Tíminn - 04.11.1983, Síða 5

Tíminn - 04.11.1983, Síða 5
■ Þrír fulltrúar Samtaka herstöðvaandstæðinga gengu á miðvikudag á fund Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og afhentu honum samþykkt samráðsfundar norrænna friðarhreyfinga um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum sem haldinn var 23.-24. aprfl s.l., en samþykktin hefur verið þýdd og gefln út í bæklingi. Jafnhliða var ráðherra afhent áskorun um að Island leiti samstöðu með Norðurlandaþjóðunum um kjarnorkuvopnalaust svæði og fríðlýsingu Norður-Atlantshafs- ins. F.v. Steingrímur Hermannssoon, Arnþór Helgason, Rósa H. Steingrímsdóttir og Atli Gíslason. Tímamynd GE taka þátt 24 sveitir, þar af 11 utan af landi og keppt verður um farandbikar sem Flugleiðir hafa látið gera. Auk þess eru fleiri verðlaun í boði, jafnt til skáksveita sem einstaklinga innan þeirra. Fram að þessu hefur sveit Búnaðar- banka íslands sigrað þrisvar með á Flugleiðaskákmótum en sveit Útvegs- banka íslands einu sinni. Flugleiðaskákmótið hefst kl. níu á laugardagsmsorgun, 12. nóvember í Kristalssal Hótel Loftleiða og verða tefldar 23 umferðir. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu á sunnudagskvöid. Skákstjórar verða Hálfdán Hermanns- son og Andri Hrólfsson. ■ Flugleiðaskákmótið 1983 fer fram dagana 12. og 13. nóvember að Hótel Loftleiðum. Þetta er í fimmta sinn sem Flugleiðir efna til stórmóts af þessu tagi en hið fyrsta fór fram árið 1979. í mótinu Höfn í Hornafirdi: BÆNDUR LATA GUEPJ- AST AF GULLKALFINUM — „en hirðaekki nægilega um eigin kálfa’% segir f ritstjórnargrein Eystra-horns ■ Og nú er fólksflóttinn að hefjast. Það verður að bregðast hart við“ segir í leiðara Eystra-horns, blaðs sem gefið er út á Höfn í Homaflrði og við svipaðan tón hefur kveðið í leiðurum blaðsins áður. „Það hefur komið fram sú hugmynd að fá togara til Hafnar“, segir ennfremur „til að útvega hráefni til vinnslu í frystihúsinu þegar það vantar milli ver- tíða. Það kann að hljóma undarlega að togari geti gert gagn á tímum ofveiði og ofvaxins skipastóls, en eitthvað verður að gera til þess að koma í veg fyrir fólksflóttann, og það þarf að flnna svigrúm til að koma hér á fót fram- leiðslufyrirtækjum, sem standa á traust- um fótum og veita örugga atvinnu. Ekki stórgróðafyrirtæki heldur fyrirtæki sem skapa þau verðmæti sem eru öllum fremri, öruggt og rótgróið samfélag.“ Byggðin á Höfn hefur verið í hægum uppgangi undanfarinn framsóknarára- tug. Fjölgunin þar verið stöðug og jöfn, mikið byggt og segja má að „smjör hafi dropið af hverju strái1', en svo vitnað sé í leiðarann „Hornfirðingar hafa lifað um efni fram rétt eins og aðrir landsmenn. Þeir hafa ekki hirt um það að safna forða til mögru áranna heldur eytt og sólund- að fengnum í innihaldslausu lífsgæða- kapphlaupi. Verslanir hafa risið upp í öðrum hverjum bílskúr og ýmislegt fleira gert í þeim dúr til þess að krækja í sem mest af hagnaðinum. Bændur í nágrenni Hafnar hafa látið glepjast af gulikálfin- um, en ekki hirt nægilega um eigin kálfa, enda búskapur á undanhaldi í Nesjum og víðar", segir m.a. í leiðara Eystra- hornsins. -BK Gítartónlist í Selfosskirkju Símon H. ívarsson leikur spænska tónlistp klassiska og flamengo ■ Kvenfélagið Hringurinn heldur sinn árlega handavinnu og kökubasar í Vörðu- skóla á Skólavörðuholti laugardaginn 5. nóvember og hefst hann kl. 14. Allur ágóði af basarnum rennur til líknarmála, sem og aðrar fjáraflanir Hringsins, síðustu árin hefur félagið safnað fé til tækjakaupa fyrir allar deildir Barnaspítala Hringsins og meðal annars gaf félagið lessjónvarp ásamt fjölritara fyrir blind og sjónskert börn á síðasta ári. Á myndinni sjást nokkrar félagskonur tneð sýnishorn af handavinnunni sem verður á boðstólum á basarnum. Tímamynd GE ■ Gítarleikarinn Símon H. ívarsson heldur tónleika í Selfosskirkju á morgun, laugardag, klukkan 17:00. Á efnisskrá, sem er tvíþætt, er spænsk tónlist. Fyrri helming tónleikanna leikur Símon klassísk verk, meðal annars eftir Albeniz, Turina, Taggerga og fleiri. Svo verður leikin flamenco tónlist, en Símon er eini íslendingurinn sem leikur flam- enco og hcfur hann sótt námskeið hjá prófessor Andreas Batista í Madrid og lært þaðsérstaklega. Klassiskan gítarleik stundaði Símon hjá Tónskóla Sigur- sveins undir leiðsögn Gunnars H. Jóns- sonar, og síðan við Tónlistarháskólann í Vínarborg, hjá hinum fræga prófessor karls Scheit. Einstæðir foreidrar: Meðlags- greiðslur ættu að hækka ■ Félagsfundur hjá einstæðum for- eldrum telur nú að meðlagsgreiðslur hrökkvi nú aðeins fyrir 1/4 af fram- færslukostnaði bams og skorar fund- urinn á meðlagsgreiðendur að hækka meðlagsgreiðslur að eigin frunikvæði það mikið að þær nálgist það að vcra hehningur af framfærslukostnaði barns, en hann er 77.520 krónur á ári sé mark takandi á nýlegri könnun félagsins. A sanm tima og framfærslukostn- aður hcfur hækkað langt umfrain laun hefur barnsmeðlag aðeins hækkað til samræmis við laun. Sá aðili sem aðeins greiðir lágmarks- meðlag með börnum sínum hefur því sloppið við kjaraskerðingu hvað varðar framfærslu harna sinna. Því mcira óréttlæti felist í þessu sé að því gætt að það foreldr! sem ekki hcfur forsjá barnsins hefur meiri mögu- leika til þess að mæta kjaraskcrðing- unni mcð aukinni vinnu. þ.e. á máli möppudýra: „aflahæfi" þess sé meira, en í 15. grein barnalaga segir „Framfærslueyrir skal ákveðinn með hliðsjón af þörfum barns og fjárhags- stöðu beggja foreldra, og öðrum aðstæðum, þ.á.m. aflahæfi". tíK Flugleiðaskák- mótið í 5. sinn ■ Þrír af forsvarsmönnum Flugleiða- skákmótsins með verðlaunabikarinn sem keppt er um. Frá vinstri eru: Andrí Hrólfsson, Björn Theodórsson og Hálf- dán Hermannsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.