur. Hann
fékk boltann fyrir framan markið, eftir
■ Kenny Dalglish var kóngurinn á
Anfield Road.
að Alvin Martin tók hornspyrnu.
Síöara markið kom í lok fyrri hálfleiks,
þegar hinn síógnandi Tony Cottee
fann Dave Swindlehurst frían fyrir
framan markið, sendi þangað boltann
strax og mark. Góð vinna Grahams
Roberts á miðjunni hjá Tottcnham,
skemmtilegir taktar Tonys Galvin á
vinstri kantinum og barátta Hoddles á
miðjunni í fyrri hálfleik komu að engu
gagni í lciknum fyrir Tottenham.
Qucens Park Rangers fengu góða
byrjun á heimavelli, í fyrsta fyrstu-
deildarleik á gervigrasinu, á Loftus
Road. Rangers unnu leikinn verð-
skuldað, cn það var stundum eins og
þeim lægi fullmikið á. Þeir komust í
1-0 strax á 4. mínutu, Steve Stainrod
skoraði, cftir að vörn Aston Villa stóð
gersamlega stirðnuð. Rangers skoruðu
annað mark þegar síðari hálfleikur var
hálfnaður, Peter Witheskallaði í eigið
mark. hann er nú öllu vanari að stunda
slíkt réttu megin á vellinum, cftir
mistök hins annars ágæta varnarmanns
Rangers, Bobs Hazel. En það var
orðið of scint, þá aðeins mínúta eftir.
Fyrsta hálftímann í leik Southam-
pton og Arsenal á the Dell var auðvelt
að sjá hvers vegna Arsenal var með 6
stig eftir tvo leiki. Graham Rix, Tony
Woodcock og Charlie Nicholas fengu
allir tækifæri til að koma Arsenal yfir,
en ekki gekk það, og viljinn ogdugnað-
urinn týndust einhvers staðar. Sout-
hampton virtist alltaf eftir það vera
líklegra til að skora. Danny Wallace
leikmaður Southampton gerði Arsenal
lífið leitt. tvisvar gaf hann á Frank
Worthington í dauðafæri sem Wort-
hington tókst ekki að nýta, og 18
mínútum fyrir leikslok plataði Wallacé
vörn Arsenal upp úr skónum og endaði
með því að gefa á varamannin lan
Bear sem var í dauðafæri. David Arms-
trong hefði einnig átt að geta skorað
fyrir Southampton, og þó Arsenal væri
meira með boltann þegar á leið, skap-
aði liðið sér ekki færi.
Hávaðarok í Notthinghum gerði það
að verkuin aö stundum voru tilburðir
ágætustu leikmanna í leik Notts Co-
unty og Ipswich dálítið klaufalegir.
Fyrsta markið í leiknum skoraði Justin
Fashanu, án þéss þó að ógna marki
andstæðinganna. Hann skallaði óverj-
andi í eigið mark eftir hornspyrnu,
Kári gamli var með í spilinu. Hins
vegar var enginn vafi á að Ipswich-
mcnn skoruðu sjálfir annað mark sitt,
Paul Mariner af tíu metra færi, þegar
vörn Notts County beið átekta, og
ætlaði hver hinum að hreinsa.
Ipswich var mun betra liðið, og í
síðari hálfleik, þegar þeir höfðu vind-
inn í bakið, héldu þeir boltanum niðri,
og létu hann rúlla. John Chiedozie
Nígeríumaðurinn blakki, var besti
maður County í leiknum.
Notthingham Forest virtist ætla að
standa sig svo vel á Anfield Road.
Markvörður þeirra Hollendingurinn
van Breukelen varði mjög vel, meðal
annars vítaspyrnu frá Phil Neal. Alan
Hansen var næstum búinn að skora
sjálfsmark, en allt kom fyrir ekki,
Kenny Dalglish var í stuði. Hann lék á
miðjunni fyrir aftan fremstu mennina
tvo, Rush og Robinson. Hann mataði
þá á gullnum sendingum, og svo fór, 7
mínútum fyrir leikslok að lan Rush
fékk eina sem skein af og var allt í einu
einn fyrir innan, einfalt hjá Rush og
mark. Ekki að ófyrirsynju að áhang-
cndur Liverpool öskra svo mjög af
hrifningu þegar Kenny fær boltann,
hann er þarna pottur og panna.
Stoke var mun betra liðið framan af
á Victoria Ground gegn Manchester
United. Hratt og nákvæmt spil þeirra
kom vel út, og þeir áttu leikinn gegn
vindinum. Ian Painter og Thomas
velgdu United undir uggum, og ein-
ungis snilli Garys Bailey t markinu
bjargaði United. Thomas komst oft
inn fyrir og átti þá að hafa Bailey, en
ef hann var kominn framhjá Bailey,
náði Bailey boltanum með löppunum
án þess að vita nákvæmlega af því.
tvisvar. Painter líka í færum. - En
United skoraði þvert ofan í gang
leiksins, Stapleton gaf fyrir. Whiteside
skallaði út, Robson þrumaði á markið.
Fox varði, en Arnold Múhren var
nærstaddur og skoraði eftir að Fox
missti boltann sem var þrumufastur
frá Robson. Stoke náði sér aldrei á
strik eftir markið. sem skorað var á 55.
mínútu. og United var sterkara það
sem eftir var. Wilkins og Robson voru
góðir, Stapleton hugaður, og hefur
sjálfsagt verið marinn eftir.
Birmingham vann sin fyrstu stig á
kcppnistímahilinu verðskuldaö heima
gegn Watford. Tveir fyrrum Aston
Villa leikmcnn, Tony Reeceog Robert
Hopkins voru aðalskelfar Watford
liðsins. Reece gaf á Hopkins sem
skoraði fyrra markið, og aftur gaf
Reece síðustu sendingu fyrir mark, þá
á Mike Halsall, sem skoraði annað
markið. Watford fann aldrei rétta
taktinn.
Leicester situr nú eitt á botninum.
Útlitið slæmt, liðiö kont upp í vor.
Clive Whitehead skoraði markið sem
dugði til aö sökkva Leicester fyrir
West Bromwich Albion.
Luton kaffærði Sunderland í
mörkum í Luton. Ricky Hill og Paul
Walsh skoruðu fyrst fyrir Luton og
þriðja markið var sjálfsmark Sunder-
land. Colin West minnkaði muninn
fyrir Sunderland, en Brian Stein bætti
um betur, reyndareftiraðhafaklúðrað
vítaspyrnu.
Mick Hatton skoraði fyrir Coventry,
en Kevin Sheedy jafnaði fyrir Everton.
Tvö mörk snemma í leiknum frá Keith
Bertschin og John Deehan nægðu
gegn Wolves, reyndar bætti Deehan
við einu enn síðar í lciknum.
í Fulham eru ekki tíndar rósir,
Hateley og Biley skoruðu fyrir Port-
smouth, og stigin enn fá hjá Fulham,
eins og reyndar sumum fyrrum fyrstu
deildarliðum þessa dagana.
Frank Gray og George McCluskey
skoruðu fyrir Leeds United, sem gerði
sitt besta til að tapa fyrir Middelsbro-
ugh, David Currie skoraði bæði fyrir
Boro.
Jiin Tolmey skoraði líka tvö fyrir
Manchéster City og Derek Farlanc
skoraði líka gegn Barnsley.
■ Úrslit uröu þcssi í ensku knatt-
spyrnunni um helgina:
1. deild:
Birminghani-V\atford ....... 2-0
•Coventry-Everton............ 1-1
Liverpool-Nott.For........... 1-0
Luton-Sunderland............. 4-1
Norwich-Wolves............... 3-0
Notts C-Ipswich.............. 0-2
Q.P.R.-Aston Villa........... 2-1
Southampton-Arsenal ...... 1-0
Stoke-Man. United............ 0-1
Tottenham-West Ham........... 0-2
W.B.A.-Leicester............. 1-0
2. deild:
Brighton-Chelsea ............ 1-2
Camhridge-Blackburn ......... 2-0
CardifT-Grimsby.............. 3-1
Derby-Swansea................ 2-1
Fulham-Portsmouth............ 0-2
Huddcrsfield-Charlton........ 0-0
Man. City-Barnsley........... 3-2
Middelsbrough-Leeds ......... 2-2
Newcastlc-Oldham ............ 3-0
Sheffleld Wed.-Carlisle ..... 2-0
Shrcwsbury-Chrystal Palace . . 1-1
■ Staðan í 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar er nú þessi:
■ Danny Wallace lagði grunninn
að sigri Southampton á Arsenal.
WestHam ..330 0 7-0 9
Ipswich ..321 0 7-3 7
Liverpool 0 3-1 7
'Southampton . ..321 0 2-0 7
Luton ..320 1 8-3 6
Notts County . ..320 1 6-3 6
Man. United .. ..320 1 5-3 6
Aston Villa .... ..320 1 6-5 6
Arsenal ..320 1 4-3 6
Coventry ..312 0 5-4 5
Norwich ..311 1 4-2 4
Everton ..311 1 2-2 4
Q.P.R ..311 1 3-4 4
Stoke City ..310 2 3-3 3
Nott. Forest.... ..310 2 2-3 3
W.B.A 2 5-7 3
Birmingham ... ..310 2 3-6 3
Watford ..301 2 4-7 1
Wolves ..301 2 2-6 1
Sunderland .... ..301 2 2-6 1
Tottenham .... ..301 2 2-6 1
Leicester ..300 3 0-8 0
2. deild:
Sheff. Wed 0 4-1 V
Chelsea ..220 0 7-1 6
Newcastle ..320 1 4-1 6
Man. City ..320 1 6-4 6
Cardiff ..320 1 5-4 6
Shrewsbury . . . ..312 0 3-2 5
Cambridge .... ..211 0 2-0 4
Charlton ..211 0 2-0 4
Middlesbrough . ..211 0 3-2 4
Leeds ..311 1 5-4 4 1
Blackburn ..311 1 3-4 4 |
Derby ..311 1 3-7 4 i
Barnsley ..210 1 5-3 3
Portsmouth .... ..210 1 2-1 3
Oldham ..210 1 1-3 3 j
Huddersfield ... ..202 0 2-2 2
Grimsby ..201 1 2-4 1
C. Palace ..201 1 1-3 1
Carlisle ..301 2 0-3 1
Swansea ..200 2 1-3 0
Brighton ..300 3 3-6 0
Fulham ..200 2 0-5 0