Tíminn - 16.10.1983, Side 22

Tíminn - 16.10.1983, Side 22
í STAÐ ■ Annar umsjónamaður Nútímans, Bragi Ólafsson vcrður að láta af því starfi nú vcgna ánna og kveðjum við hann með tárum enda sam- starfið verið með miklum ágætum frá því hann hóf störf hcr fyrr á árinu. í stað hans kemur annar maður cn það er enginn annar en framkvæmdahesturinn, kórstjórinn, íþrótta- frömuðurinn og Toppmaður- inn Jón Ólafsson og bjóðum viö hann hér. með veikominn til leiks. Jón er að sögn allur á „léttu línunni” en mun samt taka að sér bæöi auð- og tormelt verk- efni. - FRl „Þetta var gaman” ■ „Þetta var alveg æðislega gaman og stemningin góð hjá fólkinu“ sagði Bubbi Morthens um Austurlands-túr- inn sem hann fór í fyrir viku, hélt alls 6 tónleika, einn með gítar, og alls mættu að hvern þeirra. Þetta er annar túrinn sem Bubbi fer út á land í haust, með kassagítarinn, og hafa þessir tónleikar verið með svipuðu sniði og þeir voru hjá Bubba á trúba- dora-árunum er hann byrjaði í bransan- um. „Þetta var dáldið erfitt til að byrja með en síðan uppgötvaði ég að maður gat komið meiri pólitík á framfæri á þennan máta og ég kem sennilega til með að gera þetta einu sinni á ári í framtíðinni” sagði hann í spjalli okkar kom fram að Bubbi er að fara á vertíð nú um helgina, í síld á Eskifirði í þrjár vikur...„Maður má ekki gleyma þessu fólki og svo er ágætt að hlaða aðeins batteríin meðan Egó er í fríi. í túrnum bjuggum við m.a. á verbúð á Eskifirði og manni leið svo vel og slappaði svo vel af að ég ákvað að kýla bara á þetta” sagði hann. Eina fríið sem Bubbi og félagar höfðu í túrnum, en með honum voru Sævar fyrrum eigandi Stuðbúðarinnar og Danni Pollock, var einmitt á Eskifirði og þar ákváðu þeir að reyna að slá upp almennilegu balli enda héldu þeir að meðaltali um 140 manns á síldin væri að koma og fólkið þyrfti kannski aðeins að losna úr viðjunum áður en streðið byrjaði..'.„Við fengum leyfi fyrir ballinu kl. 4 um daginn en það var haldið í félagsheimilinu og ákváðum því að stofna hljómsveit en til liðs við okkur fengum við gítar- og bassaleikar- ann úr Lólu og Pétur úr Amon Ra og síðan spiluðum við allt frá John W. Harding og upp í Psycho-killer og þetta heppnaðist alveg yndislega". Pað er ekki bara Bubbi sem fer á vertíð nú úr Egóinu, Gunnar hljóm- borðsleikari er í síld á Hornafirði og Rúnar bassaleikari í síld á Eskifirði Egó er því í fríi til 10. nóvember n.k. og sagði Bubbi að trommuleikaramálið væri nú komið á hreint hjá þeim þótt ekki vildi hann nafngreina hinn nýja trommuleikara að svo stöddu. Eftir 10. nóvember mun hljómsveitin taka upp litla plötu fyrir Englandsmarkað og jafn- vel fyrir markaðinn hér einnig en nú fyrir helgina lagði Bubbi síðustu hönd á tvö ný lög sem verða á safnplötu hans og greint hefur verið frá hér...„þessi lög innihalda friðarboðskap” sagði kappinn. -FRI æðislega — segir Bubbi Morthens um Austurlands- túrinn. Egó búnir að leysa trommuleikara málið og byrja á ný 10. nóvember eftir langþráða pásu ■ Bubbi í ham Plötur: Eitrað kakó ■ Vonbrigði - Kakófónía/Gramm Áður en ég byrja að lofa þessa góðu plötu vil ég aðeins óskapast yfir yfir- gengilegri framtakssemi útgefanda hennar. Því er haldið fram að á íslandi sé rokktónlist jafnvel blómlegri en á hinum Norðurlöndunum, sé miðað við mannfjölda líklega, og þótt undirritaður hafi lítið heyrt af skandinavískri rokk- tónlist á hann mjög auðvelt með að trúa að það sé satt. Hins vegar á hún hvergi eins erfitt uppdráttar og hér á landi, þökk sé yfirvöldutn, og ef ekki hefði komið til hugsjónastarfsemi nokkurra aðila varðandi plötuútgáfu tvö til þrjú síðustu árin væri tæpast hægt að tala um í^lenska rokktónlist. Ásamt þeim örfáu litlu útgáfufyrirtækjum sem urðu til við þessa margfrægu tónlistarsprengingu fyrir tæpum þremur árum hafa einstakl- ingar gefið út plötur og ég held ég geti sagt að cngin sú útgáfa hafi húkkað inn peninga, svo eitthvað vit sé í. Enda hafa langflestir leitað sér fróunar á öðrum sviðum eftir þau ævintýri. Þótt Grammið hafi aldrei getað kýlt feita vömb eftir þær fjórtán plötur sent það hefur gefið út og þá óteljandi hljómleika og uppákomur sem það hefur staðið fyrir sér það ennþá ástæðu til að stuðla að framgangi íslenskrar tónlistar. Það er erfitt að segja til um hvernig starfsemi þess væri ef peningavandamál væru ekki með í myndinni en það er víst að trú þess á skapandi og öðruvísi tónlist kemur til með að gera það að mikilvæg- ari útgefanda en stóru „risarnir" sem ekki sjá sér ennþá fært að gefa út plötur nema þeir sjái fram á einhvern gróða. Þar sem gróðasjónarmiðið er ósköp eðlilegt og fyrirtæki geta tæpast lifað án þess að fá einhvern pening inn, hlýtur Grammið að teljast á sinn hátt óeðlilegt - fyrirtæki og þ.a.l. það sem frá því kemur óeðlilegt. Og sú framleiðsla sem ekki er eðlileg sker sig óhjákvæmilega úr. Kakófónía Vonbrigða sker sig úr. Með þessu framlagi til okkar þrönga plötumarkaðar sanna Vonbrigði að taka verður mark á þeim og tónlist þeirra er orðin mun þroskaðri en áður. Þó alls ekki í þeim skilningi að hljómsveitin sé orðin settlegur postuli sem hefur náð sínum þroska og þroskast ekki meir (eins og flokkshlekkjaðir stjórnmála- menn), heldur að tónlistin er orðin mjög einbeitt og að mestu sannfærandi. Þótt sem tónlistarmenn séu Vonbrigði orðnir öruggir og hægt sé að treysta á þá, taka þeir áhættur, og þótt þeir séu sparsamir á húmorinn skín hann þess betur í gegn í lögum eins og Eðli annarra og afskipta- semi og Sexý. Það er bara eitt lag sem ég get ekki sætt mig við og það er Ekkert. Tónlist Vonbrigða er svo mött að hún má ekki við jafn þunglamalegum texta og söng og í því lagi. Textar Diddu sem eru fjórir af sex eru stór partur af Vonbrigðum og hæfa vel einfaldri tón- ■ listinni; skýrar og einfaldar meiningar sem hinn umtalaði kraftur hljómsveitar- innar ýtir vel undir. Ef Vonbrigði eru borin saman á plötu og á tónleikum verður að viðurkennast að tónleikar eru mun sterkari miðill fyrir þau, fyrir þá sem á annað borð fíla þau er það hrein fullnæging að láta hljóð- bylgjur þeirra skella á sér og stundum hættulegt. Það er hættulegt að því leyti að tónlistin er uppreisnargjörn og getur auðveldlega haft miður „góð“ áhrif á fólk. Platan Kakófónía sem og fyrri platan er aftur á móti nánast þægileg hlustun, þ.e. hún hefur ekki jafn trufl- andi áhrif og á tónleikum, og má líkja henni við bragðgóðan soft drink sem hæfilegum skammti af eitri hefur verið blandað saman við. Eitrið er sú tónlist sem Vonbrigði lifa og hrærast í (oghalda vonandi áfram að gera) og í sambandi við það ætla ég að enda þessa grein á línu úr texta Diddu, Kjöt: Það skilja svo fáir að lífið er/skjálfandi lítið gras. - Bra Daprir Kinks- arar ■ Hljómsveitin Kinks hefur ÁVALLT VERIÐ í miklu uppáhaldi hjá undirrit- uðum. Textasmíði Ray Davies er einstök og heimspekilegar vangaveltur hans eru settar fram á einkar viðfelldinn og skýran hátt. Lögin hafa verið misjöfn í gegnum árin sem eðlilegt er en hver kannast ekki við perlur eins og Lolu, You really got me og mörg fleiri. Kinks hefur verið að í ábyggilega næstum 20 ár og ásamt Stones má kalla þá afa í poppinu. Þeir hafa verið iðnir við að senda frá sér plötur í gegnum árin og nýjasta afkvæmið heitir State of Confusion og eru á henni (því) 10 lög og textar, allt eftir forsprakkann Davies. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa plötu er ég hafði hlýtt á hana fyrsta sinni en hún hefur þó aðeins vaxið í áliti hjá mér en samt er ég einhvern veginn ekki alveg nógu hress með þessa breiðskífu. Lagasmíðarnar eru margar hverjar hálfþreyttar og útsetningarnar einnig þó textarnir séu enn frábærir. Á fyrri hliðinni eru áberandi best að mínu mati, titillagið og Property sem er einkar fallegt lag, líklegast besta lag hljóm- plötunnar. Á þessari hlið er einnig að finna lagið Come Dancing sem hefur r verið nokkuð vinsælt í sumar. Og það lag finnst mér algjörlega glatað. Einhver Goombay/Matchbox keimur að laginu. Maður er nú orðinn hálfþreyttur á svoleiðis „djönki“. En það þarf víst að selja plötuna. Hin hliðin er frekar slöpp og lögin flest í leiðinlegra lagi. Maður vonar barasta að næsta stykki „fílist“ betur (auðvitað á maður ekki að tala svona málfræðingar góðir). - Jól. ■ Angstlos/Nina Hagen/Steinar Pönkdrottningin Nina Hagen kemur skemmtilega á óvart með þessari plötu, miklar breytingar hafa orðið á tónlist hennar, frá síðustu plötu hennar Nun- sexmonkrock, breytingar sem rekja má til búferlaflutninga vestur til Hollywood og Giorgio Moroder sem „pródúserar“ Angstlos en hann hefur aðallega unnið með þekktum diskóstjörnum vestra. Tónlistargrunnur Ninu á Angstlos er sem sagt bandarískt diskófönk í háum gæðaflokki, einkum vegna frábærs hljómborðs, gítars og bassaleiks en þar eru fremstir í flokki þeir Steve Scliff og Karl Rucker, sá síðarnefndi mun vera sá eini sem eftir er af því liði sem gerði Nunsexmonkrock. Fyrsta lag plötunnar New York/N.Y. gefur góða hugmynd um efnið en í því lagi hljómar Nina á köflum líkt og Klaus heitinn Nomi (bæði munu þau hafa. lært óperusöng upphaflega) í háum seiðandi hljómum og síðan rekur hvert lagið annað í sama fönk stílnum. Síðasta lagið Zarah hefur raunar notið nokkurra vin- sælda á diskótekum hér enda er öll platan, ef út í það er farið, eins og sniðin fyrir diskóliðið. Fyrsta lagið á seinnihlið, Frúhling in Paris, er hinsvegar nokkuð frábrugðið diskófönkinu, hröð létt og skemmtileg nýrómantík, keyrð áfram á góðum bassa og gítarleik undir þéttum takti frá trommuheila, sem notaður er í öllum lögum plötunnar. Seinnihliðin er mun fjölbreyttari á allan hátt en fyrri og þar þreifar Nina fyrir sér á ýmsum sviðum innan diskó- fönk rammans, textar hennar yfirleitt mjög nautnalegir á köflum, mun skárra en þær „stunur“ sem yfirleitt fylgja þessari tónlist og inn á milli koma, svo tölvupopps/pönks taktar sem virka svona eins og rjóminn á kökuna. Á heildina litið mælir Nútíminn með þessari plötu þótt hún valdi kannski einhverjum hörðum pönk aðdáendum Ninu vonbrigðum. - FRI Pönk- drottning í diskö- fönki

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.