Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.09.1983, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 11 íþróttir á keppnisferð ■ Körfutröll Vals eru nú á keppnisferö í Noregi. Þar taka þeir þátt í stóru móti, þar sem taka þátt meðal annars norska landsliðið og eitt sterkasta iið Svía, Arvika. Ferð þessi er liður í undirbúningi Valsmanna fyrír ís- landsmótið í vetur, en þar liggur það fyrir að verja bæði íslandsmeistara- og bikarmeistara- titil. Þjálfari Vals er hinn eitilharði og knái körfuboltamaður, Toríi Magnússon, sem hef- ur verið fyrirliði Vals og landsliðsins fram að þessu. Torfa þarf ekki að kynna sem þjálfara, hann hefur þjálfað m.a. unglingalandslið íslands með góðum árangri. -SÖE Fyrirtækja- og stofnanakeppni KR - í knattspyrnu utanhúss ■ Hin árlega firma- og stofnanakeppni KR í knattspyrnu hefst laugardaginn 17. septem- ber næstkomandi. Firmakeppni KR hefur sem kunnugt er skipað sér sess sem stærsta keppni sinnar tegundar hér á landi. Vinsældir keppninnar má rekja til fyrirkomulags hennar. Liðin eru skipuð sjö leikmönnum og er leikið í 2 xl5 mínútur þvert á venjulegan völl. Ennfremur er fyrirtækjum gert kleift að nota sumarstarfsmenn í keppnina. Undankeppnin fer fram helgina 17.-18. september og úrslitakeppnin viku síðar eða helgina 24.-25. september. Skráning liða stendur nú yfir en þátttöku- tilkynningar þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 13. september til framkvæmda- stjóra deildarinnar, Steinþórs Guðbjartssonar í síma 27181, sem veitir allar nánari upplýsing- ar um keppnina. Leiðrétting ■ í vinnslu blaðsins í fyrradag urðu þau mistök þegar sagt var frá úrslitum í Tia María kvennakeppni í golfi á Grafarholtsvclli, að sú sem í þriðja sæti var, Margrét Árnadóttir, var skírð upp, karlmannsnafni. Rétt úrslit í Tia Maria kvennakeppninni urðu þau að Aðal- heiður Jörgensen sigraði á 75 höggum nettó, önnur varð Ásgerður Sverrisdóttir á 79 högg- um nettó, og Margrét Árnadóttir varð þriðja á 79 höggum nettó. Tíminn biðst velvirðingar á þessu. -SÖE Varamaðurinn gerði 5 mörk! ■ Þetta gerðist í annarri deild í fótbolta á Sjálandi í Danmörku: Varamaðurínn Orla Boysen, sem kom inn á í lið Hundested gegn Værlöse þegar 25 minútur voru eftir af leiknum varð markakóngur leiksins, leiks sem líklega er hægt að kalla leik ársins á Sjálandi. Örla Boysen kom inn á þegar staðan var 7-4 fyrir Hundested, og skoraði hvorki meira né minna en 5 mörk í viðbót. Þetta tók strák ekki nema 7 mínútur, og þá var staðan 12-4. Leikurinn endaði 12-5. Fyr i hálfleikur í leiknum var ósköp venju- legur. Venjulegar tölur eins og 1-0 og 2-1 sáust á markatölunni, og það var 2-2 í hálfleik. En það voru tvö mörk á þremur fyrstu mínútum síðarí hálfleiks, bæði gerð af Peter Barbiconi í Hundested sem komu þessu markasvalli af stað... -SÖÉ. ■ Friðrik Friðriksson fyrírliði 2. flokks Fram hampar hróðugur bikarnum. l'ímamynd Róbert. Hörð barátta um silfrið — í fyrstu deild kvenna — Laufey markadrottning með 18 mörk! ■ Hörð barátta er nú háð á íslandsmóti kvenna í knattspyrnu um silfurverðlaun- in í mótinu, en eins og kunnugt er tryggði Breiðablik sér íslandsmeistara- titilinn í fyrradag. Baráttan stendur milli KR og Vals og er ekki útséð um hvernig sú barátta endar. Liðin eru nú jöfn að stigum. Tveir leikir voru í deildinni í gær, Valur vann Víði í Garði 4-0, og Akranes vann Víking á Skaganum 8-2. Valsstúlkurnar voru alltaf sterkari í Garðinum, en Garðsstúlkurnar standa þó yfirleitt fyrir sínu á heimavelli, og svo var einnig nú. Karen Guðmundsdóttir kom Val í 1-0 á 15. mínútu leiksins, og Bryndís Valsdóttir jók forskotið í 2-0 fyrir leikhlé með þrumuskoti af 20 metra færi. í síðari hálfleik skoraði Kristín Arnþórsdóttir svipað mark og Bryndís, og aðalmarkaskorari Valsstúlkna, Guð- rún Sæmundsdóttirskoraði fjórða mark- ið tíu mtnútum fyrir leikslok. Lairfey með 5 Laufey Sigurðardóttir var í banastuði á Skaganum, skoraði 5 mörk í 8-2 sigri Skagastúlknanna. Vanda Sigurgeirsdótt- ir skoraði eitt, Pálína Þórðardóttir eitt og Ragnheiður Jónasdóttir eitt. Skaga- stúlkurnar eiga nú möguleika á þriðja sætinu í mótinu, ef ekki verður jafntefli í síðasta leik mótsins, frestuðum leik KR og Vals, nær Skaginn bronsinu á marka- hlutfalli. Laufey er orðin markadrottn- ing, og vel að þvf komin. Breiðablik .... 10 9 0 1 30-6 18 Akranes....... 10 5 2 3 32-11 12 Valur .......... 9 5 2 2 19-5 KR ............. 9 5 2 2 19-8 Víkingur...... 10 2 0 8 7-26 Víðir. 10 0 0 10 4-55 12 12 4 0 Markahæstar: Laufey Sigurðardóttir í A .......18 Erla Rafnsdóttir UBK ............10 Guðrún Sæmundsdóttir Val............9 Ásta B. Gunnlaugsdóttir UBK .... 8 Bryndís Einarsdóttir UBK............8 Kolbrún Jóhannsdóttir KR ...........6 -SÖE Framarar unnu tvöfalt í 2. flokki — sigrudu Val 5:0 í úrslitum bikarkeppninnar í gær ■ 2. flokkur pilta í Fram sigraði í gær Val í úrslitaleik Bikarkeppni Knatt- spyrnusambands Islands í 2. flokki 5-0. Framarar hafa verið yfirburðalið í 2. flokki í sumar, sigruðu á íslandsmótinu, og nú í Bikarkeppninni. í liðinu eru þrír leikmenn sem eru fastamenn í meistara- flokksliði félagsins, og sá fjórði hefur leikið þar af og til í sumar. Sannariega björt framtíð hjá Fram, lið frá félaginu varð íslandsmeistari í 3. flokki á dögun- um. Það var aldrei spurning hvernig leikur- inn færi í gær. Framarar réðu lögum og lofum og óðu í færum. Valsmenn fengu aftur fá færi. Framarar höfðu yfir 1-0 í hálfleik með marki Einars Björnsson- ar, en skoruðu síðan fjögur í síðari hálfleik. Arnar Halldórsson, Gauti Laxdal og Steinn Guðjónsson úr víta- spyrnu komu Fram í 4-0, og Einar Björnsson innsiglaði sigurinn með fimmta markinu, og stnu öðru í leiknum. Þjálfari 2. flokks Fram er Pólverjinn Andrzej Strejlau, og liðsstjóri er Ólafur Orrason. Til hamingju Framarar. — segir Hördur Helgason þjálfari ÍA um Evrópu leikinn gegn Evrópumeisturunum Aberdeen í næstu viku gHeimsmet í hástökki í öldungaflokki? ■ ■ í flcstum íþróttum er nú orðiðld ■keppt í öldungaflokkum, misjafnlegal usnemma þó. í boltaíþróttum eru1— ■ „Við tökum þennan leik eins og hvern annan“, sagði Hörður Helgason þjálfari Is- lands og Bikarmeistara Skagamanna á blaðamanna- fundi í gær, þar sem fjallað var um leik Skagamanna við Evrópumeistarana Aberdeen frá Skotlandi í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa, en fyrri leikur liðanna verður á Laugardalsvelli hinn 14. september klukkan 18.00. „Við förum að fyrir þennan leik eins og við höfum gert áður í sumar“, sagði Hörður, „og hugsum aðeins um einn leik í einu. - Við stefnum að góðum leik, og við stefnum hátt.“ Hörður sagði að liðsheildin skipti öllu máli. „Við sjáum til dæmis með Hollandsferð landsliðanna nú“, sagði hann, „í liðinu 21 árs og yngri náðist upp góð liðsheild, og þeir stóðu sig mjög vel. í A-landsliðinu náðist það ekki, og það olli vonbrigðum. Aðall okkar Skaga- manna er að við höfum góða liðsheild.“ „Ég held að við séum að sumu leyti heppnir með það, að Aberdeen virðist í mjög góðu formi núna, alla vega benda úrslit í Skotlandi undanfarið til þess. Þegar við höfum verið að mæta atvinnu-' Hörður Helgason, þjálfari ÍA mannaliðum í Evrópukeppnum sem hafa átt í erfiðleikum heima í deildinni, hafa þau fundið sig í því að sýna sig gegn áhugamannaliðum eins og okkur. Það eru meiri lýkur til að lið í fínu formi eins og Aberdeen vanmeti okkur.“ Hörður sagði að Skagamenn mundu bráðlega fá myndbönd með leikjum Aberdeen, t.d. leikinn gegn Waterschei, liði Lárusar Guðmundssonar í Evrópu- keppninni í fyrra. „Þeir eru með svo til Kristinn Jörundsson spilar að öllum likindum ekki í vetur: Refsingar vegna óláta þyngjast í Bretlandi ■ Enski íþróttamálaráðherrann, Mac Farlane.hefur hug á því að kveða niður allan þann ósóma sem svo gjarnan hefur fylgt áhorfendum á Bretlandseyjum, og þá aðallega í formi ofbeldis. Nú er verið að vinna að lögum í þessum efnum á Bretlandseyjum, og kveða þau á um háar fjársektir og/eða fangelsisdóma vegna ölvunar í iestum, strætisvögnum, og á vallarsvæðum. Refsingin vegna brots á ofangreindu mun vera sekt sem nemur um 8 þúsund ísl. krónum, og endurtekið brot þýðir tveggja mánaða fangelsi. -SÖE. ö,d‘i A/likiI blodtaka ungar upp úr þrítugu, en slíkt tekur •*’*ww*'* í jlengri tíma í frjálsum. Þannig er þvíg Islegið fram í dönsku tímariti fyrir skömmu, að Evrópuinei.starinn þeirra Dana frá Evrópumótinu í|| JRóm 1974, Jesper Törring hástökkv-" , ari, hafilíklegasettheimsmetisinum aldursflokki í sumar. Karl vippaði |sér nefnilega yfir 2,14 metra í há-j; ■stökkskeppni, orðinn 35 ára. Það ; sem meira var, þetta var á danska- meistaramótinu í frjálsum, og dugðiH "kalli til silfurverðlauna. - Vel af sér„ hiá IR-ingum í körfuboltanum ; vikið. -SOE.. ■ Kristinn Jörundsson, skæðasti „bakkari“ IR-inga í körfuknattleiknum í mörg undanfarin ár mun eingöngu ætla að stunda þjálfun í körfuknattleik í vetur, og þar af leiðandi ekki leika með ■ Þetta eru verðlaunahafamir í Hagkaupsmótinu sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru á dögunum. Þeir eru þama með verðlaunin sem þeir fengu, þau vom af glæsilegri gerðinni, og svo er náttúrulega haldið á Hagkaupsfán- ÍR. Kristinn mun ætla að þjálfa áfram karlalið íþróttafélags Stúdenta, sem leikur í 1. deild, og var í fyrra helsti keppmautur Haukanna um úrvalsdeild- arsætið, og einnig mun Kristinn ætla að þjálfa kvennalið IR-inga. Þá er líklegast ekki neinn tími afgangs til að spila sjálfur. Það gerir töluvert skarð í ÍR-liðið, að Kristinn leikur ekki lengur með, ekki síst þar sem Kolbeinn Kristinsson sem var hinn aðal „bakkari" liðsins mun nú í vetur eingöngu sinna þjálfun þess. Það verður því að öllum líkindum hinn ungi Hjörtur Oddsson sem mun stjórna leik ÍR-liðsins. Pétur Guð- mundsson sem var toppur liðsins í fyrra í orðsins fyllstu merkingu leikur að sjálfsögðu ekki með þar eð hann leikur nú í Bandaríkjunum. Ekki hefur heyrst neitt um nýja menn sem gengið hafa í ÍR úr öðrum liðum, en í ÍR er margt ungra og efnilegra stráka sem lærðu góða hluti hjá hinum frábæra þjálfara, Jim Dooley í fyrra’. Þó er spurning hvort ekki ganga einhverjir „bakkarar“ úr öðrum liðum í (R, en víða annars staðar eru kannske hvað flestir sem berjast um þær stöður... - SÖE sama liðið nú, þannig að við ættum að sjá hvað þeir geta“, sagði Hörður. „Annars má ekki að mínu mati liggja of mikið yfir slíku, það hefur takmarkað gildi“. „Stefnum hátt“ „Við stefnum hátt í Evrópuleiknum, og ætlum að taka áhættu", sagði Hörður Helgason. „Við lofum ekki sigri, en við lofum góðum leik.“ Allir Skagamenn eru nú ómeiddir að því er næst verður komist. Liðið ætti því að geta einbeitt sér að leiknum í heild sinni. Lið Aberdeen, Evrópumeistaranna.er geysisterkt, sterkasta lið á Bretlands- eyjum að margra mati. Sumir segja að Aberdeen sé fyrsta breska liðið sem hafi náð að útfæra mjög góðan svokallaðan meginlandsbolta. Liðið kom enda mjög á óvart í fyrra, sigraði í Evrópukeppni Bikarhafa með glæsibrag, og kom mörg- um þeim í opna skjöldu sem talið hafa úrvalsdeildina í Skotlandi litla deild í skugga stóru deildanna í Englandi... -SÖE Nei, ekki í Laugardalnum ■ ■■ Kristinn Jörundsson, leikur ekki í vetur. Þó margir haldi nú að þessi mynd hafi verið tekin á Laugardalsvcllinum í sumar í leik á lslandsmótinu í knattspyrnu, er þó ekki svo. Þessi keimlíka mynd var tekin úti í Vestur-Þýskalandi í sumar, á átta landa móti í sundknattleik. Sú íþrótt hefur verið stunduð dálítið hér á landi, en lítið farið fyrir henni undanfarið, kannski vegna þess að í rigningartíðinni er fullt eins mikið sullað í fótboltanum, hver veit.... -SÖE Átak gert í dómaramalum í handbolta ■ Stofnun Handknattleiksdómara- sambands íslands er fyrsta skrefið í átaki sem nú er verið að gera í dómaramálum í íslenskum handknattleik. Samband þetta er nú að verða að veruleika, og upp úr stofnun þess verður síðan unnið markvisst áð betrun dómaramála. Meðal þess sem fyrirsjáanlegt er í handknattleiknum næsta vetur er að margir gamalla og gróinna dómara leggja flautuna á hiliuna, annað hvort um tíma eða alveg. Því verður nokkur fjöldi nýrra dómara á ferð í fyrstu deildinni í vetur. - Ætlunin er að keyra á þeim dómurum sem áhuga hafa og leggja sig fram, og haldnir fundir mánað- arlega á vegum HDSÍ til samræmingar aðgerða. Þar verður farið yfir myndband af minnst einum leik, oft fleiri, og farið í saumana á dómgæslunni, það sem vel hefur farið og miður. Víst er að þetta átak er nauðsynlegt handknattleiknum, og reyndar víðar. Víst er einnig að slíkum málum er ekki kippt í liðinn á einum degi, en með markvissri aðhlynningu þessara mála má gera vel. - í kjölfar þess að margir ungir dómarar eigi að fá tækifæri, hefur það heyrst að yngri og áhugasamari dómarar hlaupi nú út um allan bæ og dæmi æfingaleiki. margir hafa gagnrýnt það í dómgæslu hér á landi, ekki síst landsliðsþjálfarinn Bogdan Kowalczyk, að dómarar dæmi alltof lítið. Á blaða- mannafundi á dögunum sagði Bogdan. „Dómgæsla herér ekki slæm. í Póllandi er dæmdur körfubolti nánast, þar má ekkert, í Þýskalandi er nánast, ekkert dæmt, það er líka slæmt, hér er farinn millivegurinn. Það versta er að dómarar eru alltof oft í engri þjálfun til að dæma, þeir dæma alltof fá a leiki“. - Líkast til rétt en nú er allt að vera á réttri leið. -SÖE. SKIILD HSf NU BN OG KVARTMILUÚN Friðrik Guðmundsson form.HSÍ ■ „Handknattleikssambandið hefur ekkert bætt við sig neinum skuldabögg- um síðan þessi stjórn tók við, en engu að síður eru skuldir sambandsins nú hvorki meira né minna en rúmlega, 1,2 milljónir króna“, sagði Friðrik Guðmundsson formaður Handknattleikssabands Is- lands fyrir skömmu í samtali við blm. Tímans. „Áxtlað var í vor, þegar stjórn- arskipti urðu, að skuldin væri um 800 þúsund krónur, en það hefur ýmislegt komið í Ijós síðan, og auk þess bæst utan á fyrri skuldir, svo sem innheimtukostn- aður og vextir“, sagði Friðrik. Stjórn Handknattleikssambandsins vinnur nú ötullega að því að létta skuldabyrðina. Nú eru í könnun ýmsir möguleikar til að auka aðsókn á leiki, aðallega landsleiki og stóru landshapp- drætti verður ýtt úr vör í október. í því happdrætti verður dregið í janúar, happ- drættið verður glæsilegt í alla staði, og ef það heppnast hjá HSÍ mun það slá töluvert á stærstu skuldabólgurnar. - Ýmislegt varðandi leiki í vetur er í uppsiglingu hjá stjórn HSÍ, svo sem útgáfa blaðs í stað leikskrár á landsleiki o.s.frv. -„Það er ljóst að við verðum að gera eitthvað, hækkun skulda sambands- ins í vöxtum nemur um 50 þúsund krónum á mánuði‘‘sagði Friðrik Guð- mundsson. _ gQ£ ■■■■■ - .'A.F js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.