Tíminn - 16.10.1983, Side 16

Tíminn - 16.10.1983, Side 16
16 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Þeir játuðu harðar en dómarinn bar upp ákæruatriðin um fram í hæfileikum í dómarasæti, því viö réttarhöldin voru þeir ákærðu gjarna enn kappsamari að játa en dómarinn að bera upp sakirnar. í „Gerska æfintýrinu" er birtur síðari hluti af lokaræðu Búkhar- íns fyrir herrcttinum í Moskvu 12. mars 1938: vegna? Orsökin er sú, að í fángelsinu gerði ég endurmat á allri fortíð minni. Því spyrji maður sjálfan sig: ef þú deyrð, fyrir hvað deyr þú? - þá birtist manni skyndilega í úgnandi skýrleik biksvört auðn. Það er ekkert til sem maður hefði dáið fyrir, ef maður vildi deya án þess að iðrast. Á aðra hlið Ijúmar alt hið já- kvæða í Ráðstjómarríkjunum, það tekur á sig nýar myndir í vitund manns. Þetta afvopnaði mig að lokum, knúði mig til þess að beygja hné mín fyrir flokknum og landinu. Spyrji maður mig: setjum svo að eitthvert kraftaverk gerist, svo þér auðnist að lifa, - til hvers ætlarðu þá að lifa? Einángraður frá öllum, óvinur þjúðarinnar muntu lifa við ómannleg- ustu aðstæður, afskiftur öllu því sem gæti gert líflð nokkurs virði. Á slíkuni stundunt, herra dómarar, hverfa manni öll pcrsónuleg sjónarmið, allar persónu- legar hrakfarir, leifar gremjunnar, sjálfs- elskan, og ýmsir aðrir hlutir hverfa og verða að eingu...“ „Bandamenn mínir í glæpastarfseminni...“ Búkharín segir að lokum um sig og bandamenn sína: „... „Eg vil greinu fá því með hverjum hætti mér varð það nauðsyn að gefast upp fyrir rannsóknarréttinum og yður, herra dómarar. Við höfum snúist gegn fögnuði hins nýa lífs með glæpsamleg- ustu bardagaaðferðum. Ég neita að vísu þeirri ákæru, að hafa sóst eftir lífl Vladimírs Iljits, en hinir andbyltíngar- sinnuðu samsærismenn og ég í broddi fylkíngar reyndum að leggja í rústir verk Lenins, sem Stalín heldur áfram með stórkostlegum árángri. Rök þessarar baráttu hafa hrundið okkur stig af stigi niður í hið mvrkasta foræði. Enn einu sinni hefur það sannast að vikníng af grundvelli Imlsévismans leiðir óhjá- kvæmilega út í andbyltíngarsinnaöa glæpastefnu. Nú hcfur hin andbyltíngar- sinnaða glæpastarfsemi verið afmáð við höfum verið bornir ofurliði, við höfum iðrast hinna óttalegu glæpa okkar. Iðrun okkar, þar á meðal mín pers- ónulega iðrun, skiftir að vísu ekki máli. Rétturinn getur felt dóm sinn án hennar. Játníng hinna ákærðu er eingin skyldu- kvöð heldur lögfræðileg grundvallar- regla frá miðöldunum. En einmitt í játníngunum felst innri uppgjöf andbylt- íngaraflanna. Og maður yrði að vera sannkallaður trotskí til þess að slíðra ekkisverðin. Ég verð að segja hér, að í þeim samsíðúngi afla sem sköpuðu hina and- hyltíngarsinnuöu starfsháttu var Trotskí höfuöaflvakinn. Og allar íllvígustu ráð- stafanirnar, ógnaræði, njósnir, sundur- hlutun Ráðstjórnarrikjanna voru sprotn- ar frá honum. Ég geri fyrirfram ráð fyrir því að bæði Trotski og aðrir bandamenn mínir í glæpastarfseminni svo sem Annað al- þjóðasambandið, muni gera tilraun til að verja okkur, og mig sérstaklega, og það því fremur sem ég var búinn að tala um það við Nikolaéfskí. Ég afþakka þessa vörn, því ég beygi kné mín fyrir landinu, fyrir flokknum, fyrir allri þjóð- inni. Hryllileiki glæpa minna er án takmarka, sérstaklega á þessum nýa áfánga baráttunnar í Ráðstjómarríkjun- um. Ég vildi óska að þessi málaferli mættu verða síöasti alvarlegi lærdómur- inn, og allir mættu nú koma auga á mátt Ráðstjórnarríkjanna og auðnast að skilja að kennisetníng andbyltíngar- manna um þjóðcrnistakmörkun Ráð- stjómarríkjanna er vesalt slitur sem hángir í lausu lofti. Allir sjá hina vitur- legu forystu landsins sem Stalín tryggir. I þessari vísvitund bið ég dómsins. Afdrif iðrandi fjandmanns skifta litlu máli, blómgun Ráðstjórnarríkjanna og alþjóðlegt gildi þeirra er það sem skiftir máli“. (Tilvitnanir eru ekki í samhengi og millifyrirsagnir eru blaðsins) „Hiö alvarlega eðli glæpanna er aug- Ijóst, pólitíska ábyrgðin er takmarka- laus, lagaábyrgðin slík, að hún réttlætir hvern dóm. Hinn þýngsti dómur er réttlátur, því fyrir slíkar sakir mætti skjóta tíu sinnuin. Nú mun ég í stuttu niáli skýra stað- reyndirnar ■ hinu glæpsamlega atferli mínu og iðrun mina. Ég benti þegar á það í upphafl aðal- framburðarins fyrir réttinum, að það voru ekki hin nöktu rök baráttunnar, sem hröktu okkur, andbyltíngarsinnuðu samsærismennina, út i hið hatramma neðanjarðarstarf sem bert hefur orðið í þessum málaferlum. Þessi nöktu rök baráttunnar höfðu í för með sér úrkynj- un hugmyndanna, úrkynjun sálarlifsins, úrkynjun okkar sjálfra, úrkynjun mannsins. Dæmi slíkrar úrkynjunar eru kunn úr sögunni. Það nægir að nefna nöfn eins og t.d. Briand og Mússólíni. Hjá okkur gcröist úrkynjunin með þeim þætti að hún skipaði okkur í herbúöir, sem samkvæmt afstöðu sinni og einkenn- um stóðu mjög nærri hinum pretóriska fasisma landherranna. Með því að þessi þróun okkar gerðist á skeiði vaxandi stéttabaráttu, þá hlaut sú barátta, vegna hraða síns, vegna einnar saman tilvistar sinnar, að verða aflfjöður og framhrind- ari þeirrar þróunar sem birtist í skyndi- lcik úrkynjunar okkar. En þessi úrkynjun mannsins, þar á meðal mín, gerðist alls ekki í sömu hlutföllum og úrkynjun hinna alþjóðlegu verkamannaleiötoga í Vesturevrópu. Hún gerðist í sömu hlutföllum og hin risavaxan samvirka viöreisn með sínum óntælandi mælikvarða, verkefnum, sigrum, erflðleikum, hetjuskap...“ Síðar segir Búkharín áfram: „Menn leitast við að skýra iðrunina með ýmiskonar hótfyndni, eins og t.d. púlveri frá Tíbet og þvílíku. Ég segi fyrir mig, að ég hef setið í fángelsinu í hérumbil ár, unnið þar, stundað fræði- iökanir, haldið andlegri heilbrigðri. Þessi staðreynd hrekur allar kynjasögur og heimskulegt rugl andbyltingarsinna. Það er talaö um dáleiðslu. En ég hef hér í réttinum haldið uppi fyrir mig vörnum, einnig lögfræðilegum, hef gert mér þess fullkomna grein hvar ég væri staddur, deilt við hinn opinbcra ákær- anda, þannig að hver maður, jafnvel þótt ekki sé sérstaklcga skólaður í þessum greinum læknisfræðinnar, hlýtur að sjá að slík dáleiðsla getur yflrleitt ekki átt sér stað. Menn leitast oft við að skýra iðrunina út frá skáldskap Dostoéfskís, með sér- stökum sálareiginlcikum, hinni svo- nefndu l'ame slave, af sama tagi og hjá Aljoska Raramasof, hetjunni í Fíflinu og fleiri persónum Dostoéfskís, sem gánga út á strætið og hrópa: Sláið mig, rétttrúaðir, ég er íllræðismaður. En þessu skýtur heldur en ekki skökku við. I okkar landi er hin svokallaða ame slave og sálarlíf Dostoéfskíshetjanna laungu liðinn tími, plusquamperfectum. Slíkar persónur eru ekki leingur til hjá okkur, nema ef vera skyldi að húsabaki í smákaupstöðum, og varla einu sinni þar. Hinsvegar er slíkt sálarástand til í Vesturevrópu. Ég mun nú ræða um sjálfan mig, um orsakirnar til iðrunar minnar. Vitaskuld hlýtur maöur að viðurkenna að sönnun- argögnin sjálf hafa mjög inikið gildi. Ég þrætti í hér um bil þrjá mánuði. Siðan byrjaði ég á framburði mínum. Hvers- „Freisler er okkar Wyschinsky,” að allir sem fyrir dóminn kæmu hlytu dauðadóm, en ekki var það þó ætíð. Aldrei voru ncinar tölur látnar uppi, en Freisler hélt því fram í desember 1940 að aðeins 4 prósent sakborninga hlytu dauðadóm. Roland Freisler Roland Freisler var fæddur í Celle þann 30. október 1893. Hann gekk í kommúnistaflokkinn 1920 og var meira að segja „kommissar" í Ukrainu um nokkurt skeið! Slík fortíð var þó ekki dæmalaus í liði nasista, svo sem dænii Alfred Rosenberg sannar, sem var í rauninni Rússi og grunaður um að hafa ætlað sér nokkurn hlut meðal bolshevika á fyrstu dögum byltingarinnar. Freisler venti þó skjótt sínu kvæði í kross og gekk í Nasistaflokk Hitlers árið 1925. Þar fann hann skjótt fótfestu og eftir að nasistar komust til valda 1933, gerði Göring hann að forseta prússneska dómsmálaráðuneytisins. Árið eftir lá leið hans í æðstu vegtyllur í sjálfu dómsmálaráðuneyti ríkisins. Sem áður segir varð hann dómari við „Alþýðu- dómstólinn" skjótt eftir stofnun hans og forseti hans var hann frá 1942. Hvíta rósin Þeir sem fyrir „Alþýðudómstólinn" voru dregnir hlutu undantekningarlaust hina skelfilegustu útreið. Dómarinn, grannur maður og skarpleitur með hvella og grimmúðlega rödd, jós út úr sér skömmum og oft klámyrðum, var á sífelldu iði með æðisgengnum handar- hreyfingum og bendingum, og næstum háreytti sjálfan sig af ofsa, ef trúa má lýsingum sjónarvotta. Sakborningarnir, sem gjarna höfðu verið búnir undir réttarhaldið með svelti, svefnleysi og barsmíðum, fengu varla að koma að nokkru orði, enda var dómarinn þá ekki seinn á sér að grípa fram í fyrir þeim, snúa út úr því sem þeir sögðu og þar fram eftir götunum. Þekkt er saga um tvö ungmenni sem komu fram fyrir Roland Freisler í „Alþýðudómstólnum," en þau voru syst- kinin Hans og Sophie Scholl. Á þriðja áratugnum höfðu þýskir stúdentar verið einir einörðustu fylgis- nienn nasista, en það tók að breytast eftir tíu ára stjórn nasista, einkum eftir að orrustan við Stalingrad hafði tapast. Háskólinn í Múnchen varð þá að mið- stöð andstöðu við stefnu nasista og var þar einna fremstur Hans nokkur Scholl og 21 árs gömul systir hans, Sophie Scholl, sem stundaði nám í líffræði. Scholl hafði verið á austurvígstöðvunum og særst og er heim kom var honum hætt að lítast á blikuna. Þau systkinin og fáir vitorðsmenn þeirra stofnuðu með sér leynifélag, sem þau kölluðu „Hvítu rós- ina“ og hófu að prenta og dreifa flug - bréfum.Þar hvöttu þau stúdenta til upp- reisnar í anda stríðsins gegn Napóleon 1813. Vinur þeirra, læknastúdentinn Schmorrell dreifði 200, - 200 og 1200 bréfum um stræti Salzburg, Linz og Vínar og lét 400 bréf í póstkassa í Frankfurt am Main. Sophie lét 200 bréf í póstkassa í Augsburgog 600íStuttgart. Á nóttum dreifðu þau Schmorrell og Sophie þúsundum bréfa um stræti Múnchen. Þann 18. febrúar voru þau að dreifa bréfum út af svölum húss nokkurs í Múnchen, þegar byggingarverkamaður tók eftir þeim og gerði lögreglunni aðvart. Frammistaða systkinanna og þó eink- um Sophie Scholl, frammi fyrir hama- gangi og djöfulmóði Freislers ogdómara hans er í minnum höfð. Einni spumingu dómarans svaraði hún svo: „Þér vitið vel að stríðið er tapað. Hvers vegna eruð þér svo huglaus að viðurkenna það ekki?“ Systkinin voru handtekin þann 18. febrúar 1943 og hálshöggvin þann 22. sama mánaðar. Freisler og menn hans unnu hratt og hiklaust eins og starfs- bræður í Rússlandi. Uppljóstrarar Nógir urðu til þess að koma saklausu fólki í klærnar á Freisler og hyski hans. Þannig kærði uppgjafa höfuðsmaður einn í Berlín, Schulz að nafni, tvo nágranna sína bréflega fyrir svívirðileg ummæli um ýmsa foringja nasista. Menn þessir hétu Ohser og Knauf og unnu báðir við kvikmyndafyrirtækið „Terra- Filmkunst." Schulz kvaðst hafa orðið áheyrandi að eftirfarandi ummælum þeirra og er fyrst gripið niður í bréfið, þar sem segir frá því er Erich Knauf les grein eftir Göbb- els í blaðinu „Reich": „Þessi lúsablesi fær 1500 mörk fyrir hverja grein sem hann skrifar, þótt hann ætti að gera það ókcypis sem áróöursmálaráðherra...“ Ohser: „Dr. Göbbels hefur með fikti sínu sem ráðherra afskræmt og hrakið allt listalíf í landinu svo mikið að meira að segja blindur maður má sjá að hér er listin farin í hundana..." Ohser: „Himmler getur ekki á hcilum sér tekið, nema hann láti lífláta 80-100 manns á dag. Ég sé það best á því hve kunningjahópurinn þynnist hjá mér..." Knauf: „Þeir hjá SS fá risavöxnustu fávitana..." Knauf og Ohser: „Þýskur sigur væri voðalegt ólán, því þá segist Hitler ætla að sækja í sig veðrið fyrir alvöru..." Schulz lýkur bréfinu með þessum orðum: „Ég hef ekki sent bréfið fyrr en nú, því ég vildi fullvissa mig um að þanka- gangur þeirra félaga væri örugglega þessi sem hann er.“ (Ohser framdi sjálfsmorð í fangelsinu, en Knauf var dreginn fyrir dóm 6. apríl 1944 og dæmdur til dauða). 20. júlí samsærið Alræmdust er þó grimmdarleg fram- ganga „Alþýðudómstóls" Freislers við sakborninga þá sem ' fyrir dómstólinn voru dregnir eftir tilræðið við Hitler 20. júlí 1944. Gamlirmennvoru leiddir fyrir dóminn fúlskeggjaðir og skjálfandi eftir misþyrmingar og fengu ekki einu sinni að hafa belti til þess að halda uppi um sig buxunum. Þeir voru allir'dæmdir til dauða og hengdir í píanóvír, en athöfnin kvikmynduð og sýnd æðstu foringjum, margir segja Hitler sjálfum. Hér fylgir brot úr yfirheyrslunum og eigast þeir við Freisler og Helmuth Stieff, hershöfðingi, Hagen hershöfðingi og von Wartenburg. Aðrir sem stóðu fyrir dómnum þennan dag, 8. ágúst 1944, voru þeir von Witzleben, mar- skálkur, hershöfðingjarnir Hoopner og von Hase, ásamt ýmsum yngri foringj- um. Stieff: „Þá var það Wagner, hershöfð- ingi. Ég sneri mér fyrst til hans sem eldri félaga...“ Freisler: „Sveiattann. Djöfullinn hafi það! Scm eldri félaga! Þér sneruð yður til hans sem eldri glæpafélaga, sem þér vissuð að lúrði á áformum um að myrða Foringjann!... já, þér lituð semsé á hann sem eldri glæpafélaga." Stieff: „Nei, mér voru engin afbrot í huga.“ Freisler: „Þér voruð jafnvel um þessar mundir að þjóna eðli yðar sem kynvill- ingur.“ Stieff: „Nei!“ Freisler: „Hér er það okkar álit sem eitt er tekið gilt. Hér gildir það þjóðern- issinnaða viðhorf sem þýðir: Með For- ingjanum í gegnum þykkt og þunnt og til hinstu stundar og lengur ef þarf. Þá næst sigurinn..." Freisler: „Nú já, - það voru sem sé hálf kynni. Fullur kunningsskapur var það ekki.“ Hagen: „Nei, ég var ekki virkur í áætluninni;“ Freisler: „Sá sem ekki er með okkur er á móti okkur og að því skuluð þér sannarlega komast.“ von Wartenburg: „Ég hef þegar sagt hér við yfirheyrslurnar að hvað lífs- skoðun þjóðernisstefnunnar snertir þá var ég ekki...“ Freisler:...ekki sammála henni. Þér ættuð að orða þetta skýrar. Hvað Gyð- ingavandamálið snertir þá hentaði yður ekki útrýming Gyðinga og ekki skilning- ur þjóðernisstefnunnar á réttarfarinu." v. Wartenburg: „Það sem mestu skipt- ir er það að krafa ríkisins á hendur borgaranum gengur út yfir skyldur hans við allt siðferði og Guðs boðorð." Freisler: „Segið mér eitt. Hvenær hefur þjóðernisstefnan lagt að mönnum í Þýskalandi að slaka á siðrænum kröfum? ... Þjóðernisstefnan gerir hóg- værar kröfur í trúmálum. Hún segir: „Hafðu það eins og þú vilt. En haltu bænastagli þínu í skefjum þar til handan grafar, þar sem sálirnar flögra til og frá. Hér á jörðinni gilda okkar lög.. .Það sem þér segið er í meira Iagi vitlaust. Það er ekki í því heil brú.“ Skríparéttarhöld Sjónarvottur að réttarhöldunum vegna 20. júlí samsærisins, E. Zeller, fær nú orðið: „Aldrei í þýskri réttarsögu hafa sak- borningar verið meðhöndlaðir af öðrum eins fantaskap og tillitsleysi, sem við þessi réttarhöld. Mennirnir voru leiddir inn í salinn af tveimur starfsmönnum Gestapo, án hálsbindis eða beltis. Ég sá þá ákærðu mjög vel og ég varð æ sannfærðari af svipnum á þeim að dæma að eftir allt harðræðið í varðhaldinu kysu þeir helst skjótan enda á þessum andlegu og líkamlegu barsmífum. Á einum þeirra voru merkin um násþyrm- ingarnar augljós. Dæmigert er það að engum þeirra leiðst að gera nokkra grein fyrir því hvers vegna þeir tóku þátt í verknaðinum. Allir ákærðu urðu að láta sér lynda að forseti réttarins kallaði þá „hundingja“, „svikara" og „raga morð- ingja." Þannig varð þetta að skríparéttarhöld- um. Réttarforsetinn, Freisler, lék á reiðiskjálfi af fettum og ruddalegum glennum og grettum, - sem hann hlýtur að hafa æft fyrir framan spegil. Hann gekk í salinn í fararbroddi meðdómenda sinna, eins og Robispierre endurborinn. Það var ekkert manneskjulegt í and- styggilegri grímunni á þessu andliti þar sem slægðarleg augu skutu gneistum undirhálfluktum augnalokunum... Hitl- er hafði heimtað að ekki skyldi sýna hina minnstu vægð að mennina skyldi hengja upp eins og sláturdýr. Hann sagði að ekki skyldi neinn þurfa að líta á þá sem fórnarlömb frelsisins. Hann heimtaði, - að minnsta kosti við fyrstu aftökurnar, - að tekin yrði kvikmynd af öllu saman og vildi fá að sjá þær. Ef til vill hefur það verið hið alskelfi- legasta fyrir þessa menn á dauðastund- inni að hugsa til þess að ruddarnir sem hæddu þá óg svívirtu voru af sama klæðinu skornir og æðsti maður þjóðar þeirra.“ Dauði Freislers Þessi einkennilegi dómforseti hlaut undarleg endalok. Hann hafði yfrið að starfa eftir 20. júlí samsærið og mætti lengja þetta mál mikið með sögum af framferði hans, svo sem þá er hann jós fúkyrðum sínum yfir Stulpnagel hers- höfðingja, blindan og liggjandi á dýnu- ræfli í Ploetzensee-fangelsi síðla ársins 1944 og var að minnsta kosti ekki langt undan þegar hershöfðinginn var kyrktur. Þann 3. febrúar 1945, er hann var enn sem oftar að halda þrumuræður yfir sakborningum í „Alþýðuréttinum," gerði bandaríski flugherinn sprengjuárás um miðjan dag. Salarkynni réttarins hrundu og undir brakinu varð Freisler og hlaðar af dómskjölum, sem aftur varð til þess að nokkrum ofsóttum mönnum og konum fékkst borgið undan ógnaræð- inu á síðustu stundu. En um það er önnur saga, sem ekki gefst rúm til að rekja hér.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.