Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 6. OKTOBER 1983 fréttir Fyrstu áskrift- artónleikar Sin- fóníunnar: Selló- konsert Jóns Nordal frum- fluttur -og flutt verk eftir Messiaen og Mahler ■ Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Istands á þessu starfsári verða n.k. fimmtudagskvöld, 6. októ- ber kl. 20.30 í Háskóiabíói. t>ar verða flutt þrjú verk; Les Offrandes Oubliées eftir Olivier Messiaen, Scllókonsert eftir Jón Nordal og Sinfónía nr. 1. í D-dúr cftir Gustav Mahler. Einleikari verður Erling Blöndal Bengtsson og stjórnandi Jean Pierre Jaquillat. Hcr er um að ra’ða frumflutning á séilókonsert Jóns Nordal, en tónskáld- ið samdi hann að bciðni Erlings Blönd- aj Bengtssons og iauk honum í ágúst síðast liðnum.Jón Nordal segir um konsertinn: „Verkinu er ekki skipt í þætti, heldur í áíanga, sem taka hver við af öðrum án þess að hlé sé á milli. Hér er um eins konar tilbrigði að ræða og er efníviðurinn sóttur f stef það sem sellóið leikur í upphafi verksins. Hlutur hljómsvcitarinnar er harður og óvæginn á köflum, en það er sellóið sem er leiðandi allan tímann og á fyrsta og síðasta orðið. - JGK „Viðburð- ur í fsl. tónlistar lífi — segir Erling Blöndal Bengtsson um sellókonsert Jóns Nordal sem frum- fluttur verður f kvöld ■ Mig langaði til að fá nýjan íslensk- an sellókonsert svo að ég bað Jón No'rdal að semja hann fyrir mig. Ég þekkti hann vel fyrir sem tónskáld, og ég hef tekið þátt í að færa upp minna verk eftir hann, scm ég var afar hrifinn af,“ sagði Erling Blöndal Bengtsson, einlcikari í sellókonsert Jóns Nordal. „Nú vil ég ekki segja of mikið um konsertinn fyrirfram, ég vil að músíkin sjálf fái að tala fyrir sig. Hann er kannske ekki alveg í hefðbundnu kon- sertformi, frckar byggður upp sem tilbrigði við upphafsstefið. Ég vil ekki ræða mikið meira um verkið annaö cn það að það er mjög fallcgt og ég hef haft mikla gleði af að fást við það. Ég veit ekki hvort þetta er fýrsti seliókon- sertinn, sem saminn er af íslendingi, en ég vil fullyrða að hann er mikill viðburður í íslensku tónlistarlífi." Hyggstu flytja hann erlendis? „Alveg áreiðanlega. Ég mun alla vega gera hvað ég get til að koma honum á framfæri sem víðast.“ JGK. ■ Það kom mörgum f opna skjöldu þegar Ellert B. Schram alþingismaður tilkynnti forseta sameinaðs þings að hann hygðist taka sér frí frá þingstörfum og gegna áfram ritstjórastarfi sínu við DV, um óákveðinn tíma. Fór hann þess á leit við forseta að hann kveddi til varamann sinn og að hann yrði tekinn af launaskrá f rá 1. þessa mánaðar. Menn greinir á um hvort Ellert sé stætt á þessari ákvörðun, og eins greinir menn á um hvaða ástæður búi að baki þessari ákvörðun Ellerts. Blaðamaður Tfmans falaðist eftir þvf við Ellert að hann upplýsti þetta mál, hvað hann tók Ijúfmannlega f, og í gærmorgun var blaðamaður mættur á ritstjóraskrifstofu Ellerts með spurningar sínar. ■ - Ellert, nú lofaðir þú því í yfirlýs- ingum í Morgunblaðinu og DV fyrir prófkjörið í nóvember í fyrra, að ef þú yrðir kominn á þing á nýjan leik, þá myndir þú ekki gefa cftir sæti þitt á nýjan leik, hvað hefur breyst? „Ég hef ekki gefið eftir neitt sæti, ég hef aðeins tekið mér frí. Ég hef því ekki afsalað mér þingsætinu. Á þessu er mikill munur.“ - Hvað hyggstu fyrir taka þér frí í langan tíma? „Pað er óákveðinn tími. Við verðum bara að sjá til.“ - Nú er skýrt kveðið á um það í 138. grein kosningalaganna, að ef þingmaður forfallast vegna veikinda eða annars, skal hann skýra forseta deildar eða sameinaðs Alþingis frá því í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. Liggur það ekki ljóst fyrir, að þú ferð ekki eftir þessari grein, eins og þú stendur á ákvörðun þinni? „Það eru mörg fordæmi fyrir því á þingi að menn hafa tekið sér frí, án þess að tiltaka það nákvæmlega hvað þeir verða lengi frá. Þetta er því ekkert nýtt í þingsögunni.“ - Nú heyrist því fleygt að margir þingmenn hyggist jafnvel hafna því að varamaður þinn taki sæti á þingi í þinn stað, þar sem þú hafir ekki fært fram neinar þær ástæður sem réttlæti þetta frí þitt. Hvað viltu segja um það? „Það verður þá að koma í ljós.“ - En ef að slíkt gerist, hvað gerir þú þá - tekur þú þá sæti á Alþingi á nýjan leik? „Ég ætla ekkert að hugleiða þennan möguleika, mér finnst hann svo fjar- stæðukenndur. Þegar og ef sú stund rennur upp, tek ég mína ákvörðun." - Ellert, getur þú vænst þess að kjósendur þínir sýni þér traust einu sinni enn, eftir að þú í fyrsta lagi hefur eftirlátið Pétri Sigurðssyni þingsæti þitt, sem mæltist mjög misjafnlega fyrir og svo þegar þú nú ákveður að taka þér frí frá þingstörfum um óákveðinn tíma? Eða ertu búinn að fyrirgera pólitískri framtíð þinni með þessari ákvörðun? „Hvort ég sé búinn að fyrirgera pólit- ískri framtíð minni eða ekki, verður að ráðast. Það veit enginn sína ævina fyrr en öll er. En að því er varðar spursmálið hvort ég hafi brugðist kjósendum mínum, þá er ég eins og ég sagði áðan að taka mér frí og ég hef ekki vitað til þess hingað til að menn væru að fremja eitthvert trúnaðarbrot þótt þeir tækju sér frí frá starfi á þessum vettvangi frekar en annars staðar. Ég held að kjósendur mínir hafi ekki ætlast til þess að ég sæti á þingi til þess eins að sitja þar, heldur til þess að ég hefði áhrif. “ - Hefur óbreyttur þingmaður þá eng- in áhrif, heldur einungis forystumaður í þingflokki eða ráðherra? „Ég hef áður lýst því í blöðum, að mér hafi verið ýtt út í horn. Ég hafi ekki verið í náðinni, eða átt upp á pallborðið, þegar um. það var að ræða að fela mönnum verkefni. Það blasir þess vegna við að áhrif mín verða lítil, önnur en óbreytts þingmanns. Ég er búinn að ganga í gegnum það í heilan áratug, og hafði því kannski búist við einhverju öðru." - Ertu þar með að segj.a að óbreyttur þingmaður hafi lítil áhrif? „Þingmenn geta haft misjafnlega mikil áhrif. Það fer allt eftir þeirri aðstöðu sem þeir eru í, og þeim trúnaði sem þeim er sýndur. Ég hef hvorugs notið.“ - Á sínum tíma var mikið um það talað Ellert, að þú hefðir reynst drengur góður, þegar þú eftirlést Pétri Sigurðs- syni þingsæti þitt. Áttir þú ef til vill m.a. vegna þess að þú á sínum tíma leystir stjóri, heldur en óbreyttur þingmaður á Alþingi? „Það fer ekkert á milli mála.“ - Er þá að nokkru að hverfa, með því að fara aftur á þing? „Miðað við óbreyttar aðstæður, þá er ekki sjáanlegt að það myndi gera mikið gagn.“ - Hvers vegna sagðir þú þá ekki bara af þér þingmennsku, í stað þess að ákveða að fara í frí? „Vegna þess að þetta eru mótmæli og ég vil gjarnan heyra og sjá viðbrögðin við þeim.“ - Þaðvorumargirsemhélduþvífram í fyrra, þegar þú fórst í prófkjörið og fékkst þessa skínandi útkomu, að þú hefðir ekki hinn minnsta áhuga á að setjast aftur á Alþingi, þú vildir einungis sýna „þessum köllum“ að þú ætti það mikið fylgi, að þú gætir farið inn á þing hvenær sem þér sýndist svo. Því segja þessir sömu menn að þessi ákvörðun þín þurfi ekkert að koma á óvart. Er eitthvað hæft í þessu? „Ég hefði ekki farið í prófkjör, nema af því að ég vildi gefa kost á mér. Ég vildi gefa kost á mér til þess að hafa áhrif í flokknum og gera honum gagn. Þegar áhrif mín eru lítil sem engin og flokkur- inn telur sig ekki geta haft neitt gagn af mér, þá sé ég mína sæng útbreidda.“ - Hvað þarf að gerast til þess að þú ákveðir að hætta í fríi, og setjast á Alþingi á nýjan leik? „ Það þarf ýmislegt að gerast.“ -AB UPPREISN ÞINGMANNS” — segir Ellert B. Schram um þá ákvörðun sína að taka sér frí frá Alþingi um óákveðinn tíma Ellert B. Schram. Tímamynd: G.E. viðkvæmt vandamál í flokknum, von á því að þú fengir nú meiri upphefð innan flokksins en raun varð á? „Ég hef ekki farið fram á það að vera sérstaklega verðlaunaður fyrir það sem ég hef gert í starfi mínu fyrir flokkinn. Hins vegar neita ég því ekki að ég hafði ‘kannski búist við því að flokkurinn vildi hafa eitthvert gagn af mér. Menn verða einfaldlega að skilja þann kjarna málsins, að ég hef ekki fengið verkefni eða aðstöðu, mér hefur veirð ýtt út í horn. Mér leiðist iðjuleysi. Ég vii því frekar nota starfskrafta mína, þar sem eftir þeim er óskað.“ - Ellert, margir minna viðmælenda, sem reynt hafa að skýra þessa ákvörðun þína fyrir mér, hafa haldið því fram að aðalástæðan væri sú að þú hefðir hrein- lega ekki efni á að hætta sem vel launaður ritstjóri DV til þess að gerast óbreyttur, illa launaður alþingismaður. Hvað viltu segja um þá skýringu? „Það getur vel verið að þessir menn hugsi vel til mín, en þeir þekkja mig þá ekki vel, því að ég læt ekki launamál ráða pólitískum ákvörðunum mínum. - Getur það talist eðlilegt, að þínu mati, að þingmenn ákveði sjálfir hvenær og hve lengi þeir taka sér frí frá þingstörfum? „Frí frá hverju? Ég er að taka mér frí frá því að gera ekkert. Hvort sem það eru taldar eðlilegar ástæður eða ekki, þá tel ég það vera nægar ástæður fyrir mig.“ - Hvaða viðbrögðum hefur þessi ákvörðun þín mætt innan flokksins? „Viðbrögðin hafa verið misjöfn, en þeir sem eru mér vinsamlegir, eru eins og ég leiðir yfir þessu. En þeir skilja jafnframt að þetta er ekki uppgjöf, heldur uppreisn, af hálfu þingmanns, sem hefur ekki skap til þess að láta stíga yfir sig.“ - Lítur þú á, að í ritstjórastcl á DV, sért þú í þínu framtíðarstarfi? „Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti. Mér líður vel þar sem ég er. Hér hef ég nóg að gera. Hér er ég skipstjóri á mínu eigin fleyi, en ekki messagutti hjá einhverjum öðrum.“ - Hefur þú meiri áhrif hér sem rit- V EKKIUPPGJOF, HELDUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.