Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 9
Þorvarður Kjerulf Þorsteinsson sýslumaður og bæjarfógeti Fæddur 24. nóvember 1917 Dáinn 31. ágúst 1983 í dag föstudaginn 9. september 1983, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík líkför Þorvarðar Kjerulf Þorsteinssonar áður sýslumanns í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeta á ísafirði. Þorvarður var fæddur á Egilsstöðum á Völlum í Suður-Múlasýslu 24. nóvem- ber 1917, sonur Þorsteins Jónssonar, kaupfélagsstjóra og konu hans Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerulf, læknis og al- þingismanns, er þá áttu heimili á Egils- stöðum, en fluttu næsta árá Reyðarfjörð og áttu þar heimili til dauðadags. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og var Þorvarður elstur, en önnur eru: Margrét kona þess er línur þessar ritar, Jón yfirlæknir á lyflæknisdeild Land- spítalans í Reykjavík og Þorgeir lög- reglustjóri á Keflavíkurflugvelli. Þá tóku þau hjónin í fóstur frá barnæsku Ólaf Bjarnason, nú deildar- stjóra við tollstjóraembættið í Reykja- vík. Þorvarður ólst upp með systkinum sínum á Reyðarfirði, gekk þar í barna- skóla, en var annars á sumrum í sveit hjá föðurömmu sinni og frændum á Egils- stöðum, en hann var ætíð mjög hneigður fyrir búskap og hafði mikið dálæti á hestum. Eftir fermingu fór hann í Menntaskól- ann á Akureyri, lauk þaðan stúdents- prófi vorið 1938. Síðan lá leiðin í Háskóla tslands, þar sem hann las lög, og lagaprófi lauk hann með góðum vitnisburði vorið 1944. Síðla sumars það ár fór hann til starfa í Stjórnarráði íslands, atvinnumálaráðu- neyti, fyrst þar fulltrúi, en síðan deildar- stjóri. Árið 1973 var hann skipaður bæjar- fógeti á ísafirði og sýslumaður ísafjarð- arsýslu og var svo allt til hann í vor vegna vanheilsu baðst lausnar og flutti suður og bjó að Miklubraut 74, Reykjavík. Árið 1944 kvæntist Þorvarður Önnu Einarsdóttur, verkstjóra, frá Akranesi, nú húsfrú að Kiðafelli í Kjós, en þau hjónin skildu. Börn þeirra eru: Einar, umdæmisverkfræðingur á Austurlandi, búsettur á Reyðarfirði. Kona hans er Hallfríður Bjarnadóttir, kennari. Sigríður, ritari, gift Paul Newton, verslunarmanni, búsett í Reykjavík. Margrét, hjúkrunarfræðingur, gift Árna Árnasyni, viðskiptafræðingi, bú- sett í Kaupmannahöfn. Guðbjörg, dýralæknir, nú starfandi í Laugarási. Þorsteinn, búfræðikandidat, nú í Kaupmannahöfn. Síðari kona Þorvarðar og eftirlifandi er Magðalena Thoroddsen, Ólafs Thor- oddsen, skipstjóra frá Vatnsdal. Þau hjónin eiga tvær dætur: Ólínu við nám í Háskóla íslands, gift Sigurði Péturssyni frá ísafirði, háskóla- nema. Halldóra, guðfræðinemi, gift Sigur- jóni Bjarnasyni, frá Hvoli í Ölfusi, háskólanema. Tvær dætur átti Þorvarður utan hjóna- bands: Dýrfinnu Sigríði, gift Garðari Einars- syni, kjötiðnaðarmanni, Selfossi og Dag- björtu Þyri, háskólanema, gift Guðna Kristinssyni, lyfjafræðingi, búsett í Reykjavík. Þorvarður hefir átt miklu barnaláni að fagna, öll eru börnin vel gefin og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ég kynntist Þorvarði þegar í Mennta- skólanum á Akureyri, vorum sambekk- ingar, brautskráðir þaðan stúdentar vor- ið 1938, en síðan samtímis í lagadeild háskólans og lukum báðir lagaprófi vorið 1944. Strax í menntaskóla varð Kjerulf, eins og hann var ætíð nefndur af bekkjar- félögum, mjög vinsæll. Hann átti létt með nám, afburða málsnjall og gamansamur, og því varð hann fljótt vinsæll af öllum er honum kynntust. Hann var hrókur alls fagnaðar í bekknum. Hann var óáreitinn, hreinlyndur og vildi öllum vel. Fróður var hann með afbrigðum um sögu Iandsins og ættfræði var hans eftirlæti. Heyrt hefi ég fyrir satt, að Árni heitinn Pálsson, sagnfræð- ingur, er kynntist honum, hafi þótt mikið til um sögufróðleik hans, ættfræði- þekkingu, og hversu gjörhugull hann var. í háskóla var hann kosinn í stúdenta- ráð, hinn fyrsti fulltrúi frjálslyndra, er þá buðu fram í fyrsta sinn. í starfi sínu í atvinnumálaráðuneytinu féll honum vel að vinna að ýmsum menningar- og framfaramálum landbún- aðarins og þess er vert að geta að Gunnar Bjarnason, áður skólastjóri á Hólum ber honum gott orð í bók sinni um samskipti hans við landbúnaðarráðu- neytið. Nokkru eftir að Þorvarður varð sýslu- maður fór að bera á þeim sjúkdómi, er leiddi hann til dauða. Hann kvartaði þó aldrei, en sjúkdóm- urinn ágerðist. Því var það, að hann fékk leyfi frá störfum fyrir þrem árum, nokkra mán- uði, til að leita sér lækninga hér syðra, en fór síðan og heimsótti börn sín, en fjögur þeirra voru þá við nám erlendis í Englandi og Danmörku. Hann fékk nokkra hvíld og taldi sig hafa fengið nokkurn bata og tók við starfi sínu á ný. Hjartasjúkdómurinn hélt þó áfram að segja til sín og fyrir ári síðan fékk hann alvarlegt áfall. Eftir að hann af heilsufarsástæðum hafði látið af starfi í vor og flutt suður hugði hann gott til þess að njóta hvíldar og gefa sig að sínum áhugamálum, lestur sögu og ættfræði. Hann hafði og áhuga á útivist, náttúru- skoðun, átti lengi góða hesta, bæði hér syðra og á ísafirði, og er hann hafði fengið hest sinn að vestan í sumar fór hann í ferðalög á hestum með bróður sínum Jóni, og naut þess vel. Þann 31. f.m. fór Þorvarður meðkonu sinni, Magðalenu í ökuferð í Kollafjörð, til náttúruskoðunar, en veður var þá mjög gott, sól og hlýindi, fyrsti sumar- dagurinn er sumir nefndu, eftir þetta eftirminnilega rigningarsumar. Þau hjónin óku upp fyrir Velli á Kjalarnesi, Þorvarður gekk nokkuð frá ■ Þórátti hafra tvo, öndvegisdýrmikil, og þrjá kostgripi. Einn þeirra var hamar- inn Mjölnir, en með honum hefur hann margan haus lamið á bergrisum og hrímþursum. Annan grip á hann bestan, megingjarðir, og er hann spennir þeim um sig, þá vex honum ásmegin að hálfu. Hinn þriðji hlutur voru járnglófar. Þeirra má hann ekki missa við hamars- skaftið. Víkjum fyrst að megingjörðunum. Þór hefur verið sannfærður um kraftauk- andi verkan þeirra - og trúin er máttug eins og alkunnugt er. í Gamla testamentinu er mönnum oft sagt að gyrða lendar sínar er eitthvað mikilvægt skyldi starfa. Einu sinni var Þór ginntur, án kost- gripanna, til jötuns í Geirröðargörðum, en var varaður við á leiðinni og fékk lánaðar megingjarðir og járngreipar. Geirröður jötunn lét kalla Þór í höll sína til leika. Þar voru eldar stórir eftir endilangri höll og tók Geirröður með töng járnsíu glóandi og kastar að Þór, en Þór tók á móti með járngreipum og kastar aftur. Hættulegur leikur hefur þetta verið! Járnglófar og járngreipar hafa e.t.v. verið eins konar stríðshanskar til hlífðar höndunum, og oft er getið um stríðshanska í frásögnum. Þeir voru sannarlega staðreynd. Kunnugt er og máltækið að kasta stríðshanska til ein- hvers í ögrunar eða áskorunarskyni. Hamar Þórs hefur kannski verið allur úr járni, miklu betra vopn en steinham- ar. Stríðshamar var lengi algengt vopn, t.d. höfðu riddarar gjarnan einn eða tvo hangandi við söðulbogann. Stríðshamar var bæði notaður til höggs og honum varpað að andstæðingnum. Högg af honum gat m.a. beyglað brynjur og gert bílnum til skoðunar, en þá kom kallið, hann hneig niður og var þegar örendur. Genginn er gegn og góður maður og bið ég honum guðsblessunar og þakka samfylgdina. Ekkju hans, Magðalenu, börnum, vandamönnum og ættingjum votta ég dýpstu samúð. Björn Ingvarsson. t Sú harmafregn barst út nú um nýliðin mánaðamót að Þorvarður K. Þorsteins- son, sem til skamms tíma var sýslumaður í ísafjarðarsýslum og bæjarfógeti á ísafirði, hefði orðið bráðkvaddur. Þorvarður var ættaður af Austurlandi og kominn af mjög þekktu fólki og merku. Hann fæddist á Egilsstöðum á Völlum og var elsta barn hjónanna Þorsteins Jónssonar, sem tók við kaup- félagsstjórn á Reyðarfirði árið sem Þor- varður fæddist og gengdi því starfi í meira en fjóra áratugi, og Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerúlf. Þorsteinn kaupfélagsstjóri var_sonur Jóns stór- bónda á Egilsstöðum Bergssonar og konu hans Margrétar Pétursdóttur. Á Egilsstöðum býr ennþá sú hin sama ætt, eins og mörgum er kunnugt. Sigríður, móðir Þorvarðar, var dóttir Þorvarðar Kjerúlfs læknis og alþingismanns á Ormarsstöðum í Fellum og seinni konu hans Guðríðar Ólafsdóttur. Þorvarður K. Þorsteinsson ólst upp á Reyðarfirði hjá foreldrum sínum ásamt yngri systkinum, Jóni, Þorgeiri og Mar- gréti, en þau eru öll þjóðkunn. Ungur var hann settur til mennta, og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1938, og var hann í hópi 28 stúdenta frá skólanum það ár. Þor- varður átti margar góðar minningar frá Akureyrarárunum og minntist skóla- systkina sinna þar með miklum hlýhug. Hann bjó þar á Gömlu vistum, sem síðar voru svo nefndar, uppi í skólahúsinu. Leiðin lá nú til Reykjavíkur, og þar settist hann í lagadeild Háskóla íslands og lauk lögfræðiprófi árið 1944. Héraðs- dómslögmaður varð hann árið 1950. Mjög skömmu eftir að hann lauk laga- ■ Kastfleygur (bumerang) þær ónothæfar. Allt fyrrgreint um vopnabúnað Þórs getur verið rétt. En ein náttúra hamars- ins hefur lengi þótt alllygileg. Kom hamarinn til Þórs aftur, er hann hafði kastað honum - ? { Snorra-Eddu stendur m.a. um ham- arinn Mjölni, að ef Þór kastaði honum mundi hann „aldrei fljúga svo langt, að eigi myndi hann sækja heim hönd“. Ætla má að þetta eigi ekki við hamarinn sjálfan, heldur hafi Þór einnig átt kast- fleyg (boomerang), og þá verður frá- sögnin næsta eðlileg og sönn. Ástralíunegrar notuðu kastfleyg (bu- merang) til veiða og bardaga þegar prófinu varð hann fulltrúi í atvinnumála- ráðuneytinu og síðar deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Árið 1973 breytti hann um umhverfi og gerðist sýslumaður í ísafjarðarsýslum og bæjar- fógeti á ísafirði. Því starfi gegndi hann í áratug, og bjó hér í bænum með fjöl- skyldu sinni að Hrannargötu 4, en þar höfðu aðrir sýslumenn búið á undan honum. Hinn 1. maí 1983 lét hann af sýslumannsstörfunum, enda orðinn fullra 65 ára að aldri og farinn að kenna vanheilsu. Fluttist hann þá aftur til Reykjavíkur, og settust þau hjónin á ný að í íbúðsinni að Miklubraut 74 nú ívor. Þorvarður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Einarsdóttir, og voru börn þcirra fimm, Einar, Sigríður, Margrét, Guðbjörg og Þorsteinn. Anna og Þorvarður slitu samvistir. Síðari konu sinni, Magdalenu Thoroddsen frá Vatnsdal í Rauðasandshreppi, kvæntist Þorvarður í ársbyrjun 1958, og höfðu þau því verið gift í rúman aldarfjórðung, þegar hann andaðist. Þau áttu saman tvær dætur, Ólínu og Halldóru. sem báðar eru nú við nám í Háskóla íslands. Utan hjónabanda sinna eignaðist Þor- varður tvær dætur, Dýrfinnu Sigríði og Dagbjörtu Þyri. Undirritaður kynntist Þorvarði fyrst á sýslumannsárum hans á ísafirði. Sem yfirvald var hann mildur og mannlegur og vildi gera gott úr sem allra flestu, enda varð mörgum ísfirðingum hlýtt til hans. Hann var mjög umtalsgóður og vildi leggja gott til fólks. Hann þekkti mjög marga og átti auðvelt með að kynnast fólki. Þorvarður tók umtals- verðan þátt í félagsmálum í kaupstaðn- um, og starfaði m.a. talsvert í Framsókn- arfélagi ísafjarðar. Af bókum hafði Þorvarður mest dálæti á Sturlungu og var sífellt að blaða í henni, enda kunni hann hana að miklu leyti utan að. Hann var yfirleitt óvenju- lega ætt- og persónufróður og hafsjór af fróðleik á því sviði. Ættfræðibækurvoru honum mjög að skapi, svo og rit um íslenska staðfræði, enda var hann ákaf- lega staðkunnugur víða um land. Þorvarður hafði mikinn áhuga á land- búnaði og þó einkum á hestum. Má raunar fullyrða að hestamennskan hafi Evrópumenn komu til landsins-ognota hann jafnvel enn. Fyrr á öldum var þetta undursamlega tæki notað víðar um heiminn, t.d. á Indlandi og víðar í Asíu. Einnig meðal Indíána í Ameríku - og í Evrópu fyrir óra löngu. Kastfleygur hefur fundist í jörð í Danmörku (Brab- rand í Jótlandi). Og sérstök gerð kast- fleyga kemur aftur ef hann hittir ekki markið, sé honum réttilega kastað. En hvaðerkastfleygur (bumerang)? Þetta er stafur, venjulega íbjúgur, en gat verið sigðlaga. Önnur hliðin flöt en hin (í kastinu sú efri eða vinstri) dálítið hvelfd. Greinarnarekkieins, þ.e. snúnar mismunandi, (sjá mynd). verið hans hclsta áhugamál og tóm- stundagaman. Ætíð átti hann fáeina hesta, sem hann hugsaði vel um. Ef hann hcfði ekki gengið menntaveginn hefði hann ugglaust sómt sér vel sem gildur bóndi. líkt og afi hans á Egilsstöðum. Að frátöldum æsku- og skólaárum á Reyðarfirði og Akureyri hafa ísafjarðar- árin sennilega verið bestu ár Þorvarðar. Börn hans voru þá að mestu uppkomin og fjárhagurinn heldur rýmri en áður. Hann gat því leyft sér að halda uppi mikilli og ágætri risnu, en slíkt var honum mjög að skapi. í þeim efnum munaöi mjög um Magdalenu konu hans, scm er ekki aðeins fádæma góð húsmóðir og einkar gestrisin að eðlisfari, heldur einnig prýðilega orðsnjöll, enda hafði hún í allmörg ár verið blaðamaður í Rcykja- vík. I samciningu voru þau óvcnju skemmtilegir gestgjafar og góðir vinir vina sinna. Hin síðustu ár hafði Þorvaröur kennt nokkurrar vanhcilsu, en þó kom snögg- legt fráfall hans flestum á óvart. Vinir hans og ættingjar munu sakna hans mjög. Mcstur harmur cr þó kveðinn að konu hans og börnum. Þcim eru hér með scndar innilegar samúðarkveðjur frá ísafirði. Kastfleygur var gerður úr hörðum, þungum við víðast hvar. I lndlandi stundum úr fílabeini. Venjulega var kastfleygur 5-6 sm breiður, 7-10 mm þykkur og lengdin 50-80 sm. Mikla æfingu og lag þarf til að kasta honum að gagni. Á fluginu snýst hann um þyng- darpunkt sinn, flýgur upp á við og í sveig, kemur aftur ef hann hittir ekki. í orustu gat hann verið skeinuhættur vegna snúningsins, komið á hlið við skjöld, sem menn báru fyrir sér, eða jafnvel komið aftan að! Á jörð getur hann endastungist með miklum hraða áður cn hann hefur sig á loft. Ef kastað er Iárétt eða niður á við sveiflast hann allhátt upp, jafnvel 50 fet. Egyptar fornu notuðu kastfleyg til fuglaveiða. Kunnur var hann einnig með Grikkjum og Róm- verjum. Nú er kastfleygur sportgripur og spreyta allmargir sig á honum. Athugasemd við Byggt og búið - 371 Prentvillupúkinn brá sér á leik í þættinum „Margt geyma dönsku mýr- arnar“ 25,ágúst. Sagt var að fundist hafi yfir hundrað vel varðveitt lík, en hann bætti því við, að þau hefðu verið í hrúgum - og mörg hundruð. Valla-Ljótur gekk í brúnum kyrtli, - ekki hatti; En fundist hafa beinagrindur margar saman eftir orrustu, t.d. ein riddarasveit á Jótlandi og hópur bænda á Gotlandi. Örvaroddar sýndu, að bændurnir höfðu verið skotnir niður. Menn hugleiða á hinn bóginn hvernig bændur og borgarar hafa getað ráðið niðurlögum vel vopn- aðrar sveitar með hesta, brynjur og önnur góð vopn. Björn Teitsson. Byggt og búið T gamla daga — 372 ^"illllngólfur Pavlðsson: Átti Ása-Þór kastfleyg (bumerang)?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.