Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983
Hlustendakönnun Ríkisútvarpsins:
RÖSKUR HELMINGUR HUIST-
AR A WNSÆLUSIU ÞÆTT1NA
■ Þjóðin hlustar mikið á Útvarp eT
marka má niðurstöður hlustenda-
könnunar sem gerð var vikuna 2.-8. maí
í vor 52-70% hlýða á fréttir. Á sjö þætti
hlustar meira en annar hver maður. Á
14 þætti hlýða 40% eða fleiri. Flestir
dagskrárliðir fá jákvæða dóma þeirra er
á hlýða, eða þá að fólk amast ekki við
þeim. Sem dæmi um þetta má nefna að
upplestur á tilkynningum fær ekki mikið
af neikvæðum dómum. Þá má nefna að
útvarpshlustun dettur mjög niður á
kvöldin þegar sjónvarp byrjar. Helst eru
það þættir ætlaðir ungu fólki sem ná
eyrum hlustenda.
Markmið könnunarinnar var að „kort-
leggja hlustunarmynstur almennings“ til
viðmiðunar við skipulagningu á dagskrá.
Könnunin var þríþætt: Send var út
dagbók og var fólk beðið að merkja við
í samræmi við notkun sína. Þá var
almennur hluti, þar sem spurt var um
venjulega notkun fólks á ríkisfjölmiðlun-
um og óskir fólks um efni. Þá var að
lokum spurt um lífshætti, einkum vinnu-
tíma og svefn.
í úrtakinu voru 1498. Eitthundrað
sextíu og tveir féllu brott vegna flutnings
eða Ijarveru. Þá voru eftir 1336. Af þeim
sendu 846 útfyllta lista til baka eða 63%,
sem er varla viðunandi þátttaka.
Könnunin náði aðeins til fólks á aldrin-
um 15 til 70 ára, þar sem álitið var að
dagbókarformið hentaði illa eldra og
yngra fólki, og kanna yrði hlustun þeirra
hópa með öðrum þætti.
Starfsfólk dagskrárdeildar vann að
þessari könnun, ásamt dr. Elíasi Héðins-
syni, iektor.
-BK
Hlustenda-
könnunin
bregður Ijósi
á svefnvenjur
þjóðarinnar:
40% UNGUNGA
VAKANtH KL 2
AÐFARANÆTUR
SUNNUDAGA!
■ Tæplega þriðji hver unglingur á
aldrinum 15—20 ára erekki gengipn til
kl. tvö aðfararnætur laugardaga,-Að-
fararnætur sunnudaga er um 40%
þeirra vakandi á sama tíma. Virka
daga ganga unglingar til náða fyrir
miðnætti (90% þeirra) hins vegar
vakna íslendingar kl. sjö á virkum
dögum. Þessar og ótalmargar aðrar
upplýsingar um svefnvenjur landans
má lesa út úr hlustendakönnun út-
varpsins og er trúlegt að þessi hlust-
endakönnun Ríkisútvarpsins sé um
leið umfangsmesta könnun sem gerð
hefur verið á svefnvenjum íslendinga.
BK
Áhrifa
þegar
farid
ad gæta
■ Ahorfendur voru flestir á því að gæði Tomma og Jenna væru með því besta, ef
marka má einkunnirnar sem þættirnar með þeim fengu.
■ Nálægt þrír af hverjum (jórum liggja yfir Dallas-þáttunum.
Sjónvarpid:
Reikna ma með að 75% þjoðar-
innar horfi á Dallas-þáttinn
— Tommi og Jenrii með hæstu einkunn
■ Niðurstöður úr hlustendakönnun
Ríkisútvarpsins hafa þegar verið nýttar
við gerð vetrardagskrár. Þannig var
síðdegisvöku Páls Heiðars valinn stáð-
ur með hliðsjón af niðurstöðum. í Ijós
kom að mikið var hlustað á þátt
Stefáns Jóns „Guli í múnd“ og var því
ákveðið að hafa í vetur sviþaðan þátt í
morgunsárið. Þá má nefna að „Kvöld-
vökunni" var skipt upp og hcnni dreift
yfir flesta daga vikunnar. Væntanlega
til þess að veiða meiri hlustun.
BK
■ Þrír af hverjum fjórum íslendingum
á aldrinum 15-70 ára horfa á Dallas.
Sjötíu og þrjú prósent horfðu á gaman-
þáttinn þriggja manna vist. Sextíu og níu
prósent á Derrick. Sextíu og fjögur
prósent á laugardagsmyndina. 62% á
Tomma og Jenna og 60 á Sjónvarp næstu
viku. Hins vegar líkar mönnum best við
bandaríska skemmtiþáttinn um Tomma
og Jenna, og fékk hann 4,60 í einkunn.
Næst hæst var bresk dýralífsmynd með
4,57 (50% horfðu). Þá kom 3ja manna
vist með 4,50 (73% horfðu). Ástralskur
fræðsluflokkur með 4,41' (56%horfðu).
Enska knattspyrnan með 4,36 (23%
horfðu). Næst komu Fréttir á táknmáli
4,29 og 8% hlustun, Sjónvarp næstu
viku og Derrick. Dallas, sem flestir
horfðu á hlaut aðeins 4,07 í einkunn...
-BK
Fréttir vin
Utvarpið:
FLESTIR HUJST-
UDU M TAU”
— Laugardagssyrpan
í mestum metum
■ Fólk var spurt að því hvort það
hlustaði á tiltekna dagskrárliði í útvarpi
hvar það hlustaði og hvernig því líkaði.
í ljós kom að flestir hlustuðu á þáttinn
„Á tali“ 60%. Síðan kom „Helgarvakt-
in“ og „Á frívaktinni" með 56% hlustun.
„Mánudagsssyrpan" með 54%. Síðán
koma „Óskalögsjúklinga". „Þriðjudags-
syrpa“ og „Frimmtudagssyrpa" með yfir
50% hlustun. Þegar fólk var hins vegar
beðið að leggja mat á þættina kom allt
önnur röð út. „Syrpan" á laugardags-
kvöldum kom be st út úr gæðamati, fékk
4,62 (aðeins 28% hlustuðu) „Mér eru
fornu minnin kær“ fékk 4,56 (34%
hlustun). „Kvöldgestir“ fengu 4,49 (35%
hlustun). Gull í mund fékk 4,48 (45%).
Daglegt mál fékk 4,48 (33%) „Út og
suður“ fékk 4,47 (35% Hlustun). Á tali
kom svo næstur með 4,46 í gæðamati, en
■ Það hafa margir legið á línunni 60% hlustuðu á hann sem fyrr segir.
þegar þær Edda Björgvinsdóttir _gj^
...og Helga Thorberg spjölluðu saman á laugardagskvöldum sl. vor. Hlustendur að
öðru útvarpsefni urðu ekki fleiri.
■ Mánudaginn 2. maí hlýddu sjötíu
prósent íslendinga á aldrinum 15-17
ára á fyrri kvöldfréttir hljóðvarps ef
marka má niðurstöður hlustcndakönn-
unarinnar. Hlustunin var í lágmarki
laugardaginn 7unda maí. Þá hlustuðu
aðcins 52%. Aðrir kvöldfréttatímar
vikunnar liggja þarna á milli hvað
hlustendahóp viðvíkur. Samsvarandi
tölur fyrir hádegisfréttir hljóðvarps
eru 56% og 67%. Fyrir seinni kvöld-
fréttir 54% og 56%, og fyrir fréttir
sjónvarps 59% og 66%.
Fólki líkar einnig nokkuð vel við
fréttatímana. Hæstri einkunn ná fréttir
sjónvarps 4. maí 4,43. Annars er ckki
marktækur munur á fréttum sjónvarps
og hljóðvarps í þessum efnum.
Skekkjan
a.m.k. 10%
■ í könnun sem þessari er óhætt að
reikna mcð nokkrum skekkjum. í
fyrsta lagi má búast við því að þeir sem
ekki svara hlusti minna á útvarp og líki
jafnvel ver við það. Um þetta er þó
erfitt að fuliyrða. í oðru lagi er líklegt
að sá sem er kominn með dagbók í
hendurnar og á-að merkja við hlustun
sína og hvernig honum líki þættirnir,
auki hlustun sína. Lágmark vrrðist að
reikna með 10% hlustunaraukningu af
þessunt sökum. BK