Tíminn - 24.09.1983, Page 2

Tíminn - 24.09.1983, Page 2
2 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Framandi menning í framandi iandi Ert þú fædd/ur 1966 eða 1977? • Viltu búa eitt ár í framandi landi? • Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? • Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða? • Viltu verða skiptinemi? Ef svarið er já, hafðu samband við: Umsóknarfrestur til 7. okt. Opið daglega milli kl. 14 og 17. Hverfisgötu 39. - P.O. Box 753 -121 Reykjavík. Sími 25450. á íslandi alþjóðleg fræðsla og samskipti Haust og vetrartískan $3/84 ®p 03/8A cwawai % 3ut Uier/i 1000 gð'jxfXs 198 - Nafn Vörur í sérflokki X, Þú sendir okkur WStí °SSreidirí ísl. kr. páfc Aðallisti1092 bls + aukalistar Wssm Heimilisfang Póstnr. Otto Versand Box 4333-124 Reykjavík s. 66375 Gömlu dansarnir, barnadansar, þjóðdansar Innritun í alla flokka í símum 43586 og 76068 milli kl. 14-19 virka daga. Gömlu dansarnir fyrir unglinga og fullorðna. Byrjendur, framhald, upprifjun. Barnadansar: Börn frá 4 ára aldri. Lifandi músík í öllum flokkum. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Sveit Reglusöm kona óskast á sveitaheimili 1. okt. Aðeins tveir í heimili. Upplýsingar gefur Gunnhildur í síma 96-22236 eða 96-31219 Söngskólinn í Reykjavík verður settur á morgun sunnudag kl. 17 í Gamla bíói Skólastjóri Fundur með bandarískum öryggis málasérfræðingi Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu. ■ Max M. Kampelman, sendiherra og aðalfulltrúi Bandaríkjanna á Öryggis- málaráðstefnu Evrópu, cr staddur hér á landi. Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg efna til sameiginlegs hádeg- isverðarfundar með honum í Átthagasal Hótel Sögu í dag, og verða saiarkynni opnuð klukkan tólf. „Max M. Kampelman er fæddur árið 1920. Hann er lögfræðingur að mennt og starfi, hefur kennt við marga háskóla og setið í stjórn þeirra, tekið þátt í starfi Demókrataflokksins og unnið í banda- rísku friðarhreyfingunni. ■ Georg Frey og Sigrún Ó. Olsen sitja með mynd Sigrúnar, í ró, á milli sín. Tímamynd GE Gallerí Lækjartorg: Glerlista- verk og grafík ■ Sigrún Ó. Olsen og Georg Frey opna myndlistarsýningu í Gallerí Lækjartorgi laugardaginn 24. september kl. 15. Þarna verða 46 verk til sýnis og sölu: eggjatemperamyndir og grafík eftir Sig- rúnu, og glerlistaverk eftir Georg. Sigrún Ó. Olsen er búsett í Þýskalandi og er þetta fyrsta sýning hennar hér á landi. Hún hefur tekið þátt í semkeppn- um og samsýningum í Stuttgart og við TAT leikhúsið í Frankfurt. Hún er nemandi við Listaakademíuna í Stuttgart. Georg Frey er einnig við nám við Listaakademíuna í Stuttgart. Hann er þýskur að þjóðerni og er arkitekt að mennt. Hann hefur haldið nokkrar sýn- ingar á glerverkum í Þýskalandi. í fréttatilkynningu um sýninguna segir að þemað í verkum Sigrúnar sé hið daglega líf, þar sem hringurinn er þunga- miðjan. Liturinn fær að renna, drjúpa, klessast, lifa lífi sínu. Verk hennar eru full af lofti og léttleika líkt og íslenska ullin. Verk Georgs eru í raun skýrar, ein- faldar grafískar hugmyndir sem með hjálp gamallar tækni verða að hrífandi Ijósgljúpum myndverkum. Glerið sem hann notar er munnblásið og síðan skorið í sundur og flatt út í ofni. Hann notast aðallega við gler sem er blásið í mörgum litum, sem eru lagskiptir. - GSH Norskur fiðluleik- ari með „Aldrei aftur“ ■ Söngsveitin „Aldrei aftur" heldur tónleika í Norræna húsinu í dag kl. 16. Sveitina skipa þau Bergþóra Árnadóttir, Pálmi Gunnarsson og Tryggvi Húbner. Að þessu sinni bætist þeim góður liðs- styrkur þar sem er norski fiðluleikarinn Svein Nymo. Nymo er vel þekktur í heimalandi sínu og reyndar víða um Skandinavíu. Hann hefur unnið mikið fyrir útvarp og sjónvarp og leikið inn á fjölmargar hljómplötur, sérstaklega með vísnatón- list. - JGK Kvartmílukeppni á laugardaginn ■ Harka er að færast í íslandsmeistara- keppnina í kvartmílu og í flestum flokkum eiga nokkrir keppendur mögu- leika á að hreppa titilinn. Fjórða kvart- mílukeppni sumarsins sem gefur stig til íslandsmeistaratitils verður haldin í dag á Kvartmílubrautinni við Straumsvík og heldur Kvartmíluklúbburinn keppnina. Búist er við að bræðurnir Bragi og Stefán Finnbogasynir mæti til leiks með 427 cid Chevy Firebirdinn en þeir settu nýtt íslandsmet í götubílaflokki í síðustu keppni. Óperusöngur í Norræna húsinu ■ Erlingur Vigfússon óperusöngvari heldur tónleika í Norræna húsinu mið- vikudaginn 28. september og í menning- armiðstöðinni Gerðubergi 29. septem- ber. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.30 ogundirleikari er Jónas Ingimundarson. Erlingur er nú staddur hér á landi vegna upptöku á óperunni Cavalleria Rusticana en óperan var flutt í Þjóð- leikhúsinu s.l. vor. Hann er annars fastráðinn við óperuna í Köln og hefur verið svo frá árinu 1970. - FRI Merkjasöludagur Sjálfsbjargar ■ Merkja- og blaðasöludagur Sjálfs- bjargar er á morgun, sunnudag. Þetta er 24. söludagur samtakanna og að þessu sinni verður sölumerkið endurskins- merki í tilefni norræna umferðaröryggis- ársins. Jafnhliða er útgáfa ársrits Sjálfs- bjargar ætluð til kynningar og fræðslu um starfsemi samtakanna og málefni fatlaðra yfirleitt. Félagsdeildir Sjálfs- bjargar byggja möguleika sína til félags- legrar rtarfsemi að miklu leyti á tekjum fjáröflunardagsins. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri, hefur nú flutt starfsemi sína í ný húsa- kynni, þar sem Plastiðjan Bjarg, endup- hæfingarstöðin og félagsmiðstöðin verða undir sama þaki. Byggingin er þó hvergi nærri fullbúin og enn hefur ekki verið hægt að hefja framkvæmdir við fyrirhug- aða sundlaug vegna fjárskorts. í Reykjavík er verið að ganga frá lóðinni kringum Sjálfsbjargarhúsið og verða bílastæðin þar upphituð með tilliti til hálku og snjóa. Af efni í tímariti Sjálfsbjargar má nefna ávarp Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra, grein eftir Arin- björn Kolbeinsson læknir í tilefni norr- æna umferðaröryggisársins, grein um hina nýju löggjöf um málefni fatlaðra eftir Margréti Margeirsdóttur fulltrúa, sagt frá vernduðum vinnustað í Kópa- vogi, og birtar frásagnir og viðtöl við hreyfihamlað fólk. Verð tímaritsins er kr. 60,- og endur- skinsmerkisins kr. 40,- Sýning Sissú ■ Myndlistarsýning Sissú Pálsdóttur verður opin til 30. september nk. í Verslunarhöllinni við Laugaveg (gengið inn frá Grettisgötu) frá kl. 14 -17 og 20 -22 dag hvern. Á sýningunni eru bæði málverk og teikningar auk leir- gríma. ■ Listamaðurínn, Elías Halldórsson Sauðárkrókur: Myndlistarsýning í Safnahúsinu ■ Elías Halldórsson listmálari opnaði myndlistarsýningu í Safnahúsinu á Sauð- árkróki um síðustu helgi 17. -18. sept. og v'erður sýningin einnig opin um þessa helgi 24. -25. sept. Elías Halldórsson er þekktur sem afkastamikill og vandvirkur listmálari og hefur sýnt víða um land við góðan orðstír. Að þessu sinni eru 37 myndir á sýningunni hjá Elíasi, bæði í olíu, vatns- litum og pastel. Þá eru á sýningunni teiknimyndir unnar í kol og sýna þær myndir að listamaðurinn er sérlega góð- ur og snjall teiknari. Þetta er sölusýning og þegar hafa selst nokkrar myndir. - G.Ó/BK Stóðréttir Stóðréttir _________________________________Dagsetningar Auðkúiuréttir í Sv inadal, A-Hún sunnudagur 25. sept. Undirfellsréttir í Vatnsdal, A-Hún sunnudagur 25. sept. Víðidalstunguréttir í Víðidal, V-Hún sunnudagur 25. sept.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.