Tíminn - 04.11.1983, Page 4

Tíminn - 04.11.1983, Page 4
4 r- FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Ákveðið hefur verið félag er standi að útgs.. Áskrifendum Tfmans, öðrum velunnurum gefst nú kostur í htutabréf f fétaginu. lillllll wœmrné 111« Staðgreitt við stofnun félagsins Verðtryggð skulda- bréf til eins árs Verðtryggð skulda- bréf til tveggja ára Verðtryggð skulda- bréf til þriggja ára Mánaðarlegar greiðslur Ársfjórðungslegar greiðslur Mánaðarlegar greiðslur Arsfjórðungslegar greiðslur Mánaðarlegar greiðslur Arsfjórðungslegar greiðslur NAFN OG NAFNNÚMER HEIMILI: SÍMI PÓSTNÚMER OG STAÐUR sem fyrst til svar yðar 4?. POSTHOLF 5531 125 REYKJAVÍK fréttir Ný umferðar- Ijós sett upp ■ Kveikt verður á tvennum nýjum, hnappastýrðum umferðarljósum fyrir gangandi vegfarendur laugardaginn 5. nóvember. Önnur ijósin eru í Elliðavogi sunnan Sægarða á móts við Kleppsspít- ala en á þessum" stað var áður zebra- braut. Hin ljósin eru á Hverfisgötu rétt vestan Frakkastígs. Þessi Ijós eru gangbrautarljós þannig að fótgangendur geta kallað á grænt Ijós yfir göturnar með því að ýta á hnapp en að öðru jöfnu logar grænt ljós móti ökumönnum. Berjast við krabbameinið: Fjársöfnun á laugardaginn ■ Á laugardaginn kemur fer fram al- menn fjársögnun á Suðurlandi til kaupa á Sonar-tæki, sem gefa skal Sjúkrahúsi Suðurlands. Búið er að panta tækið og verður það tilbúið til afgreiðslu í lok nóvember. Tæki sem þessi eru mjög notuð við greiningu á ýmiskonar æxlum í kviðar- og grindarholi og eru ómetanleg við rannsóknir á nýrum, briskirtli, lifur og gallvegum. Það er Samband sunnlenskra kvenna sem á frumkvæðið að söfnuninni og margir einstaklingar og félagasamtök hafa þegar lagt þessu máli lið. Tækið er gefið til minningar um Guðmund Jó- hannesson, lækni, en hann var einn aðalhvatamaður að stofnun krabba- meinsleitarstöðvar við Sjúkrahús Suður- lands. Á Iaugardaginn ganga kvenfélagskon- ur í hús, hver á sínu félagssvæði. Þá munu formenn kvenfélaganna veita framlögum viðtöku og hægt er að leggja fé inn í sparisjóðsbók nr. 16774 í Landsbankanum á Selfossi. Álafossverk- smidjan: Athugað verdi með hvaða starfs- fólk geti hlutafé ■ Á fundi í stjórn Framkvæmdastofn- unar s.l. þriðjudag var tekið fyrir erindi frá Starfsmannafélagi Álafoss þess efnis að athugað verði hvort og með hvaða hætti starfsfólk fyrirtækisins fengi keypt- an hlut í fyrirtækinu, komi til sölu hlutabréfa þess, sem eru í eigu Fram- kvæmdasjóðs ríkisins. Stjórnin samþykkti að mæla með því að kannað yrði til hlítar með hvaða hætti mætti koma þessum kaupum í kring, og hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja í því sambandi. Jafnframt ítrekaði stjórn Framkvæmdastofnunar að sala hluta- bréfa í Álafossi væri hennar málefni, þar sem hún hefði með höndum stjórn framkvæmdasjóðs og þar heyrði ráð- stöfun á fjármunum hans, þar með töldum hlutabréfum í eigu hans. JGK Veitir aðstoð vegna jarð- skjálftanna f Tyrklandi ■ Rauði kross íslands hefur gert ráð- stafanir til að unnt verði að veita fé úr hjálparsjóði til stuðnings þeirra sem búa nú við neyð vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi. Hefur Alþjóðarauðikrossinn sent út hjálparbeiðnir til aðildarland- anna um skjóta hjálp. Þegar hafa verið send 6000 tjöld og 35000 teppi til jarð- skjálftasvæðanna af hálfu Alþjóða- rauðakrossins. Óttast er að fjölmargir deyi úr kulda næstu daga berist ekki skjót hjálp. íslandsdeildin minnir í þessu sam- bandi á að gírónúmer hjálparsjóðsins er 90 000-1 og hvetur íslendinga til að leggja sitt af mörkum til hjálparstarfsins. JGK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.