Tíminn - 28.09.1983, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 2«. SEPTEMBER 1983
fréttir
Kvikmyndagerðarmenn:
.JMGSKRARGERD SMNVARPSINS BOB-
IN IÍT HL KVIKMVNDAFYRIRTÆKJA”
færist f vöxt erlendis
■ Það hefur verið að færast í vöxt alls
staðar erlendis að sjónvarpsstöðvar leiti
til einstakra kvikmyndagerðarmanna
eða fyrirtækja“, sagði Sigurður Sverrir
Pálsson, form. kvikmyndagerðarfyrir-
tækisins K.O.T. h/f, en félagsfundur þar
hefur skorað á stjómvöld að beita sér
fyrir því að „dagskrárgerð sjónvarpsins
verði boðin út til kvikmyndafyrirtækja“.
í rökstuðningi frá félaginu segir að nú
sé starfandi fjöldi frjálsra kvikmyndafyr-
irtækja, sem geti framleitt bæði betra og
ódýrara myndefni en sjónvarpið sjálft,
eins og þær kvikmyndir sanni sem komið
hafa á markaðinn á síðustu árum. Útboð
sjónvarpsefnis yrði til að skapa enn fleiri
tækifæri á hinum frjálsa markaði fyrir
kvikmyndagerðarfólk og aðra listamenn
sem fást við myndmál.
Hinrik Bjarnason, deildarstjóri Lista-
og skemmtideildar sjónvarps sagðist
ekkert vilja úttala sig um þessa tilteknu
áskorun, enda hefði hann ekki séð hana.
Hins vegar mætti geta þess „að sjónvarp-
ið keypti töluvert af efni. Það sem
sjónvarpinu er boðið er allt skoðað og
metið hvort hægt er að kaupa það. Það
má líka segja það að hér hefur alltaf
verið unnið mikið verk af fólki sem er
ekki fastráðið, og þannig hlýtur það
alltaf að verða. Mér er það í rauninni til
efs að það sé í mörgum stofnunum meira
verk unnið af fólki, sem ekki er fastráðið
hjá stofnuninni, en hér. Almennt vil ég
segja það að ég veit ekki betur, en þegar
dagskrárstjórar hér hafa lagt fram áætl-
anir sínar að þá hafi yfirleitt verið
innlegg í þá umræðu frá þeim sú
hugmynd að bjóða út tiltekinn geira af
þessu verki, ef svo mætti segja. Hitt er
augljóst að við erum verkstjórar fyrir
hóp af fólki sem hjá okkur vinnur,
fastráðið og lausráðið, og við erum með
þær frumskyldur að þetta fólk hafi sínar
hendur fullar af, við skulum ætla,
skemmtilcgum og áhugaverðum verk-
efnum", sagði Hinrik Bjarnason að
lokum.
Hlutafélagið K.O.T. var stofnað árið
1975 og er sameign 23ja aðila, sem er
meginþorri starfandi kvikmyndagerð-
armanna. Tilgangur félagsins er að skapa
hluthöfum aðstöðu fyrir tónsetningu og
klippingu kvikmynda sinna.
-BK
skúrunum“
„Erum mót-
fallin breyt-
ingum á
vinnu-
Tillögu um viðræður
við lóðarhafa í Grafarvogi:
— segir í yfirlýsingu
52 starfsmanna
Vegagerðarinnar í
Árnessýslu
■ „Við, starfsmenn Vegagerðarínnar
og vélstjórar og vélamenn í vinnu þar,
viljum ítreka þá skoðun, sem við reyndar
létum strax í Ijósi, þegar við heyrðum
um fyrirhugaðar breytingar á vinnu-
skúrum Vegagerðarínnar, og gífurlegan
kostnað því samfara, að við erum þeim
mótfallin. Sú aðstaða sem við höfum í
vinnuflokkunum er góð og fullnægj-
andi“, segir í yfirlýsingu sem Tímanum
hefur boríst og undirrítuð er af 52 starfs-
mönnum Vegagerðar ríkisins í Árnes-
sýslu vegna fréttar í Tímanum 7. septem-
ber s.l.
„Frá okkur hafa ekki komið kvartanir
um aðbúnað síðan rafmagnskyndingu
var komið á og hreinlætisaðstaða gerð,“
segir ennfremur í yfirlýsingunni. „Það
erum ekki við sem höfum óskað eftir þeim
breytingum sem nú eru á döfinni, hvorki
á eldhúsi né svefnskálum. Við viljum fá
að halda því ástandi sem er sem lengst.
Okkur finnst ekki eðlilegt að þessar
kröfur séu gerðar á hendur Vegagerð-
inni. Hún býður sínu fólki upp á ágæta
aðstöðu og getur hver sem er komið og
séð ef hann kærir sig um, á sama tíma og
verktakar þeir, sem nú stendur til að
selja verkefni Vegagerðar ríkisins í
hendur, geta nánast boðið sínum starfs-
mönnum að eta bitann sinn sitjandi úti á
næstu þúfu“.
■ Þjóðleikhúskórinn varð 30 ára s.l.
vor og heldur nú upp á afmælið með
plötuútgáfu, en á plötunni verður
óperan Cavaleria Rusticana eftir Pi-
etro Mascagni, sem flutt var í Þjóð-
leikhúsinu s.l. vor. Þetta er jafnframt
í fyrsta sinn sem heil ópera verður
gefin út á plötu með íslenskum flytj-
endum. Stjómendur Þjóðleikhúskórs-
ins hafa verið dr. Victor Urbancic, Carl
Billich og núverandi stjórnandi er
Agnes Löve. Myndin var tekin við
upptöku í Háskólabíói í gær. Lengst til
vinstri eru Erlingur Vigfússon og þá
Ingveldur Hjaltested, en þau fara bæði
með einsöngshlutverk. Það er Jean
Pierre Jaquillat sem stjórnar félögum
úr Sinfóníuhljómsveit Islands og Þjóð-
leikhúskórnum.
Timamynd Ámi Sæberg.
Flugstödvarbyggingin:
SAMNINGAR
VIÐ HAGVIRKI
UNDIRRITAÐIR
■ Gengið hefur verið frá samningum
milli Hagvirkis h.f. og varnamáladeildar
utanríkisráðuneytisins um framkvæmdir
við fyrsta áfanga byggingar flugstöðvar
á Keflavíkurflugveili. Voru samningar
undirritaðir í gær í húsakynnum varna-
máladeildar.
„Það nægir að skrifa undir samninginn
fyrir mánaðamót. Hins vegar munu
starfsmenn Hagvirkis hefjast handa við
verkið á næstu dögum, sennilega fyrir
mánaðamót,'* sagði Sverrir Haukur
Gunnlaugsson, deildarstjóri varnamála-
deildar, þegar hann var spurður hvort
fjárveitingar Bandaríkjamanna til verks-
ins myndu ekki falla niður ef ekki yrði
hafist handa 'við framkvæmdir fyrir 1.
október næst komandi.
Eins og fram hefur komið var tilboð
Hagvirkis í verkið það þriðja lægsta sem
barst. Við undirritunina sagði Sverrir,
að við athugun á lægri tilboðunum hefði
komið í ljós, að vcrktakarnir hefðu
ekki litið rétt á útboðsgögn, þannig að
staðan hefði verið metin þannig að hag-
kvæmast væri að taka tilboði Hagvirkis.
- Sjó
„Undirskrifta-
söfnunin geng-
ur ágæta vel“
— segir í frétt frá
BSRB
■ Fundarherferð BSRB um samn-
ingsrétt og kjaramál stendur nú sem
hæst. í frétt frá bandalaginu segir að
fundirnir hafi tekist mjög vel í alla
staði. Þátttuka hafi verið góð og um-
ræður líflegar. Haldnir hafa vcrið 14
fundir og í dag verða 6 fundir úti á
landi. Þess utan eru haldnir fjöldi
vinnustaðafunda dag hvern.
Auk fundanna stcndur yfir undir-
skriftasöfnun verkalýðsfélaganna, þar
sem skorað-er á stjórnvöld og Alþingi
„að fella úr gildi án tafar öll ákvæði
bráðabirgðalaganna frá 27. maí 1983,
sem afnema eða skcrða samningsrétt
samtaka launafóllcs“. í frétt frá BSRB
segir að undírskriftasöfnunin gangi
ágæta vel. Algengl sé að allir starfs-
menn skrifi undir á fjöimennum vinnu-
stöðum. Undirskriftasöfnunin stenduri
til 7. október og vcrða listar afhentir
stjórnvöldum á samkomudegi Alþing-
is, þann 10. öktóber n.k. -BK
Hafnað í
■ Borgarráð hafði til umsagnar í gær
tillögu frá Sigurjóni Péturssyni sem til
var vísað á síðasta borgarstjórnar-
fundi, þess efnis að leitað skyldi eftir
viðræðum við lóðarhafa við Grafarvog
með það fýrir augum að mynda mætti þar
heiilegan kjarna í upphafi, þótt lítill
yrði. Eftir að nær 2/3 þeirra sem þar
höfðu fengið úthlutun í ár hættu við að
þiggja lóðir sínar er Ijóst að byggðin
verður afar dreifð í byrjun og til verður
í dæminu að aðeins eitt hús standi við
götu. Meirihluti borgarráðs hafnaði til-
lögu Sigurjóns en Sigurjón og Krístján
Benediktsson greiddu atkvæði með
henni.
Hjörleifur Kvaran skrifstofustjóri
borgarverkfræðings lagði fram ítarlega
umsögn um tillöguna þar sem hann
leggst gegn henni á þeim forsendum að
óskir lóðarhafa séu misjafnar, sumir vilji
búa við sjóinn, aðrir vilji búa á slétt-
lendi, en aðrir nálægt útivistarsvæði.
Þetta geri það að verkum að engar
forsendur séu til að þjappa saman þeim
lóðum sem þegar hafa greidd gjöld af.
Lóðir verði áfram til úthlutunar á
svæðinu og reikna megi' með að mikið
framboð á þeim leiði til lækkunar á
lóðaverði. Efnahagsbati samfara fækk-
un lóða til húsbyggjenda muni vafa-
lítið leiða til aukinnar eftispurnar eftir
lóðum í Grafarvogi á nýjan leik.
- JGK