Tíminn - 16.10.1983, Síða 8

Tíminn - 16.10.1983, Síða 8
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstof ur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Stansað á hengifluginu ■ Fundir Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem hann hefur haldiö víða um land til að kynna stefnu stjórnar sinnar og jafnframt hlusta eftir viðbrögðum almennings, hafa vakið verðskuldaða athygii. Steingrímur hefur talað tæpitungulaust og lagt spilin á borðið og ekki vcriö aö gefa neinar gyllivonir um brauð og leiki landslýö til handa í náinni framtíð, eins og alltof margra stjórn- málamanna er háttur. Á síðasta fundi sínum, sem haldinn var í Reykjavík, gerði forsætisráðherra m.a. crlendar skuldir og vanhugs- aðar fjárfestingar að umræðuefni. Hann minnti á þá óþægilegu staðreynd að erlendar skuldir eru orðnar yfir 60 af hundraði af þjóðarframleiðslu. Þetta svarar til að hver meðalstór fjölskylda í landinu skuldi sem svarar 530 þúsund krónum. Þcssi upphæö ma alls ekki hækka. Hann minnti á þau hrikalegu efnahagsvandræði sem Mexikó á við að stríða, en þar svara crlendu skuldirnar til sem svarar 65 af hundraöi þjóðarframleiðslu og hefur Alþjóðabankinn tekið að sér fjárhagslega forsjá landsins. Sú hætta blasir sem sagt við okkur að glata efnahagslegu sjálfstæði ef ekki er spyrnt við fótum og dæminu snúið við. Steingrímur Hcrmannsson sagði cinnig að sér væri það bæði undrunar- og áhyggjuefni hvcrsu orkuverð hafi hækkaö mikið. Ljóst cr að fjárfesting í orkumannvirkjum er alls ckki eins hagkvæm og sagt var fyrir um. Það segir sína sögu, að 80 af hundraði orkukostnaðarins er vegna fjármagnskostnaðar, og cr þetta dæmi um hvernig óhófleg- ar erlendar skuldir lcika þjóðarbúskapinn. Hann tók annað dæmi um vanhugsaða fjárfestingu sem er í tengslum við vinnuslustörf landbúnaðarins. Eitt sinn var talið nauðsynlegt að byggja 18 ný sláturhús og var það framkvæmt samkvæmt áætlun. Húsin og tækjakostur þcirra urðu rándýr, cn nýtingin er ekki meiri en svo að þau cru ekki notuð nema um þrjár vikur á ári. En hönnun húsanna og írágangur var miðaður við einhverja kröfu í Bandaríkjunum um hollustuhætti. Skipuleggjendur vinnslustöðvanna virðast ekki hafa vitað að kjöt hcfur aldrei verið selt frá íslandi til Bandaríkjanna og ckki miklar líkur á að svo verði. En bygging og rekstur hinna fokdýru vinnslustöðva hefur auðvitað mikil áhrif á kjötverð á innanlandsmarkaði. Hér kemur forsætisráðhcrra að kjarnaatriði varðandi bágborinn efnahag og uppsöfnun erlendra skulda. Van- hugsuð fjárfesting sem ekki skilar arði verður baggi á þjóðinni. Undanfarin ár hafa menn einblínt mjög á offjárfestingu í sjávarútvegi, sérstaklega togaraflotann, og talið hana undirrót allra meina þjóðfélagsins. En það gleymist að þegar flotinn var efldur hvað mest fóru aflabrögð batnandi ár frá ári og hrun loðnustofnsins og minnkandi þorskgengd var ekki séð fyrir. Það er alltaf auðvelt að gerast spámaður eftir á. Hitt ber að varast að sjá hvergi offjárfestingu nema í fiskiskipastólnum, þegar hún blasir við augum hvert sem litið er. Á fundum sínum hefur forsætisráðherra sagt hrein- skilnislega frá hvernig efnahagsmálum þjóðarinnar er komið og hvers vegna hinar harkalegu efnahagsaðgerðir sem lögfestar voru s.l. vor eru nauðsynlegar. Lífskjara- skerðingin er ill nauðsyn og óhjákvæmileg og er liður í því að þjóðin vinni sig sjálf út úr vandanum, því hún hefur ekki til annarra að leita í þeim efnum. Stjórnarandstæðingar gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur, en lækkun verðbólgu og þar með vaxta og hjöðnun verðbótahækkana á lán hefur miklar umbætur í för með sér, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Og alls ekki má gleymast að þetta hefur tekist án þess að til átvinnuleysis hafi komið og er það almennasta og besta kjarabótin. OÓ. horft f strauminn ■ Alþingi er loks komið saman. Það þykir mörgum í síðasta lagi. Vel má leiða að því ýmis rök, að réttmætt hefði verið að kveðja það saman fyrr að loknum kosningunum. cinkum þar sem þetta er nýtt þing og var auk þess endurnýjað með meira móti í kosningunum í vor. Eg er þó ckki þeirrar skoðunar, að það sc neinna meina hót að láta Alþing sitja allt árið. Þá yrði það áreiðanlega stöðnuð stofnun, yxi inn í.sig og slitnaði meira eða minna úr tengslum við lífið í landinu. En vel mætti hugsa sér að hafa leyfistíma Alþingis tvo cða þrjá á ári en aldrei Iengri en tvo mánuði eða þrjá í senn. Sex eða sjö mánuðir í cinni lotu eru of langur tími. Einnig cr engan veginn fjarri lagi að um það yröi beinlínis sett stjórnarskrárákvæði, að Alþingi skyldi koma saman innan ákvcðins tíma cftir hverjar Alþingiskosningar, til að mynda innan tveggja eða þriggja mánaða og ætíð jafnskjótt og ný ríkisstjórn hefur veriö mynduð. Ríkisstjórn tekur umboð sitt úr hcndi Alþingis. Til þess ciga ckki að nægja þingflokksfund- ir, jafnvel þótt þá sitji og lýsi þar stuðningi við nýja stjórn mcirihluti alþingismanna. Þessi meðferð mála er auðvitað réttarbrot á minnihlutanum og varla til þess fallið að efla þá ábyrgðarkennd sem löngum hefur vcrið talin af skornum skammti hjá stjórnarandstæðingum hér á landi. Hins vcgar er þess að minnast, að núverandi ríkisstjórn erekki hin cina sem þessu hefur brugðið fyrir sig í íslenskri þingræöissögu. en auðvitað ættu fyrri dæmi fremur að vera.til varnaðar cn eftirbreytni. Telja má líklcgt. aö þessi langi fresturá þingkvaðningu gegn vilja minnihlutaflokkanna æsi enn til ábyrgðarleysis í stjórnar- andstöðu og magni hörku þeirra átaka sem í vændum eru í fulla hnefana. en almenningur ætlast til þess að byrðunum sé drcift af rcttlæti - að minnsta kosti viðleitni til þess - og þingmcnn og ráðherrar beri líka sínar bvrðar. Ef þeir bregðast þeirri skyldu er voðinn vís. Ef fólkið þykist svikið í þessum efnum varpar það af sér byrðunum með ósköpum á miðri lcið. og þá cr allt farið til fjandans aftur. Um slík úrslit gætu ráðherrar og þingmenn engum kennt nema sjálfum sér. sérgæsku og fávisku um mannlcgt eðli. Réttlætisvísitala fjárlagafrumvarpsins Ýmsir hafa vafalaust vonað. að ríkisstjórnin mundi sjá að sér og snúa á réttlætisvcginn við gerð frumvarpsins um þau neyðarfjárlög sem við vcröum að búa við næsta ár. En því miður sjást þess lítil merki. Þar cr enn höggvið hart í sama ranglætisknérunn og áður. og margt sem þar blasir við er hreint og bcint hnefahögg framan í burðarmennina í þjóðfclaginu og víða gætt gráu ofan á svart. Það vantar svo sem ekki, að niðurskuröur á verklegum framkvæmdum og öðru en nógur, cn þaö ergert með öfugum klónum. því þyrmt se.m síst skyldi cn öðru eirt sem bíða má eða er til beinnar óþurftar. Seðlabankabyggingin vcrður sigurtákn þessa rang- lætis og níðstöng sem stjórnin reisir þjóðinni, hrossahaus hcnni til skapraunar, ef hún rís úr jörðu á þessu niðurskurðar- ári. Hið sama má raunarsegja um flughöllina á Keflavíkurvelli og sitthvað fleira. Að þora að horfa framan í sjálfan sig Það er táknrænt um réttlætisþrotin í stjórnarherbúðúnum. Að safna glóðum elds að hofði sér þinginu, og væri þó ákjósanlegt cins og ástand og horfur eru, að þar gæti orðið meira samlyndi cn oftast áður. Að fá frið til að stjórna Það hefur legið í loftinu, að ríkisstjórnin hefði verið þessa hinga þingfrcsts fýsandi til þess að henni gæl'ist ráðrúm til þess að koma sér fyrir, hcfja það viðnám sem ekki þoldi bið og gefa sig alveg að stjórninni þcssa fyrstu mánuði. Það skal ekki véfengt að henni var þörf að korna því í verk sem að kallaði,. en væri stjórnkcrfið með fclldu ætti þing að störfum að geta létt undir í slíku verki fremur en tafið fyrir, og um fram allt að gcta lagt nokkuð gott til þeirra mála og brotið axarsköft. sem ekki hefði verið vanþörf á í.sumar. En það er Ijóst vitni um mikla meinsemd, þcgar ráðherrar telja sig hclst þurfa að senda þingið heim til þess að geta stjórnað. Þetta bendir cinnig á þann annmarka, að ráðherrarnir eru allt of fast bundnir þinginu, eru sjálfir of mikill hluti af því, hvorki mc'ira né minna en sjöttungur, til þess að góðum hcillum stýri, og hægt sé að tala um það án þess að. hrista höfuöið, að þeir bcri ábyrgð á störfum sínum fyrir þinginu. Við komum enn og aftur að þcirri nauðsyn góðs þingræðis, að ráöherrar séu ekki þingmcnn mcðan þeir sitja í ráðherrastól, og ríkisstjórn á ekki heldur að hafa um það úrslitavald, hvenær þing er kvatt saman, heldur ciga aö gilda um það skýrari stjórnlagareglur sem forseti geti farið eftir. Og ráðherrar, sem ekki vcitir af öllum tíma sínum til stjórnarstárfa, eiga ekki að þurfa að eyða honum í skyldur vcnjulegs alþingismanns og geta ekki heldur gegnt þingmennsku meö ráðherradómi svo viðhlítandi sé. Það scm gerst hefur í þessum málum í surnar er cnn einu sinni sterk ábending um það hverjir pottar cru brotnir í þingræöi.okkar og hvernig vansköpuðum starfsrcgjum þess er beitt til þess að níðast á lýðræðinu. En satt að scgja verða líklega alhlítar reglur aldrci fundnar eða settar um þetta. Þar gildir það citt að stjórnendur hafa lýðræðissamvisku. Viö eigum þetta eins og flcst annað að miklu leyti undir gerð og siðgæði einstaklinganna - mcðbræðranna - hefðum ,og lýðræðisþroska. Verðbólgan á undanhaldi Þegar staða er athuguð þcssa haustdaga má það ekki gleymast. aö svo cr að sjá. sem nokkur sigur yfir verðbólgu sé í augsýn. Hún virðist nú vera komin niður í 40-45% þessa mánuði - á „ársgrundvelli" - en jafnframt verður að minnast þess, að þetta eru aðeins horfur - veðurútlit - sem gctur skipast á skömmum tíma til annarrar áttar. Þessi árangur hefur náðst með hrikalegri kjaraskerðingu sem felur í sér hróplegt óréttlæti. Samt er það árangur sem hægt væri að byggja á réttlæti og batnandi þjóðarhag. En af því að þetta eru aðeins horfur enn, en ekki skip í höfn, er allt undir framhaldinu komiö. Allt getur brostið í höndunum á okkur og orðið að enn skelfilegri martröð, ef út af bregður á þeirri skerjasiglingu. sem fvrir höndum er. Og þar gellur eitt viðvörunarhrópð ýjfír önnur: MEIRA RETTLÆTI. Hvort ríkisstjórninni tekst að sigla betur en verið hcfur eftir þeim vita hefur úrslitaþýðingu fyrir hana og þjóðina. Því verður varla með réttu neitað. að þessari ríkisstjórn hafi orðið á hrapallcg og meinþrungin mistök hvað eftir annað. á þessari fyrstu siglingu og enn þá eru ekki nógu góðar horfur á því að stjórnin rétti stefnu sína á vita réttlætisins. Launþegasamtökin hafa staðið ívrir almennri undirskrifta- söfnun meðal félaga sitina í mótmælaskyni gegn dagskipunar- afnámi samningsréttar og skertum kjörum. Tæplega helming- ur launþega í þessum samtökum skrifaði undir. Ýmsum mun þykja það kyníega lítið, en það væri alvarleg skyssa ef ríkisstjórnin hældist um of af þessu og túlkaði það hiklaust . sem stuðning við stefnu sína. Með því gæti hún kveðið upp dauðadóm yfir sjálfri sér. Hún verður að reyna að skilja þessa oröscndingu rétt. Niðurstaða þessarar undirskriftasöfnunar er sú. að mjög margir launþegar vilja enn gefa ríkisstjórninni frest - þrátt fyrir allt - og gcta varla trúað því að henni bregðist í sjálfdæminu svo augljóst réttlæti sem þessu á að fylgja. og landsfólkið ætlar ekki að kikna undir sínum byrðum fyrr en í að einmitt þessa dagana er enn einum aðstoðarráðherranum bætt við - hjá menntamálaráðherra - og þar með gengið feti framar en áður. Annars eru þessar ráðningar aðstoðarráð- herra orðnar annað og méira en svipuhögg á hcrðar þcirra sem skipað er að spara. Þær eru orðnar í flestum tilvikum óalandi flokkaspillingartákn í þokkabót, og er sú mynd skýrari nú en fyrr. Fyrsta ranglætisskrcf ríkisstjórnarinnar var stigið þegar dýrtíðarbætur á laun voru skertar án þess að öllum væri ákveðin sama bótafjárhæð. Síðan hélt stjórnin sjálf inn í skerjagarðinn með sömu cyðslu og áður. Aðstoðarráðherrarn- ir héldu innreið sína, bílamálin mcð sömu eyðslu, utanlands- ferðir í algleymingi, svo að eitt sinn var aðeins einn sjálfstæðisráðherra heima. Utanlandsráð ríkisforstjóra og húskarla þeirra voru vcrri en nokkru sinni fyrr. Söluskattur gefinn eftir þeim sem voru að reyna að féfletta börn með erlendum trúðum. Stjórnin skirrist ekki við hvers konar þveitingi um landið eða útgáfu áróðurspésa á kostnað almennings. Nú síðast er alþingismönnum hyglað með fullri dýrtíðarhækkun á öllum sporslum, og þeir virðast ætla að taka við því kinnroðalaust. Þannig eru hundruð dæma um það, að stjórn og alþingismenn virðast ófærir um að ætla sjálfum sér sams konar byrðar, og öðrum eru ætlaðar, að ekki sé nú minnst á bankakerfið og verslunina, scm fær alveg lausan taum enn. Þetta heitir að safna glóðum elds að höfði sér, og mistakist herfcrðin gegn verðbólgunni þá verður það öðru fremur þessu ranglæti að kenna. Ef ríkisstjórn og alþingis- menn hefðu gengið á undan með góðu fordæmi um þann sparnað, framlög og aðhald, sem ætlast er til af almenningi, lyft byrðum á hcrðar sér eins og aðrir. þá væri meiri von um að herförin tækist. Þegar maður hugsar til þessa atferlis alis kcmur ósjálfrátt í hugann gömul dæmisaga af bónda einum sem átti í höggi við óvætt sem olli honum þungum búsifjum og gerði honum allt til miska, drap fé hans, stal birgðum og búsgögnum og réðst jafnvel að heimafólki. Þcgar svo hafði lengi gengið tók bóndi loks rögg á sig og réðst gegn ófreskjunni, elti hana mcð vopn á lofti og hugðist ráða niðurlögum hennar. Þar kom að hann náði höggfæri, en í sama mynd leit ófreskjan við svo að hann sá framan í hana, þá sá hann að hún bar hanseigið andlit. Við þá sjón féllust bónda hendur og vopnið féll til jarðar en ófreskjan komst undan. Þannig fer mörgum að þeir þora ekki að horfa framan í sjálfa sig. og þannig virðist ríkisstjórn og þingmönnum einnig farið nú, ef fram fer sem horfir og þeir ætla aðskirrast við að taka þátt í burðinum upp brattann. Það skiptir kannski ekki meginrháli í heildardæminu.en siðferðileg og sálfræðileg áhrif eru því meiri og geta stefnt allri herförinni í voða, Þessir ráðamenn virðast ekki þora að horfa framan í sjálfa sig. hlífa sér og fella við það ckki aðeins sín vopn heldur miklu flciri. Þeir eru sú manntcgund sem kölluð hefur verið því Ijóta nafni liðhlaupar. ogþað hlutskipti hæfirherforingjun- um síst. Ríkisstjórn og þingmenn ættu að eyða einum degi eða svo í það að horfa framan í sjálfa sig. Hver vill gefa þeim herrum spegil? Dagblöð og ýmsir aðrir fjölmiðlar eiga raunar að vera slíkur spegill ráðamanna og gegna því hlutverki að nokkru. En þann róður þarf að herða miklu meira. Þjóðinni ríöur mjög á. að dagblöð hennar verði frjáls og hætti alveg að vera handbendi. Þau eiga aðsýna hverri ríkisstjórn framan í sjálfa sig. láta hana njóta sannmælis, segja kost og löst frá sjónarhóli frjálsra blaðamanna og láta málefni ráða hvort brugðið er skildi fyrir hana eða lagt til hennar. Andrés Kristjánsson Andrés Kristjánsson If a skrifar mM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.