Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 J5 fréttir Smygl fíkniefna með fiskiskipum færist í vöxt: „ALLTAF BÚIST VW AD LEIÐ VÆRI TALSVERT ÞESSI NOTUD” segir Gísli Björnsson,deildarstjóri fíkniefnalögreglunnar ■ „Yið höfum nú alltaf búist við að þessi leið vseri talsvert notuð og það hefur orðið uppvíst um fíkniefnainn- flutning með skipum þó þar hafí verið um minna magn að ræða en fundist hefur undanfarið. í sumum tilfellum hefur þetta upplýst eftirá og einnig er til í dæminu að þetta sé flutt inn án vitundar skipshafnarinnar. Fyrr á þessu ári var t.d. tekið 1,5 kíló af hassi sem hafði verið sent með skipi“, sagði Gísli Bjömsson, deildarstjóri fíkniefnadeildar lögreglunnaoþegar hann var spurður um hvort innflutningum á fikniefnum ætti sér stað í auknum mæli sjóleiðis. Alls hafa um 20 kfló af hassi verið gerð upptæk á þessu ári, þar af voru tæplega 17 kíló í smyglmálunum tveim sem urðu uppvís nýlega með Karlsefni og Lagar- fossi. Gísli var spurður að því hvort hann teldi að upptaka þessara fíkniefna undanfarið hefði áhrif á markaðinn hér- lendis og hvað þetta væri stór hluti af árlegum innflutningi. Gísli sagði að um það væri ekki hægt að segja að svo stöddu. Hinsvegar myndi koma í ljós á næstu vikum hvort þetta hefði einhverja verðsveiflu á markaðnum í för með sér og það gæti þá gefið vísbendingu um hvað markaðurinn er stór. -GSH ■ Parið Denis og David í léttri suður-amerískri sveiflu. .m •? i í.í-TK 1 I Danskennarasamband íslands 20 ára: HEIMSMEISTARAHEIMSOKN — parið Denis Weavers og David Sygamore heimsmeistarar í 10 dönsum koma hingad ■ Danskennarasamband íslands er 20 ára á þessu ári, var stofnað 1963, og af því tilefni efnir sambandið til sérstakrar hátíðar í veitingahúsinu Broadway dag- ana 18.-20. nóvember n.k. Aðalatriðið á þessari hátíð verður sýning heimsmeistaranna í 10 dönsum, þeirra Denis Weavers og David Sygam- ore.en þau koma hingað sérstaklega vegna hátíðarinnar. Á blaðamannafundi sem sambandið efndi til af þessu tilefni kom fram að 18 ár eru síðan heimsmeistarar í sam- kvæmisdönsum sóttu okkur heim og vill sambandið með þessari heimsókn gefa fólki kost á því að sjá það besta á þessu sviði í heiminum nú. Fundinn sátu þau Unnur Arngríms- dóttir, Heiðar Ástvalds og Aðalsteinn Ásgrímsson frá sambandinu. Hjá þeim kom fram að auk heimsmeistaranna verða flestir skólarnir innan sambandsins með atriði á hátíðinni. Fjöldi gesta á Broadway á hátíðina verður takmarkaður við 750 manns og vildu þau taka fram að í diskóteki staðarins verður lcikin dansskólatónlist þannig að nemar í dansi eiga þess kost að dansa þá dansa sem þeir hafa lært.en það er nokkuð sem yfirleitt er ekki hægt að gera á danshúsum hér í borg. ■ Þau Unnur Ágrimsdottir, Heiðar Ástvalds og Aðalsteinn Ásgrímsson. Tímamynd GE. íslenska revían aftur á fjalirnar -í Gyllta salnum á Hótel Borg ■ íslenska revían verður sýnd í gyllta salnum á Hótel Borg í allan votur, vonandi, og kannski iengur og verður 1. sýning föstudaginn 18. nóv. Ýmsar breytingar hafa nú verið gerðar á reví- unni frá því hún var sýnd í Gamla bíói í fyrra við feykigóðar undirtektir. Leik- stjóri revíunnar er Gísli Rúnar Jónsson, en höfundur hennar er.eins og kunnugt er,Geirharður markgreifí. 1 vetur mun Guðmundur Haukur, sá margreyndi músíkkant sjá um músíkhliðina. Leik- endur í revíunni verða Þórhallur Sig- urðsson, Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Saga Jónsdóttir, Örn Árnason, Kjartan Bjargmundsson og Hiimar Gestsson. Steinþór Sigurðsson gerði ieikmyndina. Fyrstu sýningin verð- ur föstudaginn 18. þessa mánaðar og áætlað er að sýna á föstudags- og laugardagskvöldum, og ef til vill eitt kvöld í viðbót. Á blaðamannafundi sem aðstandend- ur revíunnar héldu ásamt forsvars- mönnum hótelsins kom fram að hótelið mun bjóða upp á sérstakan „revíumat- seðil“ fyrir sýningar og boðið verður upp á léttar veitingar meðan á sýningum stendur. Á fundinum kom fram að húsnæðis- mál frjálsra leikhópa standa nú mjög illa og raunar er ekkert hús þar sem hægt er að sýna verk á sviði. Revíuleikhúsið heldur upp á 3ja ára afmæli sitt 14. febrúar. Hét raunar fyrst Garðaleikhús- ið. Verkefni þess hafa verið Galdraland, Karlinn í kassanum og íslenska revían. 30-40 leikarar hafa komið við sögu á þessum sýningum. Fjárhagur Revíuleik- hússins er mjög slæmur eftir að hópurinn þurfti að hrekjast úr Hafnarbíói í fyrra með fullæft verk og greiða óhagstæða húsaleigu í Gamla bíói. Hópurinn hefur' ekki notið neinna styrkja frá opinberum aðilum, þrátt fyrir það að hann hefur haldið úti starfsemi þetta lengi, lengur en sum önnur leikfélög er fyrirgreiðslu hafa fengið. -BK Sýning í Happý-húsinu ■ Nú stendur yfir í Happý-húsinu í Hafnarfirði málverka- og húsgagnasýn- ing,en það er málarinn Bjami Jónsson sem á málverkin á sýningunni. Hún er opin um helgina kl. 14-22 og virka daga til kl. 22. Bjarni Jónsson hefur haldið sýningar um allt land og undanfarin ár hefur hann unnið að heimildarteikningum í rit Lúð- víks Kristjánssonar um íslenska sjávar- hætti frá fyrstu tíð. ■ Mikið fjölmenni var við opnun sýningarinnar í Húsgagnahöllinni i gær. Tímamynd Róbert. rrSkrifstofa framtíðarinnar” í Husgagnahöllinni á Bíldshöfða: „Tölvunotkun í 3/4 allra starfa að tveim árum liðnum” ■ Sýningin „Skrifstofa framtíðarinn- ar“ var opnuð í Húsgagnahöllinni við Bíldshöfða á fimmtudag. Á sýningunni er að finna allar helstu nýjungar á sviði tölva og hugbúnaðar sem fást hér á landi, frá smátölvum til stærri véla. Skýrslutæknafélag íslands og Stjórn- unarfélag íslands standa sameiginlega að sýningunni. I sýningarskrá segir meðal annars: „Talið er að eftir tæp tvö ár, árið 1985, muni tölvunotkun ná til 75% allra starfa í atvinnulífinu, á einn eða annan hátt. Er því augljóst að tölvan verður hluti af daglegu lífi þorra manna á næstu árum. Allur almenningur verður því að kynna sér tölvuna og notkun hennar.“ Á sýningunni er einnig lögð áhersla á að sýna önnur hjálpartæki á skrifstofur en tölvur. Skjalaskápar fyrir tölvugögn, Ijósritunarvélar, skrifstofuhúsgögn og sitthvað fleira er að finna. -Sjó. ■ Björgvin Björgvinsson opnar í dag myndlistarsýningu í Ásmundarsal við Freyju- götu Id. 2. Á sýningunni eru 14 myndverk unnin með blandaðri tækni og 6 collage myndir. Björgvin nam við Myndlista- og handíðaskólann 1975-79 en stundaði síðan nám í London og Belgrade. Sýningin er opin daglega til 20. nóv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.