Tíminn - 16.10.1983, Síða 27

Tíminn - 16.10.1983, Síða 27
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 27 í Frakklandi hefði Cemal Kemal Al- tun einnig getað fengið hæli, ef skrif- ræðismenn hefðu farið að málamiðlunar- tillögu lögfræðings hans, Wolfgang Wie- land og sent hann til Frakkiands. Franska stjórnin hafði þegar gefið í skyn að honum mundi þegar verða veitt hæli þar. En fanginn skyldi sendur rakleitt til Tyrklands. Þar stóð að baki hinn nýi sterki maður í Bonn, Zimmermann, innanríkisráðherra, sem er laginn að nota mergjaðar líkingar.: „Ef ætlunin er að nota bensín án blýinnihalds, þá verða menn einhverntímann að byrja á því.“ Umhverfisvandamálið „Tyrki“ taldi ráðherrann að yrði að taka föstum tökum, ef það mark átti að nást að fækka þeim um 20 þúsund í landinu á hverju ári. Hann hafði nefnilega verið í heimsókn í Tyrklandi nokkru áður en Altunmálið kom til afgreiðslu og hitt þar að máli æðstu menn herforingjastjórnarinnar. Ræddu þeir þau vandkvæði sem Tyrkir sköpuðu meðal Vestur-Þjóðverja. Zimmermann mætti hvergi andstöðu nema hjá verkalýðsmálaráðherra Tyrkja, Turhan Esener, prófessor í lögum, sem talaði við hann á reiprenn- andi þýsku. Hann tilkynnti honum að vinnuafl manna væri ekki eintóm sölu- vara og að Vestur-Þjóðverjar yrðu að leysa þau vandamál sem aðkomnir verkamenn sköpuðu, einnig þau félags- legu. Kurteisisheimsókn Hins vegar mætti Zimmermann skoð- anabræðrum, þegar hann hitti að máli forsetann, Evren hershöfðingja og for- sætisráðherrann Ulusu, þótt þeir hefðu áður látið í Ijósi vanþóknun á Tyrkja- pólitík Bonnstjórnarinnar. Þeirþrírfóru lofsyrðum um bræðralag Tyrkja og Þjóð- verja á hernaðarsviðinu og prísuðu mikilvægi Tyrkja fyrir Nató og samvinnu þjóðanna í lögreglumálum. í lögreglu- málunum er samvinnan svo góð að það hefur engum vandræðum valdið að áætl- að er að 3000 Tyrkjum sem hafa gert sig seka um afbrot skuli vísað heim árlega. Þar sem ráðherrann lét líka alveg vera að ónáða gestgjafana með spurningum um frjálsar kosningar og misþyrmingar tyrknesku lögreglunnar á föngum, varð andrúmsloftið hið vingjarn.legasta með- an viðræður stóðu yfir. Zimmermann beið heldu' ekki boð- anna eftir að heim var kom ð og ritaði samráðherra sínum Engelh;rd bréfið um Altun. Tyrkneska stjt'rnin hafði látið uppiskátt að þann mann ildu þeir fá náð í hið fyrsta. í fyrsta lagi vt gna þess að mál hans hafði þegar valc ð nógu neikvæðri umræðu, í öðru lagi vegna þess að hann var vinstrimaður og í þriðja lagi vegna þess að hann var bróðir þessa marghataða þingmanns, Ahmet Altun. Ágæt samvinna Zimmermann þótti einnig sem ákjós- anlegt væri að losna við þennan mann, þótt stjórnmálalega væri hann ekki mikil stærð. Með því sýndi hann að hann stóð fastur fyrir hvað stefnuna í utanríkismál- um snerti og lét hvorki kveðskap Wolf Biermann, (en Biermann hlekkjaði sig við staur utan við kanslarahöllina í mótmælaskyni), né ákall Amnesty Int- ernational, sem líka hafði tekið Altun upp á arma sína, hafa áhrif á sig. Þá fannst Zimmermann ekki skipta minnstu máli að þetta mundi verða til þess að framvegis mundu Tyrkir og aðrir útlend- ingar ekki líta svo á að Sambandslýð- veldið væri víst skjól fyrir þá sem teldu sig ofsótta vegna stjórnmála og trúar- skoðana. Það voru raunar alls ekki hernaðaryf- irvöldin í Ankara, sem fundu upp á því í byrjun að krefjast framsals á Altun. Það voru þýskir embættismenn sem höfðu frumkvæðið. Þeir höfðu þegar gert tyrknesku iögreglunni viðvart þegar Altun sótti um pólitískt hæli, þar sem hann gat þess í umsókn sinni að hann væri orðaður við morðið á tollþjóninum Gún Sazak. Tollmaður þessi hafði verið varaformaður erkihægrsinnaðra sam- taka, MHP. Þar með stóð ekki á sendingu kröfunn- ar um framsal. En nú hljóðaði krafan upp á aðild að morði á tyrkneskum ráðherra. Við slíkum glæp er dauðarefs- ing í Tyrklandi og lög V-Þýskalands banna framsal, ef dauðarefsing bíður viðkomandi. Vegna hins „ágæta samstarfs" reyndist engum erfiðieikum bundið að fá Tyrki ■ Ljósmyndari sem viðstaddur var yfirheyrslur yfir Kemal Altun tók þessar myndir um leið og fanginn spratt upp úr stól sínum og henti sér út um gluggann af sjöttu hæð dómhússins. Túlkurinn reynir að stöðva hann, - en verður of seinn. til þess að draga þessa ákæru til baka og að nokkrum vikum liðnum kom ákæra sem engin dauðarefsing lá við. Nú sagði að Altun hefði líklega falið morðingjana og vopn þeirra. Þar með gátu myllur réttlætisins farið að mala. Fjallað var um mál Kemal Altuns í tveimur deildum í réttarkerfinu. Dómur sá sem skera skyldi upp úr um hvort verða ætti við framsalskröfunni sagði stutt og laggott að svo skyldi gert og það án þess að nokkru sinni væri hlýtt á framburð fangans. Hins vegar vildi dóm- ur sá sem fjallar um rétt útlendinga til hælis yfirheyra fangann dögum saman. Lögmaður hans hafði sagt að þar sem fanginn hefði þegar áður verið búinn að fá landvistarheimiid, væri ákvörðun um framsal á veikum rökum reist. „Samanknosaður skaldskapur“ Þessi dómstóll hlýddi opnum eyrum á framburð unga mannsins, sem að lokum tók þó til bragðs í örvæntingu að stökkva út um glugga réttarsalarins á sjöttu hæð þann 30. ágúst sl. Þessi sami réttur hafði talið sannað á fyrra ári að tyrkneska herforingjastjórnin gæfi út falskar ákær- ur á hendur mönnum sem hún vildi fá framselda af pólitískum ástæðum. Þegar verið var að fj alla um landvistar- leyfi fyrir kúrdneska kennarann Salih Sarikaya höfðu dómendurnir komist að því hvernig herstjórnin við Bosporus fer að: Sarikaya var kærður fyrir árás, sem löngu var búið að dæma aðra menn fyrir. Interpol í Ankara breytti í sífellu grein- argerð með 15 mánaða gamalli hand- tökuskipun vegna 27 ára gamals manns og voru dagsetningar og staðarnöfn sitt á hvað. 28 ára gamall Kúrdi Mehmet Ygit var ýmist nefndur „fórnarlamb“ eða „ofbeldismaður" í bænarskjölum um framsal sem bárust frá Tyrkjum. Dómstóllinn kallaði þetta „samanknos- aðan skáldskap." Sem dæmi um það hve v-þýskir emb- ættismenn leggja sig fram um að gera vinveittum yfirvöldum í Tyrklandi til hæfis má nefna það sem dómstóllinn hefur bent á að upplýsingaskrifstofa stjórnvaldanna fær tyrkneskum yfirvöld- um upplýsingar um þá sem leita hælis í Sambandslýðveldinu. Fréttastofan og rannsóknarlögreglan blaðar að vild í skjölum þeirrar stjórnardeildar sem fer með málefni útiendra flóttamanna. Alexander von Sternberg-Spohr, Kúrdistanfræðingur í þjónustu samtaka til stuðnings ofsóttum þjóðarbrotum, hefur sagt fyrir dómi orð sem hann kveður komin frá kunnugum embættis- manni: „Stjórnardeildin sem fer með mál útlendra flóttamanna er best skipu- lagða stjórnardeildin í ríkinu. Allt það sem þeir fá að vita er þegar komið í hendur embættismanna í Tyrklandi." Eftir dauða Altuns vildi Hans-Diet- rich Genscher, utanríkisráðherra, gera hreint fyrir sínum dyrum: „Frá því fyrsta var ég mjög í vafa um mál Altuns," segir hann. „Það er raunar ástæða þess að ekki var búið að framselja hann fyrir löngu.“ „Baklava" Ekki fá verðleikar Genschers þó bætt fyrir laklega frammistöðu embættis- manna hans. Þegar sendiráðsmenn komu fyrir rétt og voru spurðir um ofsóknir og misþyrmingar herforingja- stjórnarinnar í Tyrklandi, sögðu þeir litlu meira en lesa mátti í opinberum tilkynningum stjórnvalda, enda voru þeir vel kunnir ráðamönnum Tyrkja úr ótal kokteilboðum. „Hér er gert hættulega lítið úr málun- um,“ segir dómstóll í Berlín. „Fram- burður þessara manna var nær eingöngu við það miðaður að trufla ekki gott diplómatiskt samkomulag við banda- mann í Nató.“ Nú bíða 60 Tyrkir í þýskum fangels- um, flestir í einmenningsklefum, effir því að verða framseldir. Þeirra bíður herdómstóll sem tekur menn fyrir á færibandi, eftir að játning hefur verið knúin fram með barsmíðum. „Baklava" er vinsæll ábætisréttur í Tyrklandi, búinn til úr möndlum og hunangi. Við Bosporus hafa þeir nú bætt blóði í uppskriftina. Þetta orð hafa hermennirnir á vörunum, þegar þeir berja fanga sína þannig að þeir fá blóðbragð í munninn. Þannig var kúrdneski lögmaðurinn Serafettin Kaya meðhöndlaður, en eftir að honum tókst að komast til V-Þýska- lands, kom hann fram fyrir mannrétt- indadómstólinn. „Líkt og aðrir fangar í Diyar Bakir herfangelsinu fékk ég ekki aðeins að smakka „Baklava," heldurvar ég líka látinn vaða í saltvatni með blóðrisa fætur, kafa niður í haug af mannasaur, sem náði mönnum í hné og syngja þjóðsönginn, meðan höggin dundu á mér.“ Kaya var tekinn fastur vegna þess að hann var einn síðasti lögfræðingurinn sem vogaði sér að gerast verjandi Kúrda í fjöldayfirheyrslum. Við slík tækifæri vita sakborningarnir stundum ekki ástæðu handtökunnar. Sahbeddin Buz, 32ja ára, sem að loknu verkfræðinámi hafði gerst æsku- lýðsfulltrúi í Hannover, var dreginn út úr húsi foreldra sinna að næturlagi þegar hann var í heimsókn í Tyrklandi í leyfi sínu. Eftir að hann hafði verið barinn með sérstökum sandpokum í fjóra daga, var kroppurinn orðinn svo bólginn að furðu gegndi. Þá hófst hirtingin fyrir alvöru. Hjólbarði var dreginn yfir mittið á honum og hann hengdur upp á hægri handlegg og fótum. Að því búnu börðu verðirnir hann á iljarnar með spansk- reyr, þar til hann féll í yfirlið. Þá var skvett yfir hann köldu vatni. Á þessu gekk í tvær vikur. Þá tóku við raflóst og voru þræðir tengdir við nef, eyru, tungu og getnaðarliminn. Kvalararnir sögðu: „Þú verður látinn fá straum, þar til þú ert enginn maður meir.“ Eftir þrjár vikur ritaði Buz undir játningu, sem hann fékk ekki að sjá staf af. Hann sagði í blaðaviðtali síðar: „Meðan á þessu stóð hugsaði ég oft um að fyrirfara mér. Ég reyndi að koma höndunum inn í rafteng- ilinn og ég reyndi að búa mér til snöru. Meðan á þannig misþyrmingum stendur, deyja menn oft á dag. Ég skil vel að Altun hafði viljað losna við að kynnast þessu.“ Amnesty International telur að 70 manns hafi verið búið að drepa í Tyrklandi með misþyrmingum á síðasta ári. Tyrkneski ráðherrann Ilhan Öztrak viðurkenndi opinberlega í mars 1982 og 15 manns hefðu látist vegna misþyrm- inga. Þá er það Levent Begen, sem nú ér meir dauður en lifandi. Þann 30. júní 1980 var flogið með hann af Lufthansa frá V-Þýskalandi til Tyrklands. Þarhlaut hann 36 ára fangelsisdóm. Lögfræðingur einn trúði v-þýskum þingmanni „Græn- ingja“ fyrir því í Ankara, hvernig Begen hefði verið misþyrmt. „Sálin er skilin við líkamann," sagði hann. (Þýtf - AM)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.