Tíminn - 24.09.1983, Síða 9
LAIJGARDAGLIR 24. SÉPTEMBÉR 1983'
4 4 U'f
pj5>
9
SUF—sldan
„Ungt fólk hefur
áhuga á S.U.F."
-segir Finnur Ingólfsson, formaður S.U.F.
■ „Vetrarstarfið fór af stað með
stjórnarfundi SUF, sem haldinn var
fyrir skömmu", sagði Finnur Ingólfs-
son, formaður SUF, í samtali við SUF
síðuna. „I byrjun október verður mið-
stjórnarfundur SUF að Bifröst í Borg-
arfirði og ýmislegt fleira fylgir á eftir.
Ég vona að sem flestir miðstjómarmenn
SUF sjái sér fært að mæta á fundinn að
Bifröst, en þar verður starf samtak-
anna næstu mánuði endanlega
mótað“.
Nýfélög
Það kom fram í samtalinu við Finn
að í vetur er fyrirhugað að stofna
fjölmörg ný FUF félög. Á þessu ári
hafa verið stofnuð þrjú félög og Finnur
sagði að skrifstofa SUF hefði í sumar
undirbúið stofnun margra nýrra. „Það
skal viðurkennt að FUF félögunum
fækkaði mikið síðasta áratug, en nú-
verandi stjórn hefur sett sér það
markmið að þau verði a.m.k. 25 þegar
hún skilar umboði sínu haustið 1984.
Haft hefur verið samband við unga
framsóknarmenn víða út um land og
ég held að mér sé óhætt að segja að
undirtektirnar séu góðar. Sem sýnir að
Framsóknarflokkurinn á hljómgrunn
hjá ungu fólki. Á sumum stöðum er
því þó þannig varið að félög eldri og
yngri manna hafa verið sameinuð
vegna fámennis í viðkomandi sveitar-
félagi. Það eru því einkum stærri
staðimir sem við einbeitum okkur að“
- Hefur ungt fólk áhuga á að ganga
í ungliðasamtök stjómmálaflokkanna
-eða í stjórnmálaflokka yfirleitt?
„Eg get að sjálfsögðu ekki svarað
fyrir aðra flokka en Framsóknarflokk-
inn og svarið er jákvætt. Ég héf orðið
þess var að ungt fólk hefur áhuga á t.d.
SUF, en því er þó ekki að leyna að
alltof stór hópur ungs fólks vill ekki
koma nálægt stjómmálum, telur að allt
sem má tengja við þau sé af hinu illa.
Þeir sem halda þessari skoðun fram
hafa sjaldnast kynnt sér stjómmála-
flokkana, vita ekki hvemig þeir
starfa. Ef við tökum Framsóknarflokk-
inn sem dæmi þá ætti uppbygging hans
síður en svo að fæla ungt fólk frá
honum og ég vil geta þess að í
miðstjórn Framsóknarflokksins sem
er ein æðsta valdastofnun flokksins
situr fjöldinn allur af ungu fólki. Það
er staðreynd að stjórnmálaflokkamir,
eins og við þekkjum þá í dag, eru
undirstaða þess lýðræðisþjóðfélags
sem við búum í og ef grafið væri undan
flokkunum er síður en svo ljóst hvað
tekur við. Hitt er svo aftur annað mál
að stjórnmálaflokkamir verða að gæta
þess að endurnýja sig og taka meira
tillit til þeirra málaflokka sem snerta
sérstaklega ungt fólk.
Víti til varnaðar
Ungir Framsóknarmenn hafa t.d.
lagt á það höfuð áherslu að Framsókn-
arflokkurinn móti atvinnustefnu sem
hægt sé að styðjast við allt fram til
aldamóta, geri sér m.ö.o. grein fyrir
því hve margir koma á atvinnumarkað-
inn og hvað stjórnvöld þurfi að gera til
þess að skapa öllu því fólki sem á
vinnumarkaðinn kemur á þessu árum
atvinnutækifæri. Við teljum að það
atvinnuleysi sem er í nágrannalöndun-
um eigi að vera okkur víti til varnaðar.
Þetta er mál sem svo sannarlega er mál
unga fólksins og fyrir viðlíka mála-
flokkum erum við ungir framsóknar-
menn að berjast innan okkar flokks.
- Getur þú nefnt mér nokkur atriði
úr fyrirhuguðu vetrarstarfi?
„Samkvæmt vetrardagskrá er ætlun-
in að hefja útgáfu á sérstöku skóla-
blaði fyrir framhaldsskólanemendur
og hvað önnur útgáfumál varðar þá
má ekki gleyma Þjóðmálaritinu SÝN.
Þriðja tölublað SÝNAR kemur út eftir
röskan mánuð. Við ætlum að efna til
ráðstefnu um umhverfismál fyrir jól og
höfum í hyggju að leggja til við FUF
félögin að þau fjalli um sama mál
heima í héraði þegar ráðstefnan er
afstaðin.
Vetrarstarfið
„Fyrir jól verður einnig efnt til
ráðstefnu um mismunandi rekstrar-
form og í byrjun nóvember mun SUF
standa fyrir fundi um friðarmál. Ætl-
unin er að SUF standi fyrir utanlands-
ferð, en eins og margir vita þá fóru 80
manns utan með MS EDDU í lok ágúst
á vegum SUF. Þessi ferð heppnaðist
prýðilega og viljum við reyna að bjóða
upp á aðra utanlandsferð. Enn er ekki
endanlega afráðið hvert verður haldið
en einhver Evrópuborgin verður fyrir
valinu. Nú, fyrirhugaðir eru kapp-
ræðufundir við ungliðasamtök hinna
flokkanna, það er að segja ef þau þora
að mæta okkur. Þá má geta þess að
stjórn SUF hefur unnið að því að SUF
og FUF félögin á Reykjavíkursvæðinu
efni til skemmti- og fræðslufunda í
vetur og ég vona að það verði að
raunveruleika.
Þá eru ótalin ýmis föst verkefni, svo
sem útgáfa fréttabréfa, útgáfa á jóla-
almanaki, leiðbeiningastörf á félags-
málanámskeiðum FUF félaganna og
margt fleira væri hægt að telja upp.
- Þú ræddir hér að franian um
miðstjórnarfund SUF. Hverjir sitja
þennan fund og hvert er aðalmál
fundarins?
„Miðstjórn SUF er skipuð fólki
víðsvegar að af landinu. Yfirleitt er
þetta fólk á milli tvítugs og þrítugs, en
hámarksaldur í SUF er 35 ár.
Á miðstjórnarfundinum munu starfa
ýmiskonar nefndir. í því sambandi má
nefna nefndir eins og unhverfismála-
nefnd, húsnæðismálanefnd, stjórn-
málanefnd og nefnd sem fjallar um
Framsóknarflokkinn og unga fólkið. í
raun er ekki hægt að segja að eitt málið
sé öðru mikilvægara.
■ Finnur Ingólfsson.
mikið við sögu þegar Möðruvallahey-
föngin var og hét.
- Hvemig sérð þú framtíð
ungiiðahreyfingar á borð við SUF?
„Ég tel að hún sé björt. Vissulega
kostar það mikla vinnu að halda starf-
seminni gangandi og stöðugt vantar
peninga, því við viljum koma æði miklu
í verk. Ég er sannfærður um að ungt
fólk hefur áhuga fyrir SUF og Fram-
sóknarflokknum, það vill vinna með
stjórnmálaafli sem er ekki kolfast í
kreddukenningum. Við framsóknar-
menn stefnum að þjóðfélagi þar sem
menn eru metnir að verðleikum en
ekki eftir því hvort þeir kunna utan-
bókar kafla í Marx eða Hayek.
Að ná tökum
á verðbólgunni
- Ert þú ánægður með störf ríkis-
stjórnarinnar?
„Ég er um margt ánægður með
núverandi ríkisstjórn, en hún verður
að sjálfsögðu að gera jafn miklar
kröfur til sín og hún gerir til almenn-
ings. Ég tel að ríkisstjórnin hafi skiln-
ing á þessu atriði, enda er það frum-
forsenda þess að vel takist til. Það er
staðreynd að mjög hefur dregið úr
verðbólgunni en hún hefði að óbreyttu
keyrt landið um koll. Nú er t.d. talið
að erlendar skuldir þjóðarinnar séu
um 60% af vergri þjóðarframleiðslu og
það sér hver og einn að sú tala má ekki
hækka. Aðeins með því móti að ríkis-
stjórnin nái tökum á verðbólgunni er
hægt að tala um bjartari framtíð. Á
þessu atriði og fleirum er skilningur
hjá fólki - um það er ég sannfærður.
Það er svo aftur annað mál hvort
stjórnarandstöðunni tekst að þyrla upp
slíku moldviðri að menn viti ekki í
hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Hlut-
verk stjórnarandstöðu er að benda á
það sem betur má fara en einbeita sér
ekki að því einu að komast í valdastól-
ana hvað svo sem það kostar. Þjóðin
hefur ekki efni á verkföllum eða stór-
kostlegum kauphækkunum. Þetta er
staðreynd sem stjórnarandstaðan veit
mæta vel en lætur sem vind um eyru
þjóta.
- Húsnæðismálin eru mál málanna í
dag. Hver er afstaða SUF í þeim
efnum?
„Hún er mjög skýr. Fyrir skömmu
ályktaði stjórn SUF um þau mál, en
þar segir m.a. að stjórnin skori á
félagsmálaráðherra og ríkisstjórn að
gera nú þegar úrbætur í málefnum
þeirra sem eru að byggja eða kaupa
húsnæði. Þörfin fyrir umbætur er
ekki síst hjá því fólki sem var að
eignast húsnæði á meðan húsnæðismál-
in voru i heljargreipum Alþýðubanda-
lagsins. Einnig sagði í ályktuninni að
stjórn ítrekaði fyrri samþykktir sín-
•Tværmerkar
bækur
Fyrir jólin koma út tvær merkar
bækur, sem báðar fjalla um fram-
sóknarmenn. Sú fyrri er um Olaf
Jóhannesson og er rituð af fjölmörg-
um vinum og stuðningsmönnum
Ólafs. Hin bókin er um Eystein
Jónsson og það er Vilhjálmur Hjálm-
arsson, sem ritar bókina. SUF vill
fyrir sitt leyti hvetja framsóknar-
menn og aðra til að kaupa þessar
bækur, sem gefa góða lýsingu á
stjórnmálaferli umræddra manna.
•SUF síðan
byrjan á nýjan
leik
Fyrir nokkrum árum birti Tíminn
öðru hvoru SUF-síðu, en á henni
fjölluðu ungir framsóknarmenn um
málefni SUF og annað það sem þeim
var hugleikið. Nú hefur verið ákveð-
ið að taka upp þráðinn þar sem frá
var horfið og verður reynt að halda
úti SUF-síðu a.m.k. svo lengi sem
núverandi stjórn SUF situr við völd.
Ungir framsóknarmenn, hvar svo
sem þeir búa á landinu, eru hvattir til
að skrifa greinar og fréttir til birtingar
á þessri síðu. Vinsamlegast sendið
efnið skrifstofu SUF við Rauðarár
stíg.
•Vilja mæta á
aðalfundi og
kjördæmis-
þing
Framkvæmdaráð SUF hefur ákveðið
að reyna að senda fulltrúa á sem
flesta aðalfundi í félögum ungra
framsóknarmanna, svo og á aðal-
fundi í eldri félögunumEinnig hefur
framkvæmdaráð SUF áhuga á að fá
senda fulltrúa á kjördæmisþing fram-
sóknarmanna. Forráðamenn félaga
og kjördæmissambanda eru vinsam-
legast beðnir um að hafa samband
við skrifstofu SUF nokkru áður en
umrædd þing og fundir eiga sér stað,
svo viðkomandi fulltrúar geti undir-
búið sig sem best. Þess má geta að
fulltrúi SUF fór á kjördæmisþing
framsóknarmanna á Vestfjörðum og
ávarpaði samkomuna. Einnig fór
fulltrúi fyrir Landsamband fram-
sóknarkvenna og flutti hann einnig
ræðu á þessu þingi.
ar um stighækkandi lánshlutfall í 80%
af byggingarkostnaði, lengingu láns-
tíma í 42 ár og að lán verði greidd út
til lántakenda í einu lagi. Stjórn SUF
skoraði einnig á ríkisstjórnina að ná
þessum markmiðum á kjörtímabilinu.
Þetta var kjarninn úr ályktun stjórnar-
innar og þetta er mál sem verður að
vinna vel í á kjörtímabilinu - ef
ríkisstjórnin ætlar sér að koma í veg
fyrir að fjöldi fólks lendi á götunni
vegna þess hve dýrt er og erfitt að
byggja“.
■ Bifröst í Borgarfirði. Þar verður miðstjómarfundurinn haldinn.
Jólaalmanakið:
Ein mikilvægasta
frjáröflunarleiðin
„Undirbúningur er í fullum gangi“
sagði Áskell Þórisson, framkvæmda-
stjóri SUF, þegar SUF-síðan spurði
hann umjólaalmanakSUF. „Ég var að
fá tilkynningu um að almanökin væm
komin til landsins og þessa stundina er
ég að fá vinninga hjá ýmsum fýrirtækj-
um“.
SUF hefur gefið út jólaalmanak
undanfarin ár. Þetta almanak er í raun
happdrætti og er dregið 24. sinnum
þ.e. 1. til 24. desember. Áskell sagði
að í fyrra hefði almanakið verið sent til
umboðsmanna víðsvegarum landið og
önnuðust þeir söluna. „Þetta fyrir-
komulag gaf ekki nógu góðaraun, enn
eru nokkrir á svörtum lista, hafa ekki
gert upp. Að þessu sinni munum við
senda almanakið út með gíróseðli til
fjölmargra aðila og ég geri fastlega ráð
fyrir því að heimtur verði betri nú en
áður“.
Áskell sagði að almanakið væri ein
af mikilvægari fjáröflunarleiðum SUF
og að góð sala í ár tryggði að hægt væri
að ráðast í ýmis verkefni sem eru á
verkefnaskrá vetrarins. „Ég vil hvetja
fólk til að kaupa almanakið af okkur,
en að öllum líkindum verður það sent
út fyrstu dagana í nóvember eða í lok
október".
Miðstjórnarfundurinn hefst eftir
hádegi þann 8. október og lýkur næsta
dag. Það er mjög mikilvægt, að þátt-
taka verði góð, hún er forsenda þess
að fundurinn nái tilgangi sínum“.
Björt framtíð
-Nú varð SUF 45 ára sl. sumar.
Verður þessara tímamóta minnst á
miðstjórngrfundinum?
„Að sjálfsögðu. Á laugardagskvöld-
ið verður afmælishóf í hátíðarsal Sam-
vinnuskólans. Ef að líkum lætur verða
fluttar margar snjallar afmælisræður
og tímamótanna minnst í bundnu og
óbundnu máli. Ég get fullvissað þá
sem koma að Bifröst um að þeir verða
ekki fyrir vonbrigðum með það hvern-
ig við minnumst þessara tímamóta."
Þá vildi ég líka geta þess að þriðja
tölublað Þjóðmálaritsins SÝNAR
verður helgað afmælinu að hluta. Þar
verður t.d. viðtal við Elías Snæland
Jónsson, ritstjóra Tímans sem kom
Samband ungra framsóknarmanna er samefnari fyrir fjölmörg félög ungra
framsóknarmanna, sem starfa víðsvegar um landið. Oll hafa þau áhuga á að
Ijölga félagsmönnum, enda við margt að starfa. Vilt þú vera með? Ef svo er
þá þarftu ekki annað en að rita nafn og heimilsfang á þennan miða, klippa
hann út úr blaðinu og senda til SUF, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík.
Framkvæmdastjóri SUF mun sjá um að koma þér í samband við næsta FUF
félag.
Nafn:
Heiraili:
Sími:
Aldur:
Sendist til: Samband ungra framsóknarmanna, Rauðarárstíg 18,105 Reykja-
vik.