Tíminn - 16.10.1983, Page 26

Tíminn - 16.10.1983, Page 26
26 SUNNLDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Kaus dauðann fremur en tyrknesku lögregluna Mál ungs tyrknesks flóttamanns hefur vakið feikna athygii í V-Þýskalandi. Herforingjastjómin tyrkneska krefst framsals pólitískra andstæðinga með upplognar sakir að bakhjarli ■ Wolf Biermann stendur uppi á vörubílpalli fyrir utan hús aðalræðismanns Tyrkja í Hamborg. Á sama tíma og menn lýsa yfir „harmi“ sínum í Bonn hraða pólitíkusarnir sér í opinbera fjölmiðla, til þess að lýsa yfir skelfingu sinni. 1500 manns safnast saman í Hamborg og 10 þúsund í Berlín. Þessir mótmælendur standa hljóðir og minnast dauða Tyrkjans Cemal Kemal Altun. í meira en citt ár hal'öi þessi 23ja ára gamli maður verið í cinsmanns klefa í gæsluvarðhaldi í Moabit-fangelsinu í Bcrlín. Æ ofan í æ höfðu embættis- mennirnir og Jómstólarnir lagst gegn því að honum yrði sleppt. Vinir og vandamenn töluðu hug- hreystingarorðum við fangann. þegar þeir kontu að heimsækja hann í Moabit: „Viö munum ekki gleyma þérog bráðum kemst þú út héðan." Næstum tvö þúsund manns úr fæðingarþorpi Altuns, Engiz Köyu hjá Samsun við Svarta hafið búa í Bcrlín. Þetta fólk hafði tekið sig saman og skotið saman fé til þess að styrkja son nteöborgara síns Zeynel Altun til mennta í stjórnmálafræðum. Ætlunin var að síðar mundi hann verða löndum sínurn til hjálpar með kunnáttu sinni. Ákæran Samstaða og samhjálp var ckkcrt nýtt fyrirbæri hvað Kcmal Altun snerti. Slíku hafði hann kynnst þegar sem barn á sjöunda áratugnum, því þá var hafinn samvinnurekstur um landbúnaðarfram- leiðslu í heimaþorpi hans. Meðal stofn- enda þessa fyrirtækis var eldri bróðir Altuns, Ahmet, sem síðar gerðist þing- maður jafnaðarmanna og cr nú land- flótta í París. Meðal þeirra sem voru fjárhagslegur bakhjarl þessa samvinnu- fyrirtækis var faðir Altuns. Hann var minniháttar landeigandi og kaupmaður og sem úthlutaði fátæklingum spildum til akuryrkju og fjárbeitar. Þcgar Altun varð að yfirgcfa land sitt, þar sem lögreglan tók að svipast um eftir honum eftir valdatöku hershöfðingj- anna, en hann var félagi í „Byltingar- sinnuðum stúdentasamtökum", skutu frændur hans í Berlín skjólshúsi yfir hann. í fyrstu var hann hjá vinum föður síns, en bjó síðan hjá systur sinni Sultan og sótti þýskunámskeið með góðum árangri. Svo var að sjá sem gatan yrði honum greið til mennta. Skólayfirvöld í Berlín rannsökuðu þau próf sem hann gat framvísað úr tyrkneskum skólum og háskólum og úrskurðuðu að hann væri hæfur til þess að stunda nám við háskóla í stjórnmálafræðum þar í borg. í september 1981 sótti hann um hæli sem pólitískur flóttamaður í Berlín, eftir ’að hann hafði lesið í tyrknesku blaði að hann var grunaður um hlutdeild í morði tollþjónsins Gún Sazak. Altun, sem neitaði allri hlutdeild að málinu, gerði grein fyrir ástæðu ákær- unnar og sagði að það væri ekki hann heldur bróðir hans, sem yfirvöldin vildu ná tangarhaldi á. Það þóttist bróðir hans Ahmet Altun einnig vita, þar sem hann hafði verið þingmaður hins lýðveldis- sinnaða alþýðuflokks Búlent Ecevit: „Cemal Kemal er ofsóttur af því að hann er bróðir minn." Erfið bið Cemal'Kemal Altun var nú settur í gæsluvarðhald með föngum sem áttu yfir höfði sér að verða framseldir. Því meir sem málið dróst á langinn. því örvænt- ingarfyllri varð ungi maðurinn í klefa sínum. Þegar tyrkneskir vinir hans og ættingjar komu í heimsókn, urðu allirað tala þýsku, til þess að nærstaddur varð- maður gæti skilið hvað fram fór. Þau litlu tengsl sem hann hafði við verðina og samfangana urðu honum til lítilla nota, vegna takmarkaðrar þýskukunn- áttu. Eftir að rétturinn loks ákvað í mars sl. að rétt væri að framselja hann, - án þess að hann væri nokkru sinni leiddur fyrir rétt eða yfirheyrður utan klefadyranna, - mátti hann reikna með því í hvert sinn er dyr klefans voru opnaðar, að nú væri verið að sækja hann til framsals. Mikið áfall var það og fyrir hann, þegar hann las í tyrkneska blaðinu „Millyet" þann 21. júlí að „á ntorgun verður hann látinn um borð í flugvél og flogið með hann til Ankara." Þetta hafði blaðið eftir mani sem síðar lét í veðri vaka að hann hefði „svo að segja ekkert haft með mál Altuns að gera.“ Sá var Friedrich Zimmermann, innanríkisráð- herra. Raunar kvað Zimmermann þegar upp úr um það að þessi frétt væri röng. En ekki var fréttin samt alveg úr lausu lofti gripin. Sama dag skrifaði innanríkisráð- herrann nefnilega til starfsbróður síns, Hans Engelhard, dómsmálaráðherra, þar sem hann fór þess á leit „í Ijósi hins ágæta samstarfs okkar við Tyrki á stjórnmálasviðinu“ að ganga frá þeirri heimild sem fyrir hendi var til þess að framselja Altun, svo hægt yrði að hrinda málinu í framkvæmd hið fyrsta. Ekki þarf að efast um að í ráðuneytun- um létu menn hendur standa fram úr ermum: Bréf Zimmermanns fór þegar til dómsmálaráðuneytisins og sama daginn og það kom ritaði einn ráðuneytisstjór- anna bréf varðandi málið til þess manns sem hafa skyldi lokaorðið um fram- kvæmd þess en sá var Hans Dietrich Genscher. í bréfi þessu sagði m.a.: „Að áliti dómsmálaráðherrans er ekkert því til fyrirstöðu að maðurinn verði fram- seldur.“ Frakkar buðu hæli Greinargerðin sem sagði frá því að nauðsynlegt væri að framselja Altun var ellefu síður. Þar í stendur m.a.: „C.K. Altun er bróir fyrrum þingmanns „Lýð- veldissinnaða alþýðuflokksins" en þing- maðurinn er í vinstrisinnaðasta hluta hans, sem stendur nærri Moskvu-lín- unni. Hann er nú í útlegð í París.“ ■ Zimmcrmann innanríkisráðherra í hcimsókn sinni til Tyrklands, þar sem hann m.a. hcimsótti grafhýsi Kemal Atatúrks. Framsal Altuns var ekki síst rætt í þcini tilgangi að spilla ekki góðri sainbúð þjóðanna, en málið hcfur vakið feikna mikla gagnrýni í V-Þýskalandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.