Tíminn - 24.09.1983, Qupperneq 20

Tíminn - 24.09.1983, Qupperneq 20
Opið virka daga 9-19 Laugard'aga 10-16 H hedd Skemnuvegi 20 Kopavogi Simar (91 »7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 .«9 *P abriel HÖGGDEYFAR ^Jvsrshlutir sími365io. ríamarshöfða 1 Ritstjorn 86300-Augfysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Helgin 24.-25. september 1983 Fullbúnar tillögur að nýju leiðakerfi SVR liggja fyrir: HRINGLEIMRNAR UM BÆ- INN VERDA LAGÐAR NIMIR — Hugmyndir um að SVR fái sérakrein til aksturs niður Hverfisgötu ■ Það hefur ekki verið leitað álits okkar, sögðu vagnstjóramir sem við töluðum við í gær, Tímamynd Ámi Sæberg „VIÐ HÖFUM EKKERT FENGIÐ AD VITA’ — segja strætisvagnabílstjórar, sem telja nær að lagfæra gamla kerfið V ■ Tillögur sem danska fyrir- tækið A.S. Nyvig hefur unnið að undanfarið fyrir Reykjavíkur- borg varðandi nýtt leiðakerfi SVR liggja nú fyrir og voru lagðar fyrir stjórn SVR fyrir skömmu. Bjartsýnustu áætianir gera ráð fyrir að þeim verði hrint í framkvæmd á vori komanda. Þær gera ekki ráð fyrir mikilli fjölgun strætisvagna, en hins vegar eykst fjöldi íbúa á svæði SVR á hvern vagn verulega. Tvær leiðir vestan Elliðaár verða samkvæmt tillögunum lagðar niður, þ.e. hringleiðirnar nr. 8 og 9. „Vestan Elliðaár verða breyt- ingarnar tiltölulcga litlar," sagði Baldvin. „Þrjár leiðir, nr. 4 og 5 sem sjá um tengingarnar frá Hlemmi að Dalbraut og nr. 5 verður framlengd að Borgarspít- alanum, en leið 7 tengir Bústaða- veg við Hlemm í gegnum Hlíð- arnar." Hann sagði að nýting á leiðunum milli Hlemms og Dal- brautar hefði verið mjög slæm og vagnar á þeirri leið hefðu ekið á 20 mínútna fresti miðað við kortér og hálftíma hjá öðrum leiðum, en það hefði haft í för með sér slæmar tengingar á Grensásstöð. Þá sagði Baldvin að leiðir 6 og 7 yrðu fluttar suður fyrir Miklubraut, cn hraðleiðirn- ar í úthverfin yrðu að stoppa á Miklubrautinni í staðinn. „Það verður súperþjónusta við Miklu- brautina,"sagði Baldvin. „Hrað- leiðirnar stoppa við nýja miðbæ- inn, Lönguhlíð, Landspítalann og Háskólann, og á þessari leið verða ferðir á meir en korters fresti" Höfuðbreytingin snertir út- hverfin, (leiðir ganga í Breið- holtið með hálftíma tíðni hver. Fjórar verða hraðleiðir en hinar dreifast, ein fer Bústaðaveginn, önnur í Voga og Álfheima, þriðja verður framlenging af leið 4 og loks verður nr. 11 óbreytt nema hún gengur vestur á Eiðs- granda. Hraðleiðirnar ganga til skiptis Suðurlandsbraut og Miklubraut á hálftíma fresti. Leið 10 gengur áfram í Árbæ- inn, nema hvað hún fer ekki iengur um Ártúnshöfðann. Á móti koma nýjar leiðir niður Ártúnshöfðann, sem halda á- fram upp í Keldnaholt og þjóna nýju Grafarvogsbyggðinni. Sex aðalskiptistöðvar verða í nýja kerfinu, Lækjartorg, Hlemmur, Grensás, Mjóddin, Borgarspít- alinn og Ártúnshöfðinn. En allt er þetta auðvitað háð því að tillögurnar hljóti náð fyrir augum stjórnkerfis borgarinnar. Allar þessar tillögur eru háðar því að bót verði ráðin á þeim flöskuhálsi sem Laugavegurinn er í umferðinni, en til að tíma- töflur standist má ekki taka meir en 5 mínútur að aka leiðina frá Hlemmi niður á Lækjargötu, en því takmarki er erfitt að ná eins og viðskiptavinir SVR vita. Til að ráða bót á þessu hefur sú hugmynd komið fram að vagnar SVR aki eftir sérstakri akrein niður Hverfisgötu. „Það er nauð- synlegt að finna lausn á þessu sem fyrst því að fyrr verður ekki hægt að taka nýja kerfið upp,“ sagði Baldvin. Hann sagði að nýja kerfið mundi þjóna fleiri íbúum en núverandi kerfi gerir. Nú eru 88 þúsund íbúar á þjónustusvæði SVR, en gæti fjölgað um 10 þúsund íbúa með nýja kerfinu. Gert er ráð fyrir að bæta við þrem vögnum en það þýðir að allmiklu fleiri íbúar verða á hvern vagn en áður. Þetta mundi þýða að bæta yrði inn vögnum á mestu annatímunum eins og reyndar er gert nú, en að sögn Baldvins cr það mun hagstæðara að bæta við vögnum en að fjölga leiðunum. Hann vildi því meina að þjónustan myndi ekki versna, en nýja leiðakerfið yrði mun hagkvæmara en það gamla. En mest kæmi breytingin íbúum út- hverfanna til góða. - JGK ■ „Það þýðir ekkert að spyrja okkur um álit, við höfum ekkert fengið að vita,“ sögðu vagnstjór- ar hjá SVR, þegar blaðamaður leit við á biðstöðinni á Hlemmi í gær til að inna þá álits á hug- myndum að nýja leiðakerfínu, sem nú er í undirbúningi. „Þegar gamla leiðakerfið gekk í gildi þá var okkur kynnt það þegar undirbúningur var kominn á lokastig og við komum ekki nálægt neinum ákvörðunum,“ sögðu vagnstjórarnir. Þeir bættu því við aðfyrstu mánuðirnireftir þá breytingu hefðu verið þeir erfiðustu sem þeir myndu eftir úr akstrinum, allar tímaáætlanir hefðu gengið úr skorðum og það hefði tekið þó nokkurn tíma að fá hlutina til að ganga heim og saman. „Þetta verður dýrt fyrir borg- ina“, sagði einn vagnstjórinn og bætti því við að sér hefði fundist eðlilegra að hafa það kerfi sem nú er við lýði áfram til grundvall- ar, en endurbæta það eftir föng- um í stað þess gjörbylta því. Kerfið hefði í rauninni gefist vel, þótt á því væru ýmsir hnökr- ar sem ætti að vera hægt að ráða bót á, með aukaferðum og öðrum lagfæringum. „Það er hætt við að þetta verði sama vitleysan og þegar breytt var um síðast,“ sögðu vagnstjórarnir en sögðu jafnframt að þeir væru ekki í stakk búnir til að ræða hina nýju tilhögun í smáatriðum, þar sem þeir vissu lítið meira um málið en það sem þeir hefðu heyrt á skotspónum. „Það er nauðsynlegt að ef gera á breytingar þá verði þær látnar taka gildi að vori til,“ sögðu vagnstjórarnir ennfremur. Það verða örugglega margir fyrir óþægindum til að byrja með, og þá verður að láta þetta ganga yfir meðan aðstæður eru sem bestar.“ - JGK Irmbrots- þjófar á ferðinni ■ I nnbrotsþjófar voru á ferð- inni í Reykjavík og Garðabæ í fyrrinótt. Kaffivagninn á Grandagarði var heimsóttur og þar stolið um 1600 krónum. Þá var brotist inn í Spesíuna í Garðabæ þar sem tvcir spila- kassar voru meöal annars brotnir upp og afraksturinn þar var um 10.000 krónur. Einnig komu þjófar við í leik- tækjaverslun við Iðnbúð 8 í Garðabæ en ekki var vitað hvað þar hafðist upp úr krafs- inu. -GSH Ásmundur vildi ekki á fund með Sfeingrími ■ „Það voru mér vonbrigði að forystuinenn A.S.Í. skyldu ekki mæta á þennan fund, sagði Steingrímur Hermanns- sun forsætisráðherra um fund sem hann hugðist halda með forystumönnum A.S.Í. í gær- morguo, en þar mætti einungis hagfræðingur samtakanna. „Mér finnst slík afstaða, að mæta ekki einu sinni til svona fundar ekki lýsa miklum viija til samráðs,“ sagði forsætisráð- herra jafnframt. Forsætisráðherra sagðist hafa átt ágæta fundi með Vinnu- veitendasambandinu, Vinnu- málasambandi samvinnufélaga í fyrradag, fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, fulltrúa bænda og fulltrúa Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands. Þá átti forsætisráðherra fund með Haraldi Steinþórssyni frá BSRB í gær, en hjá BSRB var sama upp á teningnum og hjá ASÍ, formaður samtakanna Kristján Thorlacius mætti ekki. Forsætisráðherra sagði að á þessum fundum hefði verið reynt að komast að sameigin- • legum niðurstöðum út frá hvaða forsendum skyldi ganga. auk þess sem rætt var um hvað væru skynsamleg markmið á næstu árum. „Því miður," sagði Steingrímur, „þá rcyndist ekki unnt að ræða það við ASÍ, þar sem forystu- menn samtakanna mættu ekki.“ - AB dropar Kóngó-ísland ■ Málsmetandi menn hafa þungar áhyggjur af fýluferð sovéska flutningaskipsins sem gert varð afturrcka með rækjur vegna þess að innflutnings- fyrirtækið Tríton hf. var ekki í stakk búið til að setja banka- tryggingu fyrir farminum. Telja þeir að þetta geti orðið til þess að erlendir viðskiptaaðilar okkar fari að taka upp sama háttinn og við í samskiptum við banana- og Afríkulýðveld- in, og heimti bankatryggingu fyrir förmum, áður en skipin láti úr heimahöfn, þannig að stutt geti orðið í Kongó-ísland. Löglegt en siðlaust ■ Sjónvarpsnotendur í N,- Þingeyjarsýslu hafa neitað að greiða afnotagjöld af sjón- varpi, vegna slæmra útsend- ingarskilyrða og telja kröfu sína eðlilega og réttláta. Athæfl þeirra er hins vegar með öllu ólöglegt eins og kemur hér fram á eftir í nýjasta leiðara Víkurblaðsins frá Húsavík: „íslendingar myndu auðvit- að ekki sætta sig við að borga afnotagjald af, t.d. Sovétski Televitshi, ekki fyrst og fremst vegna þess að dagskrá þess sé svo lélcg, heldur vegna þess að við sjáum ekki sovéska sjón- varpið, frekar en N.-Þingey- ingar sjá það íslenska. Við myndum heldur ekki sætta okkur við að borga fyrir mjólk og brauð ef við fengjum aðeins umbúðirnar í hendur. Að heimta greiðslu fyrir slíkt væri enda ólöglegt. En íslenska sjónvarpið getur með fuilum lagalegum rétti krafist þess að neytcndur borgi afnotagjöld, jafnvel þó þeir sjái ekkert í tækjum sínum. Þetta er dulítið undarlegt. Lög- in virðast í meira lagi götótt og hagur neytenda fyrir borð bor- inn í þessu máli sem í svo mörgum öðrum... ...Krafa sjónvarpsins um að menn borgi afnotagjöld af því sem þeir sjá ekki, er því lögleg en siðlaus. Hvers vegna stígur sjónvarpið ekki skreflð til fulls og lætur blinda borga afnota- gjöld?“ Krummi . . ...sér að ekki er lélegt að vera á varamannabekknum ef Ellert er inná...!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.