Tíminn - 16.10.1983, Side 10

Tíminn - 16.10.1983, Side 10
10 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 kvikmyndir ■ í fyrrá skrapp fræg leikkona frá New York til Lontlon í tveggja daga fríinu síihi l’rá sýningum á vinsælu Broadway- leikriti. Tilgangur fararinnar var að hitta Kevin Kline sem dvaldi í London við gerð myndarinnar „The Pirates of Penz- ance" (Sjóræningjarnir frá Penzanee). Á milli „taka" lágu þau skötuhjúin á gervigrasinu í kvikmyndaverinu og spjölluöu saman en á meðan á tökum stóð fyigdist leikkonan áhugasöm með Kevin í hlutverki sjóræningjakóngsins. Pegar Kevin Kline lék sama hlutverk í upprunalegri sýningu leikritsins á Broadway biöu ungar stúlkur í hópum við bakdyrnar eftir hverja sýningu í (reirri von að fá að berja leikarann augum og jafnvel aö komast yfir eigin- handaráritun hans. Samt sem áður lítur Kcvin Kline ekki á sig sem neitt kvenna- gull. Pessi hávaxni, dökkhærði og stór- mvndarlegi leikari er sjálfur þeirrar skoðunar að tilviljun ein hafi ráðið því að hann lenti í svo yfirmáta rómantísk- um hlutverkum í tveimurfyrstu myndum sínum. Sophic's Cltoice (Val Soffíu) og Thc Pirates of Penzance. Kevin Kline er nýgræðingur í kvik- myndahciminum - hann kom fyrst fram á kvikmyndasjónarsviðið í Sophie's Choice þó að Sjóræningjarnir hafi verið kvikmyndaðir á undan og hann hafi verið búinn að heilla leikhúsgesti New Yorkborgar í næstum fimm ár þcgar hann hætti að vinna með leikhópnum sem hann átti sjálfur þátt í að stofna, og ákvað að reyna sig á „hinum almenna lcikhúsmarkaði". Árið 1978 gaf leik- stjórinn Harold Prince (Evita) Kcvin fyrsta stóra tækifærið til að spreyta sig í Broadway uppsetningunni á „On the Twcntieth Century". Hann reyndist trausts leikstjórans verður því fyrir fram- mistöðu sína í þessu verki hlaut hann sín fyrstu Tony verðlaun. Ári síðar fékk hann góða dóma í alvarlegu leikriti eftir bandaríska leikritahöfundinn Michael Weller, „Loose Ends“, ogsumarið 1980 opnaðist frægðarbrautin honum upp á gátt þcgar hann lék sjóræningjakónginn í uppfærslu verksins á Shakcsþeare há- tíöinni í Central Park í New York. Þaðan var sýningin tlutt á Broadway, en önnur aðalhlutverk voru í höndum Lindu Ronstadt og Rex Smith. Fyrir frammistöðu sína í þcssari sýningu hlaut Kevin Kline önnur Tony verðlaun sín. Linda Ronstadt ranghvolfir risavöxn- um svörtum augum sínum við tilhugsun- ina um þetta tímabil. „Ég skal sko segja ykkur það að það leið barasta yfir mannskapinn þegar Kevin birtist í Central Park. Stelpurnarmisstubókstaf- lega öndina þegar hann steig á sviðið. Og hann var líka uppáhald allra stelpn- anna sem unnu viö sýninguna," bæti Linda við. „Og þegar við komum til London..." Draumahlutverk allra leikara Linda og Kevin fengu reyndar sinn skammt í slúöurdálkunum þegar þau horðuöu saman nokkrum sinnum. „Við gcngum alltaf í gegnum garðinn cftir sýningar og fórum á Museum Café (mun vera „hip" veitingastaöur í vesturhíuta New Yorkborgar. í nágrenni leikhússins í garðinum) og spiluðum á plötusalann og átum krabba og hlustuðum á Rex sem var ævinlega meö okkur. Hann skemmti okkur alltaf eftir sýningarnar. Við skemmtum okkur alveg æðislega vel saman, öll þrjú. Þetta er besta sumarið sem ég hef lifað. Við vorum miklir félagar og bæði Rcx og Kevin voru mjög gefandi. Þeir voru ofsalega góðirsaman. Það hefði getað oröið hryllilegt skilurðu. tveir sætir strákar sem skipta með sér aðalhlutverkunum, cn þeir voru þræl- góðirsaman." Kevin Kline vakti athygli leikstjórans Alan Pakula í Broadway uppfærlslunni á Sjóræningjunum. Hann var þá að leita að rétta manninum til að leika Nathan Landau hinn reikula elskhuga Soffíu í Sophic's Choice. Nathan er öfgafull persóna. Aðra stundina er ha.nn hinn blíðasti elskuhugi en hina stundina er liann grimmdin uppmáluð. Hann getur verið umhyggjusamur og Ijúfur, fullur tortryggni og illsku. ótrúlega kátur eða þunglyndur og dapur. Þetta er drauma- hlutverk allra leikara og Kevin cr eilíf- lega þakklátur fyrir að hafa fengið það. Þar sem hann hafði aldrei áður lcikið í kvikmynd var valið alls ekki sjálfsagt. Leikstjórinn, Pakula, segist hafa séð í honum „frclsi til að sleppa fram af sér beislinu og þora og einnig eins konar siðfágun. Hinir leikararnir sem komu til greina höfðu fremur á sér grót'ara yfir- bragð en í mínum agum var Nathan millistéttarmaður." Lýsingin á vel við Kevin. Það er ákveðinn glæsileiki við göngulág hans. hreyfingar og málfar. En jafnframt býr hann yfir óþvingaðri kæti og hlátur hans er auðvakinn. Hann hæfði t'ullkomlcga mótleikara sínum, Meryl Streep, í hlutvcrki sínu. Hún segist liafa hlakkað mikið til að vinna með honum. „Ég hafði séð Kevin í leikhúsinu og hrifist af leik hans. Hann er ólíkur öðrum að því leyti að í stað þess að ganga fram að ákveðnu marki og halda síðan aftur af sér. eins og svo margir leikarar gera. þá stingur hann sér beint fram af." Sá sem leikur þriðja aðalhlutverkið í myndinni Sophie's Cho- ice er Peter MacNicol. Hann leikur Stingo, ungan rithöfund frá Suðurríkj- unum sem segir söguna um Nathan og Sophie,. Hann segir: „Kevin er einn af þessum stórmennum heimsins. Hann er meiri en allt sem anda dregur. Hann er geíandi og hlýr og glaðvær. Hann er frábitinn því aðgera mikið úrsjálfum sér og setur ævinlega út á allt sem hann gerir. Ég varð ástfanginn af Meryl og ég varð ástfanginn af Kevin. Það tókst fljótlega með okkur góður vinskapur og ég var alveg miður mín þegar ég kvaddi þau við lok myndarinnar." „Hitler sagði það sem allir hugsuðu“ Kevin Kline kynnti sér rækilega sál- fræði-kenningar R.D. Laings og sögu útrýmingar Hitlers á gyðingum í því skyni að undirbúa sig undir hlutverkið. Þó að Kevin sé gyðingur í föðurætt vissi hann lítið um sálræn og tilfinningaleg áhrif útrýnringarherferðarinnar þar eð hann var alinn upp í anda rómversk-ka- þólisma móður sinnar. „Ég reyndi að kynna mér hvernig það hlýtur að hafa verið að vera gyðingur árið 1947 og varð djúpt snortinn," segir Kevin. Nathan kallaði á miklar heimspekilegar vanga- veltur fyrir hann. „Þetta getur hljómað langsótt en það má segja að Nathan sé fulltrúi Þýskalands á blómaskeiði sínu í fagurfræðilegu menningarlegu og fræði- legu tillti ásamt öllu því sem að baki því leynist geðveikinni, hryllingnum, grimmdinni og ljótleikanum. Hitler stóð loksins upp og sagði það sem allir hugsuðu en enginn þorði að segja. Hann þorði að segja það scm maður segir ekki - hann greindi frá hinum ljótustu og dýrslegustu tilfinningum. Það hlýtur að hafa soðið upp úr þegar hann talaði. Það er eitthvað hræðilega heillandi við það. Eins og þegar einhverjum tekst að láta ósiðlega hluti Ifta út sem í hæsta máta viðeigandi. Ég er bara leikari. Ég er enginn sérfræðingur í Adolf Hitler og Þriðja ríkinu en það er eitthvað í Nathan sem minnir á þetta." Kevin þótti kvikmyndagerðin fremur skelfileg í fyrstu: „Það var ekki fyrr en við voruin hálfnuð með Sophie's Choice að ég gerði mér í rauninni grein fyrir kjarna málsins. Þá rann upp fyrir mér Ijós og ég hugsaði: aha okkur gefst ekki kostur til að betrumbæta þetta annað kvöld. Auðvitað vissi ég það allan tímann. en þarna skildist mér hvað það þýðir í raun og veru. Maður verður að beita allt öðrum vinnubrögðum við kvik- myndaleik, einbeita sér öðru vísi og nota annars konar orku. Þannig beitir maður t.d. allri orku sinni í tvo og hálfan tíma þegar Sjóræningjarnir eru sýndir á sviði. vinnur eins og spretthlaupari. Við kvik- myndaleikinn verður orkan hins vegar ■ Kevin Kline þótti standa sig vel í frumraun sinni á hvíta tjaldinu - i hlutverki hins öfgalulla Nathans í Sop- hie’s Choice. Og þeð er Meryl Streep sem leikur umrædda Soffíu. að endast í tólf tíma á dag, líkt og í langhlaupi.” Hann segir að ekki sé hægt að bera kvikmyndaleik og leik á sviði saman, báðar þcssar hliðar leik- listarinnar séu erfiðar, en erfiðleikarnir séu óliks eðlis. Og ekki veröur annað sagt en að honum takist bærilegá að sigrast á hvorum tveggju. Vinsælt slúðurdákaefni Það mun vera algengt á meðal leikara sem sífellt fást við ný og ný verkefni að þeir missi tengsl við fyrri vini sína, en þannig er því ekki varið nrcð Kevin. Þrátt fyrir velgengnina á hvíta tjaldinu sýnir hann enga stjörnustæla. I einkalíf- inu er hann, ef ekki feiminn, þá alla vega rólegur og jafnvel strákslegur. Hann tekur gjarnan þátt í hópstarfi ýmiss konar og aðstoðaði m.a. nýlega leikhóp- inn sem hann lék með um fjögurra ára skeið við að afla fjár til húsnæðiskaupa með því að þjóna lil borðs í Museum Café eitt laugardagssíðdegi. Kevin Kline hefur gaman af að lelka með hópi leikara. Hann var sérstaklega ánægður með það að eftir Sophie's Choice var hann valinn til að leika í The Big Chill, undir leikstjórn Lawrence KEVDl KLINE Kasdan (sem gerði myndina Body Heat), sem tekin var í Suður Karólínu- fylki. Sú mynd greinir frá því er hópur skólafélaga úr háskóla hittast að 20 árum liðnum, þegar einn félaganna hefur framið sjálfsmorð. Meðal leikenda í þeirri mynd er Glenn Close (sem var útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni The World According to Garpj, Bill Hurt (Body Heat) og Kevin. „Söguhetjurnar voru allir bestu vinir í háskóla og sumir þeirra hafa haldið sambandi síðan," segir Kevin. „Þegar einn þeirra fremur allt í einu sjálfsmorð hittast þeir og eyða einni helgi í að reyna að finna út hvað hafi hent vin þeirra, hvað hafi hent þá sjálfa, hvar þeir standi nú í samanburði við hvar þeir stóðu sem stúdentar á sjöunda áratugnum félags- lega, pólitískt og siðferðilcga.” Hér voru aðstæður aftur þannig að hugsanlegt hefði verið að samkeppnis- andi skapaðist, sérstaklega á milli Kevin og Bill Hurt, sem líta mætti á sem keppinauta. Þeir virðast höfða til sömu áhorfenda og eru oft til nefndir í sömu hlutverkin. „Já, við erum jafngamlir svo að það er hugsanlegt að við myndum keppa að sömu hlutverkunum," segir Kevin. „Sjálfsagt hefðuni viðgetaðreynt að skera hvorn annan á háls en við gerðum það nú ekki. Við lékum bestu vini í myndinni og það var afar ánægju- legt. Við Bill vorum báðir í Juilliard skólanum, en ekki á sama tíma. Hann var á fyrsta ári þegar ég var á fjórða ári svo að við kynntumst ekki náið. Við höfðum aldrei unnið samah fyrr þó við hefðum hist nokkrum sinnum. Ég get því ekki sagt að við höfum verið vinir, en við urðum vinir." Maður sem á vinkonur jafnt sem vini á á hættu að verða álitinn kvennamaður mikill, sér- staklega ef hann er jafn myndarlegur og kynþokkafullur og Kevin Kline. En hann ber þennan áburð af sér. Slúður- dálkarnir bendla hann ýmist við konur sem hann hefur aldrei hitt eða gera gönguferðir hans með gömlum vinkon-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.