Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 3
„DATT EKKi I HUG AÐ VESR- ID GÆTI ORÐIÐ SVONA VONT’ segir einn þremenninganna sem lentu í hrakningunum í Loðmundarfirdi um helgina ■ „Það var óneitanlega gott að fá björgunarsveitarmennina til að fylgja okkur til baka. Þá var svo vont skyggni að við þurftum að ganga með símalínun- um og rýna í næsta staur. Eg skal ekki segja hvort við hefðum komist af eigin rammleik til baka og við hefðum sjálf- sagt getað drepið okkur í Kirkjuá sem við þurftum að vaða yfir, því hún var alltaf að vaxa“, sagði Sigurður Bragason frá Grímsstöðum á Fjöllum, einn menntaskólapiltanna sem lentu í hrakn- ingum í Loðmundarfirði um helgina. „Það var svo sannarlega gott að kom- ast í húsið í Stakkahlíð því við vorum orðnir ansi blautir og kaldir. Að vísu gekk illa að þurrka fötin þarna inni, þar sem loftið var svo rakt og kalt. Það er olíukynding í húsinu, en við kunnum ekki á hana og það var heilmikið stíma- brak að fá hana til að loga. Við vorum lengi að prófa okkur áfram. Það tókst þó að lokum og eftir það vorum við t' góðu yfirlæti. Þarna vareinnig matur, en við vorum orðnir uppiskroppa með nest- ið sem við höfðum með okkur.“ „Qkkur datt hreinlega ekki í hug að veðrið gæti orðið svona vont", sagði Sigurður þegar hann var spurður hvort þessi ferð hefði ekki verið hættuspil. „Þetta var nú eitt mesta vatnsveður sem hefur komið hér lengi og síðan snjóaði á heiðinni." - GSH. ■ „Það er mjög sérstætt ef settur embættismaður fær ekki skipun, ef ekki koma fram kvart- anir yfir störfum hans, og það hafar ekki svo vitað sé verið gerðar athugasemdir við em- bættisfærslu Aslaugar Brynjólfs- dóttur. Fari svo nú hlýtur það að vera alvarlegt mál fyrir mjög marga, t.d. kennara og aðra embættismenn ríkisins. í annan Kári Arnórsson skólastjóri Fossvogsskóla um fræðslustjóramálið: „ÓAFSAKANLÍGT AB MÁLH) SKIIU EKKIFRAGENGB” stað þá virðist sem yfirvöld rugli saman í þessu máli tveim at- riðum, annars vegar skipun núv. fræðslustjórans í Reykjavík í embætti og hins vegar þeim breytingum sem meirihluti borg- arstjórnar hefur viljað gera á skipan fræðslumála í Reykjavík, þau telja að ekki sé hægt að ganga frá ráðningu fræðslustjóra Tónfestival á Hótel Borg ■ í kvöld fimmtudaginn 6. október verður haldið tónfestival á Hótel Borg. Tápið verður ffá klukkan 22:00-01:00. Ætlunin er að reyna að mynda þarna séríslenska djöfullega stemmningu og mun fólk grannt sem bústið, ungt sem aldrað dansa við leik tónsveitanna, Svart-hvíts draums, Vonbrigða og Qtzji, Qtzji, Qtzji. Komið, komið og bergið á kokkteil gulblárra mannvera. Auk þess er hægt að fá sér í gler, ef fólk kærir sig um. ■ Kári Arnórsson. án þess að fyrst sé gengið frá samkomulaginu. En hér er um óskyid atriði að ræða sem ekki á að blanda saman,“ sagði Kári Arnórsson skólastjóri Fossvogs- skóla í gær þegar Tíminn spurði hann álits á þeirri stöðu sem upp er komin í sambandi við stöðu fræðslustjórans í Reykjavík og greint var frá í blaðinu í gær. „Ingvar Gíslason f.v. menntamálaráð- herra hafnaði þessum samkomulags- drögum eins og kunnugt er s.l., vor, en borgarstjóra var engu að síður falið að hrinda þeim í framkvæmd í samráði við ráðuneytið. Ef svo mikið Iá við að samkomulagsdrögunum væri hrint í framkvæmd átti auðvitað að vinna að því strax. En ekki er vitað til að fræðsluráð hafi gengið eftir því við menntamálaráðherra þá fjóra mánuði sem hún hefur setið í starfi. Það er með öllu óafsakanlegt að ekki skuli hafa verið gengið frá skipum fræðslustjóra áður en setningartímabil Áslaugar Brynjólfsdóttur var liðið. Málið snertir ekki aðeins það embætti heldur einnig þá stöðu sem hún gegndi áður. Það má gjarna koma fram að ég óskaði eftir því í bréfi til fræðsluráðs s.l. vor að gengið yrði frá stöðu yfirkennara við Foss- vogsskóla, en Áslaug var í Ieyfi frá því starfi. Þá var talið að ekki lægi á þar sem Áslaug var settur fræðslustjóri til 1. október. Ég ítrekaði þetta í samtali við starfsmann fræðsluráðs 15. ágústs.l.. En ekkert var aðhafst og það kemur sér mjög illa, þar sem þetta hefur keðj uverk- andi áhrif inn í skólastarfið. En það sem ég tel alvarlegast í þessu máli er þessi framkoma gagnvart á- kveðnum embættismanni. Hvað sem mönnum kann að finnast um ráðningu Áslaugar Brynjólfsdóttur, sem menn geta að hluta kallað pólitíska ef þeir kjósa svo, þá véfengir enginn rétt ráð- herrans til að setja hana í starf. Og hún hefur gengt því án þess að að væri fundið. Ég tel að þá lágmarkskröfu verði að gera til ráðuneytisins að viðkomandi embættismaður fái greidd laun þar til gengið hefur verið frá stöðu hans,“ sagði Kári Arnórsson skólastjóri að lokum. - JGK. Björgunarsveit- armennirnir af Héraði: Voru átta og hálfan tíma á leiðinni — sem venju- lega tekur 3-4 klukkutíma ■ Þrír menn úr Björgunarsveit Fljótsdalshéraðs voru átta og hálfan klukkutíma yfir Hjálmárdalshciði milli Seyðisfjarðar og Loðmundarljarðar á ntánudag, en þangaö fnru þeir til að sækja þrjá menntaskólapilta sem urðu veðurtepptir í Stakkahlíð í Loðmund- aríirði. I góðu færi er þessi leið gengin á 3-4 tímurn, en sökum ófærðar gekk feröin svona seint. Hópurínn kont til baka með piltana á þriðjudagskvöld og þá tók feröin sjö og hálfan tíma. Að sögn Baldurs Pálssonar björgun- arsveitarmanns ú Egilsstöðum fóru piltarnir gangandi frá Scyðisfiröi til Loðmundarfjarðar á föstudagskvöld. Þá lentu þcir í ausandi rigningu og voru því mjög blautir þegar þeir komu til Stakkahlíðar. Stakkahlíð er haldið vel við þó ekki sé búið þar, og piltarnir létu vita gegnum síma að þeir ætluöu að láta fyrirberast þar á laugardag til aö þurrka föt sín. Piltarnir lögðu síðan aftur af stað á sunnudag, en hrepptu þá vont veður með rigningu og snjókomu þegar ofár dró. Einnig var skyggni rrijög slæmt. Þeir sncru síðan viö aftur þegar þcir sáu fram á að þeir kæmgst aldrei yfir heiðina í björtu og létu aftur vita af sér til Scyðisfjarðar. Morguninn eftir var hringt í Stakka- hlfð, en piltarnir sváfu og heyrðu ekki í srmanum. Þá föru björgunarsveitar- menn af stað með hlífðarföt og mat handa piltunum. Eins og áður sagði var færðin ntjög slæm og það tök mennina þrjá tíma að komast upp á heiðina, en hún er |50 metra há. Hópurinn lagði stöan af stað aftur á þriðjudag og var komið til Selsstaða í Seyðisfirði um kl. 19.00. Engum hcfur orðið meint af volkinu. - GSH. i i TREtSIUW TWGGJUiyi LYORÆOI SWININCSRETf SKRIFUM UNDIR! Grétar Jónsson, Jón Kjartansson, Pétur Sigurösson, Sigfinnur Karlsson, Sigrún D. Elíasdóttir, Þóra Hjaltadóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.