Tíminn - 04.11.1983, Page 7

Tíminn - 04.11.1983, Page 7
FOSTUDAGUR 4. NOVEMBER 1983 Dúfur — fullar og ófullar ■ Klerkur nokkur í Birken- head, við Merseyflóann í Bret- landi, var orðinn langþreyttur á ágangi tveggja dúfna, sem höfðu hreiðrað um sig uppi undir rjáfri í kirkju hans. Sem örþrifaráð ákvað hann að gæða þeim á brauðmolum, vættum viskýi, í þeirri von, að þær yrðu viðráðanlegri. Ekki fór þó svo, að dúfurnar yrðu ljúfari og auðmýkri eftir þessa kræsingar. Þvert á móti. Nú fyrst gerðu þær aðsúg að söfnuðinum, steyptu sér yfir hann eins og sprengjuflugvélar og rákust utan í veggi, fólk og hvað sem fyrir var. Meðhjálp- arinn lýsti ástandinu undir messunni þannig: - Eg ætlaði að fara að lesa guðspjallið, þegar þær gerðu aðflug að mér alveg blindfullar. Dúfnaunnendur vita það fullvel, að þessir vinir þeirra eru óútreiknanlegir. Á Bret- landseyjum eru 10 milljónir dúfna og þær hafa margsann- að, að þær eru ekki eins vit- lausar og margir vilja halda. Á árum síðari heimsstyrjaldar- innar var Viktoríukrossinn, æðsta heiðursmerkið, sem veitt er fyrir hetjudáð, veittur 53 dýrum, þar af var 31 dúfa. Meðal þeirra, sem Viktoríu- krossinn hlutu, var aðeins einn köttur, helsti dúfnaóvinurinn í dýraríkinu. ■ Juan Juarez er fimur að smeygja sér um umferð Mexíkó- borgar með hlassið sitt, og m.a.s. fljótur í förum líka! Vandasamir flutningar ■ Hann Juan Juarez þarf svo sannarlega að „taka pokann sinn“ upp á hvern einasta dag. En hann kveinkar sér ekki við því, þar sem þetta tilheyrir staríi hans sem sendill hjá bakara í Mexíkó City. Allir vilja fá brauðið sem nýjast í bítið á morgnana, þar þarf m.a.s. helst að vera ennþá heitt. Það ríður því á miklu fyrir bakarann að koma vöru sinni sem fyrst á markað. Það sér Juan um með heiðri og sóma fyrir vinnuveitanda sinn. Til að flýta sem mest fyrir kapphleður hann sjálfan sig og reiðhjólið sitt. Með þetta hlass þræðir hann svo villugjarna stigu borgarínnar innan um æðandi umferð bíla og annarra farartækja. Þó að furðulegt megi heita hafa þessir flutning- ar Juans til þessa gengið slysa- laust og allir því verið ánægðir, viðskiptavinirnir með nýja, rjúkandi heita brauðið sitt og bakarinn með mikla sölu á góðri vöru. fræðingur hefur ritað smákynn- ingu á verkum Ófeigs í tengslum við þessa sýningu hans, og les- endum til fróðleiks gríp ég niður á einum stað í pistli Aðalsteins: „Með hinum einkennilegu sam- setningum sínum er eins og Óf- eigur endurheimti eitthvað af fornri kynngi skarts, skrautgripa sem voru ekki aðeins augnayndi, heldur einnig til verndar gegn illum öflum, seiðkarli í næsta þorpi eða keppinaut í ástum. Það fylgir því sérstök hugarfró aðhorfa gripihansoghandfjatla þá, þeir eru nærverugóðir.“ -Ég spyr Ófeig hvers vegna hann hafi líkt sjálfum sér við þröst sem reynir að búa til hreið- ur úr nælonsokk. „Það er nú smá saga á bak við það, en inntak hennar er það, að maður þarf ekki alltaf að rígbinda sig við hefðir, heldur á maður að skoða efnið eins og það kemur manni fyrir sjónir hverju sinni. líta á það hiutlausum augum, byrja síðan að vinna innan í efninu og vinna sig út úr því, alveg óháður allri fyrri vitneskju um efnið. Þannig koma oft ótrú- legustu hlutir út úr efninu.“ Þetta mun að öllum líkindum vera fyrsta einkasýning sem haldin er af skartgripum hér á landi, og Ófeigur segir blaða- manni að hann hafi af ásettu ráði ákveðið að vera ekki með mörg verk á sýningunni, því þannig fáist fólk til þess að skoða hvern einstakan hlut betur. Hann sagð- ist vera fús til þess að skýra verk sín fyrir gestum, ef svo bæri undir. „Ég er allur af vilja gerður að leiða fólk í allan sannleika um skartgripi, því fólk er afskaplega fáfrótt um slíka hluti,“ segir Ófeigur, og bætir því við að gullsmiðir hafi staðið sig allt of illa að kynna sína listgrein, en ' það hefði það aftur í för með sér að fólk gerði lítin sem engan greinarmun á sérsmíðuðum, handunnum hlut og fjöldafram- leiddum innfluttum hlutum. Sökin lægi hjá gullsmiðunum sjálfum, og því yrði þeir sjálfir að sjá um að fræða almenning um list sína. Sýning Ófeigs er sölusýning og verður hún opin daglega frá kl. 12 til 18, um helgar frá kl. 14 til kl. 18. Sýningin stendur til 17. þessa mánaðar. Gallerí Grjót er til húsa að Skólavörðustíg 4A. -AB erlent yfirlit ■ Á MÁNUDAGINN var hófst fyrsti fundur sáttaráðstefnu deiluaðila í Líbanon. Ráð hafði verið gert fyrir því, að ráðstefnan hæfist nokkrum vikum fyrr, eða ; strax eftir að samkomulag náðist um, að haldin yrði ráðstefna ekki færri en ellefu aðila um að koma á þjóðarsátt í Líbanon. Deiluaðilar urðu hins vegar ekki ásáttir um hvar ráðstefnan skyldi haldin. Gemayel forseti lagði áherzlu á, að hún yrði haldin í Líbanon, en þar fannst hvergi staður, sem allir aðilar gátu orðið ásáttir um. Að lokum varð það þrautalendingin að halda ráðstefnuna í Genf. Ráðstefnan er haldin í veizlu- sal á efstu hæð Hotel Inter-Con- tinental. Miklar öryggisráðstaf- anir gilda á hótelinu. Þeir, sem þangað koma, verða að ganga undir stranga skoðun áður en þeir fá að fara inn í hótelið. Meðal annars verða þeir að fara í gegnum hlið, þar sem sérstök tæki gefa til kynna, hvort þeir hafa vopn á sér. Fundarmenn verða svo að fara í gegnum annað slíkt hlið, þegar þeir fara inn í fundarsalinn. Það gerðist fyrir fundarsetninguna, þegar Jumblatt, leiðtogi Drúsa, fór í gegnum þetta hlið, að hann reyndist hafa byssu á sér. Að sjálfsögðu afhenti hann hana. Litlar kveðjur voru hjá full- ■ Walid Jumblatt varö að alhenda byssuna, þegar hann kom á sáttafundinn. ingi ísraels og Líbanons. Jafn- framt heldur hún fast við það, að flytja ekki her sinn heim fyrr en sýrlenzki herinn hefur verið fluttur frá Líbanon. Þá hefur sú krafa komið fram á ráðstefnunni, að bandaríska friðargæzlusveitin í Beirút verði flutt burt. Hins vegar hefur enn ekki komið fram krafa um, að friðargæzlusveitir ítala og Breta hverfi heimleiðis. Bandaríkjastjórn virðist síður en svo á því að kveðja heim friðargæzlusveit sína, heldur tal- ar frekar um að fjölga í hcnni. Það mun ekki greiða fyrir sam- komulagi á ráðstefnunni. Líbanonsstjórn leggur einnig mikla áherzlu á, að bandaríska íriðargæzlusveitin verði áfram í Beirút. MÖRG önnur deiluatriði eiga eftir að koma til meðferðar á ráðstefnunni. Fullyrða niá því, að engar horfur eru á, að samkomulag náist um þau í bráð. Scnnilcgra er, að cnginn árangur náist á ráðstefnunni. Annað virðist þá ekki fram- undan en að Líbanon skiptist. í reynd er Líbanon þegar margskipt, eins og sést á með- fylgjandi uppdrætti, sem nýlega birtist í Svenska Dagbladet. Litlar sáttahorfur hjá Líbanonsmönnum í Genf Mestur hluti Líbanons undir erlertttum yfirráðum EMM UBANESISKA ARMEÍ ■ Landabréf þetta, sem birtist nýlega í sænsku blaði, sýnir skipt- ingu Líbanons um þessar myndir. Svæði það, sem merkt er FN-trupper, er undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Sjá annars nánar í greininni. trúum áður en þeir settust við fundarborðið. Þeir tókust yfir- leitt ekki í hendur og létust helzt ekki sjá hver annan. Það var Gemayel forseti, sem setti ráðstefnuna. Auk hans flutti ræðu Pierre Aubert, forseti Sviss. Það vakti athygli, Að Gema- yel færði Assad Sýrlandsforseta sérstakar þakkir fyrir að hafa stutt að því, að þessi ráðstefna yrði haldin. Gemayel minntist ekki á önnur nöfn. Nokkrir áheyrnarfulltrúar mættu á fundinn. Meðal þeirra voru utanríkisráðherra Sýrlands og ráðherra úr stjórn Saudi-Ara- bíu. Fundurinn stóð í 20 mínútur og virtist andrúmsloftið, sem ríkti á honum ekki spá góðu. Um eitt mál hafa allir fulltrú- arnir þó þegar sameinazt, en það er að lýsa yfir því, að Líbanon sé arabískt ríki. HINIR svartsýnustu meðal fréttaskýrenda spá því, að óvíst sé, hvort frekara samkomulag náist á fundinum. Eins og áður segir standa ell- efu aðilar að fundinum. Hér er aðallega um að ræða fulltrúa ýmissa trúarhópa í Líbanon. Þótt menn greinist þar aðallega í kristna menn og múhameðstrú- armenn, er klofningurinn í reynd miklu meiri. Bæði kristnir menn og múhameðstrúarmenn eru margklofnir innbyrðis. Þess vegna standa ekki færri en ellefu aðilar að ráðstefnunni. Tvö deilumál eru þegar komin til sögunnar. Annað þeirra er krafan um þá breytingu á stjórnarskránni, að forsetinn verði þjóðkjörinn. Nú er hann kosinn á þingi og segir í stjórnarskránni frá 1943, að hann skuli jafnan vera úr hópi kristinna manna, en í staðinn verði forsætisráðherrann jafnan úr hópi múhameðstrúarmanna. Þessi skipting byggðist á því, að á þessum tíma voru kristnir menn taldir heldur fleiri en mú- hameðstrúarmenn í Líbanon. Nú er talið, að þetta sé breytt. Múhameðstrúarmenn séu orðnir í verulegum meirihluta. Hitt deilumálið er sú krafa Drúsa og fleiri, að samningnum, sem stjórn Líbanons gerði í sumar við stjórn ísraels um brottflutning ísraelshers, verði tafarlaust sagt upp. Gemayel getur illa fallizt á þetta, enda þótt augljóst sé orðið, að það voru mikil mistök að gera þennan samning, án þess að jafnframt væri samið við Sýr- lendinga. Gemayel lét hér undan þrýst- ingi Bandaríkjastjórnar, en leyniþjónusta hennar taldi líklegt, að Sýrlendingar yrðu fús- ari til samninga við Líbanon eftir að samið hefði verið við ísrael. Þetta reyndist rangt, eins og komið er á daginn. ísraelsstjórn hótar öllu illu, ef riftað verður umræddum samn- Sýrlcndingar ráða nú stórum hluta landsins eða 4800 ferkm og hafa þar um 40-50 þúsund manna hcr. Á landsvæði því, sem þeir ráða yfir, eru um 10-15 þúsund palestínskir skæruliðar, sem eru klofnir í tvennt. Meirihlutinn fylgir Arafat að málum. cn minnihlutinn er andvígur honum. Minnihlutinn nýtur hins vcgar þess, að Sýrlendingar styðja hann. Sýrlenzki heririn hefur vcriö í Líbanon síðan 1976, en hann tók þá að sér friðargæzlustörf í um- boði Arabaríkjanna. Israelsmenn ráða yfir 2800 fcrkm svæði og hafa þar um 20-30 þúsund menna her. Þeir ráða ekki aöeins yfir því svæði, sem er merkt þeim á landabréf- inu, heldur einnig því svæði, sem merkt er Haddad, en hann er fyrrverandi liðsforingi úr her Lí- banons, en hcfur gengið á mála hjá ísraelsstjórn. Hann hefur um 2-3 þúsund manna her á að skipa. Falangistar, sem eru herská- asti flokkur kristinna manna, ráða yfir um 1000 fer km svæði. Þeir hafa um 40 þús. manns meira og minna undir vopnum. Drúsar ráða svo yfir Shouf- fjöllum og hafa um 2000 manna reglulegan her, en geta boðað út um 15.000 manns,efþurfaþykir. Á svæði Sýrlendinga er her kristinna manna, sem cru and- stæðir Falangistum. Hann telur um 2-3 þúsund manns. Leiðtogi hans er Franjieh fyrrv. forseti. Auk þess hafa ýmsir minni trúflokkar herflokkum á að skipa, sem eru dreifðir um allt landið. Alls er Líbanon um 10.400 ferkm að flatarmáli og er því meirihluti þess undir stjórn er- lendra herja. Raunverulega ræður Líba- nonsstjórn ekki yfir nema Beirút og nágrenni hennar og þeim svæðum, þar sem friðargæzlu- sveitir Sameinuðu þjóðanna eru. Hún ræður yfir um 30 þúsund manna her, sem hefur fengið yopn sín frá Bandaríkjunum. Þórarinn o Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Sklfl

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.