Tíminn - 16.10.1983, Side 17

Tíminn - 16.10.1983, Side 17
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 * ':C -» Leikstjóri W.A. Maximow-Dikowski og P.P. Krutschkow. Varla verður ætlað að starf Wyschin- skys hafi verið ýkja erfitt við framan- greindar aðstæður. Varla var um það að ræða að sakborningur þrætti þótt slíks gerðist dæmi þegar Krestinski þvertók fyrir að vera Trotzkyisti eða hægrimað- ur, eða að hann hefði tilheyrt samtökum þessara manna. Einkum neitaði hann því að hann hefði haft samskipti við þýska leyniþjónustumenn. Wyschinsky. rak í rogastans. Krestinski hafði rétt eins og aðrir játað allt sem á hann var borið við undirbúnings réttarhöldin, en reyndi nú að komast hjá að endurtaka játning- arnar. Aðrir ákærðir kepptust um að benda á hann sem samsekan. Krestinski heimtaði að lagt yrði fyrir réttinn bréf sem hann hafði skrifað Trotzky í nóvember 1927, þarsem hann hafði gagnrýnt stefnu hans harkalega, en Wyschinsky vitnaði þá í annað bréf, sem Krestinsky hafði skrifað nokkru áður, þar sem-hann lýsti fylgi við Trotzky. Krestinski sér að sér Wischinsky kvaðst ekkert vita um þetta bréf, þótt Krestinski fullyrti að það væri til, því það hefði verið gert upptækt við húsrannsókn heima há honum. Sama var hvernig Wyschinsky þvældi málinu fram og aftur, Krestinjski neitaði stað- fastlega að vera sekur. Tveimur dögum síðar var annað uppi á teningnum. Þá var Krestinski orðinn ljúfur sem lamb og baðst afsökunar á mótþróa sínum daginn áður. Auðvitað væri hann sekur um hvaðeina sem á hann var borið. Síðar hefur verið upplýst að kvöldið eftir að Krestinski hafi staðið upp í hárinu á dómaranum, hafði hann verið færður til háþróaðs pyndingaklefa leyni- lögreglunnar, þar sem þumað var að honum í þrjár klukkustundir samfleytt. Ekki er vitað í smáatriðum hvað þar fór fram, enda flestum fyrir bestu. „Já, ég játa, játa, játa....“ Við þessa upprifjun er okkur meðal annars efnis tiltækur doðrantur einn mikill, 872 síður, sem gefinn er út af „Alþýðudómstól" þeirra Moskvumanna 1938, þar sem yfirheyrslurnar eru raktar frá orði til orðs: Til fróðleiks skulum við flelta upp á bls. 38, en þar spyr dómsfor- setinn ákærða um hvort þeir játi á sig sakirnar eður ei. Athugið að þetta er allra fyrsta spurning ákæruvaldsins. Dómsforsetinn: „Akærði Búkharin. Já.tið þér að vera sekur um þær sakir sem á yður eru bornar?" Búkharín: ...lá, ég játa að vera sekur um þær ákærur sem lagðar eru fram gegn mér. Dómsforsetinn: Ákærði Rykow. Játið þér að vera sekur um þær sakir sem á yðureru bornar?" Rykow: „Já, ég játa mig sekan." Dómsforsetinn: „Ákærði Jagoda. Ját- ið þér að vera sekur um þær sakir sem á yður eru bornar?" Jagoda: „Já, ég játa mig sekan.” Dómsforsetinn: Ákærði Krestinski. Játið þér að vera sekur um þær sakir sem á yður eru bornar?" Krestinski: „Ég játa mig ekki sekan. Ég er enginn Trotzkyisti. Ég var aldrei hluttakandi í „Blökk hægri manna og Trotzkyista." Ég vissi ekki að hún væri til. Ég hef ekkert það afbrot framið sem hægt væri að bera upp kæru gegn mér fyrir. Einkum viðurkenni ég ekkert sam- band við þýsku leyniþjónustuna." Dómsforsetinn: „Staðfestið þér þá játningu sem þér gerðuð í undirbúnings- yfirheyrslunum:?" Krestinski: „Já, við undirbúningsyfir- heyrslurnar kom ég með játningu, en ég var aldrei Trotzkyisti.” Dómsforsetinn: „Ég endurtek spurn- inguna. Játið þér yður sekan?" Krestinski: „Pram til þess er ég var handtekinn var ég félagi í Kommúnista- flokki Sovétríkjanna og það er ég enn." Dómsforsetinn: „Játið þér yður sekan um þátttöku í njósnastarfsemi og þátt- töku í hryðjuverkastarfsemi?" Krestinski: „Ég var aldrei Trotzkyisti og ég skipti mér ekkert af „Blökk hægri manna og Trotskyista." Ég hef engan glæp framið..." Dómsforsetinn snýr sér nú að þeim Rakowsky, Rosengolz, Iwanow, Tschernow. Grinko, Selenski, Besson- ow, Ikramow, Chodshajew, Scharang- owitsch, Subarcw, Bulanow, Lewin, Pletnjow, Kasakow, Maximow og Krjutschkow. Allir játa, játa, játa, játa.... „Nei, það hefur ekki tekist...“ Hinum kjánalega skrípaleik er nú haldið áfram og við flettum upp í doðrantinum á bls. 276, þar sem Krestin- ski stendur á ný fyrir réttinum. Vcður hafa skipast í lofti: Wyschinsky: „Hvenær voruð þér handtekinn?" Krestinski: „I lok maí.” Wyschinsky: „Og hvenær játuðuð þér yður sekan við undirbúningsréttarhöld- in?„ Krestinski: „Mesta afbrot mitt og það sem ég átti erfiðast með að játa var varðandi samband mitt við þýsku leyni- þjónustuna og Seeckt hershöfðingja. Það játaði ég viku eftir fyrstu yfirhcyrsl- una.“ Wyschinsky: „Þér luguð þá í heila viku?" Krestinski: „í lokfyrstuyfirheyrslunn- ar játaði ég..." Wyschinsky: „Luguð þér ekki vegna þess að þér vilduð fylgja fyrirmælum Trotzkys." Krestinski: „Nei, ég vonaði bara að menn mundu trúa því sem ég sagði." Wyschinsky: „Að yður mundi haldast uppi að svíkja." Krestinski: „Já, að mér mundi haldast uppi að svíkja, að ég mundi bjarga mér á þann hátt." Wyschinsky: „En það hefur yður ckki tekist." Krestinski: „Nei, það hefur ekki tekist." Úr niðurlagsorðum aðalræðu ákær- andans, Andrei Wyschinsky: „Þjóð vor og allir heiðarlegir menn í öllum heimi vænta réttláts úrskurðár yðar. Megi sá úrskurður klingja um allt land vort eins og stormklukka, sem kveður til nýrra hetjudáða og nýrra sigra. Megi dómur yöar fara eins og hreinsandi stormsvcipur um gjörvöll Sovétríkin. Öll þjóð vor, ungir sem aldnir, vænta þess og krefjast þess eins: Að njósnar- arnir og svikararnir, sem vildu svíkja föðurlandið í hendur óvina. verði skotnir sem hundar." Minna mátti ekki gagn gera. Orð- bragðið hefði sómt sér í bróðurdóm- stólnum sem Roland Freisler stýrði vest- ur í Berlín. Ævilok Wyschinsky Aðeins þeir Pletnjow og Rakowski sluppu með óralanga tugthúsdóma, allir hinir voru skotnir „eins og hundar." Wyschinsky lést í New York árið 1954, þar sem hann sat þing S.Þ. sem fulltrúi lands síns. Dag Hammarskjöld flutti eftirmæli um hinn merka mann og bar lof á hæfileika hans, en Dulles utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Allt fór fram eins og góðir siðir buðu. En varla hafa allir tregað hann, fremur en Roland Freislpr var tregaður þegar dómsalurinn hrundi yfir hann níu árum áður. Með Wyschinsky voru tvö gin- stærstu finngálkn réttarsalanna á þessari öld gengin fyrir ætternisstapa. Jli FALLEG HUSGOGN VIÐ ALLRAHÆFI ÁTVEIM HÆÐUM Gott verð — góð greiðslukjör Opið: mánud. - miðvikud. kl. 9-18 fimmtud. kl. 9-20 föstud. kl. 9-22 laugard. kl. 9-12 JIE Jón Loftsson hf. _ Hringbraut 121 . “ lJUUU:34i|T% ziuupajflj-fea HaUUilHHIIIIli. Sími 10600 að bóka í SLJMARHOSIN í HOLLANDI ★ Óbreytt verð frá 1983 ★ S-L ferðaveltan dreifir greiðslum á yfir 20 mánuði ★ Eemhof-Kempervennen stóraukið sætaframboð ★ Fjölskylduferðir í algjörum sérflokki Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá árinu 1983. I sumar var uppselt í allar ferðir, biðlistar mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina tímanlega og hefja strax reglubundinn spamað með Eemhof Sumarhúsaþorpið sem sió svo rækilega í gegn á sl. sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús, verslanir, bowling, diskótek, tennis, mini-golf, sjóbretti o.fl. o.fl. ö.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar. Vetrarsalan opnar þér greiðfæra leið Vetrarsala Samvinnuferða-Landsýnar a hollensku sumarhúsunum er okkar þess að opna sem allra flestum viðraðanlega og greiðfæra leið í gott sumarirí með afla fiölskvlduna. f erfiðu efnahagsástandi er ŒegtaðgetatryggtserharréUuferma með góðum fyrirvara og notfært sér óbreyt verð frá árinu 1983, SL-ferðaveltuna og SL-kiörin til þess að létta á kostnaði og dreifa greiðslubyrðinni á sem allra lengstan tíma. SL-ferðaveltunni. 1 henni er unnt að spara í allt að 10 mánuði og endurgreiða lán jafnhátt spamaðinum á 12 mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins miklum mun auðveldari en ella. Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og verjast þannig öllum óvæntum hækkunum. Þetta er okkar lejð til þess að gera Hollandsævintýrið 1984 að vemleika hjá sem allra flestum fjölskyldum. Kempervennen Nýtt þorp, byggt upp í kjölfar reynslunnar í Eemhof og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í Eemhof og í Kempervennen er síðan bætt um betur og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar, veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum fýrir börnin. Fyrirhyggja í ferðamálum - einföld leið til lægri kostnaðar og léttari greiðslubyrði Nýr Holiandsbæklingur á skrifstofunni oghjá umboðs mönnum um alit land Samvinnuferðir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 2707/ & 28899

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.