Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 fréttir Kaupfélag Fáskrúdsfirdinga: y HELPUR UPP A 50ARAAFMÆL- ID HELGINA ■ Kaupfélag Fáskrúdsflrðinga hcldur upp á 50 ára afmxli sitt nú um helgina. „Við ætlum að vera með hátíðasam- komu í Félagsheimilinu Skrúð kl. 15 á laugardaginn fyrir starfsmenn, félags- menn og nokkra gesti. Klukkan 10 um kvöldið ætlum við síðan að bjóða öllum Fáskrúðsfirðingum og fleiri gestum á dansleik í Skrúð,“ svaraði Gísli Jóna- tansson kaupfélagsstjúri, spurður hvernig haldið verði upp á tilefnið. Á félagssvæði Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga sagði Gísli íbúa hafa verið í kringum 900 nú undanfarin ár. Starfs- menn sagði hann hafa verið um 230 talsins að jafnaði í sumar. Á síðasta ári hafi hins vegar komist nákvæmlega 500 manns á launaskrá hjá félaginu, sem þýðir þannig um 55% af öllum íbúum á félagssvæðinu. Spurður um afkomu félagsins nú eftir hálfrar aldar starfsemi kvað Gísli félagið ganga nokkuð vel í heildina tekið, miðað við aðstæður, þó verslun sé alltaf nokkuð erfið í svona litlum plássum. Auk verslunar rekur Kaupfélag Fá- skrúðsfirðinga frystihús, saltfiskverkun, útgerð á tveim skuttogurum, fiskimjöls- verksmiðju, vélaverkstæði, trésmíða- verkstæði og sláturhús. - HEI ■ Þór Vilhjálmsson, Leó E. Löve, Steingrímur Júnsson og Halldor E. Sigurðsson sitja í ritnefnd afmælisritsins. Þeir standa þama á skákrcitum útitaflsins og Halldór E. stóð auðvitað á Bl. Tímamynd: Árni Sæberg. Olafsbók — afmælisrit helgað Ólafi Jó- hannessyni sjötugum væntanlegt ■ Afmælisrit helgað Ólafi Jóhannes- syni kemur út að öllum líkindum í lok október í tilefni af því að hann varð sjötugur þann 1. mars sl. Mun ritið heita Ólafsbók. Það er ísafoldarprentsmiðja sem hyggst gefa ritið út. í bókinni verða margar greinar eftir samferðarmenn Ólafs. Eru það samherjar hans í stjórn- málum og lögfræðinni sem þær rita. Sumar greinanna Ijalla um Ólaf sjálfan og störf hans, en aðrar um efni úr lögfræði og samtíðarsögu sem tengjast fræða- og stjórnmálastörfum Ólafs. I bókinni verður ítarlegt viðtal við Ólaf. Að sögn Þórs Vilhjálmssonar forseta Hæstaréttar, sem á sæti í ritnefnd ritsins kemur í bókinni heilmikið nýtt fram, sérstaklega hvað varðar „Framsóknar- áratuginn“ svonefnda. Ýmislegt nýtt kemur einnig fram um Ólaf áður en hann virkilega komst í sviðsljósið. Leó Löve, sem einnig situr í ritnefnd, sagði þetta afmælisrit vera að sumu leyti ævisögu Ólafs frá annarra sjónarmiði. Höfundar greina eru: Ágúst Þorvalds- son, Alfreð Þorsteinsson, dr. Ármann Snævarr, Björn Bjarnason, Bogi Sigur- björnsson, Eiríkur Pálsson, Eiríkur Tómasson, Grímur Gíslason, dr. Guð- mundur Alfreðsson, dr. Jóhannes Nordal, Leó E. Löve, Magnús Torfi Ólafsson, Páll Pétursson, dr. Páll Sig- urðsson, Stefán Guðmundsson, Þór Vil- hjálmsson og Þórarinn Þórarinsson. Að auki verða í bókinni nokkur stutt viðtöl við samstarfsmenn Ólafs á ýmsum tím- um sem Tómas Karlsson hefur tekið. Auk þeirra Leós E. Löve og Þórs Vilhjálmssonar eiga sæti í ritnefnd þeir Halldór E. Sigurðsson, fv. ráðherra, Björn Sveinbjörnsson hæstaréttardóm- ari og Steingrímur Jónsson, bókavörður. Þeir, sem óska að gerast áskrifendur og fá nafn sitt á heillaóskaskrá, sem prentuð verður fremst í bókinni, eiga að rita nafn sitt á sérstaka áskriftarlista, sem liggja munu frammi í Bókaverslun ísafoldar og víðar. Einnig geta menn gerst áskrifendur með því að hringja í síma ísafoldarprentsmiðju, 17165 fyrir 1. október n.k. Verð bókarinnar til áskrifenda verður kr. 690.- og munu áskrifendur fá senda gíróseðla. - Jól Sjónvarpsstöðvar hinna Norðurlandanna: Keyptu allar leik- rit Ásu Sólveigar ■ Leikritið Nauðug/viljug, eftir Ásu Sólveigu var á fundi leiklistarstjóra norr- ænu sjónvarpsstöðvanna sem haldinn var í Þrándheimi um síðustu mánaða- mót, valið til flutnings í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Það er Viðar Víkingsson sem stjórnar leik og upptöku verksins. Nauðug/viljug verður á dagskrá ís- lenska sjónvarpsins í byrjun nóvember. Leikhópur með uppákomu við Snorrabraut: AFMÆUSVEISLA FRAKKAKON U NGS ■ Leikhópurinn Svart og sykurlaust hefur sett skemmtilegan svip á bæjarlífið síðustu daga. í gærmorgun héldu þau Frakkakonungi fyrrverandi, Loðvík fjórtánda, afmælisveislu, með tilheyr- andi sukki og svínaríi, en Loðvík var mikill sukkari á sínum tíma. Skírskotar þetta sjálfsagt til sukklifnaðar nútímans, þar sem menn sukka með hugmyndir og sitthvað fleira. Þarna varstiginn menúett að fornum sið og tveggja manna hljóm- sveit lék barrokktónlist og menúetta. Leikendur höfðu greinilega lagt mikið í búninga sína. Litlu verurnar í skrýtnu búningunum voru einnig á ferðinni í gær í Breiðholti og Kópavogi. Búningar þeirra gætu átt að vera til varnar geislavirkni, ég veit ekki? Túlki bara hver sem vill. Að sögn Kolbrúnar Halldórsdóttur hjá Svart og sykurlaust má búast við leikhópnum upp úr 17 í miðbæ Reykja- víkur í dag. Jól ■ Tímamyndir GE og Ámi Sæberg. NI5SAN Cherry Adeins kr. 245.000.- NISSAN, þriðji stœrsti bifreiðaframleiðandi heims, með 50 ára reynslu að baki. Tveggja ára ábyrgð eða 30.000 km. Tökum alla eldri bíla upp í nýja. Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. INGVAR HELGASON HF ■ Sími 3356(1 SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.