Tíminn - 24.09.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.09.1983, Blaðsíða 8
8. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Frámkvæmdastjóri: Gfsll Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðsiustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hailgrímsson. Umsjónarmaður Heigar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrlk Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur j Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristfn Leifsdóttir, Samúel Öm Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja ' Jónsdóttlr, Þorvaldur Bragason. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Ámi Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýsingasfmi 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86306. Verð f lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrlft á mánuðl kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Ekki verður kvikað frá markaðri braut ■ Sú ákvörðun Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, að efna til almennra funda víða um land til að skýra stefnu ríkisstjórnarinnar hefur sýnt sig í því að vera rétt og nauðsynleg. Stjórnarandstaðan og forystumenn fjölmennra launþegasamtaka hafa gert harða hríð að efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og hamra í sífellu á þeirri kjaraskerðingu sem þær hafa í för með sér, en sleppa hinu hver þróunin hefði orðið hefði ekki verið gripið til róttækra og að mörgu leyti sársaukafullra aðgerða. En aðgerðirnar eru ekki út í hött og það er langt frá því að þær séu settar til höfuðs launþegum, eins og andstæðingar ríkisstjórn- arinnar halda fram, heldur er tilgangur þeirra að koma í veg fyrir hrun atviiinufyrirtækja og skjóta styrkum stoðum undir efnahags- líf þjóðarinnar sem stefndi í hreinan voða. Á fjölmennum fundi á Selfossi á fimmtudagskvöld sagði forsætisráðherra m.a: „Þegar í ljós kom að verðbólguhraðinn um síðustu áramót, sem áætlaður var 80% var orðinn miklu meiri, eða um 130%, þá hefði ekkert blasað við annað en almenn stöðvun atvinnuveganna og atvinnuleysi. Þá hefði jafnframt legið fyrir að erlendar skuldir þjóðarinnar hefðu vaxið geysilega, en þær höfðu undanfarin ár verið á bilinu 31% til 37% af þjóðarfram- leiðslu. Um síðustu áramót voru þær um 48% af þjóðarframleiðslu en væru nú tæp 60%. Verðbólgan stefndi í hæðir sem áður voru óþekktar hér á landi og leyfi ég mér að fullyrða, að við hefðum ekki ráðið við. Erlendar skuldir hefðu aukist svo mjög, að það eitt út af fyrir sig stofnaði sjálfstæði þessarar þjóðar í hættu.“ Um helstu áhrif efnahagsaðgerðanna sagði forsætisráðherra: „Þessar aðgerðir hafa mjög víðtæk áhrif. í fyrsta lagi hafa þær haft þau áhrif að atvinnuvegirnir hafa ekki stöðvast. Atvinna er næg í landinu, við erum ennþá með atvinnuleysisstig neðan við 1%, sem er mjög gott. Því verður ekki neitað að kaupmáttur hefur skerst mjög mikið en Þjóðhagsstofnun áætlar að kaupmáttur kauptaxta hafi skerst um 30% og kaupmáttur ráðstöfunartekna um 14%, en um þessar tölur er reyndar deilt, sérstaklega um það hve mikið kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur skerst. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur að mati Þjóðhagsstofnunar og fræðimanna skerst minna en ella, vegna Jress að það er út af fyrir sig kjarabót í hjöðnun verðbólgu. Eg vek athygli á samþykkt ASI frá í febrúar þar sem það er undirstrikað. Engu að síður viðurkenni ég að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar eru fyrst og fremst gerðar á kostnað launþega, á því er engin launung. Staðreyndin er sú að launþegar hafa fyrst og fremst borið þessar byrðar, þannig að spurningin er nánast þessi: Er það þess virði? Ég segi fyrir mitt leyti, já, það er þess virði að halda atvinnuvegunum gangandi, að halda fullri atvinnu og koma verðbólgustiginu niður í það sem það er í nágrannalöndunum.“ Síðan vék Steingrímur Hermannsson að framhaldinu og sagði: „1. febrúar falla úr gildi þessi lög sem mikið hefur verið talað um og eftir það semur vinnumarkaðurinn sjálfur um kaup og kjör. Þau ummæli mín, að það komi til greina að fella úr gildi bráðaþirðalögin gegn því að aðilar vinnumarkaðarins samþykki að hækka ekki grunnkaup fyrir 1. febrúar, hafa verið afflutt í fréttum þannig að þar sé komið eitthvert undanhald. Það verður ekkert undanhald á þeirri stefnu sem við höfum sett okkur. Við ætlum að ná þessum markmiðum og við munum ekki víkja frá því. Á þessum grundvelli er ríkisstjórnin nú að marka sína stefnu fyrir næsta ár. Við stefnum hiklaust að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu. Við munum velja okkur markmið í verðbólgu og til þess að ná því markmiði verður sett ákveðið hámark á breytingu gengis til að verðlag hækki ekki meira en því nemur. Launahækk- anir verða síðan að vera innan þessara marka.“ Þá lagði forsætisráðherra á það áherslu, að aukning kaupmáttar verði að koma frá aukinni framleiðni atvinnuveganna og verði atvinnurekendur og launþegar að semja innan þess ramma og bera sjálfir ábyrgð á samningum sínum, án afskipta ríkisvaldsins. OÓ skrifað og skrafad Atvinnumál á Suðurlandi ■ Hrafnkell Karlsson skrif- ar í síðasta tölublað Þjóðólfs um atvinnumál Sunnlendinga og leggur fram þá spurningu, hvort þau séu í ólestri. Um stóriðju segir hann: Lausnarorð margra er stór- iðja. Ég tel vafasamt að byggja atvinnulífið upp á stóriðju og hún kemur ekki til greina að mínu mati hér á Suðurlandi. Hafnarskilyrði eru hvergi nægjanlega góð og yrði því að leggja gífurlega fjármuni í byggingu hafnarmann- virkja. Þéttbýli hér er ekki nógu öflugt til að taka við stóriðju og yrði því veruleg félagsleg röskun af hennar völdum. Mengunarhætta er alltaf fyrir hendi þó dregið hafi verulega úr henni með nýrri tækni í mengunarvörn- um. Stóriðja skapar ekki mörg atvinnutækifæri miðað við fjármagnskostnað. Mest af framleiðslu stóriðjufyrir- tækja er seit á heimsmarkaðs- verði sem ræðst af framboði og eftirspurn. Undanfarin ár hefur verið kreppa í iðnríkj- um eins og annars staðar, aruppbyggingu. Hún skapar ódýra aðstöðu fyrir þá sem eru að setja á stofn fyrirtæki og getur oft ráðið úrslitum. Suðurland vill stundum gleymast hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Við erum oft settir á sama bekk og Reykja- víkursvæðið og er því talið að við þurfum ekki fyrir- greiðslu við. f því efni er steinullarmálið glöggt dæmi þar um. Stór-Reykjavíkur- svæðið stelur mörgum at- vinnutækifærum frá Sunn- lendingum bæði í verslun og ■ þjónustu.enviðskulumekki gleyma því að ef vel er á málum haldið þá eigum við að geta nýtt okkur betur þann stóra markað sem Reykjavíkursvæðið býður uppá. Þrátt fyrir allt hefur í ýms- um greinum iðnaðar vel til tekist og það virðist vera uppgangur hjá mörgum fyrir- tækjum í fjórðungnum. Mörg af fyrirtækjum þessum selja framleiðslu sína á Reykjavík- ursvæðið og er nærtækast og að mínu mati vænlegast að byggja sóknina í iðnaðarupp- byggingu með það markaðs- svæði í huga. íslendingar eiga að vera sem mest sjálfum sér nógir í menn, sem enga sérþekkingu hafa á þessum málaflokkum. Þeir setja leikreglurnar, en fagmennimir fá síðan skamm- irnar, þegar ilia tekst til. Auðvitað , er fagþekking engin gulltrygging fyrir góð- um árangri á þessu sviði sem öðru, en það er ákaflega hæpið að allar forskriftir og reglugerðir í þessu þjóðfélagi skuli sniðnar að þörfum vísi- tölufjölskyldu, sem er e.t.v. alls ekki til.“ „Ég get nefnt sem dæmi um klaufaskap í okkar skipu- lagsmálum," segir Kristín, „að nefndin, sem endurskoð- aði byggingarreglugerðina er tók gildi 1979, var skipuð stjórnmálamönnum og verk- fræðingum. Þar var enginn arkitekt, enginn innanhúss- hönnuður, enginn landslags- hönnuður og því miður engin kona. Þessi nefnd setti reglur, að lágmarksstærð íbúðarherbergja mætti ver 7m2 að flatarmáli og breidd 2,20m. Afleiðingin af þessari stefnu eru skáparnir, sem kallaðir eru „barnaherbergi“ Lágkúran er allsráðandi í þessum málum og alltof lítið tillit tekið til þarfa barna og kvenna inni á heimilum. Hvernig menn komast að „Börn eiga ekki að vera smáhlutir á heimili, sem ein- göngu er útbúið með tilliti til fullorðna fólksins," segir Kristín í erindi sem hún flutti á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af „Ári barnsins“ 1979. „Þau eru einstaklingar með ólíkar forsendur, sem háðar eru kyni, aldri, heilsufari, starfi og persónuleika. Þau hafa þörf fyrir öryggi, útrás, þroska, fjör og hvíld - þörf fyrir að vera ein og með öðrum - þörf fyrir ábyrgð, viðurkenningu, sjálfsvirð- ingu og sjálfssköpun. Börn eiga þess vegna rétt á að geta fullnægt eðlilegri þörf sinni fyrir leik og hreyf- ingu. Öll lífsorka barnanna, hreyfiþörf þeirra, hugmynda- flug og athafnaþrá leitar út- sem hefur orsakað stóraukið framboð á framleiðslu stór- iðjufyrirtækja, sem aftur hef- ur þýtt verðhrun hvort heldur um er að ræða ál, járnblendi eða aðra stóriðjuframleiðslu. Ef stóriðja verður vaxandi þáttur í íslensku atvinnulífi geta slíkar sveiflur haft mjög víðtæk áhrif á íslenskt efna- hagslíf. Möguleik- arnir eru miklir Grein sinni lýkur Hrafn- kcll þannig: Hugmyndin um iðngarða er mjög athyglisverð. Ég tel hana eitt af grundvallaratrið- um sveitarfélaganna í iðnað- þessu efni og það má benda á að gjaldeyrissparandi fram- leiðsla er engu aðsíðurmikil- væg en gjaldeyrisaflandi. Möguleikarnir eru miklir og framtíðin björt ef Sunn- lendingar standa saman í því mikla átaki sem framundan er. Börn í skápum í blaðauka Þjóðviljans um börn og híbýli er m.a. vitnað í Kristínu Guðmundsdóttur híbýlafræðing, sem fjallar um hve lítið tillit er tekið til barna og kvenna í bygginga- og skipulagsmálum. Kristín segir m.a. „Þeir aðilar, sem móta stefnuna í bygginga- og skipu- lagsmálum, eru upp til hópa svona „gáfulegum“ niður- stöðum er mér hulin ráðgáta? Börn þurfa rými Kristín segist eindregið vera á móti því að koma börnum fyrir í litlum her- bergjum og geta víst flestar mæður og feður tekið undir þá skoðun af heilum hug. Hver kannast ekki við þá herbergjaskipan, að hjóna- herbergið er stærst og síðan eru 1 -3 pínulítil svokölluð bamaherbergi. Steinsteypan setur okkur skorður og því er erfitt." að bæta úr slíku1 skipulagi. Sumir bregða á það ráð að láta börnunum eftir stærsta herbergið og sofa þá sjálf í litlu kytrunum, en það er ekki heldur góður kostur. rásar og viðfangsefna í leik. Leikirnir eru bömum líkam- leg og andleg nauðsyn. Og til þess að þau geti stundað og notið leikjanna sem best þurfa þau umfram allt nægi- legt rými. Ég held, að það geti oft á tíðum verið betra að hafa 2 börn í stóru herbergi heldur en bæði í pínulitlum her- bergjum", segir Kristín. „Það þarf þó að taka tillit til aldurs og kyns; samkynja börn geta verið lengur saman í herbergi en systkini af sitt hvom kyni og aldurinn kem- ur auðvitað einnig við sögu. Ég held, að meiri samstaða og samheldni skapist hjá börnum sem deila herbergi heldur en hjá hinum sem hafa sitt hvort herbergið. Leiksvæðið verður einnig stærra í einu stóru. herbergi en tveimur litlum.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.