Tíminn - 16.10.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 16.10.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 23 umsjón: Friðrik indriðason og Jón Ólafsson ■ Baraflokkurinn 15 hlustuðu á frá- bæran Baraflokkinn ■ Stórgóðir voru hljómleikar Bara- flokksins norðlenska í Menntaskólanum við Hamrahlíð á miðvikudagskvöld. Undirritaður hreifst virkilega af leik og flutningi piltanna fimm. Það er ekki spurning að Bara-flokkurinn er nú eitt albesta bandið á Fróni. Þegar poppskríbent kom í Hamrahlíð- ina upp úr 20.30 en þá áttu hljómleikarn- ir að hefjast, voru mættir 10 -15 áhorf- endur. Þetta er ekkert spaug, 10 -15 áhorfendur. Þarna voru Norðlending- arnir búnir að eyða sjálfsagt mörgum klukkutímum um daginn í að stilla upp og „soundtékka" o.sv.frv. og launin??? 10 -15 áhorfendur. Ástæðan fyrir fá- menninu er fyrst og fremst sú að sama kvöld heldur MH-ingar dansleik í Safari. Misskilningur olli því að tónleikarnir og ballið var haldið sama kvöldið. Hvað sem fámenninu h'ður þá létu Akureyr- ingarnir þetta ekkert á sig fá og léku eins og salurinn væri troðfullur. Krafturinn var gífurlegur og hljóm- blöndun þó nokkuð góð, e.t.v. að trommusettið hefði mátt vera hærra, en það er auðvitað smekksatriði. Tóniist Bara-flokksins er erfitt að skilgreina eins og yfirleitt alla tónlist, en e.t.v. má lýsa henni sem samblandi af Bowie/Eno/Byrne og norðlenskri ný- rómantík. Og blanda þessi fór vel í undirritaðan. Ásgeir er vissulega mjög góður söngvari og hefur gott og mikið raddsvið. Hann syngur greinilega undir miklum áhrifum frá Bowie og Ferry, en það er enginn löstur. Ef mér leyfist að setja út á eitthvað þá er það helst að enski textinn komst ekki nógu vel til skila. Má þar kenna því hvernig Ásgeir hélt utan um míkrafónshöfuðið er hann söng. En þetta er „no big dea!“. Hljóm- borðsleikarinn var virkilega snyrtilegur og nettur í spilamennskunni og stóð sig mjög vel. Trommarinn ungi var djö.. góður, og bassinn og gítarinn laglega áleiknir. Sem sagt góðir hljómleikar, góðrar hljómsveitar. - Jól ÁSGEIR ÓSKARS MEBFRÖKKUNUM ■ Eins og kunnugt er eru Frakkarnir nú að berja saman lp plötu í Grettisgati og gengur það verk vonum framar, að því er Nútíminn hefur frétt. Um daginn Ikarus aftur í stúdíó ■ Hljómsveitin Ikarus, sem gerði garðinn frægan á The Boys from Chicago plötu Toíla Morthens, hyggur nú á fekari upptökur í stúdíó enda eiga þeir félagar í fórum sínum efni á eina Ip plötu og vel það. Ekki liggur Ijóst fyrir hve- nær platan verður gefin út, enda upptökur rétt hafnar nú, en sem fyrr verður beitt þjóð- félagsádeilu í textum þeirra eftir því sem Nútíminn kemst næst og lenda þeir því senni- lega aftur í strögli við hið heiiaiausa og takmarkaða lið sem stjórnar tónlistardeild út- varpsins. Þetta lið mun t.d. hafa neitað að spila Króku- dílamanninn vegna þess að textinn þar væri svo klámfeng- inn, maður fórnar höndum er maður heyrir svona endemis vitleysu. - FRI leit Ásgeir Óskarsson, trymbill Stuð- manna, í heimsókn til þeirra og lék hann á ýmis ásláttarhlj óðfæri inn á nokkur lög þeirra. Fyrirhugað er, að sögn söngvar- ans Mike Pollock, að Ásgeir komi síðan fram með þeim strax og upptökum og hljóðblöndun plötunnar er lokið og má vænta þess að þannig skipaðir komi þeir fram um næstu mánaðarmót á tón- leikum. - FRI „BONJOUR“ ■ Út er komin' ný plata með tveimur bræðrum sem kalla sig „Bonjour" eða góða ferð en þetta eru þeir Páll og Sigurbjörn Sigurbjörnssynir. Platan heitir MAMMON og gefa þeir hana út sjálfir. Páll og Sigurbjörn (Bonjour) eru úr Reykjavík, en starfa og búa um þessar mundir á ísafirði, þar sem þeir spila með í húsbandinu í „Gúttó“ á ísafirði, með annarri vinnu sinni. Úrvals hljóðfæra- leikar spila undir á plötunni og eru þeir þessir. Magnús Stefánsson (áður Ego): trommur, Vilhjálmur Guðjónsson: Saxófónn og gítar (Galdrakarlar, Gaddavír, Sigurður Gröndal: Gítar, Rafn Sigurbjörnsson: Synthesizer, Páll Sigurbjörnsson: Bassi (áður Tívoli). Vinsældalistii %% ■ Nútíminn hefur ákveðið, í samráði við hina nýju félagsmiðstöð í Garðabæ að birta vikulega/hálfsmánaðarlega vin- sældalista miðstöðvarinnar hér í þessari opnu. Félagsmiðstöðin heitir raunar Garða- lundur og átti það nafn í harðri sam- kenpni við nafnið Garðaból að manni skilst. Hugmyndaflugið hjá þessum köppum brotlenti greinilega á annarri hæðinni. Útsendari Nútímans mætti á fyrsta „listakvöldið" í félagsmiðstöðinni þar sem hömruð var saman aðferð við vin- sældavalið og sú aðferð síðan prufu- keyrð, þannig að út fékkst nokkurskonar mini-listi sem Nútíminn tekur enga ábyrgð á en birtir eigi að síður til gamans. Það var engin spurning um að Iag UB40 Red, red Vine er vinsælasta lagið þarna um þessar mundir en næstu 4 lög eru svo: 2. Jr. Tucker/Bad Giris 3. Freeze/(IÓÚ) 4. Vonbrigði/6Ý 5. Higher ground/Shake ’em up. 1 næsta Nútíma verða svo þessi „lista- má!„ komin á hreint og þá birt 10 vinsælustu lögin í miðstöðinni. - FRI Stórvíðburður á Íslandí. Laugarda^nn 15.10. fiá kl. 13 - 19, og sunnudagínn 16.10. fiá kl. 13 - 20, í verslunínní Japís, Brautarfiolti 2. OPIÐ MASTUR. Aukið öryggi « og útsýni. Útvegum meö mjög stuttum fyrirvara allar stæröir af gas og diesel lyfturum á sérstöku kynningarverði. Dæmi: Lyftigeta 2000 kg. verð frá kr. ------ 3000 kg. -------- ------ 4000 kg. -------- ------ 5000 kg. -------- ------ 7000 kg. -------- 459.843.- 579.100.- 780.000.- 1.083.000.- 1.293.000.- (Gengi 09.09.'83) lulHEKLAHF I Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.