Tíminn - 16.10.1983, Page 11

Tíminn - 16.10.1983, Page 11
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 um að rómatískum stefnumótum. Kevin kærir sig ekki um að tala um einkalíf sitt en ljóst er að hann hefur aldrei verið giftur, hefur átt í nokkrum langtíma samböndum og fer ekki á fleiri stefnu- mót en flestir lausir og liðugir menn. „Ef Kevin gerir allt sem um hann er sagt væri hann löngu dauður," segir einn vina hans. „Hann er í rauninni mjög heima- kær," segir Linda Ronstadt. Skyldi þetta vera satt? Líklega er sannleikann að finna einhvers staðar mitt á milli þessara tveggja staðhæfinga. í tónlistarnám Kevin Kline hefur náð langt sé miðað við að han leiddi hugann ekki að því að verða leikari fyrr en hann var hálfnaður með háskólanám sitt. Hann er sonur velstæðra foreldra, ólst upp í St.Louis, og eins og dæmigerður amerískur strák- ur sinnti hann íþróttum og lærdómi án þess að brjóta heilann um hvað hann ætti að verða fyrr en hann var kominn í síðasta bekk í gagnfræðaskóla. Pabba hans hafði langað til að verða óperusöngvari í æsku og tónlist var liður í heimilislífinu. Kevin lærði á píanó í æsku, en tók það nám ekki alvarlega. „Síðan ákvað ég að verða tónlistarmaður og foreldra rnínir studdu þá ákvörðun mína. Ég fór í háskólann í Indiana vegna þess að þar er góð tónlistardeild. Þegar ég var á öðru ári þar fór ég í tíma í leiklist. Það var ekki um auðugan garð að gresja í leiklistarlífinu í St. Louis þannig að ég lærði eiginlega ekki að meta leikhúsið fyrr en ég var kominn í háskóla. Þar varð ég líka mjög hrifinn af ballett." Hafi foreldrar hans orðið fyrir von- brigðum þegar hann skipti yfir í leiklist- ina voru þau nógu víðsýn til að láta ekki á neinu bera. Þau gerðu honum kleift að stunda framhaldsnám í leiklist við hinn virta Juilliard skóla undir leiðsögn John Houseman. Houseman var svo hrifinn af hinum hæfileikaríku bekkjarfélögum Kevins að hann stofnaði með þeim leikhópinn „The Acting Company", sem síðan ferðaðist um Bandaríkin og reyndi sig á öllu mögulegu, frá nýjum leikritum til Shakespeares. Hafi vinnan verið erfið þá komust meðlimir hópsins þó a.m.k. hjá þeirri reynslu flestra ungra leikara að fá ekkert að gera. í hópnum þótti Kevin tími til kominn að spreyta sig á einhverju nýju. Hann sneri aftur til New York til að freista gæfunnar og áhættan sem hann tók borgaði sig. Innan skamms var hann farinn að leika á Broadway og í frarn- haldsmyndaflokkum í sjónvarpi. Brjálæðislegir sjóræningjasöngleikir Nú er hann 33 ára, hefur leikið í þremur kvikmyndum og virðist þess albúinn að stökkva inn í stjörnuríkið. Hann hefur ekkert á móti því ef hann getur losnað við að festast í einhverju einu hlutverki. Hann er feginn því að þau tvö ólíku hlutverk sem hann leikur í Sophiés Choice og The Pirates of Penzance skuli koma fram á sjónarsviðið samtímis. „Það gerir þeirri tilhneigingu Hollywood að festa leikara í ákveðnu hlutverki erfiðara fyrir. Ef ég hefði bara leikið í annari myndinni er hugsanlegt að sagt hefði verið: „Hann leikur góða brjálæðinga" eða „hann er góður í sjóræningjasöngleikum." Nú verður sagt: „Hann er góður í brjálæðislegum sjóræningjasöngleikum"- sem er að minnsta kosti aðeins rýmra.“ Hafi foreldrar hans orðið fyrir von- brigðum þegar hann skipti yfir í leiklist- ina voru þau nógu víðsýn til að láta ekki á neinu bera. Þau gerðu honum kleift að stunda framhaldsnám í Ieiklist við hinn virta Juilliard skóla undir leiðsögn John Houseman. Houseman var svo hrifin af hinum hæfileikaríku bekkjarfélögum Kevins að hann stofnaði með þeim leikhópinn „The ActingCompany'1, sem síðan ferðaðist um Bandaríkin og reyndi sig á öllu mögulegu, frá nýjum leikritum til Shakespeares. Hafi vinnan verið erfið þá komust meðlimir hópsins þó a.m.k. hjá þeirri reynslu flestra ungra leikara að fá ekkert að gera. í hópnum þótti Kevin tími til kominn að spreyta sig á einhverju nýju. Hann sneri aftur til New York til að freista gæfunnar og áhættan sem hann • tók borgaði sig. Innan skamms var hann farinn að leika á Broadway og í fram- haldsmyndaflokkum í sjónvarpi. Er vogin íólagi? Ef svo er, haf ið þá samband við vogaverkstæði okkar að SmiðshöfÖa 10. Sími 86970 ÓIAÍUR OÍSIASOM & VOGAÞJÓIMUSTA SMIÐSHOFOA to SÍMI 86970 t ■* * 11 Póst- og símamálastofnunin óskar aö ráða verkamenn við lagningu jarðsíma á stór-Reykjavíkursvæðið. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000. Þú færist aldrei of mikið í fang, sértu með leikfang á Ingvari Helgasyni hf. Heildverslun með eitt fjölbreyttasta úrval leikfanga á einum stað. Vorum að fá frábœra sendingu af frönskum gæðaleikföngum og nú dugarekki að drolla, því jafnvel heitar lummur renna ekki 4 „«»■> eins vel út. 27 ára reynsla hefur kennt okkur að velja aðeins það besta. Við einir bjóðum í heildsölu merki eins og: SUPERJOUET - KIDDIKRAFT - NITTENDO - KNOOP - RICO EKO - DEMUSA og LONE STAR, auk ritfanga frá ASAHAI- og úrval gjafavara - postulíns og kerta. INNKAUP ASTJ OR AR Hafíð samband í síma 91-37710 eða komið og skoðið úrvalið. INGVAR HELGASON HF. VQNARLANDI VIÐ SOGAVEG. SÍMI 37710

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.