Tíminn - 04.11.1983, Page 2

Tíminn - 04.11.1983, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 fréttir Alþingi: ■ Sú yHrlýsing bankastjórnar Seðla- bankans að bankinn eigi sjálfur það fé sem verið er að byggja fyrir er tómt bull, sagði Guðrún Hclgadóttir er hún mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um stöðvun framkvæmda við byggingu Seðlabanka Islands. Hún sagði að cins og nú stæði á í þjóðfélaginu væri óverj- andi að veita tugi milljóna kr. til þessarar byggingar, og væru þeir fjármunir betur komnir annars staðar. Flutningsmaður héit því fram að sam- kvæmt lögum um opinberar fram- kvæmdirhefði ríkisstjórnin tvímælalaust heimild til að stöðva framkvæmdirnar og arður Seðlabankans notaður til brýnni þarfa. Það næði engri átt að arði bankans væri eytt í dýrt bókasafn, málverk og laxveiðar og nú síðast skraut- hýsi. Til vara lagði Guðrún til, að ríkisstjórnin tæki húsið yfirogværi hægt að hafa af því margs kyns nauðsynleg not og Seðlabankanum yrði afhcnt hæfi- legt horf fyrir starfsemi sína. Hún vitnaði til ummæla Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra, sem sagði fyrir nokkrum dögum á Alþingi, að hann væri hlynntur því að fresta Byggingarframkvæmdum við Seðla- bankahúsið. Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráð- herra sagði, áð hér væri um að ræða byggingarframkvæmdir sem staðið hafi yfir í 10 ár. Á þeim árum hefðu margir af samflokksmönnum Guðrúnar haft tækifæri til að hafa áhrif á að fá þessum áformum breytt og minnti á fulltrúa Alþýðubandalagsins í bankastjórn, í bankaráði og að tveir alþýðubandalags- menn hefðu gengt embætti ráðherra bankamála á því tímabili sem um ræðir. Staðreyndin er sú að verið er að byggja hús undir starfsemi Seðlabanka íslands og þar til nú hefðu ekki komið fram athugasemdir við þá framkvæmd í bankaráði, bankastjórn eða hjá þeim viðskiptaráðherrum sem farið hafa með málefni bankans þennap tíma. Viðskiptaráðherra sagði að þegar væri búið að bjóða út þrjá áfanga við'bygging- una og hefði síðasta útboðið verið gert í febrúar sl. En þá hefði einmitt verið gott tækifæri til að stöðva bygginguna, en það var ekki gert. Kvað viðskiptaráð- herra sér þykja seint í rassinn gripið að fara nú að stöðva framkvæmdir þegar búið er að ganga frá öllum þeim samn- ingum sem nauðsynlegir eru til að fram- kvæmdir geti haldið áfram. Hann sagðist ekki leggja mat á hvort þær 20 millj. kr. sem áætlað er að fari í verkið á næsta ári, væru betur komnar annars staðar, en hann væri flutnings- manni sammála um að æskilegt væri að meira fjármagn væri til að sinna öðrum nauðsynlegum framkvæmdum. Samkvæmt þeim samningum sem gerðir hafa verið við verktaka verður húsið steypt upp og þak sett á það að mestu. Ef stöðva ætti framkvæmdirnar yrði að gera það með beinni lagasetn- ingu. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti yfir stuðningi sínum við tillöguna og boðaði þá breytingartillögu að féð sem ætlað er í seðlabankabyggingu á næsta ári reknu í Byggingarsjóð ríkisins. Guðrún Agnarsdóttir sagðist styðja tillöguna og kæmi sér spánskt fyrir sjónir að nota þá peninga sem eru til, til þess að byggja yfir pcninga sem ekki eru til. Annars sagði hún að þessi bygging þyrfti ekki nauðsynlega að hýsa Seðlabankann þótt henni yrði lokið. Ragnar Arnalds sagði að ekki væri við hæfi að halda þessum byggingafram- kvæmdum áfram á sama tíma og veru- legur samdráttur er í þjóðartekjum og almennum tekjum og framkvæmdir allar dregnar verulega saman. Jón B. Hannibalsson kvaðst styðja tillögur og skoðanir fjármálaráðherra í þessu máli. En annars væri upplagt að leggja Framkvæmdastofnun ríkisins niður og flytja Seðlabankann í glerhöll- ina. Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra sagði að í Ólafslögum væru ákvæði um ríkisfjármál, sem hann skildi svo að heimilt væri að þafa afskipti af fjárfestingum ríkisfyrirtækja sem hefðu eigin fjárhag. Hefði hann fullan hug á að breyta forgangsröð framkvæmda og kæmi þá til greina að fresta framkvæmd- um til eins árs í senn. Svavar Gestsson sagði að hann teldi rétt að stöðva framkvæmdir við bygging- una þar til búið væri að taka ákvörðun um hvernig ætti að nota húsið. Kæmi vel til greina að nýta það undir aðra starf- semi en nú er stefnt að og kæmi þá t.d. menningarstarfsemi til greina. Hann sagði það vera hlálegt að þegar bygging Þjóðarbókhlöðu er stöðvuð þýtur þessi bygging áfram. Ólafur Þ. Þórðarson sagði að í greinar- gerð með þingsályktunartillögunni væri allt tekið til baka í lok hennar sem kveðið væri á um í upphafi. Vildi hann fá að vita hvað ekki væri búið að bjóða út af byggingunni. Ólafur sagði það storkun við alþýðuna, að á meðan þrcng- ingar væru á hverju heimili skuli óhikað haldið áfram við þessa byggingu. „Guð gaf mér eyra„ frumsýnt á miðvikudags kvöld ■ „Guð gaf mér eyra,“ (Childrcn of a Lesser God) nefnist leikrit sem Leik- félag Reykjavíkur framsýnir n.k. mið- vikudagskvöld. Höfundurinn, Nark Medoff, er bandarískur og kúnnur leik- ritahöfundur, en þetta verk sem var fyrst sýnt árið 1980. Það fékk strax frábærar viðtökur, og því hotnaðist m.a. eftirsótt- ustu leiklistarverðlaun Bandaríkjanna, Tonyverðlaunin. Síðan hefur það.farið sigurför, jafnt um Bandaríkin sem Evrópu. Leikritið fjallar um samskipti heyrnar- lausrar stúlku og heyrnleysingjakennara og gerist að mestu í heyrnleysingjaskóla. Þorsteinn Gunnarsson er leikstjóri, en með aðalhlutverkin fara Sigurður Skúla- son og Berglind Stefánsdóttir, en þetta er fyrsta stóra'hlutverk hennar á leik- sviði. Berglind er heyrnarskert, en frá höfundarins hálfu er það skilyrði sett fyrir sýningarrétti að heyrnarskert leik- kona fari með hlutverk stúlkunnar heyrnarlausu í leikritinu. Leikritið fer bæði fram á tal- og táknmáli. JGK Þjóðleikhúsið frumsýnir: Návfgi eftir Jón Laxdal Lína langsokkur verður á fjölunum kl. 15.00 á sunnudaginn að venju og ekkert lát á aðsókn. Skvaldur verður sýnt í 20. sinn annað kvöld og er uppseit á þá sýningu. Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur verður sýnt á Litla sviðinu á sunnudagskvöld. kl. 20.30 ■ „Eftir konsetrinn" eftir Odd Björns- son verður sýnt í Þjóðleikhúsinu og í kvöld og sunnudagskvöld og eru það 9. og 10. sýning. Höfundurinn er lcikstjóri en aðalhlutverk eru í höndum Helgu Bachmann, I lelga Skúlasonarog Erlings Gíslasonar. Iðnó í kvöld: Guðrún í síðasta sinn ■ Síðasta sýning á leikriti Þórunnar Sigurðardóttur, Guðrún, verður í kvöld í Iðnó. Leikritið byggir Þórunn sem kunnugt er á ævi Guðrúnar Ósvífurs- dóttur eins og greint er frá henni í Laxdæla sögu. Þórunn er sjálf leikstjóii að verkinu, en með aðalhlutverk fara Ragnheiður Arnardóttir, Jóhann Sig- urðsson og Harald G. Haralds. Jón Ásgeirsson frumsamdi tónlist fyrir sýn- inguna og Messíana Tómasdóttir gerði leikmynd og búninga. Þjóðleikhus;ð um heEgina ■ Þjóðleikhúsið frumsýnir n.k,- fimmtu- •dagskvöld nýtt leikrit eftir Jón Laxda! og nefnist það Návígi í íslenskri þýðingu Árna Bergmann, en leikritið samdi Jón á þýsku. Brynja Benediktsdóttir leik- stýrir verkinu, en með hlutverkin í leiknum fara Róbert Arnfinnsson, Borgar Garðarsson, Guðrún Þ. Step- hensen og Baldvin Halldórsson. Björn G. Björnsson gerir leikmynd og búninga með aðstoð Guðrúnar Sigríðar Har- aldsdóttur. Hávar Sigurjónsson sér um lýsingu. Jón Laxdal hefur samið nokkur leikrit og eitt þcirra „Heimssöngvarinn" hefur verið flutt hjá Þjóðleikhúsinu og var það höfundurinn sjálfur sem það gerði. JGK ■ Kiwanismenn seldu um 50 þúsund lykla um síðustu helgi og var brúttóinnkoman um tvær og hálf milljón. Þetta er ekki alveg eins góð útkoma og þeir vonuðust eftir, en þó alveg viðunandi. Sölumenn kváðust hafa orðið varir við það að fólk héldi fastar um pyngju sína nú en áður. Vonandi tekst þó að Ijúka áfangaheimilinu fyrir geðsjúka að Álfalandi 15, í Reykjavík, en allt það sem inn kom rennur til þess. Myndin er af áfangaheimilinu. Tímamynd GE Rádstefna um kjör kvenna: Konur skipi 51% sæta í stjórnum launþegasamtaka ■ Niðurstöður um leiðir til úrbóa á því hrikalega misrétti sem ríkir varð- andi launakjör kynjanna beindust einkum að tveim megin hugmyndum. Annars vegar að koma á „kvótakerfi" scm tryggði konum 51% sæta í stjórn- urn og nefndum launþegasamtakanna. Hins vegar að konur bindist samtökum þvert á stéttarfélög í því skyni að standa sameiginlega að baráttumálum kvenna". segir i frétt frá ráðstcfnu un kjör kvenna á vinrtumarkaðinum, se:n haldin var um síðustu helgi. Umræðuefni ráðstefnunnar var or- J sakir launamisréttis karla og kvenna, og leiðir til úrbóta. Framsöguerindi fluttu þær Bjarnfríður Leósdóttir og Flelga Sigurjónsdóttir. Að loknum framsögucrindum skiptu þátttakendur sér í hópa. Varðandi orsakir misréttisins voru niðurstöður þessar helstar: „Allt þjóð- félagið er mótað af því viðhorfi að sjálfsagt sé að kaflar hafi forystu og forræði í öllum málum. Við konur göngumst undir þessar karlveldishug- myndir og treystum körlum betur en okkur sjálfum til að tryggja hag okkar. Afleiðingar þessa cru m.a. þær aö körlum reynist auðvelt að sundra kon- um í sameiginlegri hagsmunabaráttu þeirra. Við vanmetum eigin getu og dómgreind. Við látum það viðgangast að vera skilgreindar sem varavinnuafl. Fyrirvinnuhugtakið og þá eingöngu tengt körlum, ræður launakröfum launþegasamtakanna", Á ráðstefnunni var-samþykkt að koma á fundi með öllum þeim konum sem sitja í næstu samninganefndum launþegasamtakanna. Skorað er á útvarpsráð að koma á föstum þáttum í útvarpi og sjónvarpi sem fjalli um stöðu kvenna og kjör. Þá kaus' ráð- stefnan sjö konur til þess að undirbúa stofnfund Samtaka kvenna á vinnu- markaðinum. BK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.