Tíminn - 04.11.1983, Page 20

Tíminn - 04.11.1983, Page 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR 8c ANDVAKA. ARMULA3 SIMI 81411 ú \xabriel HHÖGGDEYFAR y OSvarahlutir . Sími 36510. Cttttiutl Rftstjorn 86300 - Augfysingar 18300 - Afgreiðsla og askritt 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Föstudaeur 4. nóvember 1983 Stórhugur hjá Kattavinafélagi íslands: HYGGST BYGGJA KATTAR- HÖTEL FYRIR 109 KETTI — „Höfum enga kostnaðaráætlun gert — treystum á Guð og lukkuna” FRIÐSÆUR LAUGARDAGAR FRAMUNDAN — Stórmark- aðirnir ætla ekki að brjóta reglur um opnunar- tíma verslana ■ Þótt svartsyni og barlómur setji mestan svip á þjódlífíð um þessar mundir er ekki allur stór- hugur úr þjóðinni ennþá. Það sést m.a. á umsvifum Kattavina- félags íslands, sem hefur sótt um leyfi til borgaryfirvalda til að fá að byggja þjónustumiðstöð fyrir ketti á 19652 lóð sem félagið hefur fengið úthlutaö við Stang- arhyl í Reykjavík. Þjónustumið- stöðin á að vera á tveim hæðum, neðri hæðin 459.52 og sú efri 222.22 eða alls 6822 að gólffleti. „Nei við höfum enga kostnaðar- áætlun gert, við treystum bara á guð og lukkuna,“ sagði Svanlaug Löve formaður Kattavinafélags- ins í samtali við blaðið í gær.1 „Það liggja hins vegar fyrir full- gerðar teikningar, sem húsa- meistari ríkisins gerði.“ - Hvað gerið geta hý: nýja húsnæði? ; „109.“ - Og hvaða hlutverki gegnir svona þjónustumiðstöð? „Hún á að vera fólgin í því að þarna á að vera kattageymsla, sérstaklega fyrir dýr sem ein- hverra hluta vegna hafa lent á götunni; svo að þau séu ekki að þvælast úti köld og glorsoltin. Það er ólíðandi og við höfum alltaf lagt sérstaka áherslu á þetta hjá Kattavinafélaginu. Svo verðum við með þjónustu við fólk sem þarf að koma köttum í geymslu af ýmis konar ástæðum, vegna sjúkdóma, heimilis- ástæðna eða ferðalaga. Katta- vinafélagið er bráðum 8 ára gamalt og hefur rekið gistiheimili í 61Ó ár og það hefur verið mikil eftirspurn. Auk þessa verður svo þarna dýralæknisþjónusta. Dýralæknir Kattavinafélagsins, Brynjólfur Sandholt, héraðsdýralæknir verður þar með aðstöðu." - Er þetta ekki dálítið ríflegt húsnæði fyrir 109 ketti? „Það er geysilega stórt hús- næði og við ætlumst til að þarna verði tvær íbúðir, vegna þess að það verður að vera hægt að hafa skiptivaktir og þá þurfa að geta búið þarna tvær fjölskyldur. Það verður alltaf að vera einhver við til að ansa um nætur ef með þarf. Nú svo er dýralæknisaðstaðan og pláss til að geyma dýr eftir uppskurði og mikið pláss þarf að vera fyrir þá ketti sem verða í geymslu, síðan þarf auðvitað að vera eldhús, þar sem hægt er að elda handa þeim. Það verður geysileg vinna við þetta, hirða kettina og þrífa í kringum þá.“ - Þetta er geysilega stór lóð. Ætlið þið að skipuleggja útivist- arsvæði fyrir kettina. „Það má vel vera, en við viljum geta stækkað við okkur. Það verður örugglega þörf fyrir það þegar fram líða stundir." Samkvæmt því sem blaðamað- ur kemst næst kemur kostnaður við byggingu þjónustumiðstöðv- arinnar til að nema 12-15 millj- ónum króna, eða rúmlega 100 þúsund krónum á hvern kött, sem þar á að vera aðstaða fyrir. Slagar það hátt upp í kostnað við nýja heilsugæslustöð af meðal- stærð. JGK bbHHI ■ Húsið á myndinni hefur’Tiklégir veriö orðið þreytt á aðgerðaleysinu og virðist vera á leiðinni a stefnumót „fyrir sunnan Fríkirkjuna“. Hugsast gæti að fólkið sem erá leið yfir götuna hafi einhvern tíma lent þar á stefnumóti líka. Tímamynd Árni Sæberg ISLENMNGAR FA ALLAN KVÓTANN ■ „Niðurstaðan var sú að | um að veiða það allt saman,", I niðurstöður fundar í norsk-ís- Norðmennirnir samþykktu sagði Jón L. Arnalds, ráðuncyt- lensku fiskveiðinefndinni, sem þennan kvóta, það cr að segja isstjóri í sjávarútvegsráðuneyt- fjallaði um skiptingu loðnukvóta 375 þúsund tonn og að við fengj- | inu, þegarhann var spurður um | í Osló. Nordmenn eiga inni 33 þúsund tonn af loðnu Jón sagði, að Norðmennirnir ættu þá inni hjá okkur 33 þúsund tonn sem þeir væntanlega myndu veiða næsta sumar eða haust ef ástand loðnustofnsins leyfði. ■ Hagkaup, JL-húsið og Kjötmiöstöðin ætla að fylgja reglum um lokun- artíma verslana á laugar- daginn. Það þýðir að þær loka ki. 12 á hádegi eins og aðrar verslanir. Þessar verslanir viija brjóta upp þær takmarkanir sem eru á opnunartíma. Þær höfðu náð samkomuiagi við starfsfólk sitt um að hafa opið til kl. 16 á laugardögum og reyndu það fyrir nokkrum vikum en þá stöðvaði lögreglan tiltækið. Gildandi regium um opnunar- tíma verslana eru háðar sam- þykki borgarstjórnar, og þess- um reglum hefur ekki verið breytt þrátt fyrir það að meiri- hluti borgarfulltrúa hefur iýst sig samþykka því að rýmka Mlf,* • •UOlUtV ---- Kaupmannasamtökin eru andvíg því að rýmka af- greiðslutímann og sðmuleiðis brýtur það í bága við kjara- samning Verslunarmannafél- ags Reykjavíkur, þar sem inn í sjálfum kjarasantningnum er ákvæði um afgreiðslutíma verslana og er það ákvæðf samhljóða þeirri reglugerð sem cr í gildi. Við því ákvæði kjarasamningsins er ekkert hægt að hrófla við fyrr en eftir 1. febrúar vegna bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar sem ■banna allar breytingar á kjara- samningum. Þar af leiðir að starfsfólk verslana má ekki vinna eftir hádegi á laugar- dögum fari það eftir samning- unt. Það eru því mörg ljón á veginum sem hindra það að afgreiðslutími verslana í Reykjavík verði rýmkaður. Á mcðan verslar fólk í nágranna- byggðunum, segja forsvars- menn ofangreindra verslana, og eftir því sem það ástand vurir lengur því örðugra verður að fá fólk til þess að beina vcrslun sinni til Reykjavíkur aftur. - BK dropar Óvæntur heiður ■ Kftirfarandi klausa úr Þjóðviljanum skýrir sig sjáif: „Stefán Edelstein kom að máli við blaðið og þakkaði þann óvænta heiður sem sér hefði hlotnast í viðtaii á 2. síðu blaðsins í gær, þar sem honum er bæði eignaður doktorstitill og sagður eiga hugmyndina að íslensku menningarvikunni í Vestur-Berlín. Þetta væri lofs- verður velvilji í sinn garð, en engu að síður værí það nú svo að hann hefði ekki doktors- gráðu og ætti ekki hugmynd- Óskabarn á villigötum ■ Yfirleitt er það af hinu góða þegar gott og náið sam- starf tekst á milli ólíkra aðila þannig að hvor aðili um sig geti skarað eid að sinni eigin köku. Öðru máli gegnir þegar aðilar hafa skyldum að gegna gagn- vart fleiri en einum aðila, og hampa einurn á kostnað ann- arra, þrátt fyrir gefin loforð um að standa óðruvísi að málum. Þannig háttar, að því er virðist, samstarfi milli „óska- bams þjóðarinnar“, þ.e. Eim- skips, og Morgunblaðsins hins vegar. Til að mynda kemur það ótrúlcga oft fyrir að atvik eða atburðir sem fréttatengdir eru Eimskip birtast á síðum „blaðs allra landsmanna“ en tveimur dögum seinna er send orðrétt fréttatilkynning í sömu veru til annarra fjölmiðla. Sama virðist eiga sér stað þegar myndir eiga í hlut. Ekki þarf að rílja upp fyrir iesendum þann óhugnalega atburð er leiguskip Eimskipafélagsins, Kampen fórst fyrir Suðurlandi fyrr í vikunni. Sama kvöld og atburðurinn gerðist lofaði fél- agið að útvega fjölmiðlum myndir af skipinu eins og það leit út áður en ósköpin dundu yfir. Mynd af ms. Kampen yrði framkölluð í Myndmót hf. í sex eintökum og værí ijölmiðlum frjálst að nálgast eitt eintak. Við hér á Tímanum sendum mann niður eftir og alitaf var myndin á leiðinni, en allt kom fyrir ekki, og klukkan eitt eftir miðnætti var ákveðið að bíða ekki lengur eftir henni. Hún birtist hins vegar á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir, enda fór myndin aldrei í Mynd- ---------------------|gpy: mót hf. sem er til húsa í margnefndu Morgunblaðshúsi eins og upphaflega var talað um, heldur beint inn á rit- stjórnarskirfstofur Moggans. Úr því þetta er stefna Eim- skipafélagsins í samskiptum við Ijölmiðla, þá ætti félagið að sjá sóma sinn í því að opinbera hana og hætta að þreyta aðra fjölmiðla, úr því „málgagnið“ gengur fyrír. Krummi . . . ...trúir að ekki væsi um þá í nýju Kattarhöllinni

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.