Tíminn - 16.10.1983, Síða 15

Tíminn - 16.10.1983, Síða 15
■ Nú er von á endurútgáfu „Gerska æfintýr- isins“ eftir Halldór Laxness og þar sem hlutar bókarinnar varða nokkuð athafnir þess nafn- togaða manns sem stýrði réttarhöldunum í Moskvu, verður gripið ofan í kafla hennar hér. Halldór Laxness var viðstaddur réttarhöldin yfir Búkharin og félögum hans í mars 1938 og er sú frásögn merkileg. Halldór Laxness var meðal þeirra sem höfðu samúð með þeirri „miklu tilraun" sem sumir kölluðu Sovetríkin á þessum tíma og þess verður vart í bókinni. Alla tíð hefur það verið mönnum ráðgáta hvernig sakborningarnir fengust til þess að játa svo reiprennandi sem raun var á hinar margvíslegu yfirsjonir, en við leyfum okkur m.a. að birta parta úr þessum „játningum“ hér á eftir, eins og þær eru birtar í „Gerska æfintýrinu.“ „Freisler er okkar Wyschinsky” — sagði Hitler um hinn skuggalega forseta ,9Alþýðudómstólsms,\ Aldrei höfðu sakbomingar verið meðhöndlaðir af slíkum fantaskap og tillitsleysi ■ Á fyrstu vikum ársins 1933, þegar víð- tækar og óskipulegar handtökur, misþyrming- ar og morð áttu sér stað undir handleiðslu nýrra valdhafa í Þýskalandi, hætti landið brátt að verða neitt sem kalla mætti réttarríki. „Hitler er lögin!“ sögðu oddamenn réttarkerf- isins í landinu og sýndust hreyknir af. Þetta lagði Göring enn ríkari áherslu á þegar hann brýndi fyrir hinum opinberu ákærendum Prússlands að „lögin og vilji Foringjans væru eitt.“ Þetta var ekki út í bláiiin. Lögin voru það sem einræðisherrann sagði þau vera og kom það ekki skýrar í Ijós en þegar hann lýsti því yfir eftir hreinsanirnar 1934 að hann hefði persónulega gerst „æðsti dómari“ þjóðarinn- ar þá dagana, sem tók hvern þann mann af lífi sem honum sýndist. Þótl mikill hluti dómarastéttarinnar heföi vcriö hallur undir nasista á dögum Weimar-lýðveldisins, þá voru ýmsir þeirra þó ekki búnir undir að sporðrenna þeim kröfum sem til þeirra voru gerðar eftir að „Almannaheilla-lögin“ gengu í gildi 7. apríl 1933. Þar var öllum Gyðing- um sem tengdir höfðu verið réttarkerf- inu vísað út á gaddinn og ekki aðeins þeim, heldur líka mönnum sem „ekki voru ætíð og undantekningarlaust reiðu- búnir að miða gerðir sínar við þafir ríkis Þjóðcrnis-sósíalista." Dr. Hans Frank, sem var dómsmálafulltrúi ríkisins og „Ríkis-réttarleiötogi" sagði á þingi með lögfræðingum 1936: „Hugmyndafræði þjóðernissinna er grundvöllur allra laga- greina og þá sérstaklega eins og hún er fyrir lögð í stefnuskrá flkokksins og í ræðum Foringjans." Hans Frank út- skýrði þetta nánar: „Hvað hefði Foringinn gert?“ „Það cr ekki um að ræða neitt sjálf- stæði laganna gagnvart þjóðernisstefn- unni. Spyrjið sjálfa ykkur við hverja ákvörðun sem þið þurfið að taka: „Hvað hefði Foringinn gert í mínum sporum?" Spyrjið jafnan: „Er þessi ákvörðun í samræmi við þjóðernissinnaða samvisku þýskú þjóðarinnar? Þar með er ykkur fenginn sá óbilandi og járnslegni grunnur sem upp cr byggður af sameinuðum vilja Þýskalands þjóðernissinna og eilífu meg- ineðli vilja Adolf Hitlers.. Þetta virtist vera nógu skýrt og Ijóst, og það voru þau ekki síður „Almanna- heillalögin" nýju sem sett voru 1937. Þar var krafist harðari framgöngu en nokkru sinni í að reka burt alla þá dómara sem voru „pólitískt óábyggilegir." Þá var öllum lögfræðingum skipað að ganga í „Samtök þjóðernissinnaðra þýskra lögmanna", þar sem oft var vitnað til orða Frank hér að framan. Alþýðudómstóllinn Sumir dómarar, hversu andsnúnir lýð- veldinu sem þeir áður höfðu veri, brugð- ust þó ekki nægilega skjótt við nýjum fyrirmælum flokksins. Reyndu sumir eftir sem áður að láta lögin sitja fyrir flokkshagsmunum. Afleitast þótti nasist- um þegar þrír af fjórum sakborningum úr hópi kommúnista voru sýknaðir af ákæru um hlutdeild að Ríkisþinghús- brunanum, en þessi frægu réttarhöld fóru fram í apríl 1934. Gerði þetta þá SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 ttwróm ____ $ __ ■ Sophie Scholl. Hálshöggvin 1943. ■ Hans Scholl. Hálshöggvinn 1943. ■ Klaus Steuffenberg greifi reyndi að fyrirkoma Hitler 20. julí 1944. Þeir játuðu hraðar en dómaiinn bar upp ákæruatriðin Gripið niður í ,Gerska æfmtýrinu’ eftir Halldór Laxness ■ Roland Freisler. „Slægðarleg augu skutu gneistum undir hálflukt- um augnalokum...“ Hitler og Göring svo reiða að þeir ákváðu að taka öll mál sem vörðuðu landráð úr höndum Hæstaréttar og fá þau í hendur nýjum dómstól: „Volksger- ichtshof" eða „Alþýðudómstólnum.“ Þarna störfuðu tveir dómarar og fimm meðdómendur, sem venjulega voru kvaddir til úr foringjaliði flokksins, úr SS og úr hernum. Ekki var um neinar áfrýjanir að ræða og venjulega fóru réttarhöldin fram fyrir luktum dyrum. Þó kom fyrir að rétturinn var opinn, ef til stóð að fella væga dóma og var þá útlendum blaðamönnum stundum boðið að vera viðlátnir. Aðaldómararnir voru herr Gúrtner og Roland Freisler sem varð hinn frægari þeirra tveggja, enda sagði Hitler: „Freisler er okkar Wyschin- sky “ Við „Alþýðudómstólinn" var málun- ■ um ráðið til lykta á einum degi og varð varla komið við neinum vitnaleiðslum til málsbóta, enda þorðu fæstir að reyna slíkt. Þær málsbætur sem „verjendurn- ir“, sem ætíð voru ástríðufullir nasistar, höfðu fram að færa, voru svo haldlitlar og eymdarlegar að jaðraði við fárán- leika. Af blaðafregnum mátti helst ráða Sjá næstu opnu Nikita Khrustjof svaraði spurningum um þetta á 20. flokksþinginu, en hann átti siálfur hlutdeild að hreinsunum Stalíns í Ukrainu. Khrustjof sagði: „Barsmíðar, barsmíðar, barsmíöar." Alexander Weissberg, sem sjálfur var handtekinn í hreinsununum og afgreidd- ur í fangaskiptum 1940 í klærnar á nasistum segir þetta þó aðeins part af sannleikanum. Þessar játningar fengust einnig fram með því að vama föngunum svefns, með linnulausum yfirheyrslum og skírskotun til flokksholiustu þeirra. „Aðeins sá,“ segir Weissenberg,“ sem þekkir til fullnustu flokksaga sannfærðra kommúnista, skilur þýðingu þessa. Þá hafa heit um að láta ættmenni ákærðra óáreitt haft sitt að segja.“ Blökk hægrimanna og trotskista Um málaferlin segir Halldór Laxness m.a. og eru þau viðhorf líklega lík því sem gerðist um þá sem tóku afstöðu með Sovétríkjunum 1938: „Málaferlin gegn Blökk hægrimanna og trotskista 1938. „Búkharinsmálin" - ég lít á þau fyrst og fremst sem sjónleik í heimssniði, ægilegan sorgarleik ef vill. Sú lifandi mynd baráttunnar milli pólit- ískra höfuðafla, sem málaferlin brugðu ljósi yfir, er í heiid sinni svo hrikaleg, í hrikaleik sínum svo náskyld náttúruöfl- unum sjálfum, að atriði eins og siðferði- leg eða lögfræðileg „sekt" samsæris- mannanna, eða sú persónulega refsíng sem beið þeirra, verður í raun réttri smámunir sem ekki freista til kappræðu. Þegar svo djarft er teflt um örlög 17o miljón manna, og raunar alls heimsins, eins og blökkin gerði, þá fara ræður um „sekt“ að fá býsna smáborgaralegan hljóm, sömuleiðis býsnanir út af rétt- látum aða ranglátum aftökum. Örlög mannkynsins eru lögð undir í spilinu: þennan veg eða hinn. Leiksvið þessara manna er hið ógurlega Rússland bylting- arinnar og viðreisnarinnar, í baksýn við það gerist breytiþróun þeirra úr foríng- jum í kommúniststískum andstöðuarmi, andleninísku flokksbroti, klofnings- klíku, í æðisgeingna andbyltíngarsinna og bandamenn fasista. Herrétturinn í Moskvu er í eðli sínu vígvöllur, Blökkin, það er e.t.v. hættulegustu óvinirnar sem Ráðstjórnin enn hefur eignast. Til þess að koma að öðru leyti í veg fyrir misskilníng, vil ég flýta mér að taka það fram sem hatursmaður villimensku og vinur siðmenníngar, í einu orði sagt sem hversdaglegur norrænn maður á tuttugustu öld, að ég hef fullkomna andstygð á dauðarefsíngunni. En þessi andstygð mín hángir ekki í lausu lofti eins og ákveðins kvenfélags í Bandaríkj- unum sem hefur það markmið að berjast á móti dauðarefsíngu, eða eins og and- stygð pasifistanna á stríði, heldur er hún þáttur af andstygð minni á hlutum sem hafa í senn djúprættara eðli og meira úrslitagildi. í sem stystu máli, þessi andstygð mín takmarkast ekki við dauðarefsíngu sem einángrað fyrir- brigði, heldur er hún þáttur í andstygð minni á auðvaldinu sem er brunnur alls siðleysis, allra ómannúðlegra hluta, þar á meðal hin beina orsök þeirra múg- morða sem vér heyrum um á hverjum degi, og réttlætt eru með heiti stríðsins..." Játning Krestinskis Um játningu Krestinski segir svo: „Með tvískinnúngsaðferðinni tókst flestum foríngjum andstöðuarmsins að hreiðra um sig á ný í flokknum og smeygja sér inn í ábyrgðarstöður víðs- vegar í stjómkerfinu; margir höfðu aldrei verið látnir yfirgefa flokkinn og stóðu þegar föstum fótum í ýmsum trúnaðarstöðum ríkisins. Þannig tókst þeim að ná aðstöðu til spellvirkja í öllu starfslífi landsins, ílandbúnaðinum, iðn- aðinuni, samvinnuhreyfíngunni, utan- ríkisversluninni, svo taldar séu nokkrar höfuðgreinar þar sem þeim tókst að gera usla, og þó er ótalinn sterkasti leikur þeirra: vald það er þeir náðu yfir lögregl- unni gegnum Jagoda, stórfurðulegasta glæpamann allrar blakkarinnar. Með lyklavöldum pólitísku lögreglunnar höfðu þeir um leið lykilinn að ákæru- valdinu og þarmeð tryggíngu fyrir því að geta án ónæðis haldið áfram landráða- starfsemi sinni og spellvirkjum. Einhver hryggilegasti þátturinn í sögu Ráðstjórn- arríkjanna er valdatími blakkarinnar yfir lögreglu landsins, þar sem þessi furðulega afturgánga svörtustu miðalda situr í slíku embætti t' landinu, að hann hefur ráð hvers ráðstjómarþegns í hendi sér. í samanburði við Jagoda verða amerískir bófar ærið bleikir á kinn; glæpastarf hans er af því tagi sem skort hefur allar menníngarlegar forsendur á Vesturlöndum síðan á mektardögum páfastólsins; Alexander Borgía og það fólk eru ef til vill einna nálægastar hliðstæður hans. Innan Ráðstjórnarríkjanna gerði blökkin bandalag við öll þau öfl sem kostur var á að nota gegn stjórninni, út á við sömdu þeir við þau ríki sem væntu sér mestra hagsmuna af hruni hins samvirka skipulags í landinu og hétu þeim ýmsum ráðstjórnarlöndum og hér- uðum að launum fyrir væntanlegan stuðníng við uppreist þá sem þeir undir- bjuggu sem óðast innanlands. Loks tókst þeim að sameinast nokkrum áhrifaríkum hershöfðíngjum í Rauða hernum, þar á meðal Túkhatéfskí, sem hafði aflað sér ákveðinna vinsælda í borgarastyrjöld- inni, Gamarnik herforíngjayfirMoskvu, og Jenúkidse herforíngja Kremlkastal- ans. Krestinski, einn í fremstu röð samsærismanna, milligaungumaður blakkarinnar og Trotskís sjálfs, skýrði svo frá fyrir herréttinum í vetur: „Við gerðum ráð fyrir endurreisn auðvaldsskipulagsins í USSR, og landa- fríðindum til handa þeim borgaralegu ríkjum sem við höfum gert samnínga við. Við hefðum þó ekki þorað að skýra þjóðinni beinum orðum frá þessu. Eg skýrði Trotskí frá því, að við mundum birta þjóðinni og hernum ávarp, þar sem við mundum skágánga öll efni sent snertu hið raunverulega markmið upp- reistarinnar, það er að segja, við ætluð- um að blekkja fólkið og koma fram grímubúnir sem ráðstjórnarsinnaðir uppreistarmenn: við stcypum slæmrí ráðstjórn af stóli og stofnum góða ráðstjórn.“ Játning Rakofskís Um játningu Rakofskí segir: „Rakofskí, einn af elstu og tryggustu fylgismönnum Trotskís, komst svo að orði fyrir réttinum í vetur: „Árið 1934 var mér orðið Ijóst að aUar kenníngarforsendur og fræðihugmyndir voru tröllum týndar og höfðu tapað allri merkíngu, einnig hin Ulræmda skóla- spekisetníng um ógerníng þess að byggja sósíaUsma í einu landi. Við gerðumst landráðamenn, flokkur njósnara og spellvirkja, skóli ógnaræðis... En ef æflntýrið fær góðan enda (þ.e. valda- brölt trotskistanna) þá verðum við nefndir miklir stjórnmálamenn.“ Krestinskí mælti svo í lokaræðu sinni fyrir réttinum: „Síðustu tvö árin áður en ég var tekinn fastur efaðist ég oft uin það hvort þessi andbyltíngasinnaða leið, sem ég hafði ásamt öðrum trotskistum komist á, væri rétt. Ég stóð mitt í starfínu fyrir ríkisstjórnina, og hlaut að sjá hvemig Ráðstjórnarríkin uxu að bolmagni og auðæfum, hve velgeingni verkafólksins jókst hvQík óhemju menníngarfram- vinda átti sér stað í landi voru.“ Búkharín Eftirminnileg er lýsing í „Gerska æfin- týrinu" á Búkahrín, þótt enn einstæðari sé játning hans frammi fyrir réttinum: „Ég held mér sé Búkharín ekki aðeins minnisstæðastur fyrir þá sök að hann var einn helstur foríngi í framkvæmdaráði blakkarinnar, í fjarveruTrotskís, þannig að athygli mín beindist ósjálfrátt að honum öðrum framar, heldur vegna hins, að mér fanst meðan ég heyrði hann standa fyrir máli sínu, að meiri kapp- ræðusnillíngur og rökfræðíngur, eða lærðari heimspekíngur, gæti naumlega átt höfuð sitt að verja fyrir dómstóli, - enda þótt eingum væri Ijósara en honum sjálfum, að dómurinn yfir þessu gáfaða höfði var laungu feldur - í hans eigin verkum... Lítill, álútur, sköllóttur, skóla- kennaralegur grúskari, allur dreginn upp í odd á mefistófeliska vísu, hvast nef, ydd eyru, oddbogadregnar augabrúnir, napóleonstoppur, með fræðisetníngarn- ar eins og nokkurs konar viðauka við nagtennur, þannig kom hann mér fyrir sjónir. Rödd hans hafði mjög fullan hljóm, sónkendan, djúpan, en stundum líkt og undir dymbli. Hann sá skörpu auga, mjög fylgnu. Svampkendri, alt- uppsvelgjandi athygli fylgdi hverju smá- atriði, án þess að láta nokkuð skjótast fram hjá sér, æfinlega viðbúinn til andófs, óþreytandi skilmíngamaður fram til síðustu stundar. Flestir sakborn- íngarnir geingu ofan í jörðina undir hinni ógurlegu þolraun réttarhaldanna og hjöðnuðu æ því meira sem nær dró dóminum, harðvítugir samsærismenn eins og Grinko og Rýkof brotnuðu seinast eins og reyrstafur, en þessi litli Búkharín iét eingan bilbug á sér finna. Undir hinni miklu og þúngorðu ræðu Visjinskís, hins opinbera saksóknara, leit hann ekki upp, en hélt áfram að krota í minnisblöð stn, og í lokaræðu sinni mótmælti hann kröftuglega ýmsum atriðum ákærunnar, þar á meðal þeim vitnisburði að hann hefði ætlað að láta drepa Lenín eftir Sjöunda flokksþíngið, þótt hann viðurkenndi að hann hefði þá haft í undirbúníngi að láta taka Lenín fastan..." Játning Búkharins Wyschinsky og menn hans hafa, ef nokkuð var, tekið þýskum starfsbræðr- Sjá næstu opnu Leikstjóri Stalíns Það kom í hlut Andrei Wyschinsky að fá sorgarleikj - unum I Moskvu viðeigandi umgjörð barðinu á þessum ham- förum og slapp aðeins minniparturinn lifandi. Maðúrinn sem gerðist aðalsaksóknari yfir æðstu leiðtogunum í Moskva var Andrei Januarewitsch Wyschinsky, fæddur í Odessa þann 10. desember 1883. Á árunum 1903 -1920fyllti Wysc- hinsky flokk jafnaðarmanna eð „mens- evika“ en gerðist félagi í fiokki bolshe- vika 1921. Hann var prófessor við Moskvuháskóla 1925 -1928 og forseti lagadeildar Sovésku vísindaakademí- unnar 1931 -1935. Wyschinsky átti sæti í miðstjórn Kommúnistafiokks Ráð- stjórnarríkjanna 1940 -1949 og var utanríkisráðherra 1949 til 1953. Síðasta árið sem hann lifði var hann aðalfulltrúi Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, Réttarhöldin miklu Réttarhöldin voru haldin í þrennu lagi, fyrst árið 1936, þegar aðalsakborn- ingarnir voru þeir Sinovév og Kamenev. Árið 1937 var svo'Júrí Pjatakov helsti maðurinn meðal sakborninga og 1938 var m.a. Búkharin tekinn fyrir. maður- inn sem Lenín hafði nefnt „eftirlætisson flokksins." Ekki lést Wyschinsky vera í vafa um hver stóð á bak við öll þau samsæri scm gömlu bolshcvikarnir voru sakaðir um að hafa tckið þátt í. Sá var vitanlega Trotzky. Er skemmst frá því að segja að allir þessirgömlu kumpánar Lcníns áttu að hafa staðið í stöðugu sambandi við þcnnan gamla keppinaut Stalíns. Þcir áttu að hafa vcrið í vitorði mcð honum í áætlunum um að myrða Stalín, ná völdum í ríkinu og hclst koma þar á fasistastjórn. Wyschinski lagði líka áherslu á samband Trotzky við Rudolf Hess, staðgengil Hitlers. Undir spurn- ingarunum Wischinsky röktu sakbornin- garnir í smáatriðum hvar, hvenær og hvernig þeir höfðu hitt Trotzky að máli á undanförnum árum, eða þá Sedov son hans. Það var eins og þcir ákærðu væru í keppni um það hver játað gæti á sig stórfenglegustu glæpina og viðurkennt sekt sína á sem áhrifamestan hátt: „Glæpir mínir gegn föðurlandinu og byltingunni eru takmarkalausir" (Krest- insky). „Ef við gcymumst yfirlcitt í sögunni vcrður það sem forhcrtir bófar, undirheimalýður, scm hafa fyrirgcrt æru sinni og samvisku." (Khódasév). Réttarhöldin 1938 í stuttri upprifjun á ferli og þó einkum starfsháttum Wyschinsky verður að láta nægja aö tína til fá dæmi. Fá dæmi eru þó alveg nóg, svo mjög svipaði þáttum þcssara hryllilcgu lciksýninga saman. Við veljum okkur sýnishorn frá réttar- höldunum 1938. Þeir menn scm stóðu frammi fyrir Wyschinsky við réttarhöldin í Moskva 2. -13. mars það ár voru 21 talsins og þcir voru: N.l. Búkarin, A.l. Rykow, G.G. Jagoda, N.N. Krestinsky, Ch.G. Rak- owski, A.P. Rosengolz, W.l. Iwanow, M.A. Tschernow, G.F. Grinko, I.A. Selenski, S.A. Bessonow, A. Ikramow, F. Chodshalew, W.F. Scharangowitsch, P.T. Subarcw, P.P. Bulanow, L.G. Lewin, D.D. Pletnjow, I.N. Kasakow, Sjá næstu opnu Búkarín, Rykow og Jagtoda voru þrir efstu menn á lista sakborninga við réttarhöldin 1938. ■ í „erfdaskra“ sinni ræðir Lenín um 6 hátt- setta ieiðtoga kommún- ista, það er að segja þá Stalín, Trotzky, Sinowj- ev, Kamenev, Bucharin og Pjatakov, í þessari röð. Fimm þeirra síðastnefndu voru allir teknir af lífi fyrir at- beina Stalíns. Sem kunnugt er varð Trotzky sá er karl fékk síðastan náð í, en það var þegar útsendari Stalíns fékk unnið á honum með öxi árið 1940. Þá bjó Trotzky í Mexico. Hinir voru rétt- aðir í réttarhöldunum í Moskvu 1936, 1937 og 1938. Þá féll og meginkjarni gömlu bolsevikanna og hópur háttsettra foringja Rauða hersins. Þessi réttarhöld voru þó að- eins hátindurinn á hin- um svonefndu „stóru hreinsunum,“ sem áttu sér stað á þessu þriggja ára tímabili, því milljón- ir manna urðu fyrir ■ Andrei Wyschinsky við réttarhöldin 1938.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.