Tíminn - 16.10.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 16.10.1983, Qupperneq 9
Endwreisn efnahagslífsins er hofuðverkefni þingsins ■ Allt frá því að ríkisstjórnin var mynduð á s.l. vori hafa verið uppi háværar kröfur um ;(?> Alþingi kæmi saman. Við þeim óskum var ckki orðiö og kom þingið saman á hefðbundnum tíma, 10. október. Þótt þinghald hafi ekki staðið nema í tæpa viku hafa fjölmörg mál verið lögð fram og er fjárlagafrumvarpið þar að sjálfsögðu viðamest og mikilvægast. Bráða- birgðalögin um efnahagsráðstafanir eru einnig komin fram í þinginu. Stjórnarandstaðan hefur verið hamstola síðan ráðstafanirnar voru lögleiddar, en aldrei eins og eftir að hinn mikli og góði árangur fór að koma í Ijós, og er henni nú mikill vandi á höndum um hvernig á að bregðast við. En eftir því sem verðbólgan minnkar eykst fúkyrðaflaumurinn og er Alþýðubandalagið þar fremst í flokki. Alþýðuflokksmenn eru þeim léttir í taumi, og er furðulegt að sjá og heyra hve dyggilega kratarnir élta allaball- ana í áróðrinum gegn efnahagsráð- stöfunum. Það endurtckur sig sam- starfið frá 1978 þegar þessir flokkar rottuðu sig saman um „samningana í gildi". Allir vita hver árangurinn af þeirri kröfugerð varð. Það þinghald sem nú er að hefjast er um margt ólíkt síðasta þingi. Eftir kosningarnar í apríl sl. fjölgaði þing- flokkum um tvo og allt er óvíst um hvaða áhrif það kann að hafa á stjórnmálalífið í landinu. Tiltölulega skömmu eftir kosningarnar var mynd- uð styrk meirihlutastjórn. sem þegar hófst handa um að snúast af fuilri alvöru gegn verðbólgunni, sem var á góðri leið með að rústa efnahagslífið. í þingbyrjun var lagt fram fjárlaga,- frumvarp, sem er andstæða við fjárlög fyrri ára, og má rcyndar segja að snúið sé við þriggja áratuga þróun, þar sem rikisumsvifin eru minnkuð, í fyrsta sinn á því tímabili. Fyrir 30 árum var hlutur ríkisins um 20 af hundraði af þjóðarframleiðslu, en hefur síðan auk- ist jafnt og þétt og var kominn upp í 40 af hundraði af þjóðarframleiðslu. Er nú markvisst unnið að því að snúa þessari þróun við og fjárlagafrumvarp- ið til marks um að full alvara býr að baki. Launaskerðingar Þegar síðasta þing kom saman fyrir réttu ári var einnig búið að setja bráðabirgðalög um efnahagsráðstafan- ir, sem skertu kaupmátt, og átti Ai- þýðubandalagið með flcirum aðild að þeirri lagasetningu. En þáverandi ríkisstjórn átti ekki hægt um vik að framfylgja þeim bráðabirgðalögum. Hún studdist ávallt við nauman þing- meirihluta, en eftir að bráðabirgðalög- in voru gefin út síðsumars 1982 losnaði enn um stuðningsmenn stjórnarinnar á þingi og hún missti meirihluta sinn í neðri deild. Þá kom fram ákveðin krafa frá stjórnarandstöðunni um að þing yrði kvatt saman til að fjalla um efnahags- ráðstafanirnar, en við þeirri ósk var ekki orðið, enda þótti ekki ástæða til. Þótt Alþýðubandalagið hafi í allt sumar haldið þeirri háværu'kröfu á lofti, að haldið skyldi sumarþing og forystu- menn þess talið ólýðræðislcgt að kveðja þing ekki saman í ár og haft um það geysimörg orð, þá voru sömu aðilar fyllilega samþykkir að kalla þing ekki saman þegar þeir sátu sjálfir í stjórn og stóðu að útgáfu bráðabirgðalaga. sem m.a. fól ísér kjaraskerðingu launþega. Sú stjórnarfarslega sjálfhelda sem það mál lenti allt í varð til þess að ekki var hægt að afgreiða bráðabirgðalögin frá því í ágúst 1982 fyrr en undir þinglok í marsmánuði 1983 og þá með hjásetu þeirra sem háværastir voru í kröfunni um að þing yrði kallað saman síðsumars árið áður og heimtuðu allan þingtímann að málið yrði afgreitt. Bráðabirgðalögin frá því í ágúst 1982 voru sett af brýnni nauðsyn. Öldur efnahagsáfallanna voru farnar að rísa svo hátt að ekki var stætt á öðru en að grípa í taumana. En bæði var að það var gert of seint og of lítið. að enn haliaöi á ógæfuhliö. Þeir stjórnarsinnar, sem ávallt stóðu í vcgi fyrir að hægt væri að gera þær ráðstafanir sem dugðu, voru auðvitaö þeir í Alþýðubandalaginu. Þeir léku sinn venjulega hráskinnsleik, að þykjast vera að vernda kjör launþega með því að þora aldrei að standa að aðgerðum sem aðgagni máttu koma. Snarvitlaust vísitölukerfi var þeim sem hcilög kýr og drógu þeir ávallt lappirnar þegar fara átti að krukka í þá mcinsemd. en blöskraði samt ekki að krukka í kaupið þegar svo bar við að horfa, og lengja þurfti stjórnarsetuna. Komið í veg fyrir niðurtalningu En ömurlegust var sú „lífskjara- vernd" þeirra að standa eins og þursar í vegi fyrir að niðurtalningarstefna Framsóknarflokksins næði fram að ganga. Árin 1980 og 81 voru gjöful til lands og sjávar og var markið sett hátt til að byggja upp atvinnulíf og bæta lífskjör. En þegar á árinu 1981 voru teikn á lofti um að boginn væri spcnnt- ur of hátt, og verðbólgan tók á skrið. Snemma árs fékk Framsóknarflokkur- inn því framgengt, að niðurtalningar- stefna hans fengi að sanna gildi sitt. Það sannaðist að sú stefna var rétt, og þegar leið fram á haustið var verð- bólguhraðinn kominn í 40% en stefndi áður í 60%. Þá vildu framsóknarmenn halda niðurtalningarstefnu sinni til streitu, en Alþýðubandalagið lagðist gegn af fullum þunga og réði það úrslitum. Eftir á að hyggja sýnist ekki óeðlilegt að framsóknarmenn hefðu gert þennan ágreining að tilefni sjórnarslita, þar sem þeir urðu að slá af skýrt mótaðri stefnu sinni. En hafa verður í huga að aflabrögð voru góð þetta ár og vel- gengni í efnahagslífinu og ekki voru fyrirséð þau stóráföll sem síðar riöu yfir. Enda stefndi vcrðbólgan ekki hátt yfir það mark sem hún hafði veriö í undangengin ár. Því var það að alþýðu- bandalagsmenn komust upp með sinn gráa leik. Það var ekki fyrr en á næsta ári, er loönan hvarf og þorskveiði dróst verulega saman. að alvarlega syrti í álinn. Þá hefði verið ábyrgðar- laust að hlaupast frá vandanum. Þegar núverandi stjórn tók við hafði ástandið enn versnað og verðbólgan stefndi í svimandi hæðir og sýnt var að engin vettlingatök dugðu, en að ráðast varð af alefli gegn aðsteðjandi áföllum. Verðbólguna varð að hemja Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur styrkan þingmeirihluta á bak við sig og getur einbeint sér að því að gera það sem til þarf til að'halda þjóðarskútunni á réttum kili, og hefur það sýnt sig að ráðstafanir hennar voru síst of róttækar. Aflabresturinn í ár hefði leikiö þjóðarbúið enn vcrr en ella hefði allt verið látið reka á reiðanum. Tölur Fiskifélagsins um samdrátt þorskafla sýna. svo ckki verð- ur um villst, að kjararýrnun hefði oröið veruleg hvað sem öllum vísitölu- útreikningum og krónuhækkunarspek- úlasjónum líður. Þjóðartckjur hafa hrapað með minnkandi þjóðarfram- lciðslu og kjararýrnun er óhjákvæmi- leg. Að sama leyti hefði orðið aö draga úr ríkisumsvifum hverjir svo sem sitja í ríkisstjórn. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar hafa verið kallaðar leiftursókn af andstæðingum ríkisstjórnarinnar og leiðist þeim ekki að minna á að Fram- sóknarflokkurinn lagðist af fullum þunga gegn jeiftursóknarhugmyndum Sjálfstæðisflokksins fvrir kosningarnar 1978. En hafa verður í huga að aöstæðurn- ar sl. vor og 1978 voru gjörólíkar. Verðbólgan var þá langt undir því stigi sem Síðar varð og mciri ró yfir cfna- hagslífinu. og árangur landhelgisbar- áttunnar var að skila árangri og afla- brögðin jukust ár frá ári. Þá lágu engin rök til þess að efna til harðvítugra efnahagsaðgerða. Þegar bráðabirgðalögin um afnám vísitölukerfisins voru sctt sl. vor og bann var lagt viö kauphækkunum í takmarkaðan tíma var verðbólguhrað- inn að nálgast 100 próscntustig og stefndi allt í 160% hraða um næstu áramót. Aflatregða, efnahagskreppa í viðskiptalöndunum, Svimandi olíu- verðshækkanir og erlend skuldasöfnun gerðu þaö að verkum, aö ekki kom annað til greina en aögrípa til róttækra og fljótvirkra efnahagsaðgerða til aö forðast hrun efnahagslífsins. Þaö er sama hvaða hciti menn vilja gefa ráðstöfununum, þær voru nauðsynleg- ar og kcmur æ betur í Ijós að rétt var að fariö. Þaö er mikið hamraö á því, að lífskjaraskcrðingin sé ekki annað en óþokkabragö af núverándi rikisstjórn til að sýna iaunþcgum í tvo heimana og færa til fjármuni í þjóöfélaginu, og lciðtogar launþega krefjast þess að bráðabirgöalögin veröi numin úr gildi og peningum, sem ekki cru til, verði ausið á báðar hcndur. Það er mikill barnaskapur að reyna að telja launþegum, sem eru mikill meirihluti þjóðarinnar, trú um að ábyrgir stjórnmálamenn geri það ein- göngu af illum hug að skerða laun þeirra, og aö nauðsynjalausu. Þeir aðilar sem halda þessu að alþýðu manna hafa ekki mikla trú á dóm- greind almcnnings. Dæmið er ekki margbrotnara en svo að þegar þjóðar- framleiðsla dregst saman vcrsna lífs- kjörin. Það cr hægt að halda uppi fölskum kaupmætti um sinn með er- Tendum lántökum, en þegar hcfur vcrið gengiö of langt á þeirri braut og er nú komiö að skuldadögum. Þeir sem nú hcimta hærri krónutölu í launaumslögin gera það eingöngu á kostnað þess árangurs sem náðst hefur í veröhólguslagnum. Ekki mátti dragast lcngur að gera hinar róttæku efnahagsráöstafanir sem gripið var til í vor. Það er alrangt að þær hafi eingöngu veriö gerðar á kostnað launafólks, eins og andstæð- ingar stjórnarinnar láta ávallt að liggja. Atvinnufyrirtækin voru komin á fall- anda fót og þaö liggúr í augum úppi, aö ef veröbólgan væri nú að nálgast 150'Xi.. eins og ti! stefndi. væri búið aö loka fjölda fyrirtækja og mikill hluti fiskveiðiflotans væri bundinn í höfnuin. Fjöldaatvinnuleysi væri launafólki síst hagstæðara en sú kjara- skerðing sem orðið hefur. Ekki er einu sinni víst að hægt hefði verið að kría út fé til að standa við lögbundnar atvinnuleysisbætur. En þetta láta stjórnarandstæðingar liggja á milli hluta. Samið á eigin ábyrgð Um næstu áramót er áætlað að verðbólguhraðinn verði kominn niður í 30 af húndraöi. og er það mciri og betri áranguren nokkrirstjórnarsinnar þorðu að vona þegar vísitölu - og kaupbindingin var lögfest sl. vor. Vext- ir liafa vcriö lækkaöir verulega og vonir standa til að þeir lækki enn meira, jafnvel á þessu ári. Stööugleiki er að færast yfir. þótt enn sé langt í land með að öll Ijón séu úr veginum og hægt verði að hcfja endurreisn cfna- hagslífsins og hæta lífskjörin á nýjan leik. Deila má um hvort það hafi verið réttmætt og nauðsynlegt að banna alla launahækkanir til I. febrúar n.k. En sú ákvörðun var tckin til að tryggja að nokkur árangur aðgerðanna væri kom- in í Ijósþegarlaunþegarogatvinnurek- endur leiða saman hesta sína og aðilar gætu betur áttað sig á stöðunni, og árangri yrði ekki stefnt í voða löngu áður en efni stóðu til. í athugasemdum við fjárlagafrum- varpiö er tekið fram, að þegar aðilar vinnumarkaðarins setjast að samn- ingaborði verða þeir að gera samn- inga á eigin ábyrgð. Þetta er enn ein stefnubreytingin sem tekin er. At- vinnurekc.ndur veröa sjálfir aö standa við sína samninga og þess er ekki að vænta að ríkisstjórnin hlaupi undir bagga mcð loforðum um félagsmála- pakka, gengisfcllingar og verðbólgu- samninga. Atvinnuvegirnir eiga sjálfir aö standa undir laungagreiðslum en ekki ríkissjóður og það er hvorki launþegum né atvinnurekendum lil góðs að semja um krónutöluhækkanir scm étnar eru upp af verðbólgu á nokkrum vikum. Fjárveitinganefnd á nú eftir að fara yfir fjárlagafrumvarpið og tekur þaö sjálfsagt einhverjum breytingum í mcðfcrð hennar. - Þrýstihópar og „áhugáaðilar" margs konarmunu bcita sér til að ota sínum tota, en sé einum ívilnað er þaö tekið frá öðrutn, því þeir fjármunir sem eru til skiptanna eru takmarkaðir og það veröa áhuga- aðilarnir aö gera sér Ijóst hvort sent þeim líkar betur eða verr. Ekki reynir hvað síst á siðferðisþrek þingmanna að gæta aðhalds. Það vcrð- ur erfitt að slá um sig í þinginu í vetur með fjárfrekum tillögum þar sem ávís- að cr á ríkissjóð. Þingmenn hafa löngum þann steininn klappað, en tui munu slíkar raddir hljóma hjáróma því ríkisstjórnin hefur gengið á undan með góðu fordæmi og sýnt það hug- rekki að bjóða verðbólgunni birginn með öllum tiltækum ráðum, og við þann ásetning verður að standa. * - Oddur Olafsson ritstj órnarf ulltrúi skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.